You are here: Home / Haraldur Þór Vilhjálmsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Þó að menn umfelgi heima upp á gamla móðinn þá þurfa menn væntanlega að fara á dekkjaverkstæði og láta jafnvægisstilla, þannig að líkyrnar eru nú ansi miklar á að þau komi við á svoleiðis stað.
Kveðja Halli Þór
99% líkur á að air flow sensor sé ónýtur ef þetta er dísel bíll, þetta er hólkur rétt aftan við loftsíu með rafmagnsplöggi á.
Sælir, væri til í að kíkja með ykkur, er einhver snjór þarna?
Halli Þór
Ég votta fjölskyldu, vinum og ferðafélögum Arngríms samúð mína.
Halli Þór (vinnufélagi hjá GJ tvö sumur(94-95))
takk fyrir þetta RofustoppuRobbi, en það virkar ekki e-mailið sem þú ert með í profile-num hjá þér, sendu mér mail svo að ég geti nálgast þetta hjá þér.
Mér finnst nú samt skrítið að fá ekki meiri viðbrögð við þessu, veit um fleiri sem eru að leit að þessum myndum það hljóta einhverjir að geta miðlað þessu með mér, framleiðandi benti mér á að leita hér, því þetta er ekki til hjá honum.
Kveðja Halli
Veit ekki hvort þetta er réttur flokkur til að setja þetta í, en mig langar svo að eignast aftur myndir sem ég glataði. Þetta eru myndböndin af þegar Benni (í Bílabúð Benna) og félagar fóru með bílinn á Hnjúkinn og afmælismyndbandið sem hann gaf út á tíu ára afmælinu, að ég held, minnir að það heiti Jeppar á fjöllum. Þessar myndir er ekki hægt að fá lengur og þess vegna leita ég til ykkar félaga. Og nú ef menn hafa einhverjar aðrar myndir sem þeir vilja deila með mér þá er það alveg velkomið.
Kveðja Halli Þór
Eins og fram kom í fyrri pósti þá var þessi ferð gefin út á myndbandi, ég átti þessa mynd ásamt annari sem Benni gaf út (vegna 10 ár afmælis að ég held), þessar myndir glötuðust hjá mér en langar mikið til að eignast þær aftur, ef einhver getur bjargað mér þá má hafa samband við mig með e-mail haraldurtor@simnet.is
Eru einhverjir í nágreni Vopnafjarðar að fara að jeppast um páskana, er að fara þangað og langar að kíkja aðeins á fjöll þar, er einhver sem nennir að sýna vestfirðingi sem býr í Reykjavík umhverfið?