Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.01.2003 at 17:10 #463726
Þetta er allt komið í lag hjá mér, gleymdi bara að ýta á F7( þig segip engum frá því ). Ég hef ekki verið að lenda í því að forritið sé lengi að opnast ég er reyndar með 2 mjög öflugar tölvur sem eru að keyra þetta bara mjög vel.
Kveðja
Einar
17.01.2003 at 00:07 #466632Takk fyrir skjót svör.
Málið var að ég var búinn að stilla allt rétt þ.e. NMEA 0183 2.0 undir Interface og svo setti ég Datum í WGS84 þannig að tækið var klárt.
Síðan þurfti ég að stilla samskiptaportið á tölvunni (COM1) með því að fara í Start->Settings->Controll Panel->System-> og velja þar Hardware flipann og smella þar á takkann Device Manager. Þar smellti ég á plúsinn fyrir framan Prtos (COM&LPT) og hægrismellti á Communication Prt(COM1) og valdi propperties og stilli það með þessum gildum:
4800 baud, 8 data bits, 1 stop bit, no parity, annað þarna var látið óbreytt.Þá er komið að kortaforritunu sjálfu og þar þarf að gera nokkrar stillingar:
Fara í File->Options og velja þar GPS flipann og haka við Use GPS. Þar er valið það COM port sem tækið er tengt við þ.e. COM1 og Update Position látið vera á Continius. Þar næst er Coordinates flipinn valin úr Options Valmyndinni og eftirfarandi stilingar gerðar. Coordinate System stillt á UTM zone 27 og Datum á ISN93WHGS84 og síðan smellt á Ok.
Það sem að ég gleymdi að gera var að fara í Search og velja þar Using GPS og þá ætti þetta að vera komið.
Enn og aftur takk fyrir skjót svör og ég vona að þessar upplýsingar komi sér vel fyrir einhvern þarna úti.
Kveðja
Einar Lárusson
einar01@ru.is
16.01.2003 at 22:29 #192004Sælir félagar ég var að prófa að tengja nýja kortið frá LMÍ og skemmst er frá því að seja að það gekk ekki alveg nógu vel.
Ég gat stillt datum og hvaða protocol á að nota en ég gat hvergi fundið leiðbeiningar um það hvar er hægt að stilla $GPGGA, GPRMC og /eða GPGLL.
Er einhver þarna sem getur leiðbeint mér eitthvað um þetta??
Kveðja
Einar Lárusson
einar01@ru.is
16.01.2003 at 22:21 #463714Sæll Mumundur
Ég er einmitt með þennann kortagrunn, en ég lennti í veseni með að tengja GPS tækið og PC tölvuna. Ég er með Garmin 128 tæki og ég var búinn að stilla allt á því nema ég fann ekkert hvar væri hægt að stila $GPGGA, GPRMC og /eða GPGLL.
Ef þú gætir smellt hingað inn einhverjum upplýsingum um þetta þá væri það vel þegið.
03.01.2003 at 11:59 #465942Ég þakka kærlega fyrir þessar upplýsingar, kemur sér mjög vel. Maður er orðinn frekar spenntur að koma sér af stað og fara að gera eitthvað. Ég læt svo vita hvernig gengur og hvernig færið er.
Kveðja
Einar
02.01.2003 at 13:18 #191938Gleðilegt ár ferðafélagar
Við erum að fara nokkrir á Langjökul laugadaginn 4 jan við verðum reyndar flestir á sleðum en það verða einhverjir jeppar með í för. Ætlunin er að fara jafnvel inn á hveravelli en það á eftir að koma í ljós hvort að það sé hægt þ.e. ef það er nægur snjór.
Það væri gaman að heyra í fólkinu sem að var þarna á nýarsdag og um síðustu helgi hvernig það gekk og einnig hvort að fólk hafi verið að fara um Kaldadal.
Kveðja
Einar
02.01.2003 at 13:05 #465926Við erum að fara nokkrir upp á langjökul 4 jan og jafnvel að kíkja á Hveravelli ef það er hægt. Farið verður á jeppum og vélsleðum. Planið er að gista eina nótt í húsafelli og fara svo á jökulinn á laugadaginn.
-
AuthorReplies