You are here: Home / Þorsteinn Snævar Erlendsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Það semmér fannst fyndið var það að þeir voru allir nema tveir á móti því að hann færi með barnið með sér.
Er ekki að gefa í skyn að karlmenn viti ekkert um þetta.
Líka það að ég hef alveg kynnst fullt af karlmönnum sem vilja hvorki hafa konurnar né börnin með í ferðir. Þá karlar semfinnst bara að jeppamennska sé karlasport!
Það var það sem mér fannst afskaplega skondið!
Kv. Karen.
Jæja, nú skrifa ég á notendanafni mannsins míns núna þar sem ég er ekki með notendanafn ennþá sjálf. En heiti annars Karen.
En mér finnst fyndið hvað margir karlmenn eru búnir að tjá sig um þetta málefni.
Og allir á móti því að hann fari með barnið.
Ég á sjálf 2 börn og byrjaði snemma að ferðast með þau. Það eldra einmitt í samskonar bíl og þessi ágæti herramaður sem startar þessarri umræðu. Var með hana frammí í bílstól, þar sem það er ekkert svaka pláss afturí og líka auðveldara að sinna þeim ef maður er einn með þau. Fínu lagi með hana í dag. Engir líkamlegir kvillar eða neitt. Þrátt fyrir að hafa vellst um afturí Willys (í bílstól) ýmsar ófærur.
Sá yngri byrjaði mikið fyrr að fara í ferðir, held hann hafi verið um 3-4 mánaða þegar við fórum smá rúnt uppá Langjökul. Hann er hraustur tæplega 2 ára jeppadellukall núna. Varð ekkert meint af þessum flæking foreldranna um fjöll og fyrnindi með hann.
Og 7 mánaða börn geta alveg haft gaman af umhverfinu og öðru.
Ef hún er í góðum stól sé ég enga ástæðu til þess að sleppa því að hafa hana með. Þau verða að venjast því að ferðast, því fyrr sem byrjað er að venja þau á að fara með í ferðir þeim mun auðveldara verður þetta. Og ef þetta er það gamall bíll að engir loftpúðar eru í honum sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hafa hana frammí.
Vonandi skemmtið þið ykkur bara vel!!
Kv. Karen