Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.05.2002 at 13:32 #461250
Sæll Bolli.
Ég er þjáninga bróðir þinn í þessum málum.
Sniðugasta lausnin sem ég hef séð í þessum málum er 22R-TE sem er sama vél með orginal túrbo.
Félagi minn setti þessa vél í bílinn hjá sér í vetur og breytingin á bílnum er ótrúleg.Það besta við þessa breytingu er að hún er mjög einföld og eyðsla og þyngd eykst ekki mikið sem er mikið atriði þar sem helsti kostur Hilux bílanna er léttleykinn.
Einnig langar mig að benda þér á http://www.lcengineering.com.
Þeir framleiða allan hugsanlegan búnað fyrir þessar vélar.
Vona að þetta hjálpi eitthvað.Kveðja Smári.
23.05.2002 at 12:38 #460876Sælir félagar.
Ég hef alltaf jafn gaman af þessari 44" umræðu þar sem menn eru að öfundast útí þessi 15% tilvika sem 44" bílarnir komast eitthvað.(Ég vil nú meina að það séu ekki nema 10%).
Mín reynsla er nefnilega sú að í 70% er 38" mikið duglegri og 20% hafa 44"bílarnir við 38" bílunum,en svo koma þessi 10% sem 44" virkar.
Þess ber að geta að þegar ég tala um 38" er ég að tala um RADIAL og er ég sannfærður um að ef það kæmu 44" radial dekk þá hefðu þau algjöra yfirburði,en það er víst ekkert væntalegt því miður.
Vegna samanburðar á 4Runner og Landcruiser 90 er rétt að geta þess að þó báðir séu með sjálfstæða fjöðrun er búnaðurinn gjörólíkur.
25.03.2002 at 11:52 #459988Sæll Níls.
Varðandi hlutföllin miðað við 38" væri best að fara í 5.71 uppá að bíllinn verði skemmtilegur úti á vegi,en miðað við 35" væru 5.29 betri.
Með lægri drifum ætti eyðslan á 35" að geta verið 12-14 en á 38" verður hún alltaf á bilinu 17-19 nema um algjöran sparakstur sé að ræða.Varðandi aflið er ekki margt til bjargar sem kostar lítið.
KN filter hjálpar aðeins en svo er til ýmislegt í þessar vélar ef maður á nógan pening t.d stimplar sem hækka þjöppuna og sveifarás sem eykur slaglengd en þá erum við líka farnir að tala um hundrað þúsundkalla.Einnig þessi vél til með orginal turbo sem virkar sæmilega.Svo eru það felgurnar,(alltaf skemmtileg umræða og margir spekingar og þar á meðal ég)að mínu mati er 14" lágmark en 15-16" eru mjög góðar því bíllinn verður stöðugri og dekkin bera sig betur með lítið loft.Í hliðar halla vilja dekkin leggjast útaf á mjóum felgum sem gerir bílinn óstöðugan og hann missir grip.Affelganir hafa ekkert með felgubreidd að gera heldur standast felgur mis vel mál.T.d. er algengt að felgur séu bara 14.5" en ekki 15" á hæð og þá tolla dekkin illa á.Best er að fá orginal felgur og láta breikka og eru Toyota felgur mjög góðar í það þar sem þær standast mál mjög vel og hafa góðar brúnir.
Vona að þetta hjálpi eitthvað.
Smári jeppaspekingur.
-
AuthorReplies