Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.10.2005 at 22:47 #529990
Jú það stendur til að endurnýja, bara spennandi. Mér sýnist þó að það verði ekki gamli rauður sem maður þarf að kljást við í sveitinni heldur nýji græni

Kv. Bjarki
26.10.2005 at 10:25 #196521Sælir félagar
Hvaða dekk eru í boði af stærðinni 38-40″ fyrir 16-17″ felgur? Þessi dekk eru hugsun undir 2 tonna bíl til snjóaksturs. Geta menn mælt með einhverjum dekkum í þessum flokki?Kveðja
Bjarki
06.10.2005 at 23:16 #528624Gaman að heyra af prufutúrnum.
Jú það er rétt með framhjólabúnaðinn, ég fékk það staðfest að það verður að breyta bremsukerfinu svipað og á LC 120 til að koma 15" felgum undir. Það er spurning hvort maður sætti sig við dekk fyrir 16" felgur :-). Maður var bara að gæla við AT405 dekkin. Bara spurning um að velja og hafna (og pening
)
Kveðja
Bjarki
04.10.2005 at 17:57 #528598Takk fyrir þetta strákar, ég set mig í samband við Halla Gulla eða Guttana

04.10.2005 at 13:40 #196392Sælir félagar
Ég er að spá í þennan pickup sem sést alltaf meira af hérna á fróni. Er búið að setja eitthvað af þessum bílum á 38″ dekk? Einnig væri gaman að vita hvernig er að nálgast varahluti í þessa bíla og í raun eru allar upplýsingar vel þegnar, eyðslutölur, almenn reynsla o.fl.
Kveðja
Bjarki
04.07.2005 at 09:46 #524638Samkvæmt [url=http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Astandfjallvega/$file/halendi.jpg:326y7xju]korti[/url:326y7xju] vegagerðarinnar sem var gefið út s.l. fimmtudag er þessi leið opin.
12.04.2005 at 17:47 #520784Kalli, getur verið að þú sért að reyna að búa til "Nýtt myndasafn" eftir að hafa valið "Mínar upplýsingar". Hjá mér kemur a.m.k. "Page not found".
En það gekk ágætlega að búa til nýtt albúm ef ég valdi fyrst, Myndaalbúm, síðan einhvern flokk myndasafnsins og valdi þar "Nýtt myndasafn".
Hins vegar virðast myndirnar taka nokkuð mikið pláss en ég setti inn mynd sem var 36 Kb en plássið minnkaði um tæplega hálft Mb við að setja myndina inn. Eins þarf greinilega að passa ef maður er að búa til nýtt myndasafn að klára skráninguna því annars týnist myndin en tekur þó pláss. Svo virðist vera erfitt að eyða myndunum út aftur, a.m.k. fæ ég skemmtilega villa við það.En þetta verður fín síða þegar búið er að laga hana til.
-
AuthorReplies
