Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.04.2008 at 20:50 #620066
Ég ætla bara að minna menn á að senda okkur póst á bilavalsnefnd@f4x4.is þannig getum við haldið betur utan um þetta. Við viljum endilega fá sem flestar tilnefningar. Við erum að tala um yfir 100 bíla sem muna tilheyra félagsmönnum, þannig að okkur vantar örugglega um 200 + tilnefningar.
Með sýningar kveðju Kristján Kolbeinsson http://www.icejeep.com
07.04.2008 at 06:49 #619644Mér finnst að sýningin eigi að vera þverskurður af jeppa eign félagsmanna eins og áður hefur komið fram svona eins og sýningarnar voru uppi í Reiðhöll í gamladaga og eins sýningin sem var haldin upp í Bílabúð Benna fyrir nokkrum árum. Eins verður að vera með fullt af myndasýningum og þess háttar frá upphafi jeppaferða til dagsinns í dag eins og Hlynur minntist á. Ég á orðið alveg gríðarlegt safn af jeppamyndum inni á heimasíðunni minni http://www.icejeep.com sem ég gæti sýnt og reyndar er mikið meira á leiðinni :-). Ég gæfi janfvel kost á mér í bílavalsnefnd ef hún er ekki kominn á laggirnar.
Með sýningar kveðju Kristján Kolbeinsson http://www.icejeep.com
06.03.2008 at 11:19 #202032Hvernig er þetta með klúbbin okkar góða á nokkuð að gleyma 20 ára afmæli Setursinns ! Ég man að þegar Setrið varð 10 ára þá var ég ásamt fleiri mönnum sem höfði verið í skálanefnd eða stjórn klúbbsinns í nefnd sem stóð fyrir á afmæli upp í Setrinu í Apríl ´98. Það var slegið upp samkomutjaldi og Röggi kokkur eldaði ofan í mannskapin og Lúffi sá um kvöldvöku, svo var farið yfir Langjökul heim á sunnudeginum. Ég man nú ekki nöfnin á öllum sem voru með mér í þessu, en það voru allavegana undiritaður, Raggi Kristinns, Frikki Halldórs, Heiðar og Lúffi svo man ég ekki hverjir fleiri voru með okkur. Það væri nú gaman ef þetta yrði nú endurtekið.
Með Seturs kveðju Kristján Kolbeinsson R98 ICEJEEP.com
02.03.2008 at 12:22 #615832Einhver tíman þegar Biggi aka. Fjalli, fékk ennþá að ferðasr með okkur ferðafélögunum þá kom upp sú hugmynd að fara frá Vík í Mýrdal og beint í norður og enda á Siglufirði. Ég held að sú leið hafi aldrei verið farin allavega ekki svo ég muni. Svo er örugglega einhverjar aðrar leiðir sem á eftir að fara og fjöll til að klífa.
Kv. Kristján K ICEJEEP.com
02.03.2008 at 10:02 #615824Ég skal reyna að ryfja upp eitthvað sem ég man. Kolbeinn Pálsson var fyrstur til að fara á 38". Svo Halldór "Tuddi" Jóhannesson búin að afreka ýmislegt fyrstur manna, mig minnir að hann hafi verið fyrstur manna til að keyra uppá Hofsjökul að vetrarlagi um páskana ´86, hann var einnig fyrstur til að keyra uppá Snæbreið á jeppa og fyrstur til að reyna við Hvannadalshjúk um Páskana ´84 svo var hann einnig fyrstur uppá Bárðarbungu ásamt Sigurði Baldursyni á Akureyri, svo er einhver önnur afrek sem hann hefur gert fyrstur manna. Svo voru þeir fóstbræður í Fúlagenginu fyrstir inní Grímsvötn að vetrarlagi, í janúar ´85. Mig minnir að það hafi í fyrsta skipti verið keyrt uppá Skjaldbreið að vetrarlagi ´85 á Willys. Fyrstir til að keyra yfir alla stóru jöklana þrjá í einni ferð voru þeir Valdi Rakari, Eiríkur Kolbeins, Arngrímur Hermansson og fleiri garpar og voru þeir allir á Hi-Luxum og sá sem var á stærstu dekkjunum var á 35". Það er örugglega einhverjar fleiri hetjusögur sem ryfjast upp fyrir mér seinna en þessar upplýsingar eru sumar hverjar ekkert frekar áreiðanlegar þetta eru sögur sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina
Kv. Kristján Kolbeinsson ICEJEEP.com
31.01.2008 at 08:35 #612276Ég veit að Gulli Sonax á annan raminn og það er víst 90 cm. undir kúlu á honum. En þeir eru í einhverjum vandræðum með dekkin, þau vilja lyftast upp í miðjunni þegar hleypt er úr þeim
Kv. Kristján K ICEJEEP.com
13.04.2007 at 08:06 #588016Ég styð þetta heilshugar enda búið að vera á stefnuskránni hjá mér í mörg ár að stofna willys klúbb, þar sem ég er búinn að vera með Willys dellu í ca 30 ár (sem sést kannski á mynda albúminu hjá mér). Minn fyrsti bíll sem ég keyrði var Willys og einnig minn fyrsti bíll, og ég er búinn að eiga sama willys í bráðum 17 ár og búinn að ferðast nær eingöngu með Jeep á fjöllum, svo ég held að sé gjaldgengur. En mér lýst mjög vel hafa alla JEEP undir sama þaki enda allir skildir.
Með Willys kveðju Kristján K Willys nörd
ps. að eiga JEEP er lífstíll
01.04.2007 at 14:00 #586794Er ekki hægt að breytta myndunum sem sem koma upp vinstrameginn á síðunni þannig að það koma ekki bara fyrsta myndinn í hverju albúmi upp. Maður sér nefnilega alltaf bara sömu myndirnar poppa upp en veit ekki hvert einhverjar nýjar myndir hafa bætst við í albúminn sem maður er margsinnis búinn að skoða.
Með mynda kveðju Kristján K
30.03.2007 at 07:24 #586228Ef þetta fær ekki Willys hjartað mitt til að fara á yfirsnúning þá veit ég ekki hvað. Þetta er eitthvað annað en þessir hrísgrjónabrennarar sem er útum allt. Nú verður sko reynt að hysja uppum sig buxurnar og koma þessu Willys fjósi sínu á fjöll.
Með Willys kveðju Kristján K
Ps. ég sé að Davíð hefur sett tusku toppinn á til að létta meira fyrir þessa ferð
25.01.2007 at 13:14 #577090Þeir sem eru með einhverjar upplýsingar um þessa bíla, þá getið þið sent mér þær á skuri@talnet.is og ég get bætt þeim við textan
Með kv. Kristján K
16.01.2007 at 11:23 #575800Það eru myndir af jeppunum hans Dóra ,Davíðs , Bjarma og Bergþórs í albúminu mínu
16.01.2007 at 11:20 #575798gæti farið nánar í þetta en á í erfiðleikum að setja langar ritgerðir inn
Kveðja Kristján K
16.01.2007 at 11:13 #575796Ég á eitthvað af torfæru myndum frá ca ´75 til ´89 sem ég set kannski inn við tækifæri
16.01.2007 at 11:10 #575794Kiddi í björgun -Bronco ca ´74
Villi Ragnars -Willys ca´75 til´77
Benni Eyjólfss – Willys ´78 til ´79
Bergþór – Willys ´81 til ´88
Dóri Tuddi – Willys ´81 til ´83
Bjarmi – Willys ´81 til ´82
Siggi Vilhjálms – Willys´83
Bubbi í Pólum – Bronco ´87 til ´88
Davíð Sig – Jeepster ´87 til ´88
Halli Ásgeirs – Jeepster ´87 til ´89
16.01.2007 at 11:04 #575792Hvað vilt fá að vita langt aftur?
16.01.2007 at 09:12 #575784ég get ekki svarað þræði nema skrá mig alltaf aftur inn og alls ekki langt svar
16.01.2007 at 09:06 #575516Snilldar spurning. ég var búinnn að skrifa ótrúlega langan pistil við þessum þræði en gat ekki sent hann þannig að hann kemur bara seina
16.01.2007 at 09:02 #575782bara sá prufa
16.01.2007 at 08:44 #199401Hvernig í and…. getur maðu svarað þræði? ég fæ alltaf meldinguna aðgangur lokaður
12.03.2004 at 12:37 #498022Sæll þú ert væntanlega að tala um 4 pungta belti með rafmagnsrúllum.Þessi belti voru til í Bílasmiðnum fyrir nokkrum árum síðan en voru tekinn úr sölu vegna Evrópustaðla.Ég er með svona belti í bílnum mínum, en ég aftengdu rafmagnið vegna þess að það var alltaf að bila og enga varahluti hægt að fá og tengdi beltinn við rúlu úr venjulegum beltum og hefur það gefist vel,fyrir utan það að það var ferlega leiðilegt hljóð í rafmagnspungnum sem var alltf skröltandi.En ég þekki nokkra menn sem eru ennþá með þetta rafmagns tengt í ´bílunum sínum.
Með kveðju Kristján K.
-
AuthorReplies