Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.01.2009 at 00:29 #638978
Mæli með 5/8 eða 1/4 bylgjulengdartoppum sem settir eru á miðjan toppinn. Fót og topp má fjá hjá öllum helstu loftnetasölum og kosta ekki mikið.
Toppurinn þarf að vera úr málmi og ekki með stóra málmhluti sem skyggja á flofnetið.
Lengdin er toppunum er klippt til, gott er að fá þjónustuaðila með mæli til að kanna hvernig loftnetið virkar á eftir.
Snorri
R16 og TF3IK
17.01.2009 at 23:23 #638118Hópurinn er nú kominn í [url=http://kerlingarfjoll.is:3q1kewzv][b:3q1kewzv]Kerlingarfjöll[/b:3q1kewzv][/url:3q1kewzv] í erfiðu færi og verður þar í nótt. Þar er gott að vera, enda fá þau gistingu í nýuppgerðum lúxusskála.
Svo er að heyra á ferðalöngum að 54" Fordinn sé að setja ný viðmið í drifgetu. Þetta er það sama og við í Fúlagenginu höfum séð til 54" Doddsanna hjá Gunnlaugi og Bjarna. Sjá [url=http://f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/5904:3q1kewzv][b:3q1kewzv]hér[/b:3q1kewzv][/url:3q1kewzv] , [url=http://f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/5901:3q1kewzv][b:3q1kewzv]hér[/b:3q1kewzv][/url:3q1kewzv] og [url=http://f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/6292:3q1kewzv][b:3q1kewzv]hér[/b:3q1kewzv][/url:3q1kewzv]
Segiði svo að jeppaþróunin sé ekki enn á fullu.
Snorri
R16
16.01.2009 at 22:43 #638152Áfram Jón Ofsi, við hvetjum þig til dáða.
Snorri
R16
16.01.2009 at 18:07 #638086Stoppiði nú aðeins og skoðið söguna.
Nákvæmlega sama umræða kom upp þegar 35" dekkin komu.
Svo kom 38 tomman og þá var hún of stór, myndi brjóta allt og bramla, en 35 í lagi.
Svo kom 40". Þá var það of stórt en 38 " í lagi.
Þá komu 44". Allt í einu var 40" í lagi en 44" of stórt.
Þá þegar fóru að heyrast raddir um að þetta væri ekkert gaman lengur þegar menn kæmust allt. Þvílík skammsýni, svona eftirá að hyggja.
Ca 15 ár liðu og 44" þótti mjög á mörkunum allan tímann, menn voru á köflum alveg að fara á límingunum yfir þessu.Þá komu loks 49" dekk og síðan hefur 44" þótt bara hæfileg fyrir litlu karlana.
Nú er komin 54" og sami söngurinn byrjar, bara einni tröppu ofar.Hvernig væri nú að lyfta sér uppúr hjólförunum og sjá þetta allt í jákvæðu samhengi.
Þróunin er engan vegin stoppuð sem betur fer.
Þetta er bara gaman.Snorri
R16
05.01.2009 at 00:38 #203475Mig vantar græju sem er tengd við veitu (230V) og getur gefið um 80-100 amper inn á geymana hjá mér (12V). þetta eru almennt dýrar græjur en flestar þær ódýrari eru með rafhlöðum sem þarf a hlaða til að fá þetta á fram. Sem mér hugnast ekki. Græja sem kemur frá sér 800 Amperum á 12V gefur ca 1,000 Wött. Til að ná 1,000 Wöttum því þarf ekki meira en venjulega 10Amp innstungu á 230V. Trúi ekki öðru en ða til séu græjur sem geta gert þetta léttilega án rafgeymis. Sá Black&Decker græju í Húasamiðjunni sem virtist vera að gera þetta án rafhlöðu en enginn var til að útskýra það betur fyrir mér. þetta kostar ca 24.000.
Skilur einhver hvað ég er að fara og getur bent mér á hvar ég finn svona græjur?
Snorri
R16
30.12.2008 at 11:31 #63555413. desember á síðasta ári kom dáldið rok í Reykjavík. Undir morgun fór þakkantur að fjúka hjá okkur og við fengum aðstoð hjá Hjálparsveit Skáta í Reykjavík við að hemja kantinn.
Það þarf ekki að eiga jeppa til að geta þurft á aðstöð björgunarsvetiar að halda. Fjölmörgum er líka til dæmis bjargað á Hellisheiðinni á fólksbílum á hverju ári.
Það er mikið öryggi fólgið í því fyrir alla að hafa öflugar björgunarsveitir. Enginn veit hver þarf næstur á aðstoð þeirra að halda, þó að líkurnar séu vissulega meiri hjá ferðamönnum en öðrum.
Ég tel því að þeim fjármunum sem é eyði í flugelda sé best fyrir komið hjá björgunarsveitunum.
Snorri
R16
27.12.2008 at 19:40 #635526Hvet alla til að kaupa flugelda af björgunarsveitununum frekar en öðrum. Framlag okkar skilar sér beint til baka í auknu öryggi. Enginn veit fyrirfram hvenær við þurfum á hjálp þeirra að halda.
Snorri
R16
24.12.2008 at 09:15 #635330Fjallað var um VHF rásir [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/12966#102344:1ao5f693][b:1ao5f693] hér[/b:1ao5f693][/url:1ao5f693] í spjallinu fyrir stuttu.
Snorri
24.12.2008 at 09:01 #635328Sá sem rann niður Hlöðufellið var nú ekki laskaðri en svo að þrem dögum síðar var hann kominn í björgunarleiðangur í Grímsvötn. Nú eru komnar mikilvægar upplýsingar um ástand endurvarpans á Hlöðufellinu og því hægt að undirbúa viðgerð. Annars er fjarskiptanefnd með ofvirkari nefndum þótt hljótt fari enda er starf hennar ekki rekið í fjölmiðlum.
Snorri
19.12.2008 at 14:33 #634964Fyrir hönd fjarskiptanefndar vil ég biðja menn að gæta hófs í orðavali og sletta ekki fram fullyrðingum um að eitthvað sé "drasl" án þess að rökstyðja það frekar. Svona fullyrðingar færa okkur ekki nær því að finna hvað hentar okkur best.
Svo má alltaf velta fyrir sér hvað orðið "landsdekkandi" þýðir í raun. Í mínum huga er fjarskiptakerfi landsdekkandi þegar það nær til landsins alls (utan hella og bygginga). NMT hefur aldrei verið landsdekkandi samkvæmt þessum skilningi. NMT var þokkalega markaðsdekkandi þegar það var uppá sitt besta.
Ekkert fjarskiptakerfi er landsdekkandi á Íslandi nema gerfihnattasímar (Iridium).
Gott er að NMT verði rekið eitthvað áfram, áskrift að því kostar um 250 kr á mánuði svo að það ætti ekki að vera vandamál.
Hægt er að ná með HF fjarskiptum hvar sem er á landinu en þá gæti þurft að bíða eftir heppilegum skilyrðum sem koma oftast einhvern tíma sólarhringsins, helst á kvöldin og fyrri hluta nætur. HF má því á vissan hátt kalla landsdekkandi.
Svo vil ég vekja athygli á því að VHF kerfið okkar er orðið mjög útbreitt og með því má ná til endurvarpa mjög víða. Hvet alla til að sækja kort fyrir endurvarpana á vef Sigga Harðar [url=http://www.radioehf.is:39x9vd2r][b:39x9vd2r]www.radioehf.is[/b:39x9vd2r][/url:39x9vd2r] og hafa í bílunum. Prófa svo á ferðum að lykla næstu endurvarpa og kynnast kerfinu af eigin raun.
Snorri
fjarskiptanefnd
25.11.2008 at 10:32 #633316Útbreiðslumynd fyrir Hlöðufell:
[img:22hexc05]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6376/54351.jpg[/img:22hexc05]
Snorri
24.11.2008 at 23:22 #633310Við erum byrjaðir á nýju korti sem myndi henta vel í A5 og verður flott innan á sólskyggnin, plastað. Það verður svo sett á netið líka.
Annars er kortið sem AgnarBen bendir á hjá Sigga Harðar á http://www.radioehf.is ágætt, nema það vantar bara Hlöðufell og endurvarpar björgunarsveitanna eru inni á því líka sem er óþarft fyrir okkur. Menn geta prentað það út, sett punkt á Hlöðufellið og skrifað 58 við og notað þangað til nýja kortið kemur hjá okkur.
fh fjarskiptanefndar
Snorri
24.11.2008 at 09:14 #633300Beinu rásirnar eru á bilinu ca 152,5 – 153,3 Mhz.
Endurvarpahlustun (sending á stöð) er á bilinu 163,3 – 164,2 Mhz.
Endurvarpasending (móttaka á stöð) er á bilinu 154,1 – 155,0 Mhz.Val á loftnetum er ekki einfalt mál og snúnara en virðist í fyrstu, sérstaklega þar sem þau þurfa að geta sent út á breiðu tíðnibili eða allt frá 152 – 164 Mhz. Bilið er um 8% sem er mikið í þessum fræðum. Yfirleitt er þetta leyst með því að stilla loftnetin á að vera best á ca 154-155 Mhz og "fórna" þannig aðeins í sendingu á endurvarpana. Endurvarpararnir eru nær allir með mjög næm loftnet í hlustun sem bætir það upp að hluta.
Að öllu jöfnu virðist 5/8 eða 1/4 bylgjulengdartoppar á miðju stálþaki koma best út og þeir eru ódýrir.
Margir eru hrifnir af bátaloftnetum, sérstaklega þar sem þau þurfa ekki jarðflöt (eins og bílþak) á móti, en ég leyfi mér að efast um að til séu meðfærileg bátaloftnet sem ganga á öllu þessu tíðnibandi og kosta ekki heil ósköp. Ef menn hafa þó fundið slík lofnet væri gott að frétta af því.
Ég hef fundið bátaloftnet sem gengur á mjög breiðu bandi (ca 140-170 Mhz) en það er svert og hátt, yfir 2m
Auðvelt að finna hundruðir af VHF loftnetum á netinu. Gallinn er hins vegar sá að mjög takmarkarðar upplýsingar eru yfirleitt gefnar um þessi loftnet. Varist að falla fyrir loftnetnum sem má klippa til fyrir eina tíðni sem má vera á bilinu 144-170. Það sem telur er tíðnibilið eftir að búið er að klippa loftnetið til. Einnig þarf að hafa fyrirvara á mögnunartölunum sem gefnar eru, t.d. 6db. Yfirleitt er gefin mesta mögnun sem næst fyrir einhverja heppilegustu tíðni fyrir viðkomandi loftnet. Sjaldan er gefið upp hvernig þessi mögnun heldur sér á öllu tiðnisviðinu sem nota þarf.
Margir munu vafalítið hafa skoðun á þessu, vinsamlega hafið framangreint í huga áður en þið skrifið athugasemdir.
Snorri.
24.11.2008 at 00:36 #633296Almennur notandi þarf ekkert að vita um þessar tíðnir eða hvernig þær eru samsettar. Hann þarf bar að þekkja "rásirnar".
Tíðnirnar eru eign þess sem er skráður fyrir tíðninni og greiðir af henni árgjald. Sá sem á tíðnina ræður alfarið hverjum er heimilt að nota tíðnina.
VHF stöðvarnar eru þannig að hver tíðni er forrituð í minnishólf stöðvanna. Elstu VHF stöðvarnar voru þannig að minnishólfin höfðu einungis númer (enga texta). Hvert minni er kallað rás (svona af gömlum vana frá CB rásunum). Til að koma skipulagi á hlutina tók Siggi Harðar sig til á sínum tíma og bjó til lista yfir "rásirnar" eða hvaðað tíðni/tíðnir skyldi setja í hvert minnishólf. Þetta var nauðsynlegt til þess að sama tíðni væri forrituð í sama minnishólf (rás) í öllum VHF stöðvum. Nýrri VHF stöðvar eru með texta fyrir hvert minnishólf auk númers eða jafnvel bara texta. Númerakerfið er nú farið að riðlast aðeins, sérstaklega hjá einkaaðlium, en sem betur fer eru tíðnir F4x4 ennþá allar forritaðar í sömu minnishólf og mikilvægt að við höldum því áfram á meðan enn eru í noktun VHF stöðvar sem aðeins sýna númer.
Nýrri VHF stöðvar sem geta sýnt texta eru yfirleitt forritaðar með heiti viðkomandi tíðni og númerinu á undan eða að númerinu er einfaldlega sleppt og bara notað texti. Nokkur dæmi um rásir einkaaðila sem ekki hafa fasta hefð fyrir númeri heita:
Snaeland
Fulagengid
Kerlingarfjoll
o.s.frBeinar rásir eru með einni tíðni en endurvarparásir eru með tveim tíðnum (ein fyrir sendingu og önnur fyrir móttöku).
Rásanúmer (minnisnúmer) sem hefð er fyrir að F4x4 félagar noti eru eftirfarandi:
42 FÍ endurvarp (er eign Ferðafélags Íslands en F4x4 má nota)
44 4×4 endurvarp (eign F4x4)
45 Almenn rás (er ekki eign F4x4 en allir mega nota þessa rás)
46 4×4 endurvarp (eign F4x4)
47 4×4 beint almenn (eign F4x4)
48 4×4 beint almenn (eign F4x4)
49 4×4 beint almenn (eign F4x4)
50 4×4 beint almenn (eign F4x4)
51 4×4 beint Vesturland (eign F4x4)
52 4×4 beint Norðurland (eign F4x4)
53 4×4 beint Austurland (eign F4x4)
54 4×4 beint Suðurland (eign F4x4)
58 4×4 endurvarp Hlöðufelli (eign F4x4)Athugið að þó að rásir 51 – 54 séu kallaðar eftir landshlutum þá veitir það viðkomandi landshluta í sjálfu sér landshluta engan rétt á þeim umfram aðra F4x4 félaga. F4x4 greiðir af öllum þessum tíðnum (rásum) og hefur ráðstöfunarrétt fyrir þeim. Við höfum alveg í hendi okkar að skipuleggja í sameiningu með landsbyggðadeildum hvaða rás verður "heimarás" á hverju svæði en allir félagar í F4x4 hafa rétt á að nota allar þessar rásir og ég er sammála því að skiptingin Vesturland-Norðurland-Austurland-Suðurland er ekkert sú heppilegasta.
Höfum í huga að við erum með 8 beinar rásir til að velja um og ég held að það þurfi smá þvergirðingshátt til að lenda í árekstrum með að hafa ekki lausa rás til að tala á.
Eftirfarandi rásanúmer (minnishólf) eru notuð fyrir öfugar endurvarparásir (einfaldlega búið að víxla sendi og móttökutíðni)
82 FÍ öfugt endurvarp fyrir 42
86 4×4 öfugt endurvarp fyrir 46
88 4×4 öfugt endurvarp fyrir 44Í beinu framhaldi af þessu er spurning hvort við veljum ekki 85 sem öfuga endurvarparás fyrir rás 58.
Reynar hafa öfugu endurvarparásirnar litla þýðingu og þær eru lítið notaðar, þær nýtast helst til að tékka á því hvort aðrar stöðvar eru rétt forritaðar.
Nokkrar landsbyggðadeidlir eru með eigin tíðnir, greiða af þeim sjálfar, og þær hafa sjálfar fulla lögsögu yfir þeim. Hefð er fyrir að setja þessar tíðnir í eftirfarandi minnishólf (rásir):
55 4×4 beint Borgarfjörður eystri & Hérað
56 4×4 beint Vesturlandsdeild (Akranesi)
57 4×4 beint SuðurnesFyrir hönd fjarskiptanefndar
Snorri
23.10.2008 at 08:00 #203101Sjá frétt á mbl.is
Fyrir jeppaferðamenn er rétt að hafa útvarpið í gangi, gufuna á AM ef annað næst ekki, þegar ferðast er nálægt Heklu. Sama gildir að sjálfsögðu um ferðir á Mýrdalsjökli.
Einnig vera með VHF og Tetra opið og á scan.
Svo skaðar ekki að hafa HF.
Snorri
19.10.2008 at 14:48 #631292Var að prófa hér við bílskúrinn hjá mér í Seljahverfinu. Náði að lykla endurvarpann á Hlöðufelli og þegar ég kallaði þá svaraði einhver á Selfossi.
Hvet menn til að láta forrita endurvarpann inn á rás 58 í stöðvum sínum.
Snorri
19.10.2008 at 14:24 #631328Bæring (Bazzi) er með amatörréttindi TF3PAN og því besta mál að selja honum stöðina.
sjá [url=http://ira.is/pages/viewpage.action?pageId=360543:wrdaues3][b:wrdaues3]félagatal IRA [/b:wrdaues3][/url:wrdaues3]
Varðandi amatörstöðvar almennt og burtséð frá lögum og reglum, þá veit það yfirleitt á tóm vandræði fyrir venjulegt fólk að freistast til að verða sér úti um slíkar stöðvar og nota þær ólöglega bara vegna þess að þær eru ódýrari.
Þær eru miklu flóknari í notkun og eru með allskonar tökkum og fídusum sem nýtast ekki við venjulega notkun en þvælast bara fyrir. Þó svo að þessar stöðvar séu gefnar upp 50W (á meðan almennar stöðvar eru 25 W) þá eru þær ekki að senda nema max 25W á t.d. þeim tíðnum sem endurvarpar f4x4 hlusta á. Þar að auki held ég að hlustunarnæmni þeirra sé líka minni á f4x4 tíðnunum (153Mhz-163Mhz) heldur en á amatöratíðnunum (144Mhz).
Ráðlegg Sefáni Dal eindregið að selja og fá sér venjulega VHF stöð. Gleyma svo ekki að fá fagmenn til að mæla loftnetið og tryggja að það sé í góðu lagi. Mæta svo á næstu félagsfundi f4x4 því við í fjarsktiptanefnd ætlum að vera með stutt innlegg á næstu fundum sem eiga að hjálpa mönnum að nýta betur VHF kerfið okkar.
Þeim sem vilja nota flóknar VHF stöðvar og hafa gaman af að fást við þær, ráðlegg ég að taka amatörréttindi. Þá opnast þeim nýjar víddir í tækjadellunni.
F.h. fjarskiptanefndar
Snorri
19.10.2008 at 12:36 #631316Ertu með amatörréttindi ?
F.h. fjarskiptanefndar
Snorri
14.10.2008 at 14:44 #203061Á sýningunni fundust í bás fjarskiptanefndar peningar sem einhver hafði týnt. Upphæðin er ekki há en eigandinn vill samt vafalítið fá þetta til baka. Enginn hefur spurst fyrir um týnda peninga en ef einhver gefur sig fram þá er best að viðkomandi snúi sér beint til mín.
snorri@tstod.is
GSM: 893-6500
06.10.2008 at 09:37 #630530Lenti i svipuðu fyrir mörgum arum. Þa var það afhleypivirinnn fyrir spissana sem liggur i tvennu lagi fra tölvu og splittast upp i 3 hvoru megin. þessi splitting var jöguð i sundur og sambandslaus. Til að finna þetta þarf að rekja sig eftir virum, skræla upp lummið eftir þörfum. Splitting er a versta stað þar sem lummid hoppar af boddy yfir a vel og þvi er alltaf hreyfing a þessu tengi.
Snorri.
-
AuthorReplies