Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.04.2006 at 23:51 #549954
Sæll.
Fór með 2 björgunarsveitarbíla á vigt til að sjá hvað þeir væru þungir í raun og veru.
Lc 80 standard 5 manna á 38" á 15,5" stálfelgum, milligír, spil, rörastuðari að framan, toppgrind, drullutjakkur, spilakkeri, 38" varadekk á 14" léttmálmsfelgu, fullur tankur af olíu og helsti búnaður sem þarf að vera í svona bíl eins og dráttartóg, verkfæri og fleira =2.750kg.
Patrol SE+ 7 manna á 38" á 15,5" stálfelgum, milligír, spil, toppgrind með 2 álkössum, drullutjakkur, original varadekk, 50 lítra aukatankur,fullir tankar af olíu og annar helsti búnaður =3.000kg.
Kv. Smári.
10.04.2006 at 13:01 #548870Sæll.
Það er eitt til viðbótar sem hefur stundum hrjáð þessa eðalvagna en er það rafkerfið frá vél í boddy, það hafa liðast í sundur vírar í því vegna hreyfingar milli vélar og boddýs.
Kv. Smári.
20.03.2006 at 12:47 #546944[img:26cs18fh]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/208/1111.jpg[/img:26cs18fh]
Eins og allir betri jeppar er Gamli Rauður þeim eiginleikum gæddur að hann festist aldrei (eða næstum aldrei), en stundum erum við þó full brattir.Kv. Smári.
20.03.2006 at 12:40 #547128Sæll.
Lödu gormarnir eru góðir þarna á milli.
Kv. Smári
28.02.2006 at 08:23 #544906Sæll Óskar.
Svona til að rugla þig aðeins meira finnst mér rétt að benda þér á 3.4 vélina úr yngri 4Runner bílunum. Hún er í grunninn sama vél og gamla 3.0 en bara mikið sprækari og eyðslugrennri.
Held það sé ekki vinnunnar virði að setja 3.0 vélina í, frekar að eyða nokkrum peningum í að hressa 22R vélina við því það er traust og góð vél.Kv. Smári
08.02.2006 at 10:20 #542094Sæll.
Ég skrúfaði þá beint á bílinn hjá mér en spreyjaði holrýmavaxi á bílinn áður en ég setti kantana á.
Síðan er bara að kítta samskeitin að utanverðu.
Ekki er verra að setja rauðu feitina frá Shell (held hún heiti SRS2000) yfir skrúfugötin.Kv. Smári.
08.02.2006 at 10:02 #541836Sælir.
Það er eitt sem mér finnst alveg gleymast í þessari umræðu, og það er að það sé passað að fólk standi nógu langt frá til að ekki verði slys á þeim sem ekki þurfa að vera í bílunum á meðan þeir eru dregnir.
Það er alltof algengt að fólk standi alltof nálægt þegar verið er að draga.En hvað spottann varðar þá er ég með 22mm spotta frá Ellingssen og er hann 30 metrar á lengd og hefur aldrei slitnað.
Eins er mjög gott ef ferðafélagar geta komið sér saman um 100 metra spotta því með honum er hægt að gera kraftaverk án átaka, jafnvel á litlum og aumum Hilux eins og mínum.
Þegar maður er með svona langan spotta er maður laus við öll högg og teygjan margfaldar dráttargetuna.
Eins er mjög gott að vera með krossviðs renninga til að setja aftan við bíl í miklum krapa, því þá lyftist hann strax upp og maður þarf ekki að draga hann í gegnum krapann.
Eins er alltaf hressandi að moka svolítið áður en farið er að draga bíl úr vondri festu því það léttir dráttinn til muna.Kv. Smári.
17.01.2006 at 19:45 #539364Jæja Kári.
Er strax búið að mölva draslið?
Þið eruð ljótu groddarnir þarna út frá.
60 hásingin er of mjó og eins eru kúluliðirnir of veikir, en menn hafa verið nota drifin úr þeim í 80 hásingarnar en það er talsverð aðgerð sem kostar marga peninga.Held það gæti verið sniðugt að setja pppp (get varla sagt þetta) patrol hásingu í staðinn, en í guðanna bænum ekki segja neinum að ég hafi sagt þetta.
Kv. Smárinn.
20.11.2005 at 08:51 #533202Sæll Benni.
Ég hef eins og Dagur séð öxulinn í maskínunni upp á snúinn eftir óhapp.
Ég mundi skoða hann mjög vel og ættirði að geta séð skekkju í rillunum ofan við stýrisarminn.
Einnig ættirðu að skoða mjög vel og jafnvel aðeins að taka á boltunum á stýrisarminum á hásingunni því þeir geta verið hrekkjóttir.
Eins getur verið að ekkert finnist því það er svo margt getur togast og teigst án þess að nokkuð sjáist.
Kunningi minn lenti í að stýrið hjá honum skekktist um hálf hring eftir smá óhapp á gömlum Patrol en það fannst aldrei neitt að.Kv. Smári.
29.10.2005 at 00:17 #529992Það verður gaman að sjá hvernig Tacoman virkar.
En þú mátt ekki afskrifa Gamla Rauð því það á alveg eftir að koma í ljós hvort sá græni stenst væntingar, er hálf skeptískur á svona sjálfstæða fjöðrun og sjálfkiptingu sem mér finnst nú ekki eiga heima í alvöru jeppum.
Verður sá Gamli því hafður í bakhöndinni og klár í slaginn ef allt fer á versta veg.Kv. Smári.
27.10.2005 at 22:23 #530106Sæll Atli.
Gaman að sjá að menn hafa áhuga á verkefninu.
Vélin er 3400 four cam og skilar um 190 hestöflum og rúmum 300 Nm og er ansi skemmtileg, ólíkt gömlu 3 lítra vélinni.
Drifbúnaður er sá sami og í gamla 90 Cruiser nema að þessi er með venjulegan millikassa en ekki full time four wheel drive.
Bensín eyðslan með sjálfskiptingunni er búin að vera 13-18 sem mér finnst mjög gott miðað við mitt aksturslag. Er samt hræddur um að hann geti sopið duglega þegar farið verður að taka á því til fjalla.
Hugmyndin er að fara alla leið þ.e. 38" og held ég að þetta sé örugglega fyrsti bíllinn af þessari kynslóð sem fer í svona breytingu, sem skapar smá vandamál með kanta, en ég óska hér með eftir 38-44" köntum af Patrol eða Trooper því mér sýnist þeir falla best að útliti bílsins. Mega þeir allt eins vera skemmdir þar sem ég þarf hvort sem er að breyta þeim svo þeir passi.Kv. Smári.
26.10.2005 at 17:01 #529986Sæll Bjarki.
Á að fara að skella sér á Tacomu?
Ég held að gallinn við þessi 16 og uppúr dekk sé að þau eru flest 10 strigalaga og því væntanlega full hörð undir svona léttan bíl.
Er ekki bara málið að prófa AT 405?Annars er víst best að fara varlega í að tala um galla og dekk í sama þræðinum.
Kv. Smári.
04.10.2005 at 20:12 #528604Sæll Bjarki.
Mér líst vel á að þú skellir þér á einn svona. Síðan er ekkert annað en skella sér í sveitina og sjá hvort hann hefur við Gamla Rauð.
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af varahluta kaupum því ég er með ´97 4Runner sem ekki hefur verið á markaði hér og hef ég bara farið upp í umboð þeir hafa pantað það sem mig hefur vantað á undra skömmum tíma.
Eyðslan er sjálfsagt svipuð eða jafnvel minni í langkeyrslu en á gamla Hilux en svona stór vél sýpur duglega þegar á henni er tekið.
Kv. Smári.
26.09.2005 at 18:39 #527862Sæll Lúther.
Ég held þú verðir ekki ánægður með lækkun á millikassanum þar sem þú nærð ekki kostum milligírsins og bíllinn verður óþarflega lággíraður í lága drifinu.
En ef þú ferð út í milligír þá myndi ég fara í Ægisgírinn því hann er með lægra hlutfall en Patrol kassinn og næst því meira gíra úrval en með öðrum Patrol kassa.Kv. Smári.
23.09.2005 at 21:06 #527570Þetta hlýtur að vera fimm rétta máltíð með öllu.
Vonandi verður manni ekki haldið á refresh takkanum í alla nótt!
Kv. Smári.
21.09.2005 at 21:40 #527290Sæll Ási.
Það hefur eitthvað með belginn að gera því þó að öll dekkin séu skráð 15,5" á breidd þá virðist Super Swamperinn vera belgminni en Mudderinn.
Ef ekið er á eftir bíl á Super Swamper á 16" breiðum felgum sérðu felgukantinn báðum megin við dekkið og dekkin líta út eins og þau hafi verið teigð út á felgurnar en þetta lítur ekki svona út á Mudder, þar felur belgurinn felgukantinn.
Félagi minn prófaði þessi dekk undir Hilux og virkuðu þau illa vegna stífleika, en aftur á móti komu þessi sömu dekk ágætlega út undir Landcruiser en þá voru þau á 12" felgum.
Kv. Smári.
21.09.2005 at 07:54 #527278Sæll Bjarki.
Ef þú ert með 38 Mudder þá er 16" alveg kjörin en ef þú ert með Super swamper þá er það of mikið, þekki ekki hvernig þetta er með önnur dekk.
Held reyndar að það væri í lagi að setja Ground Hawk á þessar felgur líka þar sem belgurinn á þeim virðist vera svipaður og á Muddernum.
Ég hef notað 15 – 15,5" breiðar felgur á Mudder í 13 ár og vil ekki hafa þær mjórri.
Kv. Smári
15.08.2005 at 16:02 #525698Ég er einmitt í Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli og hef þess vegna dorgað nokkra þarna upp úr án þess að aðstæður hafi verið slæmar, bara verið farið vitlaust í Fljótið.
Kv. Smári.
15.08.2005 at 15:07 #525692Sæll Bjarni.
Ég er búinn að fara þetta nokkuð oft, bæði á óbreyttri Súkku í vatni sem rétt náði upp í felgur og eins á 38" Landcruiser með vatn upp á hliðarrúður straummegin. Síðan hef ég líka oft komið að því þannig að ekki hefur þurft að reyna.Það er erfitt að ráðleggja nokkuð um að fara þarna yfir því það veltur á kunnáttu hvers og eins í að lesa vatnið. Yfirleitt hef ég farið yfir við Fífuhvamma sem eru aðeins fyrir neðan Húsadalinn og yfirleitt er best að fara þar sem álarnir eru flestir.
Ef þú ert vanur vatna akstri ættirðu ekki að verða í vandræðum með þetta, né heldur að taka ákvörðun um að fara ekki yfir ef útlitið er þannig.
Kv. Smári Hvolsvelli.
12.07.2005 at 22:14 #524846Sæll Lúther.
Ég er svo ólanssamur að björgunarsveit sem ég starfa í á svona apparat og er búið að reyna margt til að fá hann til að drífa og fjaðra með mikla hleðslu, varð skásta lausnin að setja hann á fjólubláu gormana frá Arctic trucks og Koni dempara allan hringinn og hafa 10 cm klossa líka. Við þetta hækkaði bíllinn talsvert mikið en samt er hann mun skemmtilegri í akstri þar sem hann hætti að leggjast í beygjum og eins virðast þessir gormar taka vel við hleðslu án þess að bíllinn sígi mikið.
Og það besta er að nú er stundum hægt að losa spottann aftan úr Cruisernum okkar þar sem búið er að ná kviðnum upp úr jörðinni.
Við prófuðum rauða gorna frá ónefndu sport fyrirtæki sem hækkuðu bílinn talsvert, en sú hækkun gekk fljótt til baka og fóru hringirnir í gormunum að krossast fyrir rest með tilheyrandi smellum.Kv.Smári.
-
AuthorReplies