Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.12.2006 at 09:07 #570610
Svona bíll með öllu sem ég setti í hann kostar tilbúinn á götuna kr. 5.850.000,-
Hann viktar rétt tæp 2.200 kg. tilbúinn á fjöll.Það verður gert við hann. Það vill svo vel til að ekki þarf að rétta einn einasta hlut, hægt er að skipta hreinlega um allt sem skemmdist í undirvagninum. Kv, Skúli K.
07.12.2006 at 18:06 #570598Nei, ekki álmiðja, en svipuð uppbygging. Hásingin er smíðuð fyrir Nissan af Dana. Kemur frá USA smíðuðum Nissan bílum.
kv, Skúli K.
07.12.2006 at 17:06 #570594Já það er Dana Spicer að aftan í Navara, sem er 44 og er einna líkust afturhásingu í Grand Cheerokie, sem kom ca. 98-99.
07.12.2006 at 14:11 #570586Navara SE kostar kr. 3.350.000,- og er með 100% læsingu að aftan. Miðað við það, þá verða bílarnir á sama verði. (Navara / Hilux)
07.12.2006 at 13:41 #570582Það er gaman að sjá hversu áhugasamir menn eru um nýjan Navara á 38". Mig langar að gera tilraun til að segja ykkur frá minni upplifun við reynsluakstur á þessum skemmtilega bíl. Sjálfur er ég, eins og sum ykkar vita, alinn upp á Land Crusier og þá gjarnan á 38". Eftir að hafa skoðað þennan bíl vel á undanförnum mánuðum ákvað ég að fjárfesta í einum slíkum. Bíllinn er að SE gerð og er sjálfskiptur. Hann er hækkaður upp á yfirbyggingu um 80 mm og 40 mm á fjöðrum. Hann er með Dana 44 bæði að aftan og framan en Ljónsstaðabræður eiga heiðurinn af smíðinni fyrir okkur á framdrifinu. Við hjá Arctic Trucks ákváðum að skipta út upprunalega framdrifinu, en það er sambærilegt við framdrifið í eldri Land Crusier 90, en það er heldur tæpt miðað við mikil átök. Hlutföll eru 4:56 og er 100% læsing bæði að aftan og framan. Ég setti á hann CarryBoy hús, grind og ljós að framan, dráttarbeisli og spilbita, ásamt loftdælu og kút. Einnig er í honum VHF stöð, NMT sími og GPS.
Bíllinn er afar þéttur og maður fær mikla gæðatilfinningu við að aka honum. Ekki heyrist nokkurt skrölt eða tíst frá einu eða neinu. Stýrið er ótrúlega nákvæmt og gott (spindilhalli náðist í 3,5 gráður). Fjöðrun að framan er að mínu viti með því allra besta sem ég hef upplifað í svona bíl. Afturfjöðrun er góð þrátt fyrir að vera blaðfjöðrun, þó auðvitað sé betra að hafa hana á gormum. Við teljum eigi að síður að með nýjum höggdeyfum sem hægja á bakslaginu væri hægt að bæta hana enn frekar. Vinnslan er mjög góð og erum við félagarnir sammála um að hlutföllin passi sjálfskiptingunni sérlega vel. Bíllinn virkaði vel á fjöllum og virðist jafnvægið vera gott á milli fram- og afturhjóla. Færið á jökli var þungt en bíllinn tók það mjög skemmtilega. Sérstaklega fannst mér gaman að finna hversu gott var að losa hann af eigin rammleik, þrátt fyrir að hann væri kominn á kaf í snjó og við það að setjast. Hann öslaði upp jökulinn og virtist hafa lítið fyrir því.
Því miður endaði þessi annars frábæri dagur á því að ég skemmdi bílinn talsvert. Við hjónin vorum búin að pumpa við Jaka og héldum sem leið lá niður að Húsafelli. Þegar við komum yfir brekkuna sem liggur niður að Hvítá (efri hlutinn) þá ætlaði ég að hægja á mér en lenti á ís sem leyndist undir nýföllnum snjó. Bíllinn hreinlega jók ferðina ef eitthvað var (ABS kerfið virkar ekkert á hreinum ís) og ekkert annað að gera en að stýra bílnum beint af augum ellegar velta honum út í stórgrýtið. Því miður urðu verulegar skemmdir á undirvagni, þó ekki sjái á bílnum að öðru leyti. Engar merkingar eru þarna sem vara við 90 gráðu beygju en auðvitað ók ég of hratt miðað við aðstæður. Það er alltaf þannig þegar maður lendir í svona aðstæðum. Við hjónin teljum okkur lánsöm að hafa ekki slasast við þetta óhapp enda munaði minnstu að bíllinn færi á hliðina þar sem mikið högg kom á hægra framhjól sem lyfti honum upp á tvö hjól.
Kveðja,
Skúli K.
-
AuthorReplies