Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.07.2005 at 21:13 #524656
Sæll félagi.
Ég hefði nú í þínum sporum haft lágt um þetta Hlynur, því þarna er öllu nema boddýinu hent og get ég vel skilið það, en það verður gaman að sjá hvernig þetta virkar.Kv. Smári.
11.05.2005 at 22:33 #522468Loksins er hægt að finna myndaalbúmin eftir eðlilegum leiðum og er nú síðan bara að verða nokkuð góð.
Enn betra finnst mér að líklega búið er að eyða albúmi frá svokölluðum vini mínum þar sem hann hafði sett inn mynd af okkur Gamla Rauð við óheppilegar aðstæður, en er ég helst á því að hún hafi verið fölsuð.
Með sama áframhaldi held ég að síðan eigi eftir að verða jafnvel betri en sú gamla.
Kv. Smári.
23.04.2005 at 08:23 #521672Ég held að ástæðan fyrir því að Hlynur hefur ekki komið inn í varahlutabúðina hjá IH sé nú frekar vegna þess að þar fæst aldrei neitt, mig minnir nefnilega að hann hafi verið að tala um fyrir nokkrum dögum að smá drullupollur við Hagafellsjökul hafi kostað hann báðar driflokurnar og einn framöxul, nema það sé vegna þess að Datsún drífi svo mikið að það þurfi ekki framdrif.
Kv. Smári
17.04.2005 at 07:55 #521078Ég sé að mynda textarnir eru komnir í lag, takk fyrir það.
En hvað er að frétta af því að gera mynda albúmin aðgengilegri, svipað og á gömlu síðunni.
Kv. Smári.
13.04.2005 at 09:59 #195829Mér var bent á í gær að ekki væri hægt að finna myndaalbúmið mitt á síðunni, í morgun fór ég að leita og fann ekki albúmið mitt fyrr en ég skráði mig inn og þá bara ef ég fór inn í mínar upplýsingar.
Við firstu skoðun virðast allar myndirnar vera inni en aftur á móti er allur texti sem ég hef skrifað við hverja mynd horfinn sem skemmir mikið gildi myndanna.
Er þetta eitthvað sem á eftir að laga eða er þetta alveg glatað?
Kv. Smári.
02.04.2005 at 19:56 #520332Sælir félagar.
Skemmtileg umræða um jeppa þetta.
En endilega leiðréttið mig (og stafsetningarvillurnar líka) ef ég fer með rangt mál, en mig hálf minnir að eini íslendingurinn sem sem hefur fengið Nóbels verðlaunin hafi ekki kunnað að skrifa, en samt fékk hann verðlaunin einmitt fyrir það skrifa.
Kv. Smári.
19.03.2005 at 09:26 #519380Sæll félagi.
Yfirfarðu rafkerfið frá hásingu og upp í boddý. Það er algengt að það skemmist af grjótkasti. Þetta er bútur sem hægt er að skipta um.
Kv.Smári.
13.03.2005 at 19:44 #518720Fólk og bíll óslasað.
13.03.2005 at 19:11 #518716Var rétt að koma úr þessu útkalli þar sem allt fór á besta veg. Vil aftur vara þá sem eru að fara á fjöll þessa dagana við alveg ótrúlegri hálku sem virðist vera allstaðar hér sunnanlands að minnsta kosti og vera ekki að fara fram á brekku brúnir nema vera vissir um hvernig brekkan fyrir neðan er.
Fyrir nokkru skautaði ein manneskja á bakinu frá Goðasteini á Eyjafjallajökli og stöðvaðist ekki fyrr en eftir kílómeter, alvöru salibuna það.Kv. Smári.
13.03.2005 at 08:43 #518712Sælir félagar.
Mér hefur sýnst þessi slys undanfarið flest hafa orðið þannig að menn eru að aka upp ávalar hæðir sem virðast saklausar en enda síðan í hengiflugi hinu megin.
Ég var inn við Strút í gær og þar var bara gott veður, en aftur á móti var alveg grjót hart færi og fljúgandi hált á köflum þannig að menn stoppa ekki svo glatt ef eitthvað óvænt kemur uppá.
Ég var farinn þegar slysið varð og veit því ekki hvernig það atvikaðist, en hef grun um að hálkan hafi átt einhvern þátt í því.Kv. Smári.
19.02.2005 at 15:21 #516778Sæll Benni.
Ég vil benda þér á að hafa í huga fjólubláu gormana frá Arctic Trucks. Þeir hafa komið mjög vel út undir 80 Cruiser sem ég er talsvert á og virðast síga lítið hleðslu. Erum einnig komnir með þessa undir Patrol eftir að hafa prófað nokkra aðra gorma undir hann og erum loksins sáttir fjöðrunina í honum.
Kv Smári.
17.02.2005 at 13:37 #517034Sælir.
Ég held að stæsti kosturinn sé að gleymast í þessari umræðu, það er að geta ekið um án þess að vera alltaf með áhyggjur af því hvenær vélin fari.
Kv. Smári.
25.01.2005 at 23:15 #514558Sæll Rúnar.
Ég ætla að biðja þig um að fullvissa að þú sért með sterkari gerðina af öxli á milli milligírs og millikassa áður en þú setur þetta saman, því ég er búinn að snúa upp á einn öxul af veikari gerðinni frá nafna mínum.
Kv. Smári
25.01.2005 at 16:24 #514552Sæll Oddur
Talaðu við KT jeppabúðina á Akureyri, þeir eru með milligír í þessa bíla sem virðast vera sniðugir.
Kv. Smári
23.01.2005 at 11:42 #514294Sæll Ási.
Ég geng út frá því að þar sem ný vél er í bílnum sé þetta 3 lítra bíll. Ég held ég myndi ekki fá mér svona 3 lítra bíl nema umboðið sé með lífstíðar ábyrgð og skipti endalaust frítt um vélar þar sem þær virðast ekki vera að gera það mjög gott og menn virðast ekki losna við þennan galla þó umboðið hafi skipt um vél.
Að öðru leyti er þetta samt talsvert skemmtilegri vél en gamla 2.8 því þessi vél togar sæmilega á lágum snúningi.
Kv. Smári
20.01.2005 at 09:47 #513996Ég held ég verði að segja að ef þú ætlar að nota bílinn eitthvað til vetrarferða þá er þetta alveg vonlaust. Mér hefur sýnst 14-16" koma skemmtilegast út því ef þú lendir í hliðarhalla á 12" felgum og hvað þá 10" kanski á 2 pundum, vilja dekkin leggjast útaf og bögglast undir felguna sem gerir bílinn mjög óstöðugan, á breiðari felgunum er þetta ekkert vandamál og dekkin standa mjög vel jafnvel í 1 pundi.
Svo fær maður mikið meira flot með breiðari felgunum, en svo kemur einstaka færi sem er eins og breiddin sé að þvælast fyrir manni en það er mjög sjaldan.
Kv. Smári
17.01.2005 at 12:13 #513556Sæll Hlynur.
Afsakaðu heimskuna í mér, en ég gekk bara út frá því sem gefnu að þar sem Lúther ekur um á Patrol þá yrði það að spóla aldrei vandamál þó það hafi hent Sigurfara sem ekur um á annari sort.
En að menn eyði 459 þráðum í að telja fullorðnu fólki trú um að Patrol drífi, það er bara sorglegt.
Kv. Smári
16.01.2005 at 18:20 #513552Hef því miður ekki nákvæma tímasetningu en miðað við birtuna á myndinni giska ég á að það hafi frekar verið seinni partinn.
Sjá mynda albúm gaukurinn Grímsfjall 7-9.jan.Kv. Smári
16.01.2005 at 17:55 #513550Sæll Lúther.
Ef þetta eru original Patrol felgur þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að líma dekkin á. Björgunarsveitin sem ég er í er búin að vera með original Patrol felgur með soðnum kanti og breikkaðar í 15,5" undir 2 Patrolum og 1 Cruiser síðustu 11 ár án þess að affelga. Þeir eru á 38" mudderum, en ég veit ekki hvort þau eru með þrengri hring en önnur dekk að minnsta kosti hefur þetta verið vandræðalaus búnaður hjá okkur þó bílarnir séu stundum ansi lestaðir af mannskap, búnaði, krapa og klaka.
Það er hálf hlægilegt að horfa upp á menn eyða stórfé í eitthvað bedlock system og affelga svo bara að innanverðu.
Kv. Smári
08.01.2005 at 08:03 #512850Sæll aftur.
Ég er nú hræddur um að þau gætu verið full stíf til að virka í snjóakstur.
Kv. Smári.
-
AuthorReplies