Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.10.2004 at 07:42 #506438
Í gærkvöldi frétti ég að fleiri en í fyrra væru búnir að skrá sig þannig að við verðum hátt á annað hundrað gestir á árshátíðinni!
Ég hef það fyrir víst að Steinn Ármann sé með frábært atriði og ekki séu heimatilbúnu atriðin síðri. Getur ekki annað verið því hálfur landsfundurinn fór í að leika í atriðum fyrir skemmtinefndina….
Kveðja
Soffía
21.09.2004 at 09:31 #506154..að skálanefndin skuli ekki vera með rétt netföng á síðunni. Listinn hefur verið sendur oftar en einu sinni til viðeigandi aðila. En til fróðleiks koma hér nöfn og netföng skálanefndarmanna. Ég tek þetta uppúr excel skjali, gæti líklega farið allt á ská og skjön:
Reynir Bergmann Dagvinsson RBD@mi.is
Bjarni Kristinsson bjarnikr@islandia.is
Gísli Þór Þorkelsson gislithor@simnet.is
Eyþór Guðnason eythor@xnet.is
Bjarki Logason magga@centrum.isMig grunar að þessi misbrestur á birtingu netfanga skálanefndarmanna hafi orðið til þess að Skáli sendi póst á fyrrverandi skálanefndarmeðlim og biðst ég afsökunar á því fyrir hönd forsvarsmanna klúbbsins.
kveðja
Soffía
24.06.2004 at 09:38 #503902Leitt að heyra að þú hafir ekki fengið svör ennþá. Ég fékk póstinn frá þér, að ég held, um seint og síðarmeir, því simnet er ekki að virka sem skyldi þessa dagana. Fékk áðan póst sem sendur var 15. júní! En ég trúi ekki öðru en að Emil og Agnes séu að vinna í málinu, fyrst Emil brást hér við að ofan. Annars ertu velkomin í kvöld, hvort sem þú angar af hrossum, kjeti eða blómum.
Kveðja
Soffía
31.05.2004 at 13:35 #503341Rétt hjá þér Jón, þetta var hjá Páli Ásgeiri, sem þýðir að það var í dægurmálaútvarpinu.
Það er ekki hægt að fá það á netinu, bara Spegilinn.Ég fékk þetta sent á meilinu og þetta var fínt viðtal. Alltaf gaman að heyra spjallað um jeppa- og fjallamennsku á góðu nótunum í fjölmiðlum.
En talandi um Pál Ásgeir, hefur einhver keypt nýju bókina hans? Er þetta ekki bráðnauðsynlegt í jeppann ef maður vill víkka út jeppamennskuna, þ.e. ganga líka? Ég á þá eldri, alveg stórfín bók.
11.05.2004 at 15:10 #501814þetta átti að vera "…á meðan kostnaðurinn var 1.737.819 kr., …"
11.05.2004 at 15:08 #501810Sæll Björgvin
Ég vil bara benda á að tekjurnar af Setrinu voru kr. 1.509.606 á meðan 1.737.819, þannig að í raun hefur kostnaðurinn vegna Setursins lækkað á milli ára frá því að farið var að selja auglýsingar í svona miklum mæli.
kveðja
Soffía
(fyrrum ritnefndarmeðlimur :o) )
22.04.2004 at 12:34 #499709Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem hann Hjálmar í Speglinum fjallar um þetta mál, fyrra skiptið var á fimmtudeginum eftir páska en þá kom Ólöfur Örn Haraldsson til hans í viðtal. Á undan viðtalinu las Hjálmar upp langan pistil þar sem kjarni innihaldsins var það ónæði sem göngufólk m.a. á Fimmvörðuhálsi hafi af reykspúandi drekum og miklum vélargný þegar þeir hafa gengið upp Kattarhryggina og Heljarkamp og koma upp á fönnina. Ólafur Örn lýsti þeirri skoðun sinni að skipta yrði upp landinu fyrir útivistarfólk, mér fannst ég skilja það þannig að hólfa ætti landið niður fyrir hvern og einn ferðamáta, "draga línur" eins og ÓÖ orðaði það. Ég í einfeldni minni átti von á því að haft yrði samband við "hina", þ.e. forsvarsmenn jeppafólks og vélasleðamanna og okkur gefinn kostur á að tala okkar máli en því var ekki til að heilsa og kannski ekki skrítið séu augljósar perónulegar skoðanir Hjálmars hafðar til hliðsjónar.
Það er nokkuð augljóst að þessa dagana eiga áhugamenn um jeppa undir högg að sækja. Ég verð samt að segja það að ekki hef ég verið að pirra mig á göngufólki, rekst svo sjaldan á það á veturna og ef það gerist hef ég ekekrt tilefni til að pirra mig….tja, jú kannski yfir táfýlusokkunum sem héngu út um allt í litla skálanum í Jökulheimum eftir stóra franska gönguhópinn hér um árið en þá var það frekar yfirbókun Jörfí að kenna en ekki göngufólkinu! Á sumrin er nú alltaf markmiðið að ganga meira sjálf, þótt stundum hafi letin yfirhöndina. Og finnst mér sjálfsagt að á sumrin séu gönguleiðir bara gönguleiðir og ökutæki haldi sig á vegunum. Þar á ekki að vera neinn árekstur. Eða hvað, eiga þessir höfðingjar líka við sumrin? Eða eru þetta fyrst og fremst jöklarnir? Ef svo er, þá hef ég bara ekki orðið vör við þetta blessaða göngufólk!!
Það er aftur á móti alveg sjálfsagt að ræða þetta ef það er rétt að mikill pirringur ríki á milli þessara mismunandi ferðamáta, eða eins og Jónatan Garðarsson orðaði það, að göngufólk pirrist út í alla hina. Eymingja við sem pirrumst ekki út í neinn….nema táfýlusokka..en það er nú þokkaleg táfýla af jeppamönnum líka… :o)
Kveðja
Soffía
19.04.2004 at 11:16 #499331…ef ég man rétt þá vantar líka í skálanefnd og tækninefnd auk þess sem nefndir sem skipaðar eru af stjórn þurfa aukafólk.
Það eru einnig fjórar stjórnarstöður sem losna núna, formaður, gjaldkeri, meðstjórnandi og varamaður.
Þetta er mjög skemmtilegt og maður kynnist alveg helling af nýju fólki. Ég var t.d. i ritnefnd (2svar) og hafði mjög gaman af. Ég hvet því alla áhugasama að setja sig í samband við stjórn og bjóða sig fram í félagsstarfið.
kveðja
Soffía
19.04.2004 at 08:55 #499319Það er ekkert búið að "plana" hverjir eiga að vera í stjórn, eingöngu þreifingar um hverjir vilja bjóða sig fram svo að við stöndum ekki eins og aular á aðalfundi og þurfum að pína fólk í stjórn! Við fögnum öllum framboðum, enda langbest að lýðræðið fái að ráða og félagar fái að kjósa sér stjórn. Rússnesk kosning eins og síðast var ekki að vilja stjórnar, heldur lágu engin önnur framboð fyrir. Það er með þennan klúbb eins og svo marga aðra, það þarf yfirleitt að draga menn með glóandi töngum í stjórn og nefndir.
Ég vona því að félagi þinn bjóði sig fram á aðalfundi! Og fleiri, því það sýnir að það er líf ekki bara hérna á vefsíðunni og í fjallaskálunum, heldur í almennu félagsstarfi líka.
Kveðja
Soffía
06.04.2004 at 21:23 #496013Það er víst rétt að klúbburinn eigi orðið ansi digran sjóð og hefur oftar en einu sinni verið sagt að það er alls ekki markmið hans að safna endalaust peningum. Hagnaði var skilað af reglulegri starfsemi á síðasta ári og ég held að það stefni í annað eins, þótt ég þori nú ekki að vera með yfirlýsingar fyrir aðalfundinn. Rætt var í stjórn í vetur að finna yrði leiðir til að verja þessum fjármunum þannig að allir félagsmenn njóti góðs af. T.d. er tækifæri fyrir landsbyggðardeildir að óska eftir styrkjum núna á komandi aðalfundi, ég held að ein styrkveitingarbeiðni hafi borist á síðasta aðalfundi.
Minn elskulegi Ofsi skilur ekkert af hverju ég er að blanda Setrinu inn í þetta en í mínum huga er þetta nátengt allt saman. Það var vilji til þess að eyða þessum fjármunum í að byggja annan skála í eigu félagsins en það virðist lítið gerast í þeim málum og líklega er miklu sniðugra að taka skála annarra félaga í vetrarfóstur, enda bíða útivistarfélögin í röðum eftir því að klúbburinn slái til og segi já. Jújú, eins og allir vita þá vil ég bæta aðstöðuna á toilet-sviðinu upp í Setri en það var nú ekki það sem ég átti við hér að ofan, heldur þá ákvörðun sem hefur verið tekin um að kanna stækkun á Setrinu sjálfu. Það mál hefur verið á "hold" í dágóðan tíma vegna hugmynda um annann skála. En þegar litið er til þess að farnar eru a.m.k. 5 ferðir á ári eða fleiri þar sem Setrið er stappfullt þá má alveg huga að því að bæta aðstöðuna, þó væri ekki annað en að kaupa stóla svo allir fái sæti en ekki bara helmingurinn!
Í hvað vilja félagsmenn að fjármunum félagsins sé eytt? Það er eingöngu aðalfundur sem getur tekið allar meiriháttar ákvarðanir um eyðslu á peningum klúbbsins, ekki stjórn. Heimildir stjórnar til að taka ákvarðanir eru bundnar við þá upphæð sem kemur inn í félagsgjöldum á hverju ári. Dágóð upphæð en dugar ekki til skálabygginga eða byggingu húsnæðis. Og það er alveg frábært að það sé komin af stað einhver umræða um þessa hluti því þannig koma fram hugmyndir sem hægt er að byggja einhvern umræðugrundvöll á. Ég legg því m.a. til að allir leggi höfuðið aðeins í bleyti fram að aðalfundi og komi með sniðugar hugmyndir. Ef það verður samþykkt á aðalfundi að kanna frekar með húsnæðismál klúbbsins hér í Reykjavík þá mun stjórn fara í slíka vinnu. Annað mál sem t.d. þarfnast fjármuna, þó ekki eins mikilla, eru heimasíðumál klúbbsins og er vinna að hefjast á því sviðinu nú þegar.
Fari klúbburinn út í það að byggja eigin húsnæði þá þarf gífurlega vinnu til og góða og trausta aðila til að halda utan um slíkt verk. Og mikla sjálfboðavinnu. Klúbburinn á fjármuni, en ekki tugir milljóna eins og ein svona bygging getur kostað.
Hugmynd Ólsarans er líka góð og hans hugmyndir eiga fullan rétt á sér þótt hann sé "dreifari"! En í dag sækja allt upp í 200 manns mánudagsfundina og það þarf góða aðstöðu til. Ein hugmynd sem hefur komið fram er að kaupa okkur inn í húsnæði FÍ í Mörkinni, fjármagna breytingar á húsnæðinu svo það henti betur og nýta þá stóra salinn niðri, þann sama og FÍ heldur sínar myndasýningar í. Nú er kominn nýr forseti FÍ, fínn náungi sem við mörg hver þekkjum sem einn af velvildarmönnum klúbbsins, Ólafur Örn Haraldsson. Kannski hittum við þá fyrir aðeins skárra viðmót en það sem við höfum fengið frá FÍ fólki þetta starfsár sem er að ljúka.
Ég er opin fyrir öllum hugmyndum um húsnæði. Ef ég hefði verið einráð væri ég fyrir löngu búin að pakka saman og storma úr Mörkinni, aðstaðan er svo hroðaleg miðað við starfsemina sem þyrfti að geta farið fram þarna.
Þetta varð alltof langt hjá mér…. :o)
Kveðja
Soffía
06.04.2004 at 21:23 #503335Það er víst rétt að klúbburinn eigi orðið ansi digran sjóð og hefur oftar en einu sinni verið sagt að það er alls ekki markmið hans að safna endalaust peningum. Hagnaði var skilað af reglulegri starfsemi á síðasta ári og ég held að það stefni í annað eins, þótt ég þori nú ekki að vera með yfirlýsingar fyrir aðalfundinn. Rætt var í stjórn í vetur að finna yrði leiðir til að verja þessum fjármunum þannig að allir félagsmenn njóti góðs af. T.d. er tækifæri fyrir landsbyggðardeildir að óska eftir styrkjum núna á komandi aðalfundi, ég held að ein styrkveitingarbeiðni hafi borist á síðasta aðalfundi.
Minn elskulegi Ofsi skilur ekkert af hverju ég er að blanda Setrinu inn í þetta en í mínum huga er þetta nátengt allt saman. Það var vilji til þess að eyða þessum fjármunum í að byggja annan skála í eigu félagsins en það virðist lítið gerast í þeim málum og líklega er miklu sniðugra að taka skála annarra félaga í vetrarfóstur, enda bíða útivistarfélögin í röðum eftir því að klúbburinn slái til og segi já. Jújú, eins og allir vita þá vil ég bæta aðstöðuna á toilet-sviðinu upp í Setri en það var nú ekki það sem ég átti við hér að ofan, heldur þá ákvörðun sem hefur verið tekin um að kanna stækkun á Setrinu sjálfu. Það mál hefur verið á "hold" í dágóðan tíma vegna hugmynda um annann skála. En þegar litið er til þess að farnar eru a.m.k. 5 ferðir á ári eða fleiri þar sem Setrið er stappfullt þá má alveg huga að því að bæta aðstöðuna, þó væri ekki annað en að kaupa stóla svo allir fái sæti en ekki bara helmingurinn!
Í hvað vilja félagsmenn að fjármunum félagsins sé eytt? Það er eingöngu aðalfundur sem getur tekið allar meiriháttar ákvarðanir um eyðslu á peningum klúbbsins, ekki stjórn. Heimildir stjórnar til að taka ákvarðanir eru bundnar við þá upphæð sem kemur inn í félagsgjöldum á hverju ári. Dágóð upphæð en dugar ekki til skálabygginga eða byggingu húsnæðis. Og það er alveg frábært að það sé komin af stað einhver umræða um þessa hluti því þannig koma fram hugmyndir sem hægt er að byggja einhvern umræðugrundvöll á. Ég legg því m.a. til að allir leggi höfuðið aðeins í bleyti fram að aðalfundi og komi með sniðugar hugmyndir. Ef það verður samþykkt á aðalfundi að kanna frekar með húsnæðismál klúbbsins hér í Reykjavík þá mun stjórn fara í slíka vinnu. Annað mál sem t.d. þarfnast fjármuna, þó ekki eins mikilla, eru heimasíðumál klúbbsins og er vinna að hefjast á því sviðinu nú þegar.
Fari klúbburinn út í það að byggja eigin húsnæði þá þarf gífurlega vinnu til og góða og trausta aðila til að halda utan um slíkt verk. Og mikla sjálfboðavinnu. Klúbburinn á fjármuni, en ekki tugir milljóna eins og ein svona bygging getur kostað.
Hugmynd Ólsarans er líka góð og hans hugmyndir eiga fullan rétt á sér þótt hann sé "dreifari"! En í dag sækja allt upp í 200 manns mánudagsfundina og það þarf góða aðstöðu til. Ein hugmynd sem hefur komið fram er að kaupa okkur inn í húsnæði FÍ í Mörkinni, fjármagna breytingar á húsnæðinu svo það henti betur og nýta þá stóra salinn niðri, þann sama og FÍ heldur sínar myndasýningar í. Nú er kominn nýr forseti FÍ, fínn náungi sem við mörg hver þekkjum sem einn af velvildarmönnum klúbbsins, Ólafur Örn Haraldsson. Kannski hittum við þá fyrir aðeins skárra viðmót en það sem við höfum fengið frá FÍ fólki þetta starfsár sem er að ljúka.
Ég er opin fyrir öllum hugmyndum um húsnæði. Ef ég hefði verið einráð væri ég fyrir löngu búin að pakka saman og storma úr Mörkinni, aðstaðan er svo hroðaleg miðað við starfsemina sem þyrfti að geta farið fram þarna.
Þetta varð alltof langt hjá mér…. :o)
Kveðja
Soffía
06.04.2004 at 09:52 #495985Það vill nú svo til að húsnæðismálin hafa verið rædd af stjórn í vetur. Reyndar á þeim nótum að finna nýtt leiguhúsnæði því Mörkin er í dag óviðunandi á allan hátt. T.d. mega ekki fleiri en 15 vera þar í einu vegna skorts á brunavörnum sem FÍ hefur ekki enn bætt úr og virðast úrbætur ekki vera í augsýn.
Ég veit ekki hversu mikill vilji er fyrir því að byggja eða kaupa nýtt húsnæði en persónulega vil ég frekar eyða fjármunum í að efla skálamál klúbbsins.
Kveðja
Soffía
06.04.2004 at 09:52 #503309Það vill nú svo til að húsnæðismálin hafa verið rædd af stjórn í vetur. Reyndar á þeim nótum að finna nýtt leiguhúsnæði því Mörkin er í dag óviðunandi á allan hátt. T.d. mega ekki fleiri en 15 vera þar í einu vegna skorts á brunavörnum sem FÍ hefur ekki enn bætt úr og virðast úrbætur ekki vera í augsýn.
Ég veit ekki hversu mikill vilji er fyrir því að byggja eða kaupa nýtt húsnæði en persónulega vil ég frekar eyða fjármunum í að efla skálamál klúbbsins.
Kveðja
Soffía
01.04.2004 at 21:47 #194123Nokkrir óskilamunir eru hjá fararstjórum eftir kvennaferðina, m.a. átekin filma (24 mynda, 200 Assa) og blátt klakabox.
Einnig er saknað blárrar kvennaferðarflíspeysu, í stærðinni medium, af gerðinni Elva. Hvítur merkimiði var fastur á peysunni, hún er merkt Unni rottu. Vonandi hefur einhver orðið var við hana, vont ef formannskonan fær ekki peysuna sína aftur!
Hvetjum ykkur enn og aftur til að senda okkur myndir úr ferðinni á isafold@simnet.is
Einnig væri gott ef sem flestar gætu mætt á mánudagsfundinn á Loftleiðum, og þá í peysunum, því við ætlum að taka hópmynd.
Kveðja
Soffía og Agnes
29.03.2004 at 09:40 #494493Seinni hópurinn í kvennaferðinni var þarna á ferð stuttu síðar, og héldum við okkur í Hrauneyjum þar til lögregla og sjúkraflutningamenn höfðu brunað framhjá uppeftir, því skyggnið var slæmt á köflum og mikil hálka. Við fréttum af því að Suðurlandsdeildarstelpurnar, sem voru í fyrri hópnum, hefðu komið tækjabíl lögreglunnar til aðstoðar, þ.e. lánað Patrol uppeftir eftir að tækjabíllinn fór útaf á Landveginum.
Ég vona innilega að þetta fari allt á besta veg.
Kær kveðja
Soffía
29.03.2004 at 09:40 #501792Seinni hópurinn í kvennaferðinni var þarna á ferð stuttu síðar, og héldum við okkur í Hrauneyjum þar til lögregla og sjúkraflutningamenn höfðu brunað framhjá uppeftir, því skyggnið var slæmt á köflum og mikil hálka. Við fréttum af því að Suðurlandsdeildarstelpurnar, sem voru í fyrri hópnum, hefðu komið tækjabíl lögreglunnar til aðstoðar, þ.e. lánað Patrol uppeftir eftir að tækjabíllinn fór útaf á Landveginum.
Ég vona innilega að þetta fari allt á besta veg.
Kær kveðja
Soffía
26.03.2004 at 10:56 #494038Fyrst að það eru svona margir Patrolar með í för þá veitir einmitt ekki af þessum aukadriflokum sem þú pakkaðir í bílinn hjá frúnni þinni. Við reddum þessu sem öðru…
Kveðja
Soffía
26.03.2004 at 10:56 #501330Fyrst að það eru svona margir Patrolar með í för þá veitir einmitt ekki af þessum aukadriflokum sem þú pakkaðir í bílinn hjá frúnni þinni. Við reddum þessu sem öðru…
Kveðja
Soffía
23.03.2004 at 07:40 #194051Eftir að hafa sett inn nýjustu tilkynninguna vegna kvennaferðarinnar á forsíðu vefsíðunnar gat ég ekki annað en brosað út í annað. „Kvennafréttir, kvennakvöld og kvennanámskeið“ eru meginviðfangsefni síðunnar. Skondið!!
Ég vona að þetta séu merki um að konur muni sjást oftar á t.d. mánudagsfundunum og opnu húsi í Mörkinni. Við erum á réttri leið!!
Kveðja
Soffía
22.03.2004 at 17:35 #194044Ég vil vekja athygli á skemmtilegu framtaki hjá Bílanaust en á fimmtudagskvöldið ætla þeir að bjóða ÖLLUM konum í 4×4 í heimsókn og taka vel á móti þeim, m.a. með skemmtiatriðum og ljúffengum veitingum.
Ég vona að sem flestar konur í klúbbnum mæti því alltof sjaldan gefst tækifæri til að hitta aðrar áhugasamar jeppakonur.
Þátttakendur í kvennaferðinni eru sérstaklega hvattar til að mæta og byggja upp góða stemmingu fyrir ferðina sem er alveg að bresta á!!
Kær kveðja
Soffía
-
AuthorReplies