Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.02.2012 at 22:10 #751027
Sæll Snorri
Hef farið nokkrar ferðir í Esjufjöll síðla vetrar, bæði á jeppa og sleða.
28.02.2011 at 21:02 #721534Ekki eru minni vonbrigði við að lesa greinargerð ráðherra þar sem reynt er að skýra gerðirnar. http://www.umhverfisraduneyti.is/media/ … erdpdf.pdf
Þar segir ma að leið almennings til að hafa áhrif á áætlunina hafi verið í gegnum athugasemdaferlið. Þar sem mörg hundruð ábendingar, spurningar og mótmæli voru borin fram. Ekki var tekið tillit til einnar einustu athugasemdar, þetta kallar ráðherra góða og gilda stjórnsýslu
Smári Sigurðsson
28.05.2008 at 17:22 #623656Birkir áttu einhver dæmi handa okkur um að það sé alþekkt að björgunarsveitir stundi ferðaþjónustu á björgurnarsveitarbílum?
11.07.2007 at 21:16 #593482Gæsavatnaleið er mjög fín að vanda, mikið ryk og vegurinn eins og hann á að vera. Renndi þarna um í dag miðvikudag. Reyndar er óvenjumikið vatn á Dyngjuhálsi en það er bara vegna hita og leysinga úr nýsnævi á og við jöklinn. En ekkert mál. Flæðurnar lifna við þegar líður á daginn amk eins og í dag en þarna var magnað veður í dag.
Rykmökkurinn er mörghundruð metrar á eftir hverjum bíl þegar farið er norður flæðurnar að Vaðöldunni.
11.07.2007 at 21:16 #593480Gæsavatnaleið er mjög fín að vanda, mikið ryk og vegurinn eins og hann á að vera. Renndi þarna um í dag miðvikudag. Reyndar er óvenjumikið vatn á Dyngjuhálsi en það er bara vegna hita og leysinga úr nýsnævi á og við jöklinn. En ekkert mál. Flæðurnar lifna við þegar líður á daginn amk eins og í dag en þarna var magnað veður í dag.
Rykmökkurinn er mörghundruð metrar á eftir hverjum bíl þegar farið er norður flæðurnar að Vaðöldunni.
05.02.2007 at 17:12 #578950Það eru ekkert nýjar fréttir að menn vilji byggja heilsársveg yfir hálendið.
Í upphafi níunda áratugar síðustu aldar kom Trausti Valsson með mjög róttækar hugmyndir um tengingar milli landshluta um hálendið. Þær tillögur fengu mikil viðbrögð bæði jákvæð og neikvæð. Nokkrum árum síðar kom Ómar Ragnarsson með síendurtekið efni í fréttum sjónvarpsins um hve auðvelt og skynsamlegt það væri að byggja heilsársveg yfir Sprengisand. Og sýndi myndir máli sínu til stuðnings af virkjunarframkvæmdum við Kvíslarveitur og vegagerðina sem þar var komin. Hann var orðin eins og biluð plata í nokkur ár með þessa vegalagningu. Þáverandi samgönguráðherra tók af allan vafa og sagði fyrst gerum við fært í byggð áður en við förum í óbyggð.Ég er einn þeirra sem hef ekki áhuga á frekari vegagerð á hálendinu. Hálendið er merkilegt fyrir margra hluta sakir, m.a. hve lítt snortið og raskað það er. Sjálfsagt eitt af stærstu ósnortnu víðernum í Evrópu……….
En ég skil hinsvegar vel þau rök sem vegalagningamenn hafa fyrir framkvæmdinni. Að halda því fram að þarna séu ríkir karlar að sækja arð eða lönd með skjótum og öruggum hætti er barnaleg tilgáta. Það eru til miklu betri leiðir til að fjárfesta í . Auðvitað snýst þetta ma. um að gera lífvænlegra á fleiri stöðum á landinu, td. lækka flutningskostnað á vörum og framleiðslu. Hvernig KEA tengist málinu hlýtur að tengjast áhuga félagsins á lífvænlegu samfélagi á sínu svæði.
Ætli umræðan þurfi ekki að vera svolítið málefnalegri. Það verður að meta báða kosti, kostinn við styttingu og sparnað í krónum og aurum, svo og að meta náttúruna og það sem glatast við framkvæmdina. Þegar báðir kostir hafa verið skoðaðir og metnir á sanngjarnan hátt, þá skal tekin ákvörðun. En ekki eins og oft áður fyrst pólitísk ákvörðun og niðurstöður sniðnar að ákvörðunum.
04.07.2006 at 16:35 #554038Myndin sem Tryggvi vísar á er ágætt dæmi um tilgang þessa verkefnis Landsbjargar. Vera tiltækir ef á þarf að halda.
Þetta með fjarskiptin er ekkert einfalt. Auðvitað væri best að hafa neyðarrás sem hefði trygga hlustun. Vandinn er sá að erfitt veðrur að gera allt landið allt dekkandi. Það verður sjálfsagt vara fyrr enn við fáum endurvarp í gengum gerfihnött.
SSB var aldeilis fín græja með hlustun eða vakt allan sólahringinn amk oftast nær. Enda áttii Síminn sem þá rak radíóin fjarstýrða senda og móttakara víða um land.
04.07.2006 at 14:51 #554032Rétt er að reyna að svara spurningu Tryggva hér að framan um hlustun björgunarsveita á hálendinu.
Því er til að svara að þær sveitir sem eru á hálendinu í þessu tiltekna verkefni láta vhf stöðina leita, skanna allar þær rásir sem þeir hafa í sínum stöðvum. En það er ekki öruggt að allar sveitir hafi 4×4 rásirnar í sínum stöðvum.
Hinsvegar eru allir bílarnir með ferlivöktunar búnað og neyðarlínan 112 veit alltaf hvar hver bíll er hverju sinni og á hvaða leið þeir eru. Því er öruggasta leiðin að setja sig í samband við 112 ef aðstoðar eða upplýsinga er þörf.
Að sjálsögðu er eðlilegast að félagsmenn reyni fyrir sér með uppkall á rásum 4×4 ef aðstoðar eða upplýsinga er þörf þar sem miklar likur eru á að einhver hlusti sem er staddur nálægt.
Um rás 16 á vhf er það að segja, hún er neyðarrás á sjó og ekki heimil til notkunar á landi. Punktur
20.12.2005 at 12:32 #536676Á þessari slóð http://www.haf.is/index.php?option=com_ … &Itemid=78
Er ma. að finna ferla og punkta af jeppaleiðum norðan jökla
kv
Smári
11.12.2005 at 17:18 #534852Þessi tillaga að miðju landsins er góð.
Fyrir einum 15 árum vorum við félagarnir að leita að góðri leið á Hofsjökul að sumri til. Flugum marg oft yfir þetta svæði og sáum þá úr lofti bílaslóðir frá Forsetaveginum all nokkru austar en Laugafellshnjúkurinn og allt suður og vestur að Langahrygg. Svo þessi gamla slóð endaði rétt við þennan meinta miðju stað. Reyndar fórum við áfram og alveg upp á jökul, en ansi blautt og erfitt var að fara yfir jökulruðningana.
Svo ekki á að vera erfitt að finna þessa leið og auðvelda aðgengi að staðnum. Og nóg er af byggingarefni í myndarlega vörðu
kv
SS
05.10.2005 at 08:34 #528710Um síðustu helgi var færið mjög þungt frá Mýri allt inn að Kiðagilshnjúk. Þetta var svona 2. punda færi á 44" bílum. Heldur skánaði færið þar suðuraf og frekar lítill snjór í Nýjadal. En árnar voru að byrja að bólgna upp. Auðvita getur færið breyst á þessum tíma. Amk var ekkert 33" færi á norðanverðum Sprengisandi um sl helgi. Þar snjóaði í gær þriðjudag svo varla batnar færið.
16.09.2005 at 12:09 #526924Fjórvörður er kennileiti á leiðinni frá Villingadal yfir í Austurdal. Og er notaður sem vegpunktur á leiðinni um Nýjabæjarfjall að vetri. Er í raun beygju punkturinn milli Litla- Kots og Berglands.
Reyndar sleppa menn þessum punkti ef sæmilegt skyggni er og fara fyrir botninn á Villingadal.
kv
SS
08.09.2005 at 08:31 #526426Hvernig væri að líta nýjum augum á málið og frá annari hlið.
Hætta að hugsa um stikurnar svona rétt í augnablik. Um Vonarskarð hefur aðeins verið gefið opinbert leyfi fyrir framkvæmdum í kringum Hágöngulón með tilheyrandi vegagerð frá Sprengisandi austur fyrir Hágöngur. Á gömlum LI kortum er sennilega merkt slóðá milli Hágangna norður að Svarthöfða Síðan gefið "bráðabirgðarleyfi" norður fyrir lónið og yfir í Sveðjuhraun vegna tilraunaborana. Aðrir vegir eða slóðir hafa ekki verið til á kortum eða í útgefnum gögnum opinberra aðila.
Hinsvegar gaf Mál og Menning út landakort nýverið. Þá er komin merktur vegur um Vonarskarð. Þar á bæ lýsa menn fullri ábyrgð þessara upplýsinga á 4×4 klúbbin sem lét þeim í té þessa ferla.Ég skil forráðamenn Ásahrepps á þann hátt að þetta snúist um hvort þarna eigi að leyfa slóðir eða vegi, ekki hvort þetta er stilkað eða ekki stikað. Málið snýst ma. um hvort leyfa eigi umferð um þann hluta svæðisins sem er á Náttúrminjaskrá. Ég legg ekki þá merkingu í málið að það þurfi neitt vesen til að stika þær slóðir sem viðurkenndar eru af opinberum aðilum, eða þeim sem með málið fara. Hingað til hafa allir fagnað því að stikað sé.
-
AuthorReplies