You are here: Home / Snorri Henrysson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Góðan daginn.
Hefur einhver keyrt þessa bíla án balance stanga að framan? Er svona að velta því fyrir mér hvort að það sé glapræði að losa sig við þær þar sem að gúmmíendarnir á þessum stöngum eru aldrei til friðs.
Minn bíll er óbreyttur á 31 tommu dekkjum.
Gæti nokkur sagt mér hver selur Goodyear jeppadekk. Er að leita af 31 tommu gangi fyrir 16 tommu felgu og langar mikið að prófa Goodyear Wrangler MT/R.
N1 dekkjaverkstæðin eru þau með sama úrval eða eru mismunandi N1 dekkjastöðvar að selja mismunandi merki?
Góðan daginn.
Samma gamla lumman en mig langar að fá álit ykkar á dekkjavali.
Nú er ég að fara að kaupa mér dekk undir Terranoinn minn.
Ég er að leita af 31 tommu dekkjum sem eiga að fara á 16″ felgur (orginal felgur).
Hvort er gáfulegra að kaupa sér dekk í líkingu við munstur á Mud-terrain eða All-terrain frá Bf Goodrich ef nota á bílinn til vegaaksturs og megnið þá innanbæjar að vetri til (nota annan gang á sumrin)?
Svona fljótt á litið sýnist mér að ekki sé mikið um 31 tommu dekk fyrir 16 tommu felgur en þar sem að ég á felgurnar til að þá ætla ég að reyna að halda mig við þetta felgugat á börðunum. Er rétt hjá mér að úrvalið minnki mikið ef ég er fastur á 16 tommu gati og 31 tommu dekki?
Svo að lokum langar mig að vita hvort að gáfulegt sé að mikróskera dekkin eða fer það algjörlega eftir tegund hvort að það sé gáfulegur kostur?
p.s. bíllinn er hækkaður lítillega en samt það lítið að 32 tommu og stærra væri til vandræða.