Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.12.2007 at 08:38 #201416
Hæ Hó
Vitið þið hverjir eru að selja leitarljós með segli til að skella á toppinn? Eru það kannski ekki eins góð ljós sem eru þannig útbúin? Hvað með handleitarljós, í hvaða búðum eru þau helst að finna?
Kveðja
Snjókallinn
19.12.2007 at 01:53 #607302Já akkurat, takk fyrir þetta. Það þarf kannski að finna nafn á þetta apparat.
Kveðja
Snjókallinn
19.12.2007 at 01:30 #201415Hæ hó
Hafið þið séð lofttjakk sem tengdur er við pústið til sölu hér á klakanum?
Kveðja
Snjókallinn
30.11.2007 at 19:40 #604424GPX skrárnar opnast fínt hjá mér í MapSource 6.11.5 frá eik og skráin frá gummij.
Hilmar, ef þú opnar gpx skrána í browser ættir þú að geta valið File.Save as… og vistað skrána og opnað hana síðan í MapSource.
Kveðja
Snjókallinn
29.11.2007 at 18:21 #604404Þetta hefur verið fínast ferð hjá ykkur, það væri gaman að frá track af leiðinni og þá aðallega af leiðinni upp á Mýrdalsjökul og niður aftur og inn í Strút. Ef einhver ferðalanga er til í að senda mér þetta væri ég afar þakklátur. Tölvupóstfangið hjá mér er bjv hjá simnet.is
Kveðja
Snjókallinn
26.11.2007 at 00:09 #603208Slóðarnir eru gráir í nRoute en svartir í MapSource hjá mér í útgáfu 3.5. Hins vegar er ég ekki að skilja af hverju er ekki hægt að hafa þetta eitt og sama forritið, það var hægt að nota MapSource til að keyra eftir í "gamla daga".
Kveðja
Snjókallinn
22.11.2007 at 18:30 #603202Ég er búinn að kaupa uppfærslu úr 3.0 fyrir 1.990 kr. sem ég er alveg sáttur við að borga. Slóðarnir eru mun greinilegri á nýju kortunum og það eitt gerir kortið mun skemmtilegra. Þegar ég spurði hvort uppfærsla úr 3.0 ætti að vera ókeypis sagði sölumaðurinn mér að það hefði staðið til en margt hefði komið til að það breyttist. Hnit rukkaði Landmælingar eða öfugt sem ekki stóð til, útgáfunni seinkaði af ýmsum ástæðum sem leiddi til þess að mun meira að nýjum gögnum var í nýju útgáfunni. Niðurstaðan er allavega sú að ég var státtur við að borga þessar krónur því ég vil endilega að kortið verði betra og betra.
Kveðja
Snjókallinn
14.11.2007 at 21:51 #602128Úr því verið er að skoða langtímaspá má [url=http://www.yr.no/sted/Island/Annet/Strútur/][b:297g0n2i]hér[/b:297g0n2i][/url] má sjá langtímaspá fyrir Strút. Eins og staðan er þegar þetta er ritað má ekki búast við það bæti mikið í snjóinn á svæðinu en það verður allavega kalt og bjart fyrir helgina. Hins vegar verður að taka þetta með fyrirvara enda breytist spáin fyrirvaralaust
Kveðja
Snjókallinn
28.09.2007 at 23:33 #598096Má ekki telja Rauðalæk og Lyngás með
Kveðja
Snjókallinn
03.05.2007 at 19:52 #590268Gleymdi GPS punktinum (birt án ábyrgðar).
64 42.6 N
20 25.8 W
Rétt norðan við hellinn. Þú passar bara að keyra ekki beint í punktinn en þá gæti þú dottið ofan í hellinn. Það er lægð austan megin við hellinn sem gott er að fara niður til að komast að hellinum. Það má reyndar búast við að það sé orðin ansi snjólétt við hellinn.Kveðja
Snjókallinn
03.05.2007 at 18:30 #590266Sæll Einar
Jú, það voru a.m.k. einhverjar leifar eftir af íshellinum um síðustu [url=http://his.origo.is/tripdefault.asp?trippath=20070428langjokull&title=Langjökull%20,%2028.%20apríl%202007][b:268r0oz5]helgi[/b:268r0oz5][/url] (smella á Myndir ofarlega til hægri).Kveðja
Snjókallinn
29.04.2007 at 21:19 #589494Var á jöklinum í gær, vegurinn frá Húsafelli var fínn, enginn snjór á leiðinni nema í síðustu brekkunni fyrir neðan Jaka. Einar var búinn að lýsa færinu á jöklinum. Hægt er að sjá myndir á heimasíðu [url=http://his.origo.is/tripdefault.asp?trippath=20070428langjokull&title=Langjökull%20,%2028.%20apríl%202007][b:1axje4zo]Hins íslenska Spottafélags[/b:1axje4zo][/url] (smella á Myndir hægri megin ofarlega).
Kveðja
Snjókallinn
27.04.2007 at 21:51 #589486Takk fyrir þessar upplýsingar.
Kveðja
Snjókallinn
27.04.2007 at 08:21 #200204Sælir félagar
Hafa menn eitthvað verið á ferðinni á Langjökli í vikunni? Ef svo er hvernig var þá færðin?
Kveðja
Snjókallinn, sem er að bráðna
18.04.2007 at 22:17 #588658Sælir
Hvað voruð þið að spá í að vera lengi á ferðinni á morgun og er þetta fjölskylduferð þ.e. verður eitthvað af krökkum með í ferðinni?
Það er spurning hvort maður megi fljóta með.
Kveðja
Snjókallinn
14.04.2007 at 22:30 #587566Takk fyrir þessar upplýsingar.
Ég fór í söludeild Hampiðjunar (áður TBen) á Hvaleyrarbraut 39 og fékk millistykki milli króksins og kósins.
Ég var hins vegar að vonast til að sleppa við að hafa millistykki, ég hefði betur athugað það áður en ég verslaði dynexinn af þeim í Hampiðjunni. Ég sá hvernig þeir voru búnir ganga frá tógi sem einhver ætlaði að versla af þeim. Þar hafði krókurinn verið settur í kósann og síðan splæst.
En ég er sammála að það er fín þjónustu hjá Hampiðununni og verðið er fínt.
Kveðja
Snjókallinn
10.04.2007 at 19:01 #200100Sælir félagar
Hvaða króka hafið þið verið að setja á dynex tógið þegar þið hafið verið að skipta út spilvírnum fyrir dynex. Kósinn (eða hvernig þetta er nú skrifað í eintölu) er talsvert þykkari en sá sem er á spilvírnum svo að orginal krókurinn af spilinu passar ekki.
Kveðja
Snjókallinn
03.04.2007 at 00:30 #587068Takk fyrir vefnefnd, fyrir góðar breytingar á síðunni. Frábært að fá flettistýringarnar á myndunum á fastan stað
Kveðja
Snjókallinn
05.01.2007 at 22:19 #573794Ég er með Fis hús frá Formverk og ég hef lent í því að það komi ryk inn um afturhurðina ef ég hef topplúguna lokaða. Þá sogast rykið inn, þó ekkert að ráði, aðeins aftast á gólfið. Til að losna við þetta hef ég haft topplúguna opna til að mynda yfirþrýsting og þá er ég laus við rykið. Ég hef ekki reynslu af öðrum tegundum en er mjög sáttur við þessa.
Kveðja
Bjarki
11.10.2006 at 17:36 #563056Sæll Erlingur
Það er væntanlega hægt að tengja skjáinn sem þú ert með (10.4") við venjulega fartölvu. Hvað er verðið á skjánum?Kveðja
Bjarki
-
AuthorReplies