Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.03.2007 at 00:16 #200015
Ég vil taka eitt fram svo að það sé á hreinu. Ég er ekki að skrifa þennan póst til að varpa skugga á þann aðila sem seldi mér minn núverandi jeppa og/eða saka seljand um eitthvað svindl. Mig langar bara aðeins að lista upp hvað ég er búinn að gera fyrir jeppann minn og kannski gefa þeim sem eru í þeim pælingum að fjárfesta í fjallabíl smá hugmynd um það sem fylgir því að kaupa notaðann jeppa. Því fyrr eða síðar kemur að viðhaldi og listinn hér að neðan er það sem ég er búinn að skipta um.
Fyrir um ári síðan keypti ég mér 1 stykki jepp, Patrol 1994 árgerð. Búið var að taka vél og túrbínu í gegn með öllu sem því tilheyrir. Bíllinn var á 38 dekkjum og hann var semi 44 breyttur. Síðastliðið haust fór ég svo alla leið með bílinn og lét klára 44 breytinguna.
Framdrif og annar búnaður að framan
– Nýir öxlar
– Ný nöf
– Nýjar driflegur
– Ný hlutföll
– Nýjar hjólalegur
– Ný stífugúmmí
– Nýr stýrisdempari
– Nýjar Ægislokur
– Nýir legustútar
– Nýir bremsudiskar
– Nýir bremsuklossar
Afturdrif og annar búnaður í afturhásingu
– Nýjar pakkdósir að innan
– Nýr loftlás
– Nýir bremsuklossar
– Skipt um bolta og rær fyrir hjöruliðinn og drifskaftið
– Skipt um bolta fyrir bremsudælur
– Stífur og festingar soðnar upp á nýtt og hásingin styrkt
Body
– Ný frambretti
– Nýir brettakanntar
– Afturbretti tekin í gegn og ryðvarin upp á nýtt
– Nýir 44 brettakantar
– Mála frambretti
– Mála afturbretti
– Mála brettakanta
– Soðið í sílsa að aftan og ryðvarið
– Málaðir sílsar
Skraut, glíngur og annar búnaður
– Xenon-HID perur í aðalljós
– 6 vinnuljós
– 2 nýir 100W Bosch kastarar að framan
– 2 Gulir IPF kastarar að framan teknir í gegn og gerðir upp
– 2 gul fiskiaugu í stuðara
– Fini loftdæla
– 44 dekk
– Nýjar 18 breiðar felgur með Beadlock frá Renniverkstæði Ægis
– Box á toppinn
– Merkt húddhlíf með heiti bílsins
Þetta er svona það sem ég man í fljótu bragði hvað ég er búinn að gera fyrir bílinn. Núna sé ég líka fram á að vera með bíl í topp standi sem kemur til með að svínvirka næstu árin, tala nú ekki um þegar að lóló verður komið í næsta vetur. Maður verður að hafa einhvern draum til að eltast við.
Kveðja
Einar sem er alveg að verða búinn með bílinn
25.03.2007 at 20:22 #586090Hvernig er það, er það einhverjum vandkvæðum bundið að kaupa VHF stöð erlendis og setja í hana 4×4 rásirnar og fleiri rásir hér heima? Ég hef verið spá í hand VHF stöð og þá jafnvel að fjárfesta í slíku tæki úti þar sem ég er soldið á ferðinni.
Kveðja Einar
24.03.2007 at 22:17 #199994Sælt veri fólið. Núna er ég í smá klípu, þannig er mál með vexti að ég þarf að kíka í aftur drifið á pattanum mínum þar sem afturlásinn er hættur að virka. Það sem mig vantar er einhver smá aðstaða þar sem ég get komið Pattanum inn til að kíka á þetta. Ef einhver veit um húsnæði þar sem ég gæti komist inn í 2 til 3 kvöld þá væru allar upplýsingar þess efnis vel þegnar.
Kveðja
Einar afturláslausi
22.03.2007 at 14:11 #581312Sæll
Þetta hljómar spennandi, ertu með einhverjar meiri upplýsingar um þessi ljós. Annað mál á Ding Dong kallinn ekki hand VHF stöðvar á góðum prís?
Kveðja
Einar
21.03.2007 at 13:15 #585402Ég keypti 60L box í Byko síðasta sumar og ég er mjög ánægður með það. Það er hægt að stúka hólfið af og þá raðst dósir og gosflöskur mjög vel í boxið. Þetta er 12V box og kælir mjög vel.
20.03.2007 at 23:07 #585290Ég er með langann plastkassa á topnum hjá mér og hann virðist þola ansi mikið rok. Ég var staddur uppi á Mýrdalsjökli um daginn og þar var alveg svakalegt rok, örugglega vel yfir 35 m/s. Kassi fór ekki fet og sprakk ekki. Það var það mikið rok að einn liner í hópnum fauk til á veginum sem liggur upp að skálanum fyrir ofan Sólheimahjálegu. [HTML_END_DOCUMENT][url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/4946/36237:1o0ziuu7][url=]Mynd nr 1[/url:1o0ziuu7] ———- [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/4946/37747:1o0ziuu7][b:1o0ziuu7]Mynd nr 2[/b:1o0ziuu7][/url:1o0ziuu7] [/url]
14.03.2007 at 22:33 #584510Þar kennir ýmissa grasa, ég fékk meðal annars vacum pung í pattann minn þar um daginn.
24.02.2007 at 11:52 #582002"Þá samhryggist ég honum innilega fyrir þessi mistök."
Þegar að menn tala svona er þetta þá ekki bara öfundsýki? Ég tek undir með síðasta ræðumanni, til hamingju með bílinn og góða skemmtun á fjöllum.
Kveðja
Einar Lárusson
22.02.2007 at 22:18 #581848…málið?
Ætlar þú að smíða þetta sjálfur? Ef svo er þá væri ég alveg til í að fá að vita hvað svona dæmi mundo kosta.
22.02.2007 at 09:23 #581722Sælir félagar
Loftstuðari
Ég sá í gær 49" Liner sem er í smíðum og hann er einmitt með stóran rörstuðara að framan sem verður notaður sem loftkútur.Olíustuðari
Svoleiðis græju sá ég einisinni í Hrauneyjum, þetta var bíll með erlendar númeraplötur og mér fannst þetta frekar glæfralegt. Málið með að setja brúsa að framan eða aftan að þá er hægt að hafa þetta inni í bíl þangað til að komið er að síðustu olíusölu. Með því má minnka verulega þann tíma sem þessir brúsar eru á frekar hættulegum stað. Annað með svona brúsagrind sem fer í prófilbeisli. Ég var einusinni í ferð á 4Runner með 80L í brúsum hengda í afturstuðarann og skemmst er frá því að segja að þetta drap drifgetuna í bílnum. Vera kominn með 100 KG kannski vel aftur fyrir stuðarann. Ég er sjálfur í þessum hugleiðingum og hef nú bara farið þá leið að hafa brúsa inni í Pattanum mínum í þar til gerðri trégrind. Hugsa að ég hafi þetta bara svona þangð til að ég fæ mér aukatank.
20.02.2007 at 08:33 #580984Ég fór frá Reykjavík austur á Hvolsvöll um daginn á Patrol á 44" dekkjum og bíllinn var að eyða tæpum 15L. Þar sem þetta eru um 106 km þá er nú ekki flókið að reikna út hvað bíllinn bar að eyða á þessum kafla. Í þessum sama túr keyrði ég frá Hvolsvelli inn í skálann við Strút og síðan til baka í bæinn á einum tank, c.a. 75-80L þar. Ég veit ekki hvort að þetta sé mikil eða lítil eyðsla en þetta eru í það minnsta tölurnar úr síðasta túr.
15.02.2007 at 21:51 #199694Farið var á föstudegi úr bænum. Upphaflega planið var að fara yfir Mýrdalsjökul og þaðan inn í Strút. Eftri mikin barning og dekkjavesen upp á jökli var ákveðið að snúa til baka. Eftir það tók við 5 tíma ferðalag niður í Sólheimakot. Á laugardeginum var svo farið á Hvolsvöll tekinn sveittur hammari og haldið inn Fljótshlíðina. Komið var inn í strút upp úr klukkan 21:00 á laugardaginn og var þá grillað og haft það gott.
Myndir frá ferðinni okkar inn í Strút um síðustu helgi
15.02.2007 at 11:58 #580306Þett kom óvart tvisvar of oft
15.02.2007 at 11:58 #580304.
15.02.2007 at 11:58 #580302Ég er með þetta í Patrol 94. Fyrst um sinn var góður skjálfti í framskaptinu, en eftir að það var jafvægisstillt þá hélt þetta kjafti. Ég er mjög sáttur við þessa lausn.
14.02.2007 at 22:36 #580298Þú gætir líka talað við þá á Renniverkstæði Ægis og fengið hjá þeim "lokur". Þetta er stykki sem sett er í staðinn fyrir lokunar og læsir framdrifniu. Ég er með svona hjá mér og þetta er mjög fínt. Ég finn engan mun á að hafa þetta eða að hafa bílinn með lokur. Ég þarf allavega ekki að hafa áhyggjur af því að lokunar séu að svíkja á ögurstundu. Veit til að menn hafi verið með þessar ægislokur á veturna og síðan sett venjulegu lokurnar í yfir sumartímann.
12.02.2007 at 21:16 #580160Nokkur ráð sem hafa gefst vel á 38" dekkin:
1. Soðinn kantur á felguna
2. Fimm umferðir af ætigrunn málaðar á innanverðan kanntinn á felgunni. Með þessu fæst gott sæti fyrir dekkið.
3. Líma síðann dekkið á felguna. Límið nær að éta sig fast við grunninn.
Ég veit um menn sem hafa gengið frá þessu svona á 38" bílum og þeir hafa aldrei verið að affelga né að spóla inni í dekkinu.
Ef þetta virkar ekki hjá þér þá er bara að fara út í eitthvað eins og beatlock.
08.02.2007 at 14:50 #579666Er ekki orginal rafmagns lás að atfan hjá þér? Ég er einmitt þessa dagana að taka vacum pungin og slöngurnar í gegn í afturlásnum á mínum bíl. Síðan er ég með ARB loftás að framan. Ég held að það sé bara alveg ágætis blanda.
Kveðja Einar
07.02.2007 at 09:23 #579296Þetta stykki sem ég fékk kostaði 18.000, Kostar nýtt tæplega 40 þús í umboði. Ég veit að þeir eiga slatta af varahlutum í tengslum við afturlæsinguna þannig að ég bendi fólki á að tékka á þeim ef það lendir í vandræðum.
Ég vil einnig þakka öllum þeim sem hringdu í mig með ábendingar. Það stóð ekki á viðbrögðum og er ég mjög þakklátur fyrir það.
Kveðja
Einar
07.02.2007 at 00:14 #579292Þetta var semsagt vacum pungurinn frammi í hvalbak sem var ónýtur. Síðan skreið ég undir bílin að aftan og þá sá ég að slöngurnar þar eru orðnar slappar og ein alveg ónýt. Þannig að ég ætla að skipta út öllu þessu slöngu dóti þarna við afturhásinguna og þá hlýtur þetta að detta í lag. Ég notaði í það minnsta lásinn síðasta vor og svo fór hann að smá detta úr function.
Ég fór í Jeppaparta og þar ver græjaður "nýr" gamall vacum pungur og hann alveg virkar fínt.
-
AuthorReplies