Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.09.2009 at 12:05 #658796
Sama gatadeiling og á Toyota ofl.
Ég er að spá í að fara að endurnýja, er með 2003 bíl á 31" ekinn 175.000 bjallar bara ef þú hefur áhuga.
Kv. Smári s:896-7719.
28.09.2009 at 21:12 #65878831" sleppur held ég án þess að skera úr, er með svona bíl á 31" en hann er reyndar aðeins upphækkaður.
Þetta eru sterkir og góðir bílar og 2,5 Hyundai vélin sem kemur í þeim 2003 er ansi skemmtileg.
Er búinn að vera á 3 svona við vinnu á 30-32" og mæli hiklaust með þeim.Kv. Smári.
16.09.2009 at 23:18 #657770Líklegast er að skynjarinn á millikassanum sé bilaður.
Kv. Smári.
07.09.2009 at 09:34 #656354Þú gætir þurft að víkka miðjugatið lítillega til að þær passi, þurfti þess að minnsta kosti hjá mér með LC90 felgur.
Kv. Smári.
17.08.2009 at 22:30 #654342Ef þú ert að tala um skálann á Einhyrningsflötum þá á Rangárþing eystra hann.
Sími 488-4200 frá 9-12 og 13-16 alla virka daga.Kv. Smári.
03.06.2009 at 09:12 #648396Munur á þessum hásingum er um 7 cm í breidd.
Drifið í Lc 60 er 9,5" en 8" í Hilux.
Veggþykkt rörsins er 10mm í LC 60 en 6mm í Hilux.
Sömu legur eru í þessum hásingum og einnig eru öxlar sambærilegir og kúluliðirnir í framhásingunni eru þeir sömu, þeir eru veikur hlekkur á þessum annars ágætu hásingum, en hægt er að fá þá sterkari frá Ameríkuhreppi.
Eins og búið er að benda á eru yngri LC 60 bílarnir með fljótandi öxla að aftan og eru sömu legur í þeim og að framan sem er kostur.Kv. Smári.
15.05.2009 at 08:42 #644122Getur ekki verið að þú verðir að nota dælurnar af hásingunni til að þetta passi saman.
Hef reyndar aldrei borið það saman hvort þar er munur á dælum á hásingu eða IFS þó ég sé með fullan skúr af þessu.
Bara svona hugdetta.Kv. Smári.
18.03.2009 at 10:26 #643862Sæll Atli.
Puðraðu bara yfir hann sjálfur.
Ég hef alltaf sprautað mína bíla sjálfur með mis góðum árangri, en það er samt þess virði.Kv. Smári.
16.03.2009 at 08:57 #643604Ég held ég fari rétt með að þú getir notað hedd af 22r ´84 og yngri á 22re.
Heddin af ´82 og ´83 eru með lægri þjöppu, en það er nú svo lítið af þeim í umferð að það ætti ekki að verða vandamál.Kv. Smári.
11.03.2009 at 13:37 #642950Eftir að hafa starfað í björgunarsveit í rúm 20 ár og lengst af sem bílstjóri hef ég komist að því að drauma björgunarsveitarbíllinn er stór og nettur, þungur og léttur.
Útköllin eru svo margbreytileg að útilokað er að græja sig þannig að maður sé alltaf með þann búnað sem hentar best hverju sinni, og þó svo það væri hægt þá eru þær upplýsingar sem við höfum þegar lagt er af stað oft svo gloppóttar að erfitt er að velja rétta búnaðinn. Aðstæður sem við getum þurf að glíma í einu útkalli eru svo margbreytilegar og stundum væri gott að vera á 33" Suzuki og svo 54" Ford 100 metrum seinna.
Ég held mér sé óhætt að segja að við hugsum okkar gang og endurskoðum búnaðinn eftir hvert einasta útkall því engin 2 útköll eru eins.
Við þurfum því að velja okkur einhvern meðalveg sem hentar hverri sveit eftir þeim verkefnum sem mest er verið að fást við. Þetta hefur skilað því að bílafloti sveitanna er frá Skoda og upp í 49" Ford.
Að mínu mati þarf björgunarsveitarbíll að vera hæfilega léttur til að fljóta vel á snjónum og hæfilega þungur til að geta dregið eitthvað og staðið af sér vond veður, eins er þyngdin til bóta í straumvatna akstri. Bíllinn þarf að hafa öfluga vél sem jafnframt er eyðslugrönn því mikið eldsneyti er mörg kíló. Svo þarf hann að vera áreiðanlegur, en það finnst mér mikið skorta á hjá ofurjeppunum.
Hjá minni sveit hafa Landcruiser 80 og Patrol verið þeir bílar sem henta best þeim verkefnum sem við erum mest að fást við.En svo komum við að þeim miskilningi sem virðist vera nokkuð algengur að björgunarsveitarfólk séu einhver ofurmenni sem geti allt.
Björgunarsveitarfólk er bara venjulegt fólk sem hlotið hefur þjálfun til að fást við fjölbreytt verkefni og aðstæður sem upp geta komið.
Það að maður sé bílstjóri hjá björgunarsveit gerir mann ekki hæfari til að fást við erfiðar aðstæður en mann sem ferðast mikið á eigin vegum við allar aðstæður.Það sem skilur björgunarsveitarfólk frá öðrum er þessi furðulega hvöt til að hjálpa náunganum, hverjum sem er, hvar sem er og hvenær sem er, fólk sem er tilbúið að stökkva úr matarboði fjölskyldunnar á jóladag til þess að fara á Vatnajökul í leiðindaveðri til að sækja einhvern ameríkana í 3. skipti, bara af því að hann langaði að reyna einu sinni enn að labba yfir á versta tíma.
Ég vil skora á þá sem telja sig hafa eitthvað við þekkingu og reynslu björgunarsveitanna að bæta að skrá sig í næstu sveit því okkur vantar alltaf gott fólk.
Kv. Smári.
06.02.2009 at 23:20 #640302Sæll Dabbi.
Ég gæti átt handa þér dempara með original gormum ekna um 15.000km sem fást fyrir sanngjarnt verð.
Bjallar bara ef þú hefur áhuga.
Kv. Smári
S:896-7719
31.01.2009 at 20:27 #639674Þetta er nú alveg öfugt hjá þér. Kamburinn í 80-83 bílunum er þynnri og þurfti maður því að láta renna aftan af kambinum til að koma lægra hlutfalli í köggulinn því þau hlutföll sem fengust í þetta voru öll í 84 og yngri bíla.
Kv. Smári.
31.01.2009 at 13:43 #639668Sæll.
Það voru 4.88 hlutföll í þeim bílum sem umboðið flutti inn.
Kv. Smári.
28.01.2009 at 23:28 #639202Ég held að það sem Bazzi hafi ætlað að segja hafi verið það að ef þú tjakkar bílinn upp öðru megin, þá snýrðu dekkinu tvo hringi og telur hvað skaptið snýst marga. Einnig hægt að tjakka upp báðum megin og læsa drifinu og snúa dekki í einn hring og þá áttu að fá sömu niðurstöðu.
Svona geri ég þetta allavega.Kv. Smári.
05.01.2009 at 09:14 #636328Sæll Atli.
Alltaf eitthvað verið að brasa?
Það er fínt að láta efnið bara skarast aðeins og punkta svo með svolitlu millibili og láta svo kólna.
Fara svo aðra umferð og þétta punktana, gera þetta nokkrum sinnum þangað til punktarnir ná saman (ég vil allavega hafa nánast heilsoðið).
Síðan er bara slípað og spartslað yfir (passa að hita ekki efnið við slípingu ef um stóra slétta fleti er að ræða).
Passa svo að ganga vel frá sárinu að innanverðu til að fyrirbyggja ryð.Kv. Smári.
31.12.2008 at 16:49 #635890Ég ætla að skjóta á að það sé raki eða skítur í ventlunum sem hleypa loftinu á og af læsingunni.
Tel að ef þetta væri í læsingunni sjálfri þá væri þetta alltaf.
Ef þú heldur að þetta sé inni í hásingunni sjálfri er auðveldast að taka yfirfallstappann úr og leggja eyrað við, þá áttu að heyra hvort lekur þar.
Á Hilux sér maður gegnum yfirfallstappann hvort boltarnir sem halda læsingunni saman eru lausir, þekki ekki hvernig það er á öðrum bílum.Kv. Smári.
24.12.2008 at 09:36 #635292Síðast þegar ég vissi var það 100.000.
Kv. Smári.
17.12.2008 at 09:01 #634792Ég held að ástæðan fyrir endingaleysinu hjá okkur geti verið sú að hlutfallslega sé verið að keyra björgunarsveitarbíla meira á úrhleyptu.
Kv. Smári.
17.12.2008 at 00:19 #634784Vorum með þetta undir Patrol björgunarsveitarbíl í 2 vetur.
Reynslan er eftirfarandi.
Fyrri veturinn á 15" felgum, of mjótt miðað við hæð dekksins þannig að vont var að keyra það í hliðarhalla.
Skiptum yfir í 16" felgur seinni veturinn, voru heldur skárri, en dekkin eru bara of mjó miðað við hæð.
Grip = fantagott.
Gott að keyra á þeim.
Eru þung og þar af leiðandi þungt að snúa þeim (ekki gott á Patrol).
Flot ekki mikið betra en í 38" mudder eða AT.
Mjög vand meðfarin, eru ónýt hjá okkur eftir 15.000km,eru lítið slitin en farin að leka með kubbunum.
Spurning hvort þau hefðu enst betur með því að skera kubbana til að mýkja þau.Kv. Smári
13.12.2008 at 12:01 #634608Nú hef ég verið einn af þeim sem hef verið alfarið á móti ESB aðild, en eftir að hafa lesið yfir fréttir síðustu daga úr bílaheiminum sé ég að ég hlýt að hafa rangt fyrir mér.
Mér hefur fundist umræðan hér á landi vera þannig að við séum þau einu sem eigum í vanda og skil því ekki afhverju eftirfarandi er að gerast:1. Ford, GM og Chrysler riða til falls.
2. Honda dregur sig út úr Formúlu 1.
3. Salan hjá BMW dróst saman um 20.000 bíla í september.
4. Kínverjar eru að spá í að kaupa Volvo.1. Svarið hlýtur að vera að Ford, GM og Chrysler eru Bandarísk fyrirtæki og Bandaríkin eru ekki í ESB en hljóta að vera farin að huga að umsókn.
2. Honda er Japanskt fyrir tæki og ekki er Japan í ESB.
3. BMW er Þýskt fyrirtæki, Þýskaland er reynda í ESB en þessi samdráttur er líklega vegna þess að kreppan á Íslandi hófst 29. september svo líklega er þetta bara tveggja daga sala á Íslandi sem munar svona um.
4. Kínverjar eru ekki í ESB en hljóta að fá aumingjastyrk þaðan til að geta keypt Volvo.Svo heyrði ég að Evrópusambandið var að samþykkja 200 milljarða evra aðgerða pakka vegna kreppunnar sem hlýtur að fara í að aðstoða þær þjóðir heimsins sem ekki eru í ESB því þær þjóðir sem eru í ESB eru víst á grænni grein.
Kanski maður þurfi að fara að skipta um skoðun.
Einn áttavilltur.
-
AuthorReplies