Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.01.2004 at 11:05 #193554
Ég vil vekja athygli ykkar allra á fyrirhugaðri kvennaferð helgina 26.- 28. mars nk. Undirbúningur er hafinn og vonumst við eftir góðri þátttöku. Við viljum hafa þessa ferð sem glæsilegasta og vonumst eftir því að þeir karlar sem eru duglegir að lesa spjallið og heimasíðuna bendi konum sína á þessa ferð og hvetji þær til að fara. Nú er ekki tíminn til þess að vera eitthvað nískur á fjallajeppann, þetta er einmitt kjörið tækifæri til að auka líkurnar á því að þetta sport verði áhugamál allrar fjölskyldunnar. Ég garantera það að veskin opnast meira og oftar ef eiginkonan fær þó ekki nema örlítinn skerf af jeppadellunni.
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið tilkynna þátttöku sendið okkur Agnesi endilega tölvupóst (sjá tilkynningu).
Gleðilegan bóndadag!
Ferðakveðja
Soffía
22.12.2003 at 11:37 #482634..þá er verið að vinna í málunum, sbr. það að vefspjallið er komið upp aftur. Frekari viðbætur og úrbætur eru á dagskrá strax eftir áramót, m.a. að veita meiri fjármagni í vefumsjón og hýsingu.
Meira um það síðar!
Jólakveðja,
Soffía
03.12.2003 at 09:06 #481886…bara svo að þú vitir það þá er ekkert að því að eiga Trooper. Ekkert frekar en Datsun, Toyotu eða einhvern annan bíl. Aðalatriðið er að þú sért ánægður með þinn bíl!
Spennandi breytingar hjá þér, ekki hleypa Begga inn í skúr hjá þér, ég er ekki alveg tilbúin í frekari fjárveitingar á þessu ári. Hann röflar ekki um annað en hásingu og millikassa þessa dagana. Skil ekki til hvers, hún var ekki falleg hásingin hans Benna uppi á Kili um helgina.
Hvað varðar hlutföll þá höfum við nú keyrt á Troopernum hlutfallalausum í 3 ár og erum á því (er það ekki annars Beggi elskan??) að við viljum bara bæta við elsku Lóló, en ekki missa eiginleikana á þjóðvegunum.
Gangi þér vel með breytingarnar, það verður gaman að hitta þig á fjöllum og fá að sjá hvernig þetta virkar!
Kveðja
Soffía
23.09.2003 at 17:10 #476792Það að hætta við ferð hefur, eins og ég nefndi, lítið með roluskap að gera heldur frekar skynsemi. Og það sem einum þykir vera skynsamt þykir öðrum vera út í hött. Allir geta verið með misjafnar skoðanir á því….
Ég tel mig t.d. ekki vera rolu þótt ég hefði haft takmarkaðan áhuga á að upplifa svona opnar sprungur á jökli eins og sumir voru að "gægjast" ofan í þarna í ferðinni. Myndi frekar bíða eftir meiri snjó. Ég hef fengið minn skammt af "ævintýrum" á þessu ári…
Fjallakveðja
Soffía
23.09.2003 at 10:52 #476786Ég ætla rétt að vona að maðurinn eigi ekki við KVENhormón… En ef svo er þá frábið ég mér svoleiðis samlíkingar. Kvenhormón eru ekki það sama og roluhormón. Sá sem heldur það er illa haldinn af skynvillu (og hefur ekki ferðast með alvöru KVENmönnum!).
Tek það fram að ég er ALLS ekki að taka afstöðu til þess hvort umrædd ferð hafi átt að vera farin eða ekki. Það hefur frekar með skynsemi að gera en kynhormóna..
kveðja
Soffía
05.08.2003 at 09:10 #475230…að eftir að við hentumst út af veginum þarna uppi á Steingrímsfjarðarheiði þá virtust allir hafa lent í því að það hvellsprakk hjá þeim. Það voru nokkuð margir sem þurftu að deila slíkri "hvellsögu" með okkur. Allir með tölu höfðu verið á Ground Hawg dekkjum. Tek það fram að dekkin hjá okkur voru rétt eins árs og ekkert óeðlilega slitin. Einnig höfum við haft ráð og ræðu á því að keyra ekki um á þeim hálfloftlausum enda eldsnögg að pumpa í eftir að ný loftdæla var sett í…nota bene um svipað leyti og við keyptum þessi dekk.
Stuttu áður en við lögðum á stað upp á heiði tók einn ferðafélaginn okkar eftir kúlu á dekkinu en hélt að við vissum af henni, en það gerðum við ekki, þannig að hún var greinilega nýmynduð enda höfðum við verið að pumpa í dekkin nokkrum kílómetrum áður. En það sýnir að aldrei er of varlega farið….dekkin eru skoðuð nokkuð vandlega af okkur áður en við leggjum í hann. Þrátt fyrir að flugferðir teljist einkennismerki hópsins okkar er svona flugferð frekar óskemmtileg….Það er nokkuð víst að ég kaupi ekki aftur þessi dekk….bara legg ekki í það….
með ferðakveðju,
Soffía
09.06.2003 at 23:53 #474124Ef þið hafið ekki fengið Setrið og hafið greitt félagsgjöldin þá skuluð þið endilega senda okkur póst á stjorn@f4x4.is og við munum laga þetta eins og skot. Látið kennitölu og heimilisfang fylgja með ef upplýsingarnar okkar í félagatalinu eru eitthvað úreltar.
Með kveðju,
f.h. stjórnarSoffía E. Björgvinsdóttir
25.05.2003 at 17:17 #473762Kæri Jón
Ekki stendur til að halda árshátíðina í Setrinu. Mér sýnist þetta vera prentvilla.
Kveðja,
Soffía
06.05.2003 at 13:05 #473150Ég er fegin að þessi ofn er farinn úr eldhúsinu. Lyktin gat alveg drepið mann stundum á næturnar. Sakna hans ekkert.
Aftur á móti tel ég bráðnauðsynlegt að útbúa gashitara fyrir eldhúsið, þ.e. uppvaskið. Að bera fulla potta af sjóðheitu vatni á milli eldhúss og stóra pottsins frammi er stórhættulegt, ekki síst með börn að leik í kringum mann. Oft hefur legið við stórslysi. Ætti miklu frekar að vera forgangsmál að leita lausna á þessu, áður en að slys verður.
31.03.2003 at 17:03 #471756Við erum að rumska, ég játa það að það var gott að komast loks undir sængina upp úr hádeginu í dag.
Er að fara að kíkja á myndir, á held ég nokkrar af þessum ágæta snjóbíl.Krapakveðja,
Soffía
25.03.2003 at 14:17 #471262…þessar spár breytast frá degi til dags og ekkert er að marka þær fyrr en á föstudagsmorgni. Þá fyrst er eitthvað hægt að treysta á þær…ef það er þá svo gott.
Auðvitað hlusta menn á veðurspár og taka tillit til þeirra, annað er barnaskapur. En það er engin ástæða að fara að hræra upp í öllu þegar varla er komið fram í miðja viku.
25.03.2003 at 13:28 #471462Ég vona að bíllinn komist heill og óskemmdur í leitirnar sem fyrst!! Það er ansi grátlegt að verða fyrir barðinu á svona bévítans þjófum.
Hef augun opin!
Skilaðu kveðju til frúarinnar!
Kveðja,
Soffía
24.03.2003 at 19:14 #192393Ég vildi bara þakka öllum þessu frábæru konum fyrir frábæra helgi. Þetta var alveg meiriháttar ferð! Hefði mátt vera betra veður á laugardagskvöldinu svo við kæmumst í pottinn en maður bara fór í heitt búbblubað við heimkomuna í staðinn. Hlakka til að fara í aðra ferð með ykkur – endilega að hafa eina slíka sem fyrst aftur, þessir karlar eiga ekkert að vera að einoka bílana – þetta eru okkar bílar líka…munið þið það kæru karlar!
Við ykkur sem eruð að spá hvort þið eigið að fara í ferð um næstu helgi, þá var alveg nægur snjór þarna norðan við Hveravelli og miðað við vikuspána þá á að frjósa og snjóa..þannig að það getur bara orðið betra! Synd ef að blása þarf af eina ferð í 4ra ferða helginni vegna þátttökuleysis!
Kær kveðja,
Soffía…sem er „doldið“ þreytt í dag :o)
18.03.2003 at 15:55 #471046Hver þarf að fara með okkur?? Ah…bíddu við..nú skil ég..þú meinar að við þurfum eitt stykki "karlmenni"???????
Vissuð þið það ekki? Það koma karlar….til að elda og þrífa…eins og þeim sæmir. Þurfum ekkert meir.
Soffía
11.03.2003 at 12:27 #470430Ég varð þeirri stund fegnust þegar VHF stöðin kom í bílinn og CBinu var hent út. Og það er hárrétt að þessu er alls ekki hægt að líkja saman. Ég hef talað við félaga mína sem staddir voru á Langjökli á meðan ég var uppi á Vatnajökli, og allt heyrðist skýrt og greinilega. Reyndar höldum við loftnetinu vegna CB og getum þvi sett stöðina í bílinn ef þörf krefur…en sú þörf hefur ekki verið til staðar lengi. Allir ferðafélagarnir eru með VHF stöð í dag og hafa verið með það lengi….þótt við ökum ekki á bílum sem kosta 5 millj. kr. og yfir…eins og sumum finnst eitthvað svo hræðilegt… (skildi ekki alveg þann punkt..hvað tengist það VHF-stöð???)
Það er ekkert annað en bölvuð ókurteisi að svara spyrjendum með ómálefnalegum svörum þar sem fram koma sleggjudómar og aðrir fúlir dómar. Reynum að svara fólki á almennilegan hátt.
07.03.2003 at 14:39 #469914…ekki ertu að taka út á okkur pirring yfir því hvað vélin tekur seint við sér hjá þér og togar lítið?? Eða einhverja aðra óánægju með bílinn þinn? Það má nefnilega skynja hjá þér einhverja geðvonsku sem ég satt að segja hef ekki séð hjá t.d. Toyota-eigendum.
Ég skal gefa þér smá súkkulaði á morgun, til að laga skapið. Ég geri ráð fyrir því að þú mætir bísperrtur í umboðið þitt á morgun….það hlýtur að finnast smá Tópas handa þér..
Soffía
07.03.2003 at 11:28 #469900Ég hef fyrir satt að það sé 30 % bíllinn, og 70% hæfileikar og skynsemi ökumanns! Það að hafa ofurtrú á bílnum getur leitt mann í ógöngur og vesen.
Svo finnst mér slæmt þegar menn skrifa ekki undir nafni.
Og mín síðasta athugasemd er til ykkar sem halda að þetta sport byggist eingöngu á þátttöku karlmanna. Dekkjastærðin hefur ekkert með það að gera hvernig jafnréttið er á viðkomandi heimili. Svona athugasemdir sýna það bara hversu vitlausir þið eruð.
04.03.2003 at 17:54 #469658Mér þykir þetta alveg bráðsnjöll hugmynd hjá þér runar. Ekki kannaðist ég við alla þessa staði.
25.02.2003 at 15:32 #469324Það hlýtur að mega tjá sig um þessi mál eins og önnur mál sem hafa orðið tilefni skoðanaskipta hér á vefspjallinu. Og það að kalla þá náttúruverndarsinna sem berjast gegn Kárahnjúkavirkjun ofsatrúarmenn segir meira um þann sem nefnir fólk slíkum nöfnum en hina.
Lifi málefnalegar umræður!
Með fjallakveðju,
Soffía
22.02.2003 at 19:51 #468986Það er helst að frétta af Suðurnesjamönnum að þeir eyddu aðfararnótt laugardagsins aftur í Árbúðum, þ.e. sneru við á leið til Hveravalla í gær og lulluðu í Árbúðirnar. Reyndu á ný í dag að fara á Hveravelli, langaði ógurlega í heita pottinn, og voru suður af Rjúpnafelli þegar Beggi talaði við Ágúst Framdrifsbrjót um fimmleytið í dag.
Núna rétt fyrir átta eru þeir að koma að Hveravöllum loksins, eru um 100 m frá endapunkti. Ekki er mikill krapi akkúrat þar sem þeir eru, þ.e í hrauninu heldur nægur snjór. Ekki er ljóst enn hvaða leið þeir fara heim á morgun.
Með þeim í för er Ameríkani, frekar óvanur en reynir sitt besta auðvitað.Fjallakveðja,
Soffíap.s. Beggi er sofnaður…
-
AuthorReplies