Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.06.2005 at 11:32 #523748
Mér líst vel á þessa myndahugmynd þína Einar. Hún er einmitt í anda þess sem ég hef séð á ýmsum vefjum, m.a. sem tengjast opinberri stjórnsýslu og auðvelda manni að finna t.d. rétt embætti sem sinnir viðkomandi málefnum á hverjum stað. Mjög notendavæn uppsetning.
Hugmyndin okkar með þessari uppsetningu var að halda tenglinum "Klúbburinn", enda mjög lógískt að hafa slíkan tengil og þar undir verði allt að finna sem tengist strúktur eða uppbyggingu klúbbsins, m.a. tenglar á deildir og nefndir. Fréttir sem settar verða inn þar munu einnig rata á forsíðuna þannig að auðvelt verður að fara á viðkomandi heimasvæði deildar eða nefndar þegar smellt er á þá frétt. Sú síða sem birtist í dag þegar smellt er á Klúbburinn er alls ekki sú sem verður, þetta er í vinnslu. Markmiðið er líka að forsíðulinkarnir verði ekki of margir, það er mun betra að hafa þá sem mest hnitmiðaða og að okkar mati voru þeir of margir.
Kveðja
Soffía
24.05.2005 at 07:34 #523378Ég mótmæli 4. gr. reglugerðardraga umhverfisráðuneytisins um 50 cm snjólag þar sem sú takmörkun í fyrsta lagi er ekki raunhæf og í engum tengslum við raunveruleikann og í öðru lagi gengur hún of langt til þess að ná fram þeim markmiðum að koma í veg fyrir umhverfisspjöll. Þetta er ekki rétta aðferðin.
Soffía Eydís Björgvinsdóttir, kt. 100470-5519, félagi nr. R1714.
18.05.2005 at 23:50 #522822Mér fannst ég vera góð að ætla að skíða niður alla jökla á Íslandi og helst sem flesta skriðjökla. Ekki kom mér í hug að reyna að safna jöklum í öðrum og fáklæddari tilgangi!! :o) Það er spurning hvort það séu fleiri að "safna" einhverjum metum tengdum jöklum?
Kv.
Soffía
18.05.2005 at 23:40 #522698….
Stundum eru nú sum komment hérna á vefnum ekki svara verð en þegar að manni er vegið persónulega af aðila sem hefur ekki sýnt það og sannað að hann hafi hagsmuni klúbbsins að leiðarljósi þá tel ég mig þurfa að svara þótt mér sé það reyndar þvert um geð.
Það er rétt að ég hef ekki rassgat vit á vefsíðugerð. Veit ekki hvort það túlkast sem áhugaleysi á vefsíðugerð að starfa sem stjórnarmaður í tvö ár og koma þar að þarfagreiningu og skipulagningu og umræðum tengdum vefsíðu klúbbsins a.m.k. í tvo tíma á viku fyrir utan að eiga í tölvupóstsamskiptum við aðra stjórnarmeðlimu mörgum sinnum á dag. Ég hef hins vegar svo sem ekki nennt að blanda mér í geðvonskulega pósta hérna á spjallinu heldur.
En eins og Einar Kjartansson veit vel þá þarf ýmislegt annað að gera í vefnefnd en að skrifa og aðlaga forrit og laga til innskráningar félagsmanna. Hlutverk vefnefndar er einnig ritstjórn og efnisöflun fyrir vefinn og hafa áhrif á útlit og virkni vefsins. Það getur heldur varla verið slæmt að í vefnefnd sitji félagsmaður sem hefur tvisvar verið í ritnefnd og sinnt störfum ritara í stjórn.
Ég held að Einar ætti að fara að snúa sér að því að hleypa aftur lífi í umhverfisnefndina og koma þessum ágæta bæklingi út sem styrkur fékkst á sínum tíma en málið virðist hafa sofnað í nefnd á la Alþingi. Ég held að sama virkni og virðist vera í gangi í þeirri nefnd myndi ekki ganga upp í vefnefnd.
Kveðja
Soffía
18.04.2005 at 13:04 #520992Eru svona kviksyndi ekki miklu algengari en maður í raun gerir sér grein fyrir? Ég man eftir því að hafa horft á eftir afturendanum á gömlu toyotunni okkar ofan í svona kviksyndi sem var líklega eftirhreytur af Skeiðarárhlaupinu stóra í kjölfar eldgossins í Vatnajökli. Ísjaki dormað þarna undir í langan tíma og svo á endanum skilið eftir sig "smá" kviksyndispoll. Gamall bóndi á rúntinum kom okkur til bjargar, það tók ansi langan tíma að slíta jeppagreyið úr þessum leirkenndu faðmlögum…
14.04.2005 at 19:03 #521050Ertu til í að senda á mig lagabreytingartillögurnar beint, ég virðist ekki hafa fengið þær.
Kveðja
Soffía
13.04.2005 at 19:44 #521048Ég mun skoða þetta betur, núna þegar ég kemst inn á síðuna heiman frá mér. Vonandi finn ég þetta allt á tölvutæku formi – óþarfa leiðindi að þurfa að pikka allt inn á ný!
Kv.
Soffía
12.04.2005 at 18:59 #520984Kannast við þennan!
Færð plús fyrir að draga þessa mynd fram í dagsljósið.
:o)
11.04.2005 at 18:38 #520778Mér finnst þessi heimasíða miklu skemmtilegri í notkun, þ.e. núna þegar fídusarnir virka og ég get loksins tekið þátt í spjallinu. Spjallið er skemmtilegra útlits, mér finnst róterandi mynd úr myndaalbúminu ekkert nema snilld og það er auðvelt og þægilegt að setja inn auglýsingu. Þá má hins vegar alveg lagfæra ýmislegt og miðað við liðlegheit Helga Castors þá held ég að það verði lítið mál. Nei, takk, vil ekki sjá gömlu síðuna aftur!
05.03.2005 at 18:12 #512814Flugsveitin lagði af stað úr Kerlingarfjöllum um hálfníu og brunaði jökulinn með halarófuna á eftir sér. Náðum öllum sem lögðu af stað í dagrenningu og hittum fyrir Rottur og PIUR og fullt af öðrum eldhressum jeppamönnum og konum. Strákarnir reyndu að slá 40 mínútna metið okkar stelpnanna frá því um síðustu helgi en tókst ekki.
Við renndum svo í laugina í Laugafelli og rúntuðum svo niður Bárðardalinn. Vorumm eiginlega allan tímann í frábæru veðri, það var helst á jökli sem var blint.
Erum komin í hús á Akureyri og alsæl með daginn. Hlökkum til kvöldsins og vonandi verður jafngott veður á morgun
Ferðakveðja
Soffía
25.02.2005 at 07:30 #517738Þarna hljópstu á þig kæri Emil en á skemmtilegan hátt þó! :o)
Já, það er ekki hægt að segja annað en að spenningurinn sé alls ráðandi. Góð veðurspá, snilldarundirbúningur hjá Hjördísi og kó og krapaleitarundanfarar spillir heldur ekki fyrir. Minn bóndi hefur verið ljúfur sem lamb og dyttaði að ýmsu enda kemur það honum bara til góða eftir viku fyrir Hofsjökulsferðina. Ekki fékk ég nú nýja hásingu fyrir ferðina en læt mér nýja tölvu nægja, þá veit ég allavega hvar ég verð stödd ef Súper Trúper dytti í hug að fara í bað eins og stundum vill gerast……
Ferðakveðjur,
Soffía
03.02.2005 at 20:28 #515490Sælir félagar!
Kærar þakkir fyrir hamingjuóskirnar, þetta hefur verið langt og strangt ferli með aðkomu margra enda kom efnið eingöngu frá félagsmönnum sem settust niður að okkar beiðni og skrifuðu greinar í gríð og erg. En að öllum öðrum ólöstuðum þá á hann Birgir Már Georgsson nú mestan heiðurinn af útliti blaðsins!
Setrinu var dreift með Fréttablaðinu á póstnúmer 101 til 270, og 600 til 603. Einnig verður það sent á alla félagsmenn sem búa utan þeirra póstnúmera. Að auki sendum við væna bunka á forsvarsmenn landsbyggðardeilda sem munu koma því á bensínstöðvar í næstu þéttbýliskjörnum.
Upplagið er sem sagt 89.000 eintök, þar af fóru um 86.000 í dreifingu með Fréttablaðinu.
Ef þið búið í þeim póstnúmerum sem Fbl dreifði í en fenguð ekki blaðið, vinsamlegast látið mig vita í isafold@simnet.is!
Bestu kveðjur
Soffía
27.01.2005 at 10:05 #514772í ferðinni upp í Setur núna fyrr í janúar (þegar þetta hvíta var ennþá út um allt)! Hún þrusaði alla leið frá Setri niður Búðarhálsinn og keyrði eins og herforingi. Gat ekki betur séð en að þessi samsoðningur sem hún keyrir á hafi virkað ansi vel!
Enn þið munið þumalputtaregluna…þetta er 30% bíllinn og 70% ökumaðurinn!!!!Kveðja
Soffía
11.01.2005 at 13:30 #513082Það er ljóst að snjóalögin á hálendinu virka hvetjandi á menn og konur. Á mánudagsfundinum í gær var mikið spurt um allar ferðirnar, þ.e. þorrablótin og kvennaferðina og margir sem eru greinilega komnir með mikinn fiðring! Í ljósi þess vil ég hvetja alla til að skrá sig sem fyrst, bæði á þorrablótin í Setrinu og í Árbúðum svo og í Kvennaferðina. Í síðastnefndu ferðina er allt að fyllast! Stelpur…ekki gleyma að skrá sig! Og strákar…ekki "gleyma" að láta konurnar vita!
Um að gera nýta sér þennan kulda og snjó sem er "okkar" megin núna en ekki Síberíumegin eins og undanfarin ár, sbr. fyrirlesturinn hans Einars veðurfræðings á fundinum í gær. Langt síðan að ég hef heyrt eins góðar fréttir! Er ekki bara malið að kortleggja legu þessa kuldamassa á hverju hausti…þá vitum við hvernig veturinn verður??
Ferðakveðja
Soffía :o)
10.01.2005 at 09:04 #513136Hægt er að fá þá albestu teygjuspotta sem ég hef séð hjá Thor-net í Hafnarfirði. Þeir eru á Eyrartröðinni.
Kv.
Soffía
16.12.2004 at 15:00 #195063Kæru félagar!
Ég vildi vekja athygli ykkar á því að í kvöld ætlum við að eiga góða kvöldstund í Mörkinni yfir heitu kakói og smákökum á meðan við heyrum í þeim félögum úr Suðurlandsdeild. Við Agnes vorum svo hrifnar af jólafundinum hjá Vesturlandsdeild að við vildum endilega bjóða upp á heitt kakó í kvöld. Svona „stjan“ af hálfu kvennanna í stjórninni er sjaldséð, þannig að þið skuluð endilega mæta og njóta…
Kveðja
Soffíap.s. Takk enn og aftur fyrir gott boð Vesturlandsdeild
02.12.2004 at 08:23 #509944Ég er svo fegin að vefsmiðirnir hafi þá þig Einar minn. Svona til þess að minna þá á hvað er ennþá týnt og hvað ekki, hvað ekki virkar o.s.frv., ef þeir skyldu nú hafa gleymt því.
Kveðja
Soffía
14.11.2004 at 17:41 #508092Við hjónakornin höfðum smááhyggjur af þér því það síðasta sem við heyrðum áður en við fórum í Hvanngilið um helgina voru fréttir af felguvandræðum hjá þér.
Þegar Jón Ofsi og Danni birtust svo við skálann okkar síðla gærdag með varahluti í Reyk (ótrúlegt en satt!) þá var í för með þeim dökkur Patrol. Við rýndum út um gluggann og mátti heyra "ja, svei mér þá, Lúther bara mættur hingað í björgunarleiðangur! Hann er nú meiri kappinn!" Og meintu menn þetta í fullri alvöru og fannst það þér líkt að skreppa úr einum björgunarleiðangri í annan! Kom í ljós að þetta var nú annar Patrolmaður, ekki Lúther. En fyrstu viðbrögð segja nú sína sögu.Það er ómetanlegt fyrir jeppamenn og konur að eiga félaga eins og Lúther sem eru viljugir að bjarga öðrum, þrátt fyrir að koma svo sjálfir haltir heim úr túr. Og eru viljugir að fórna sér. Ef augu mín sviku mig ekki þá var einmitt mynd af Lúdda úti í Þjórsá í Stöðvar Tvö-fréttinni að hjálpa til.
Ferðakveðja
Soffía :o)
12.11.2004 at 12:00 #508006Það er ekki amarlegt að fá svona framhaldssögu á föstudegi. Ég vona að það koma reglulega fréttir af þessum björgunarleiðangri. Sérstaklega er gaman að heyra um þessa snjóskafla. Ég er eiginlega búin að gleyma hvernig þeir líta út….
Kveðja
Soffía
06.11.2004 at 00:28 #507922trúðar. Var að heyra í flugsveit og rottum sem voru að gera sig klára í björgunarleiðangur að hætti Lúters,SOS setur kallar, allt var tekið með í reikninginn, þorramatur síðan í fyrra og allur pakkinnn. Við vonum samt að Lúther vatnsberi noti kunnáttu sína í að leiðbeina fólki yfir stórfljót að hætti SIMMA skuggaskelfis.
-
AuthorReplies