Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.01.2005 at 14:27 #512846
Sæll.
Hvað eru þetta margra strigalaga dekk?
Kv. Smári.
06.01.2005 at 18:37 #512460Daginn.
Ef við byrjum á eyðslunni þá hef ég verið talsvert á svona björgunarseitarbíl með 24 ventla vélinn og hefur hann verið með svona 16-18 lítra í langkeyrslu en er yfirleitt verið lestaður af búnaði og mannskap og veður og færð verið misjöfn. Bíllinn er beinskiptur á 38? dekkjum og original drifhlutföllum(3,58).
Ef við tökum svo þetta bull um að þessir bílar drífi illa á 38? þá held ég að það sé til komið vegna þess að yfirleitt eru 38? bílarnir nánast óbreyttir á meðan 44? bílarnir eru hlaðnir búnaði. Þessi bíll sem ég er á er hækkaður vel á undirvagni en ekkert á boddíi til að hann setjist ekki á kviðinn sem er stórt vandamál á flestum nýrri jeppum, aftur hásingin er færð aftur og í honum er milligír sem gerir kraftaverk í erfiðu færi, hann er síðan á 38? mudder og 15,5? breiðum felgum sem kemur mjög vel út. Á svona útbúnum bíl ertu mjög vel staddur og ég held að hann sé talsvert léttari í viðhaldi heldur en 44? bílarnir. Legur hafa ekki verið vandamál en það þarf að bera virðingu fyrir framhásingunni sem mætti vera með sterkara drifi, það virðist þola fullt átak áfram en lítið afturábak og er góð regla að draga aldrei með bílnum afturábak og þá ertu í góðum málum.
Mér finnst þessi bíll alveg snilld og á vélin þar stóran þátt, ólíkt annari bíltegund sem ég ætla ekki að nefna en byrjar á P og björgunarsveitin á líka og reyni ég að komast hjá að aka svoleiðis vögnum ef fara þarf til fjalla.
Kv. Smári.
03.01.2005 at 11:24 #480008Sæll yngri Nilli.
Bíllinn þinn er með beinni innspítingu og ég stið þá tillögu að prófa að skipta um háspennukefli, eins gætirðu kíkt ofan í húddið þegar bíllinn lætur svona og þá ættirðu að heyra tikk ef bíllinn er að skjóta einhverstaðar út og ekki væri verra ef það væri mirkur því þá sæist neistinn greinilega.
Kv. Smári
17.10.2004 at 09:49 #506270Það er til talsvert úrval af 38" fyrir bæði 16" og 17" en gallinn við þau er að þau virðast alltaf vera 10 strigalaga á meðan dekkin fyrir 15" eru 6 strigalaga þannig að þau eru örugglega full stíf undir létta bíla.
Kv. Smári.
19.07.2004 at 17:15 #504896Sæll Lúther.
Þar sem þetta er nú nánast bæjalækurinn hjá mér og lítið hefur verið í honum undanfarið leikur mér forvitni á að vita hvað klikkaði hjá ykkur og hvar þið ætluðuð yfir.
Ég er búinn að fara nokkrar ferðirna þarna yfir þar sem manni finnst nú ansi langur krókur að fara veginn inn á Mörk. Oftast er þetta fært 38" bílum en ég mæli ekki með að menn séu að fara þetta nema að hafa talsverða reynslu af vatna akstri og vera lunknir við að lesa í vatnið því margir hafa lent illa í því þarna.
Kv. Smári
14.06.2004 at 08:24 #503848Sæll Agnar.
Hef lent í svipuðu með Corollu, það er að bíllinn tapaði af sér vatni í akstri, en svo þegar hann var látinn ganga hægagang meðan lekans var leitað kom ekki dropi. Það var ekki fyrr en farið var að halda vélinni á snúningi að lekinn fannst, og reyndist það vera sprungin pípa í vatnskassanum sem ekki lak nema undir miklum þrístingi.
Bara hugmynd.Kv. Smári.
03.05.2004 at 07:54 #500480Sæll Jói Spói Skagamaður.
Aldeilis pistill hjá þér.
Ég hef verið að spá í að kaupa mér Garmin tæki á ebay en miðað við þær forsendur sem Shopusa.is gefur mér hef ég ekki séð mér hag í því. Getur ekki verið að ríkið eigi stóran hlut í þessari svakalegu álagningu?Kv. Smári, sem er nú hálfgerður Skagamaður líka.
17.02.2004 at 16:28 #489038Ég er viss um þetta því ég á bæði ´97 og ´98 model af 4Runner sem ég er að gera við eftir tjón og sé ég ekki betur en að grind og drifrás sé sú sama fyrir utan að 4Runnerinn er með venjulegan millikassa með gamla laginu en ekki sídrif eins og Lc 90. Eins er bensín tankurinn ekki á sama stað en allar festingar eru til staðar í báðum bílum.
Bílarnir hjá mér eru með sömu bensín vélinni og kom í Lc 90 sem er 3400 V6 190 hestöfl.Kv. Smári
17.02.2004 at 16:28 #495064Ég er viss um þetta því ég á bæði ´97 og ´98 model af 4Runner sem ég er að gera við eftir tjón og sé ég ekki betur en að grind og drifrás sé sú sama fyrir utan að 4Runnerinn er með venjulegan millikassa með gamla laginu en ekki sídrif eins og Lc 90. Eins er bensín tankurinn ekki á sama stað en allar festingar eru til staðar í báðum bílum.
Bílarnir hjá mér eru með sömu bensín vélinni og kom í Lc 90 sem er 3400 V6 190 hestöfl.Kv. Smári
17.02.2004 at 15:49 #489034Það er ekki rétt að ´96-´02 4Runnerinn sé grindarlaus, hann er á sömu grind og Lc 90 og er í raun sami bíll nema með öðru boddýi. Umboðinu hefur líklega ekki þótt taka því að vera með tvær gerðir af sama bílnum. Eins er með ´03- Runnerinn sem er sami bíll og Lc 120.
Kv. Smári.
17.02.2004 at 15:49 #495054Það er ekki rétt að ´96-´02 4Runnerinn sé grindarlaus, hann er á sömu grind og Lc 90 og er í raun sami bíll nema með öðru boddýi. Umboðinu hefur líklega ekki þótt taka því að vera með tvær gerðir af sama bílnum. Eins er með ´03- Runnerinn sem er sami bíll og Lc 120.
Kv. Smári.
19.01.2004 at 20:05 #484926Það er ein alveg skotheld lausn á þessu vandamáli. Fáðu þér 15" Toyotu eða Patrol felgur á láttu breikka þær, þetta eru felgur sem standast mál nokkuð vel, því vandamálið hjá þér er að felgurnar eru væntanlega nema 14" eða rétt rúmlega það.
Einnig ætti hættan á affelgunum að verða hverfandi lítil en reyndar þarftu að láta sjóða kant á Patrol felgurnar því þær eru kantlausar að innan.
Það er alveg ótrúlegt að eftir alla þá reynslu sem safnast hefur hér á klakanum í vetrarferðum að maður sé að lesa ferðasögur hér á síðunni þar sem 5-6 affelganir þykja ekkert óeðlilegar.
Ég held það séu 11 ár síðan ég affelgaði dekk síðast og þetta er alveg óþekkt vandamál í mínum ferðahópi.
Kv. Smári.
08.12.2003 at 22:53 #482260Ekki er ég nú ánægður með að Ragnar skuli tala um það í neikvæðri merkingu að hugsanlega væri hægt að finna eitthvað úr jafn miklum eðal vagni og Vauxhall Viva í Amerískri dós.
Enn meiri vanþekkingu lýsir það að geta ekki einu sinni skrifað nafnið rétt.
En ég verð þó að vera honum sammála með hamingju óskirnar.
Kv. Smári.
17.11.2003 at 10:41 #480406Þar sem maðurinn var að spyrjast fyrir um breytingar á Landcruiser 80 en ekki að biðja um fjármála ráðgjöf ákvað ég að svara því, ef hann í framhaldinu vantar ráðgjöf um fjármál held ég hann ætti að leita annað.
Þessum bíl er hægt að breyta á mjög ódýran máta og er líklega ódýrast að fá bara 10cm klossa undir gormana, síkka stífur og lengja dempara.Það þarf ekki að lækka hlutföll í þessum bíl þar sem orkan er nóg(þ.a.e.s. þegar vélin er komin í lag) og lága drifið er mjög lágt.
Varðandi vélina er ekki gott að segja án meiri upplýsinga, en ef ekki borgar sig að gera við hana væri sniðugt að fá 24 ventla vélina í staðinn.
En ef þú gefst upp á verkefninu verða nógir um að vilja losa þig við vandamálið, þar á meðal ég.
Kv. Smári.
09.11.2003 at 12:39 #479980Sæll litli Nilli (ætti kanski að vera yngri Nilli þar sem gamli Nilli er ekkert svo stór).
Varstu búinn að athuga með spjaldið í lofthreinsaranum, þetta lýsir sér svipað og fjöðrin á því sé brotin.
Kv.Smári
11.09.2003 at 22:50 #476256Sæll Bolli.
Ég vil nú byrja á að þakka þér fyrir þessa ábendingu um málmþreytu í hásingum og þar sem Hiluxinn minn er orðinn 23 ára hlýtur að vera orðið stutt í að hásingarnar gefi sig, langar mig því að spyrja þig hvort ég ætti fá mér klafa sem er víst ansi traustur búnaður en kanski soldil smíðavinna eða fara bara einföldu leiðina og fá mér bara nýjar hásingar og eiga það á hættu að þær gefi sig aftur eftir 23-25 ár???
Kv. Smári.
19.08.2003 at 12:13 #475692Sæll nafni.
Síminn seldi og þjónustaði Storno símana á sínum tíma og er ekki langt síðan ég fékk hjá þeim varahluti í minn síma.
Hringdu í 550-6000 og láttu þær gefa þér samband við farsíma verkstæði.Kv. Smári
04.07.2003 at 21:20 #474676Sæll Emil.
Þegar þú talar um tvöfalda ertu væntanlega að meina að það séu kældir diskar, í eldri hásinga bílunum eru ekki kæliraufar í diskunum og eru þeir því þynnri.
Smári.
04.07.2003 at 14:17 #474672Sæll Emil.
Þetta kallar maður nú að sækja vatnið yfir lækinn.
Af hverju notar þú bara ekki Hilux diska í Hiluxinn þinn því þeir eru jú sex gata og alveg örugglega skít billigir, gæti jafnvel grafið þá úr rusla haugnum hjá mér ef þú hefur áhuga.Kv. Smári.
25.06.2003 at 14:39 #474464Sæll Daníel.
Ég er búinn að vera með þessa lausn undir bílnum hjá mér í mörg ár og endaði í afturgormum undan Lödu Sport eftir að hafa prófað nokkra gorma.Ég tók burðar blöðin undan og skildi eftir 4 blöð en þá þurfti ég líka að setja stífur á hásinguna þar sem mikill vindingur kom á fjaðrirnar þegar blöðin eru orðin svona fá.Það borgar sig að setja einhverja stýringu í gormana að neðan því annars er hætta á að þeir fljúgi undan, að ofan ættu þeir að passa utan um samsláttar turninn.
Kv. Smári.
-
AuthorReplies