Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.02.2003 at 08:47 #468688
…Þeim hefur greinilega ekki dottið í hug að ráðfæra sig við helstu sérfræðinga í krapa og Landmannalaugum. Ég er viss um að valkyrjurnar úr Kvennaferðinni 2002 hefðu fúslega veitt góð ráð og jafnvel lóðsað þá yfir krapann ef eftir því væri leitað…
:o)
08.02.2003 at 11:03 #468148Flugfélagið og gestir komu í Nýjadal í gærkveldi um tíuleytið og gistu þar í nótt. Tók víst sinn tíma að hita upp kofann, enda við því að búast. Þessi skáli er einn sá kaldasti sem ég hef komið í.
Þau lögðu af stað nú í morgun, veðrið er bara ágætt, lágrenningur en bjart og kalt. Norðan við Nýjadal, inn á Gæsavatnaleið er ekki mikill snjór, þeir keyra eftir veginum, glerhálum, en utan við er bara urð og grjót. En ferðin gengur vel.Kveðja,
Soffía
07.02.2003 at 20:43 #468146…takk fyrir að hafa ofan fyrir mér í kvöld með skrifum. *klökk* Hér er ég heima, grounded vegna veikinda og hef ekki haft annað til dundurs en Playstation græjuna sem ég gaf Begga í afmælisgjöf. Þannig að Trooperinn og bóndinn eru á blússandi ferð (vona ég) norður Sprengisandinn á leið á þorrablót á meðan ég klessukeyri hvern sportbílinn á fætur öðrum.
Ég heyri vonandi í þeim síðar í kvöld. Ef það er eitthvað vesen, þá skrifa ég ekki neitt.
F.h. Flugfélagsins EJS
Sófus McLaren
05.02.2003 at 18:00 #467946Það er vonandi að á næsta ári fáið þið að fara á framhaldsnámskeið, maður kemst því miður ekki langt á því einu saman að hleypa úr dekkjum og hnýta pelastikk! En þeir þarna í Eyjafjarðardeild eiga heiður skilinn fyrir að brydda upp á þessari nýjung. Það þarf að byrja einhvers staðar. Og sjálf þyrfti ég nú að rifja upp þennan blessaða hnút…
En málið er að taka völdin og stýrið og keyra sjálfar! Nota karlana í að pakka, kaupa inn, elda, rétta okkur súkkulaði á meðan við keyrum, nudda aumar axlir og hlýja okkur í svefnpokunum…þeir ættu að vera nýtilegir í a.m.k. eitthvað af þessu. Er nú ekki flókið..
Svo bara mætum við hressar í kvennaferðIR! Hlakka til að sjá sem flestar að norðan!
Fjallakveðja,
Soffía
R-1714
05.02.2003 at 17:54 #467710Svo bregðast krosstré sem önnur……
Ég barasta trúi þessu ekki. Hvar ertu BÞV? Viltu gjöra svo vel og svara fyrir þetta! Hvurnig á ég að geta gert grín að þér þegar þú ætlar að fá þér …Mu..Mu…Mus.. nei, get ekki borið þetta fram. Þetta er ekki jeppi "for god’s sake"!! Hinn var þó skárri (já, ég segi það!).
Fjallakveðja,
Soffía og "sushí-ið"
02.02.2003 at 21:09 #467480þeir eru að leggja af stað úr Setrinu í skyggni núll! Þeir eru með tvo 35" bíla í spotta og eru bjartsýnir á að heimferðin gangi vel, enda með trakkið nýtt og ferskt…og sneiða vonandi hjá þessu blessaða gili sem tafði þá í um þrjá tíma í dag!
Það tók innan við hálftíma að skipta um annan framöxulinn hjá Kjartani og formaðurinn er því á góðri siglingu eins og er.
Að sögn er bara góður andi í mannskapnum og Lúffi ætlar að vera kominn í bæinn klukkan eitt í nótt. Einmitt það…
02.02.2003 at 20:57 #467474Ég heyrði í þeim síðast um hálfáttaleytið. Þá voru þeir ósköp sælir enda nýbúnir að troða í sig þorramat og ef ég þekki minn mann rétt þá hefur hann úðað í sig hrútspungum, ef einhverjir voru eftir!
Þeir voru að kíkja á bílinn hans Kjartans en vonandi eru þeir nú lagðir af stað í bæinn. Veðrið var orðið snarvitlaust þarna uppfrá og meira en það.
Toyotan sem þeir þurfa að líta til í bakaleiðinni er líklega með brotið framdrif. Vonum bara að heimferðin gangi vel!Læt vita þegar ég heyri næst í þeim, ef Sindri verður ekki á undan mér með ferskar fréttir.
02.02.2003 at 18:21 #467468…ferðalangarnir eru komnir í Setrið (kl. 18:09:35) og eru að snæða hrútspunga. Munu leggja af stað heim á leið von bráðar, þurfa að koma við í einni gjótu á bakaleiðinni og hirða upp eitt stykki Toyotu sem situr þar föst. Þessi Toyota hafði mikla ofurtrú á sjálfri sér og fylgdi í humátt á eftir "björgunarmönnunum". Og svo fór sem fór.
02.02.2003 at 15:56 #467456Þeir eiga um 1.7 km eftir í Setrið og allt orðið blint. Kjartan og Co virðast vera búnir að laga felguboltavesenið (þeir skildu bílinn hans Danna eftir í nótt)og voru á leið aftur upp í Setur. Ferðin hefur gengið vel hjá Jóni Snæland og Co, einhverjar festur og varð Beggi að slíta samtalinu við mig rétt í þessu því það þurfti að spila einhvern Patrol upp úr festu. Það hefur sem sagt eitthvað verið um spottavesen á leiðinni þótt þetta hafi almennt gengið vel.
02.02.2003 at 12:14 #467448…ég þarf að nota hann sjálf í dag til að komast í Smáralindina…
Annars var ég að tala við Begga og þeir voru nýbúnir að snæða íslenska kjötsúpu í Hrauneyjum. Voru að bíða eftir Hlyni, hann var eitthvað seinn af stað úr bænum, líklega Pattinn að mótmæla því að vera dreginn á fjöll..
Það er skafrenningur og og skyggni stundum lítið á köflum. Þorrablótsfarar eru lagðir af stað úr Setrinu, þeir skildu víst bílinn hans Kjartans eftir, voru eitthvað að reyna að laga þetta felguboltavesen hjá Patrolnum og það eru einhver dekkjavandræði en Hrauneyjahópurinn er víst með aukadekk handa þeim.Fjallakveðja,
Soffía
23.12.2002 at 11:30 #465808Ósköp nettur og fallegur baksvipur. Ágæt vinkona mín sem er mikil fjallageit kvartaði undan útsýninu eitt sinn, Trooerinn væri ekki nógu fallegur að aftan (enda var það yfirleitt það eina sem hún sá, enda akandi á Hilux..). Ég er að mörgu leyti sammála, Trooperinn er ólíkt kassalagaðri að aftan en t.d. þessi áferðarfallega Toyota. En, eins og þið vitið þá dugar ekki að vera sætur, maður þarf líka að hafa eitthvað almennilegt innihald.
Og Lúther minn, Beggi villtist ekki af leið, hann er bara villtur.
Jólakveðja,
Soffía
(sem gaf jeppanum sínum langþráða jólagjöf…)
18.11.2002 at 14:10 #464328Það er ekkert eins óskemmtilegt eins og þegar talað er um mann í 3ju persónu….
Lúther, þú ert greinilega haldinn miklum lífsleiða ("Death Wish") fyrst þú hættir þér út í þessa umræðu.
Í fyrsta lagi þá tökum við ekki væluskjóður með í kvennaferðir. Þær eru bara fyrir hörkutól eins og okkur sem fórum síðast. Ég hefði ekki nennt að standa í því að vera með hangandi yfir mér vælandi og kvartandi karlmenn með hor lafandi úr nös eins og þriggja ára smáguttar. Þessar ferðir eru fyrir alvöru valkyrjur, ekki einu sinni alvöru karlmenn hefðu komist klakklaust þessa leið sem við fórum í þessu færi.
Í öðru lagi er ég ekki vön öðru en að hafa "stór tröll í höndunum", það er minnsta málið. Aðalatriðið er að hafa gott taumhald á kappanum, ekki síst þegar hann er á Trúpernum góða. Þá er hann nefnilega eins og viljugur fákur. Þú lætur mig vita ef ég á að útskýra þetta eitthvað frekar, kraftur, hraði og snerpa er ekki eitthvað sem Toy-menn þekkja nema af afspurn, skilst mér….
Í þriðja lagi á ég ekkert erindi í Arctic Trucks nema bara til að kaupa gjafir handa sjálfri mér eða aukahluti á jeppann MINN. Haltu mér bara góðri, annars fær Beggi ekki að kaupa snitti í búðinni hjá þér….
Með fjallakveðju,
Soffía,
stoltur félagi í Flugfélaginu EJS.
14.11.2002 at 16:14 #461518Æ, strákar. Svona hlutir verða náttúrulega að vera í lagi.
Toy-let eða Pæjubíll
Barbie eða Pjatt-róla
Trooper sterkur eins og fíll
og nokkuð stutt til jóla….Komi hlutunum í lag svo "frýrnar" geti skellt sér í kvennaferðina eftir áramót. Veriði ekki að þessu drolli.
Fjallakveðja,
Soffía
10.05.2002 at 09:54 #460998Jón, þú ert fínn penni. Þá veit maður hvert hægt er að leita ef vantar efni í Setrið :-Þ
Þessi Faraldur virðist kostulegur karakter, ég vona að hann erfi það ekki við þig þegar þú segir af honum svona hrakfallasögur!
24.04.2002 at 09:54 #460406Undanfarin ár höfum við settið verið á Snæfellsnesinu um hvítasunnu og þá auðvitað kíkt upp á jökul. Þessi tími er alveg frábær til að heimsækja nesið. Hér um árið var gamli skólinn á Arnarstapa leigður út undir svefnpokagistingu, ekki veit ég hvort það er gert enn. Staðir eins og Skarðsvík eru kjörnir fyrir varðeld og kvöldvöku, Rauðfeldagjá er kapítuli út af fyrir sig, íshellarnir eru heimur út af fyrir sig, sólsetrið er eitt það fallegasta á landinu og að vera á toppnum á jökli í góðu skyggni er alveg frábært. Get því hiklaust mælt með ferð á Snæfellsnes!
08.04.2002 at 11:09 #460296Ég verð að játa að ég er svolítið þreytt í dag. Allir vöðvar aumir og stífir. Höfuðverkur vegna svefnleysis er eitthvað að banka á bakvið augun. En ég hef samt sjaldan verið eins ánægð eftir jeppaferð eins og nú. Þetta var frábær túr!!! Bara gaman eins og sumir segja, þrátt fyrir krapann og pollana og pyttina og stöðuvötnin og sundin. Og hliðarhallann…úff. Halli sem áður hefði þeytt mér hálfskrækjandi í fang bóndans mun héðan af varla ýfa við einni taug. Og fj.. hraunið. Að það skyldi ekki hafa komið lófastór göt á dekkin..hraunnybburnar voru alls staðar – oní hverjum pyttinum á fætur öðrum. Hjartað var meira og minna oní buxunum, sérstaklega á leið inn í Laugar.
Og stelpurnar – þær stóðu sig allar svo vel – ég á varla orð til að lýsa því. Jújú – við höfum stundum fengið að keyra en bara í góðu færi. Þarna voru sumar að taka í jeppa í fyrsta sinn inn á hálendi í snjó (krapa). Og við gátum þetta!! Og gerðum vel! Það er stór áfangi að losna við hræsðluna og fá aukið sjálftraust. Svo ekki sé minnst á að læra inn á bílinn! Þetta var í fyrsta sinn sem minn ástkæri Trooper lenti í krapa fyrir alvöru. Stóð sig bara vel – og betur á leiðinni heim því þá kunni ég betur á hann. (mig langar nú samt í læsingar að aftan og breytt hlutföll…)
Þegar ég kom heim rúmlega níu þá beið mín steik og nudd. Það var ánægð jeppakona sem lagðist á koddann, Stína og Ester stóðu sig alveg frábærlega – af öllum stórum ferðum sem ég hef farið í – með svona marga bíla – þá gekk þessi ferð langbest. Þær stöllur kunnu svo sannarlega að sjá um hópinn og eiga margar og miklar þakkir skildar fyrir. Ég sé það fyrir mér í framtíðinni þyki það ekkert tiltökumál þótt konurnar skelli sér á fjöll og skilji bara eiginmennina heima með börn og bú. Áfram stelpur!!Kveðja, Soffía.
02.04.2002 at 14:21 #460198Ég sé að Siggi hefur ratað réttu leiðina – frá Toyotu yfir í Trooper.
Annars tek ég það fram að ég hef ekki séð nýja Patrolinn gera miklar kúnstir á fjöllum miðað við eldri týpuna, en þá má bara leita í smiðjuna til Lúffa – hann virðist geta gert kraftaverk á ýmsum bíltegundum. Veit þó ekki með Toyotuna..
Með ferðakveðju,
Soffía
02.04.2002 at 09:02 #460190ég held að hann Lúffi vinur minn yrði ekki sammála Birni Þorra um að setja dagatal í bílinn í staðinn fyrir hraðamæli (það væri nærri lagi að setja ártal í allt sem heitir Toyota…) Í nýafstaðinni ferð okkar núna um páskana varð þessi vísa til – eingöngu vegna þess hve sprækur Patrolinn hans Lúffa er orðinn:
Lúffi ljóðskáld leiðir hópinn
svona eins og vera ber
enda með þungann díselfótinn
eins og Michael Schumacher…Kveðja, Soffía
26.03.2002 at 13:03 #459856Ég held að formaðurinn sé að fara yfirum…. Mér er hætt að lítast á þetta.
Annars held ég að þessir Grímfjallaferðarforsvarsmenn séu ágætlega ritfærir, þeir ættu að geta sett nokkrar línur á blað. Þetta er náttúrulega ekkert annað en gunguskapur… :-Þ
Megi frjósa sem mest um hátíðarnar..
S.
25.03.2002 at 22:09 #460030…að sjónarmið jeppaeigenda fái að heyrast í þessari oft einhliða umræðu. Ég held að hamra eigi sem mest á því sjónarmiði að jeppum hefur fjölgað gífurlega og þar af leiðandi hljóti hlutfall þeirra í slysum að fjölga. Einnig að leggja áherslu á að engar tölur eru til um hlutfall "breyttra" jeppa í slysum. Það eru til jeppar – og það eru til "jeppar"! Ég hef á tilfinningunni að þegar minnst er á jeppa í frásögnum fjölmiðla af umferðarslysum þá sjái hlustendur fyrir sér svokallaða "ofurjeppa", upphækkaða og á stórum dekkjum. Ég man ekki eftir því að það hafi verið tiltekið sérstaklega í þessum fréttum hvers konar jeppabifreið hafi átt í hlut – þ.e. hvort hún hafi verið "fjallafær".
Það þyrfti að gera hlutlausa úttekt á hlutfall breyttra jeppa í umferðarslysum og þá hinum alvarlegri slysum, enda þau sem hafa vakið upp þessa umræðu. Fyrr er ekki hægt að koma með neinar fullyrðingar.
Og hvað ef niðurstaða slíkrar könnunar er "neikvæð" fyrir jeppaeigendur – á þá að banna jeppa? Væri ekki nær að banna þessar smátíkur? Það er ljóst að maður er miklu öruggari í jeppa (keyri varla Reykjanesbrautina öðruvísi en á jeppanum), því ætti að fórna þessu öryggi?
Svo má einnig leggja áherslu á að jeppaeigendur útbúi bifreiðir sínar þannig í akstri á þjóðvegum að minni hætta stafi af, t.d. að vera ekki með stóran krók framan á eða þvíumlíkt.
Baráttukveðjur – gangi þér vel á morgun
Soffía
-
AuthorReplies