Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.01.2010 at 20:39 #210102
Nokkrir radíóamatörar verða annað kvöld, föstudagskvöldið, kl 19-21 í félagsaðstöðu F4x4 á Höfðanum til aðstoðar ef einhverjir próftakendur hafa spurningar eða þurfa útskýringar vegna undirbúnings fyrir prófið.
Hjörtur Óskarsson
Snorri Ingimarsson
02.01.2010 at 11:19 #672178Já, kerran er komin í bæinn.
Snorri
25.12.2009 at 13:19 #672998Ég byrjaði nú ekki þennan þráð til að starta umræðu um það hvort maðurinn eigi rétt á að ferðast á þennan hátt á þessum árstíma. Maðurinn er allavega djarfur og duglegur, spurning hvort hann er fífldjarfur. Hins vegar skulum við hafa í huga að ef enginn tekur á og ögrar mörkum þess sem er ráðlegt, þá verða litlar framfarir.
Fyrst þetta er komið af stað þá er rétt að minna á að við eigum öflugar björgunarsveitir sem geta skipt öllu máli þegar eitthvað kemur fyrir. Munum því að kaupa flugeldana af björgunarsveitunum eins og áður.
Ég var hinsvegar bara forvitinn um það hverskonar síma og talstöð maðurinn er með, fréttin á Vísi vakti margar spurningar.
Er hann með Iridium síma eða GSM ?
Er hann með VHF handtalstöð eða eitthvað annað ?
Ef hann er með VHF stöð, hvaða tíðnir er hann með ?Er einhver sem þekkir til og getur upplýst okkur?
Snorri
25.12.2009 at 12:04 #209330Frétt á visir.is http://www.visir.is/article/20091224/FRETTIR01/280759000
„Maðurinn mun hafa með sér GPS-tæki, talstöð og síma og er ágætlega búinn. „
Fróðlegt væri að vita hvaða síma og hvaða talstöð kappinn er með á gönguferðinni.
Er einhver sem getur upplýst okkur betur en blaðamaðurinn á Vísi ?Snorri
20.12.2009 at 11:08 #664692Námskeið til að fá amatörréttindi kostar ekki nema 12.000. Hins vegar þarf að eyða tíma, 14 kvöldum.
Kostnaður við það er afstæður, sérstaklaga þar sem þessi námskeið eru mjög skemmtileg.
Fólk úti á landi getur tekið þetta mikið til "utanskóla".
Svona námskeið er núna í gangi og því lýkur fljótlega eftir áramót.Svo er ekki nauðsynlegt að kaupa IC-7000 stöð (á 1.200USD úti), til eru mun ódýrari gerðir, frá Yaesu á (700USD ,úti).
Fyrir þá sem eiga gamla gufunesstöð, er hægt að breyta þeim fyrir mjög lítinn pening til að komast í loftið á 3637 og nota gömlu gufunesstöngina með smábreytingu.
19.12.2009 at 23:58 #664686Fyrir þá sem taka amatörpróf opnast möguleiki á rosalega skemmtilegum dótastuðli:
[img:hjyctghu]http://www.icom.co.jp/iuse/ic-7000/img/ic-7000_1_1024_768.jpg[/img:hjyctghu]
Þetta er sambyggð HF/VHF/UHF stöð og ótrúleg græja.
Á myndinni sést fronturinn, stöðin sjálf getur verið hvar sem er í bílnum.
19.12.2009 at 23:18 #672172Við höfum verið að heyra af ýmsum samböndum við Hlöðufellið af Stór-Reykjavíkursvæðinu í dag. Jafnvel með handstöðvum.
Mjög einföld leið til að athuga hvort VHF stöð og loftnet sé í góðu lagi er að prófa að lykla á Hlöðufellið (58) t.d. á Ártúnshöfðanum. Ef það næst ekki, þá er eitthvað að.
Snorri.
19.12.2009 at 23:08 #664682Gera má langa ritgerð um HF og hvað taki við af NMT.
Þarfagreining okkar er einföld og stutt.
Við þurfum að:
1. Geta kallað eftir aðstoð þegar við þurfum.
2. Geta látið vita af ferðum okkar og ferðaáætlun.
3. Hafa samband á milli bíla.Að auki væri ágætt:
4. Að fylgjast með eða hafa yfirsýn yfir ferðir annara hópa, bæði nær og fjær.Í stuttu máli þá virðist sem GSM og VHF verði okkar aðal fjarskiptakerfi næstu árin.
Þá þarf að hafa GSM síma bæði frá Vodafone og Símanum vegna þess að á sumum stöðum næst bara annað kerfið.
Þetta dugar alveg fyrir 2 og 3 en ekki vel fyrir 1 vegna þess að GSM kerfið (og reyndar VHF líka) er með fjölmarga skuggabletti og þeir eru helst ofan í dölum og lægðum, einmitt þar sem líklegt er að við lendum í vanda. VHF kerfið er ekki vaktað svo að treysta þarf á að einhver annar með VHF stöð heyri til. Endurvarparnir auka þó mjög líkur á að einhver heyri þegar kallað er.Til að leysa 1 að fullu þarf að bæta við 250.000 kr Irdium síma sem kostar um 5.000 kr á mánuði og um 100 kr mínútuna í tali.
Tetra bætir litlu við 1 umfram GSM og VHF og álitamál hvort 1.600 kr mánaðagjald sé þess virði. Tetra myndi þó nýtast vel fyrir 4, ef það væri í almennari notkun.Leið til að leysa 1 næstum að fullu er HF. HF bylgjur eru langdrægar og skríða vel ofan í dali. Gamla Gufunesið 2.790 er mikið til dautt, fáir eru með stöðvar, vöktun er hætt og leiðinda truflanir eru á þessari tíðni í seinni tíð. Önnur og ódyr leið til að uppfylla 1 sem margir hafa farið, er að gerast Radíóamatör og nota aðeins hærri tíðni eða 3.637. Fjölmargir radíóamatörar í byggð hlusta á þessari tíðni hér innanlands og það gerir ákveðið öryggisnet. Radíóamatörar sem eru vel tækjum búnir geta líka nýtt sér mun fleyri möguleika í neyð til að uppfylla 1.
HF uppfyllir líka 4 á skemmtilegan hátt, það þekkja þeir sem kynntust gamla Gufnesstöðvunum.Snorri
19.12.2009 at 00:29 #672168Nú ættu allir sem eiga eftir að fá rás 58 inn í stöðvar sínar að láta græja það.
Endurvarpinn á Hlöðufelli næst í Reykjavík, það hefur verið prófað á Ártúnshöfðanum. Þetta þýðir að beint VHF samband er komið milli Reykjavíkur og svæðisins kringum Hlöðfell og sunnanverðan Langjökul.
Norðurflug á miklar þakkir skildar fyrir að redda þessu fyrir okkur.
Ef einhver verður fyrir norðan Skjaldbreið um helgina og treystir sér til að draga F4x4 kerruna tóma í bæinn, þá er hægt að hringja í okkur og fá nákvæma staðsetningu.
Snorri
GSM 893-6500
05.11.2009 at 00:34 #665120Ég átti þennan bíl 1986-1988. Hann var með V6 Buick og einhvern Landcruiser gírkassa.
Hann á mjög merkilega sögu, var m.a. notaður á beltum þegar Baldvin Birgisson átti hann á undan mér.
Einar Haraldsson keypti hann svo af mér 1988, veit ekki lengra.
Á myndinni sem Friðrik setti inn er ég fastur í Tungnaá inn við jökul, líklega sumarið 1987. Guðni Ingimarsson er að gera sig kláran til að skríða út um gluggann til að vaða í land með spotta.
Snorri
R16
21.10.2009 at 08:59 #658172Nú er að hefjast námskeið til undirbúnings radíóamatörprófs á vegum Íslenskra radíóamatöra, http://www.ira.is/pages/viewpage.action?pageId=3506178
Námskeiðið hefst fimmtudagskvöldið 22. október kl. 20:30 með kynningarkvöldi sem verður í aðstöðu félags Íslenskra Radíóamatöra
við Skeljanes í Skerjafirðinum (þar sem Skeljungur var eitt sinn með starfsemi).Kennsla hefst þriðjudaginn 27 okt og kennt verður í Flensborgarskóla, tvisvar í viku, þriðjudags og fimmtudagskvöld frá kl. 20:00.
Námskeiðið stendur í um 8 vikur og stefnt er á að ljúka því með prófi fyrir jól. Námskeiðið er að mestu bóklegt.
Námskeiðsgjaldið er 12 þús kr. og er innifalið í því öll kennslugögn.
Áhugsamir eru beðnir um að mæta á kynningarkvöldið.
Gert er ráð fyrir að 20-30 félagar úr F4x4 taki þátt í námskeiðinu.
Snorri
Fjarskiptanefnd
17.10.2009 at 19:44 #658170Nú er búið að tímasetja námskeiðið.
http://ira.is/pages/viewpage.action?pageId=3506178
Það hefst með kynningarkvöldi næsta fimmtudagskvöld.
Hvet alla sem hafa áhuga að mæta og kynna sér námskeiðið betur.
Radíóamatörar eru tilvalin vettvangur fyrir jeppaferðamenn að auka fjarskiptaöryggi sitt á ferðum sínum um skuggabletti símakerfanna á einfaldan og ódýran hátt.
Sem dæmi um skuggablett má nefna skálann í Hvanngili. Síðastliðið vor var ég þar og einu leiðirnar til að ná til byggða voru:
1. Iridium: 250.000 kr símtæki, 5.000 kr mánaðargjald og 100 kr mínútan
2. Amatörradíó um HF: 12.000 kr námskeið, 100.000 kr talstöð (hægt að sleppa með mun lægri kostnað ef menn eiga gamla Gufunesstöð og loftnet), ekkert mánaðargjald og ekkert mínútugjald.
Ekkert samband var á NMT, Tetra, Síminn-GSM eða Vodafone-GSM.Snorri Ingimarsson
fjarskiptanefnd
05.10.2009 at 23:56 #658168Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá IRA mun Amatörnámskeiðið byrja innan tveggja vikna. Námskeiðin hafa hingað til fengið inni í húsakynnum Háskólans en vegna sparnaðar þar er það ekki lengur mögulegt. Verið er að finna annan stað fyrir námskeiðið og lausn er í sjónmáli.
Þeir sem hafa meldað sig á http://www.ira.is (eða snorri@tstod.is ) fá sendan tölvupóst þegar dagsetning liggur fyrir.
Þá verður byrjað á kynningarkvöldi þar sem áhugasamir geta skoðað þetta betur, rætt við kennarana, skoðað námsefnið og gömul próf. Um leið má skoða talstöðvarherbergið hjá IRA, dótastuðullinn þar er í góðu lagi.
Mæting á kynningarkvöldið kostar ekkert og enga skulbindingu um þáttöku, í framhaldinu geta menn tekið ákvörðun um hvort þeir skella sér í fjörið.
Ég hvet því alla sem hafa leitt hugann að þessu til að mæta og helst draga fleiri með.
04.10.2009 at 23:05 #658166Var ekki í bænum um helgina og sá þessar athugasemdir ekki fyrr en nú.
Ég skal athuga með ira@ira.is en í millitíðinni er hægt að senda póst á mig, snorri@tstod.is , ef þið viljið skrá ykkur fyrir næsta námskeið.
Set inn athugasemd hér þegar ég veit meira eða endanlega tímasetningu.
Snorri
30.09.2009 at 23:48 #658154Við verðum með kynningu á amatörnámskeiðunum á opnu húsi annað kvöld, fimmtudaginn 1. október.
Verðum með HF stöðvar í bílum til að sýna og prófa.
Snorri
26.09.2009 at 13:35 #658574Samkvæmt töflunni eru Deka rafgeymar frá Bílabúð Benna ódýrir.
Þekkir einhver gæðin á þeim?Annars er svona rafgeymaumræða skemmitleg, við höfum aðrar þarfir en flestir rafgeymanotendur. Rafgeymar eru dálítið sérstök fyrirbæri og þeir eru mjög viðkvæmir gegn "illri" meðferð eins og tíðkast gjarnan hjá jeppaferðamönnum.
Það sem virðist skipta mestu máli hjá okkur er:
– Kaldræsiþol, það er hvernig þeir standa sig í kulda
– Þol gegn "illri" meðferð, til dæmis með spilnotkun. það er að þurfa að endast vel þrátt fyrir að vera tæmdir mikið og hlaðnir hratt aftur, ítrekað.
– Þol gegn því að þeir tæmist alveg, það er að þeir verði ekki ónýtir strax eftir eina eða tvær tæmingar.
Ekki veit ég hvernig í ósköpum við eigum að vita hvernig geymar seldir hér standa sig hjá okkur nema hlusta eftir reynslusögum.
Nema einhver lumi á prófunum eða öðrum samanburði ?
24.09.2009 at 08:06 #658152Því miður verðum viða fresta þessu um eina viku.
Snorri
20.09.2009 at 10:30 #206628Í byrjun október hefst námskeið til amatörprófs.
Margir jeppaferðamenn hafa náð sér í radíóamatör réttindi til að geta verið í öruggara og betra sambandi í ferðum sínum á ódýran hátt.
Þekkingin sem fæst með því að gerast radíóamatör nýtist líka í flestum starfsgreinum sem tengjast tækni.
Námskeiðið er á færi allra sem hafa áhuga á tækni, engin sérstök grunnmenntun er skilyrði.
Fjarskiptanefnd og amatörar innan F4x4 munu kynna námskeiðið og þá möguleika sem þetta gefur okkur á opnu húsi næsta fimmtudagskvöld.
Við hvetjum alla áhugasama til að koma og kynna sér málið.
Einnig má skoða heimasíðu radíóamatöra á Íslandi http://www.ira.is
Snorri Ingimarsson
R16
11.05.2009 at 23:42 #647460Kíkið þá á heimasíðuna þeirra:
[url=http://www.litvina.com/app/kamchatka_03_2006.html:1z1usn7b][b:1z1usn7b]http://www.litvina.com/app/kamchatka_03_2006.html[/b:1z1usn7b][/url:1z1usn7b]
09.04.2009 at 00:10 #645474Auðvelt færi er upp í Kerlingarfjöll núna. Snjólítið á Kjalvegi og Blákvíslin er á traustum ís, samkvæmt fréttum frá fólki sem fór þetta seinni partinn í dag á 44" Trooper og hélt áfram í Setrið.
Þungt færi var norður fyrir Kerlingarfjöllin frá sléttunni undir Loðmundi og í Setrið, semsagt bara gaman á þessu svæði.Snorri
R16
-
AuthorReplies