You are here: Home / Björgvin Kristinnsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Það var líka brotist inn í bílinn minn og stolið GPS tæki og það milli klukkan 18 og 21 í gærkvöldi sömuleiðis í íbúðagötu. Hliðarrúða var brotin og báðar hurðir farþegamegin beyglaðar með sleggju eða álíka áhaldi. Tækið er Garmin NUVI 200 og festingarnar voru skildar eftir en straumsnúran tekin. Ef einhver verður var við svona tæki er síminn hjá mér 845-3844.
Það er greinilega mikið um svona núna þessa dagana því ég sá bilaðan bíl sem hefur staðið nokkra daga við Stekkjarbakkann í dag. Hann fékk sömuleiðs í nótt sömu meðferð og minn bíll, …sleggjuför og brotnar rúður.
Skódinn fór úr 6 lítrum á hundraðið niður í 5 lítra. Bjóst við meiri mun.
Þetta sem Jóhann er með í bílnum sínum er gömul tækni sem var notuð í seinni heimsstyrjöldinni til að gera Spitfire og fl. flugvélar langdrægari. Apparatið framleiðir gas úr vatni með rafgreiningu. Það eina sem gasið gerir er að það eykur nýtingu eldsneytisins upp í ca 90%(sumir segja 100%) í stað 40- 50% original. Það er líka hægt að nota própangas en það þarf að kaupa það sérstaklega. Ef Jóhann myndi ca fjórfalda fjölda teinanna ætti hámarksorkunýtingu að verða náð. Air Atlanta var að setja þetta í flutningabílana sína og sjálfsagt hægt að fá upplýsingar frá þeim. Ég er að smíða svona í bíl þessa dagana sem ég keyri mjög mikið og ætti að vera kominn með einhverjar tölur fljótlega.
Gunnar Yngvi (brettakantar.is/587-6-587) og Formverk ættu að vera með þetta.
Lenti í svona svipuðu með mína súkku og eftir miklar athuganir kom í ljós að 2 kertaþræðir leiddu út en eingöngu þegar vélin var farin að hitna. Ég myndi athuga kertaþræðina betur.