Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.11.2008 at 22:48 #632132
16" hefur komið vel út finnst mér, hef reyndar ekki prófað þau með öðrum felgum.
Kv. Smári.
09.10.2008 at 18:43 #630858Áður en mikið er skrúfað væri rétt að athuga hvort gólfmottan sé nokkuð undir olíugjöfinni.
Kv. Smári.
10.07.2008 at 01:08 #625528Sæll Árni.
Eins og þú veist breytast aðstæður þarna hratt og eins fer það nokkuð eftir einstaklingnum hvort það er fært eða ekki, en félagar mínir fóru þarna yfir á mánudaginn með kerru aftan í 38" Landcruiser og hafðist það allt með ágætum en það var mjög mikil sandbleyta þarna og nokkuð djúpt.
Kv. Smári.
18.03.2008 at 08:33 #574976Sæll Heiðar.
Við erum búnir að vera með svona dekk undir Patrol hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli í 2 ár.
Það verður að segjast að ég bjóst við meiru af þessum dekkjum, við vorum með þau á 15" felgum í fyrra en líkaði það ekki þar sem þau eru há og mjó og eru ill viðráðanleg í hliðarhalla, í vetur settum við þau á 16" felgur og eru þau heldur skárri.
Flotið virðist ekki vera neitt meira en í 38" AT eða Mudder en hæðin hjálpar þeim klárlega í sumum færum, sérstaklega krapanum.
Gripið er frábært og gott er að keyra á þeim en þó talsvert þungt að snúa þeim.
Sem sagt:
kostir: frábært grip, gott að keyra á þeim, hæð.
gallar: mjó miðað við hæð, þungt að snúa þeim, litlir belgir=ekki nóg flot, þarf að passa vel að þau hitni ekki.Væri gaman að prófa 44" Fun Country með þessu munstri.
Kv. Smári.
12.03.2008 at 07:56 #617350Ágætt vídeó, en mér finnst alltaf vanta mikið uppá þegar maður heyrir ekki í bílunum.
Kv. Smári.
16.02.2008 at 19:03 #614312Sælir.
Þessi bíll sem ég hef verið á er á 38" AT dekkjum á 16" breiðum felgum og kemur það mjög vel út. Áður vorum við með hann á 38" mudder á 15,5" breiðum felgum sem virkaði einnig mjög vel.
Kv. Smári.
15.02.2008 at 23:23 #614298Ég er búinn að ferðast talsvert mikið síðustu 10 ár á 38" Landcruiser 80 björgunarsveitarbíl og líkað vel.
Oftast hefur bíllinn verið vel lestaður og aðstæður erfiðar, en bíllinn hefur staðið sig með príði á þessum dekkjum og ekki þurft að láta í minni pokann fyrir bílum á stærri dekkjum og oftast staðið sig betur hvað sem veldur.
Við erum einnig með Patrol á 41" sem eru svo sem ágæt líka nema í hliðar halla þar sem dekkin vöðlast inn undir bílinn vegna þess hversu mjó þau eru miðað við hæð. Erum reyndar að breikka felgurnar undir honum núna til að sjá hvort það lagast.Kv. Smári.
14.02.2008 at 00:00 #201870Sælir félagar.
Mig langar til að hvetja menn til að setja smá texta með myndunum sem þeir eru að setja inn í myndasafnið.
Ég veit ekki með ykkur hina, en mér finnst miklu skemmtilegra að skoða myndirnar ef einhverjar smá útskýringar með.
Kv. Smári.
04.02.2008 at 18:27 #612970Ástæðan fyrir því að hætt var innflutningi var sú að vélin stóst ekki mengunarkröfur.
Nú er komin ný V8 4,5 vél í þá sem uppfyllir euro IV kröfurnar og ætti því ekkert að standa í vegi fyrir því að bíllinn verði fluttur inn aftur.Kv. Smári.
11.01.2008 at 13:10 #609912Þetta passar ekki á milli. Boltagötin eru öðruvísi staðsett.
Kv. Smári.
29.12.2007 at 11:21 #607986Sæll Guðni.
Einn félagi minn á Hilux ’81 með þessari vél og með intercooler við hana og er hún að gera ágæta hluti hjá honum. Eyðslan er bara svipuð og í venjulegum bensín Hilux en aflið talsvert meira og kemur þetta skemmtilega út í svona léttum bíl.
Kv. Smári.
17.11.2007 at 09:08 #603714Skelltu muddernum bara á 15-16" felgur og þá ertu í góðum málum á ekki þyngri bíl en þetta.
AT 405 dekkin virðast einnig vera að gera góða hluti á sambærilegum felgum en ég hef þó ekki jafn mikla reynslu af þeim og muddernum sem ég er búinn að vera að nota í 15 ár.
Á 12" felgum finnst mér þessi dekk alveg ónothæf.Kv. Smári.
14.11.2007 at 23:47 #603184Ég er búinn að vera að nota þetta kort í tvær vikur og er komið inn á það fullt af nýjum slóðum og eitthvað af nýjum hverfum en þó minna en ég bjóst við.
Það er stór kostur hvað slóðarnir eru orðnir mikið greinilegri eins og Lárus benti á, en mér finnst menn kanski hafa gengið aðeins of langt þegar þeir ákváðu að setja inn slóða úr Húsadal yfir Markafljótið yfir á Emstruleið á móts við Fífihvamma. Það held ég að eigi eftir að verða ávísun á vandræði þegar túristarnir fara að elta hann.Mér finnst nú algert auka atriði þó maður þurfi að borga einhvern smáaur fyrir uppfærsluna því enginn lifir lengi á að gefa vinnuna sem fer í þetta.
Ég setti þetta inn á sama minniskubbinn og ég var með gamla kortið á, minnir að hann sé 64 Mb.
Kv. Smári.
29.10.2007 at 07:49 #601278Sælir.
Samkvæmt mínum heimldum er Xtra cab 3095mm, Double dab 2850mm og 4runner 2625mm.
Kv. Smári.
28.10.2007 at 21:36 #601270Sæll.
Samkvæmt mínum heimildum er það 2,85m
Kv. Smári.
23.10.2007 at 17:16 #600738Sælir.
Svo ég fari aðeins út fyrir efnið, þá hef ég lengi velt fyrir mér hvernig hægt er að stunda þessa atvinnugrein á 44" Patrol þar sem fullbreyttur Patti er rétt um 3 tonn og heildarþyngd sama bíls er rétt rúm 3 tonn, vigtar því líklega um 3,5 tonn með 7 manns.
Hvernig hafa menn snúið sig út úr þessum vanda til að hafa allt á hreinu ef eitthvað kemur upp á?Kv. Smári.
18.09.2007 at 11:12 #597284Sæll.
Það eru nokkrar leiðir að því að breikka hásinguna.
1. Það er hægt að nota ná af flexitorabíl og þarf þá að renna spacer undir bremsudiskinn til að færa hann inn í dæluna aftur, minnir að þetta gefi 5 cm breikkun.
2. Nota styttri öxulinn úr 60 cruiser og bæta inn í rörið, gefur 5 cm breikkun.
3. Nota framhásingu undan 60 cruiser, gefur 7 cm breikkun að mig minnir.Varðandi stýrið, er þá nokkuð því til fyrirstöðu að nota bara arminn á hásingunni og skipta síðan um arm á stýrismaskínunni og nota þar arm úr 60 cruiser, mig minnir að stýrisendinn sé sé fastur í arminum á klafabílnum.
Vona að þetta skiljist.Kv. Smári.
02.09.2007 at 10:54 #595850Það er hægt að fá 1:2.86 í Ljósstaðagírinn og eins 1:3eitthvað.
Man ekki hvaða hlutfall er í Ægisgírnum en það er að minnsta kosti talsvert lægra en 1:2.Kv. Smári.
26.08.2007 at 14:24 #59517816" felgur eru alveg passlegar fyrir bæði 38" mudder og AT405. Felgubreidd hefur ekkert með affelgun að gera, þar skiptir mestu máli að felgan sé nógu stór í gatið á dekkinu og kantar góðir.
Þú færð skemmtilegri bíl til vetrarferða á breiðu felgunum, en ef þetta er ætlað til malbiksaksturs er 12-14" alveg nóg.Kv. Smári
18.08.2007 at 10:14 #594788Sæll Atli.
Ég er nú svo sem enginn sérfræðingur í þessu, en hef gert þetta nokkrum sinnum. Ég hef bara keypt svona fiberglass kit hjá N1 sem saman stendur af trefjamottum, vökva og herði.
Maður stillir bara köntunum upp og festir álplötu yfir rifuna, bleytir síðan trefjamotturnar upp úr vökvanum með herðinum út í og leggur yfir rifuna að innanverðu og vel út á plastið sitt hvoru megin.
Ég set alltaf límband á álplötuna til að auðveldara sé að ná henni af þegar allt er orðið gler hart.
Svo er bara að pússa og spasla að utan.Á að fara að stækka dekkin?
Kv. Smári.
-
AuthorReplies