Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.06.2003 at 10:30 #474286
Sælir félagar.
Taflan hans Óla Hall. sýnir sömu niðurstöðu og við hérna á Hvolsvelli höfum komist að fyrir utan þetta með 44", það er sama hvaða felgum hún er á hún bara virkar ekki rassgat(svo ég noti orð Ragnars Reykás hér fyrir ofan), að minnsta kosti ekki í okkar landslagi sem er frekar ójafnt.
Svo er það þjóðsagan um affelgun sem ég skil ekki því við erum allir á 15-15,5" breiðum felgum og affelgun er óþekkt vandamál í okkar ferðahópi.
Kv. Smári.
13.06.2003 at 18:44 #474188Standard bílarnir(þessir með hurðunum í stað hlera) komu á 3,58 hlutföllum en GX og VX komu á 3,70 en svo eru sjálfskiptu bílarnir með 4,10.
Smári.
12.06.2003 at 21:35 #474184Sæll Indriði.
Ég hef verið talsvert á svona bíl á 38", undir honum eru fjólubláu gormarnir frá Arctic Trucks og líkar mér mjög vel við þá því þeir virðast alltaf halda sömu eiginleikum sama hversu hlaðinn bíllinn er en með þeim eru bara original dempararnir og virka vel.
Þessi bíll er á 3,58:1 hlutföllum og virkar fínt þannig að 3,70:1 ætti að vera í góðu lagi en reyndar er bíllinn með 24 ventla vélinni og intercooler.Svo er mjög gott að hafa milligír fyrir krapa og mjög erfitt færi.
Við erum með bílinn á 15,5" breiðum felgum og myndi ég ekki vilja hafa þær mjórri og svo að sjálfsögðu á 38" radíal mudder sem er lykillinn að því að komast eitthvað í snjó. Brettakantana fengum við hjá Arctic Trucks og eru þeir gerðir fyrir hásingarfærslu, veit ekki hver framleiddi þá.Kv. Smári.
02.06.2003 at 08:13 #473966Ætli maður drífi þá jafnvel enn minna en á 44"
14.03.2003 at 12:40 #470626Sæll Nils.
Ef þetta virkar eins og undir mínum bíl þá ættirðu ekki að þurfa að lengja hengslin þar sem nóg hækkun næst með gormunum, en ef þú þarft lengri hengsli geturðu bara kíkt við hjá mér og fengið gömlu hengslin mín.
Þetta með að skrúfa bílinn upp að framan er eins og Teddi segir, en ég myndi ekki skrúfa hann mikið upp þar sem það skemmir fjöðrunar eiginleikana.Betra er að klippa bara meira úr.Kv. Smári jeppakall.
13.03.2003 at 21:31 #470772Sæll félagi.
Oft er hægt að fríkka krómfelgur talsvert með því að fara með stálull (sem er til í flestum eldhúsum) á þær og vera síðan duglegur að bóna þær eftir það:
Kv.Smári.
10.03.2003 at 22:10 #470392Ég er búinn að eiga minn Hilux í 15 ár og hélt að þetta ætti bara að vera svona.
11.02.2003 at 11:28 #468276Sælir
Ef þú kaupir þér nýtt hrútshorn hjá Toyota í dag þá er það orðið efnis meira á þeim stað sem þau hafa verið að brotna þannig að þetta ætti vonandi að vera ú sögunni.
10.02.2003 at 20:56 #468200Sæll félagi.
Mig langar að benda þér á að 22R(2.4) Toyota vél passar í þennan bíl án stórra vandræða og þær er hægt að fá á lítinn pening.
Kv.Smári
02.02.2003 at 13:29 #467556Sæll félagi.
Ég átti eitt sinn klafabíl sem lét svona og var ástæðan sú að koparfóðringigninni í legu stútnum var orðin þur.
Vona að þetta hjálp eitthvað.
Smári.
09.01.2003 at 20:21 #466196Sælir.
Ég skrapp í Hvanngil á nýársdag og fór þá inn Fljótshlíð og um Emstrurnar og það er skemmst frá því að segja að snjórinn er afskaplega lítill á þessu svæði.
Ég á ekki von á að mikið hafi breyst síðan þá og tel ég greiðfært öllum bílum á 33" og stærra (helst að 44" bílarnir yrðu í vandræðum).
Ég held að Hvanngil sé í um 500m hæð.Kv.Smári.
18.11.2002 at 13:26 #464280Sæll Beggi minn.
Það vill svo til að við félagarnir erum búnir að prufa þetta og þess vegna erum við allir á 15-16" felgum.
Á Fjallabakssvæðinu sem við ferðumst mest á er mikið um hliðarhalla og á 12" voru bílarnir alveg hundleiðinlegir.Við erum búnir að vera á þessum felgum í 10 ár og affelgunar vandamál eru óþekkt.Við höfum verið með björgunarsveitar bílana hjá okkur (Patrola og Landcruiser) á 15,5" felgum í 8 ár og aldrei affelgað þó vel hafi verið hleypt úr og bílarnir verið yfirlestaðir af mannskap og búnaði.
Þetta með að erfitt sé að koma dekkjunum á breiðar felgur er hins vegar alveg satt og þess vegna er mikið atriði að velja góðar felgur svo maður losni við þau vandræði.En að sporlengdin minnki eða að dekkin lækki eins og maður hefur líka heyrt stemmir ekki þar sem í bananum á radial dekkjum er stál belti sem hvorki togast né teigist.
Og báðir vitum við að við færum ekki langt í snjónum með 10 pund í dekkjunum eins og snillingarnir í Ameríku.
Snjóhvítar kveðjur Smári.
16.11.2002 at 20:53 #464272Sæll félagi.
Mín skoðun er sú að 14" felgur séu lágmark á 38" en 15,5" sé enn betra því bæði færðu meira flot og betri þyngdar dreifingu á breiðum felgum auk þess sem dekkin leggjast útaf á mjóum felgum í hliðarhalla og bíllinn verður óstöðugur.
Það er mikið atriði að velja felgurnar vel því ekki standa allar felgur 15" á hæð og þá eru komin affelgunar og leka vandamál auk þess sem hætta er á að felgurnar spóli inni í dekkjunum.Gott er að kaupa Toyota eða Nissan felgur og láta breikka og sjóða kant á og eru þá þessi vandamál úr sögunni.
Varðandi hásingar færsluna er hún til bóta þar sem þyngdar dreifing verður betri og bíllin drífur meira.Kv.Smári.
30.10.2002 at 20:51 #463938Sæll félagi.
Besta lausnin við affelgunar vandamálinu er að velja sér felgur sem standast 15" því mjög algengt er að felgur sem keyptar eru breiðar standi ekki nema 14,5".
Original felgur eru yfirleitt mjög góðar með þetta og eru því kjörnar til breikkunar.
Sjálfur er ég með Landcruiser felgur undir bílnum hjá mér og affelga aldrei þó að stundum sé farið niður fyrir 1 pund.
Það er mikill munur að geta treyst því að ekki affelgist í miklum hliðarhalla.Kv.Smári.
25.10.2002 at 17:32 #463796Sæll félagi.
Það er þekkt vandamál í v6 Hilux að vinnslan sé lítil og eyðslan mikil en á því er til góð lausn.
Vandamálið við þessar vélar er að pústkerfið virðist ekki flytja nóg og er lausnin flækjur og sverara púst sem skilar sér betur á þessum bíl en flestum öðrum.
Vinnslan stórlagast og það besta við þetta er að eyðslan minnkar líka mikið við þetta, síðan er bara að fá sér KN loftsíu og þá held ég að þú verðir ánægður.Kv.Smári.
19.09.2002 at 11:43 #463212Sæll félagi.
Ef þú ert að spá í jeppa fyrir þennan pening mæli ég hiklaust með 80 cruiser og þá frekar GX en VX vegna þess að GX bíllinn er aðeins léttari.Þessir bílar vinna mjög skemmtilega á öllu snúningssviðinu og eru frekar eyðslu grannir.
Eflaust gætir þú fengið 96-97 módel af Patrol fyrir þennan pening en hann er bara frekar vélarvana og eyðir talsvert meiri olíu sem þíðir að þú þarft að bera með þér meiri olíu sem þyngir bílinn.
Ég veit ekki hvaðan þessi þjóðsaga um að þessir bílar þurfi 44" dekk til að komast eitthvað kemur því mín reynsla er að maður þurfi 38" RADIAL Mudder til þess að komast eitthvað áfram í snjó.
Það hefur nefnilega verið þannig að þegar ég hef ferðast með þessum 44" bílum hef ég þurft annað hvort að draga þá upp brekkurnar eða bíða lengri tíma eftir að þeir komist upp.Vona að þetta hjálpi eitthvað.
Smári
13.07.2002 at 21:06 #462364Sæll Sprettur.
Besta vélin oní Runnerinn er náttúrulega 3 lítra dísellinn.
En sennilega er bara skynsamlegast að selja þennan og fá sér bara dísel Runner þar sem kostnaðurinn væri sennilega meiri heldur en þarf að borga á milli í bíl sem þá væri líka 4 árum yngri.
Síðast þegar ég gáði var 33" ’94 4Runner á Bílasölu Suðurlands á Selfossi sem búið var að setja í millikæli og 3" púst.
08.07.2002 at 19:03 #462216Eflaust er Patrol vélin ekkert lakari en ég bara þekki hana ekkert.
Einnig held ég að það sé auðveldara að ná í hana þar sem ekki voru fluttir inn margi Patrolar með 4.2 og svo ætti það að vera ódýrara þar sem Landcruiserinn er með túrbínu original.
Ég hef keyrt Landcruiser mikið og hef ekki prófað skemmtilegri alhliða vél.
Landcruiserinn sem ég hef verið á er með 24 ventla vélinni og á 38" með 3.58 hlutföllum og virkar vel þannig að Patrolinn sem er með 4.62 hlutföll ætti aldrei að vanta afl.
08.07.2002 at 14:17 #462210Sæll félagi.
Ég held að 4.2 Landcruiser sé sniðug lausn ofan í Patrolinn.
Þetta er vél sem vinnur vel og togar alveg niður í 200 snúninga sem er 1600 snúningum neðar en Patrolinn.
Og hennar stæsti kostur er að hún eyðir mjög litlu.
Það er oft hægt að fá mikið skemmda Landcruisera hjá tryggingunum fyrir 5-700 þús. og þá getur maður hirt vél og kassa og selt eitthvað uppí kostnað.
04.07.2002 at 08:40 #462040Sælir félagar.
Ég held að það sem svæfði umræðuna um daginn var pistill minn um staðreyndir sem fæstir þora að viðurkenna og alls ekki breytinga fyrirtækin.
Ég er hálf hissa á þér Björn Þorri sem ert búinn að ferðast mikið á þessum fína bíl og örugglega talsvert með 44" bílum að þú skulir vilja sjá Barbie á 44"(eða ertu kanski bara ekki á mudder).
Gerði copy og paste á pistilinn og vonast eftir meiri umræðu um þetta heldur en um daginn,ég var nú hálf skúffaður á að fá engin viðbrögð(eða hafði ég kanski að kristna 44" mennina).
Hér kemur pistillinn sem allt svæfði.
Ég hef alltaf jafn gaman af þessari 44" umræðu þar sem menn eru að öfundast útí þessi 15% tilvika sem 44" bílarnir komast eitthvað.(Ég vil nú meina að það séu ekki nema 10%).
Mín reynsla er nefnilega sú að í 70% er 38" mikið duglegri og 20% hafa 44"bílarnir við 38" bílunum,en svo koma þessi 10% sem 44" virkar.
Þess ber að geta að þegar ég tala um 38" er ég að tala um RADIAL og er ég sannfærður um að ef það kæmu 44" radial dekk þá hefðu þau algjöra yfirburði,en það er víst ekkert væntalegt því miður.
Vegna samanburðar á 4Runner og Landcruiser 90 er rétt að geta þess að þó báðir séu með sjálfstæða fjöðrun er búnaðurinn gjörólíkur.
-
AuthorReplies