Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.06.2011 at 17:54 #732297
Takk fyrir þetta Atli.
Á meðan ég var að garfa í þessu, þá fann félaginn dekk einhversstaðar.
Bestu kveðjur
Snorri
20.06.2011 at 10:25 #219485Er nokkur með hálfslitið 38″ GroundHawg dekk fyrir 15″ felgu á lausu ?
Okkur vantar eitt slíkt í einum grænum.
Snorri GSM 893-6500
13.06.2011 at 23:23 #723118Radióamatörar hjálpa stjórnvöldum á flóðasvæðunum í Noregi
[url:aq69t50c]http://www.nrrl.no/component/content/article/1-latest-news/258–nrrl-nodsamband-aktivert[/url:aq69t50c]
27.03.2011 at 20:53 #724760Nú erum við í Fúlagenginu komnir i bæinn eftir rösklega og áfallalausa ferð frá Skiptabakka suður á Eyfirðingaleið, vestur hana og suður Kjöl. Tókum hefðbundna leið að mestu leyti nema við skruppum uppá Fremri Skútann og horfðum þá ofan á Fordgengið í hlaðinu á Árbúðum. Færið var skemmtilegt og skyggni var ýmist dimm þoka eða bjart og sól.
Við viljum þakka norðanmönnum sértaklega fyrir frábærar móttökur og skemmtilega samveru.
Lummurnar í Réttartorfu og kjötsúpan í Skiptabakka voru höfðinglega framreiddar og gaman á sjá þessa frábæru skála.
21.03.2011 at 00:09 #724096Ekki er auðvelt að gefa skýrt svar við þessu út frá fræðunum.
Ég held að 5/8-bylgju loftnetið hafi meiri mögnun en það er með minni bandbreidd heldur en 1/4-bylgju loftnetið.
Svo á 5/8 loftnetið að hafa þann kost að geisla mest út um efsta hlutann, það þýðir að það hentar betur á frambretti heldur en 1/4 loftnetið.
1/4-bylgju lotnetið þarf betri jörð og jarðflöt, eins og til dæmis stáltopp á bíl.
Meiri mögnun og minni bandvídd fyrir 5/8 loftnetið þýðir að það er betra ef þú ert að tala á beinu rásunum.
Minni mögnun en meiri bandvídd fyrir 1/4 loftnetið þýðir að það er betra til að tala við endurvarpa vegna þess að þeir móttaka/senda á sitt hvorri tíðninni og dálítið bil er á milli.
Líklega svarar þetta ekki spurningunni, hvað segja þeir sem vinna við þetta alla daga, er einhver munur á þessu í praxís ?
Kostur er að bæði passa á sama fót svo að það er tiltölulega ódýrt að prófa bæði.
14.03.2011 at 22:20 #722930Þetta er ágætis pæling Samúel og ágætt að fara yfir ástæðurnar fyrir þessu.
Ég geri hér smá tilraun til þess:Ég verð að byrja á að gera athugsasemd við þetta:
[quote:t1kk8kyb]Samkvæmt fjarskiptalögum er nú öllum tíðnihöfum heimilt að vita sínar tíðnir.
[/quote:t1kk8kyb]
Tíðnihafar F4x4 rásanna eru félagið sjálft og félaginu er frjálst að fara með þær eins og félagið ákveður hverju sinni.
Fjarskiptalögin heimila ekki sjálfkrafa öllum félögum í F4x4 að vita sínar tíðnir.Það fyrirkomulag hefur verið haft að einungis þjónustuaðilar forriti inn tíðnirnar og notendur vinni síðan með þær eftir rásaheiti.
Engin þörf er fyrir venjulega notendur að vita þessar tíðnir og hætta er á aukinni traffík á rásum og misnotkun ef þessar tíðnir verða gerðar opinberar.Ég vorkenni engum sem hefur þörf fyrir VHF rásir F4x4 að ganga í félagið og greiða félagsgjöld með þeim miklu fríðindum sem því fylgja.
Bendi öðrum á að rás 45 er öllum opin og F4x4 hefur enga lögsögu yfir henni.Auðvelt er að klúðra forritun á tíðnunum og gera þetta þannig að stöðvarnar valdi truflunum eða hreinlega virki ekki rétt.
Til þess að forrita VHF stöð þarf sérstaka tengisnúru og forrit sem er sérstaklega gert fyrir hverja talstöðvargerð fyrir sig.
Einungis þjónustuaðilar fá slíkar snúrur frá framleiðendum venjulegra (eða svokallaðra "commercial") talstöðva.Aðrar stöðvar eru svokallaðar amatörstöðvar og hægt er að kaupa snúru+forrit með þeim. Samkvæmt fjarskiptalögum þarf að hafa amtörréttindi til að mega nota slíkar stöðvar. Við getum ekki staðið fyrir lögbrotum með því að afhenda tíðnir til að setja inn í ólöglegar stöðvar.
Auk þess vil ég benda mönnum á að það er miklu þægilegra að nota commercial stöð heldur en amatörstöð og mín reynsla er að þeir sem hafa amatörstöðvar eru alltaf í einhverju basli með þær nema þeir hafi nennt að eyða nokkurm kvöldum í að læra á takkana og séu sífellt að halda sér við. Smá "sparnaður" við að smygla amatörstöð í staðinn fyrir að kaupa hér commercial stöð hefnir sín yfirleitt á viðkomandi með ýmsum vandamálum.
Ef svo ólíklega vill til að einhver félagi í F4x4 á "commercial" stöð með snúru og forriti en hefur ekki fjármuni til að láta viðkomandi þjónustuaðila forrita rásirnar inn fyrir sig, þá bið ég viðkomandi að hafa samband við fjarskiptanefnd og við munum leysa málið beint.
14.03.2011 at 21:49 #723110[quote:2f2an75b]Hef það eftir fróðum manni að morsið sé það sem menn geta treyst á ef öll önnur kerfi hrynja. Það er a.m.k. enn notað af túnfiskveiðiflota japana sem fer hringinn kringum hnöttinn árlega. Kannski þetta komi hér með kreppunni enda ódýrt og öruggt.
[/quote:2f2an75b]Morsið er svona gott vegna þess að hægt er að greina mors úr mun veikara merki heldur en tal.
Einn reyndasti radíóamatör okkar, TF3DX, smíðaði sér sendi sem komst fyrir í eldspýtustokk og tók afl á við ljósdíóðu. Með þessu morsaði hann til Nýja-Sjálands.
Gallinn við mors er að smá þjálfun þarf til að læra það. IRA hefur reyndar verið með þjálfun í morsi og svo eru til mors kennsluforrit.
Aðrar leiðir eru svokallað RTTY (eða RadioTeleTYpe). Þá er tölva tengd við talstöðin og hægt er að senda stutt skilaboð með baud hraða ca 40 bitar á sek. Fleiri staðlar eru til t.d. PSK31. Notkun á þessu líkist að vissu leyti SMS. Margir eru virkir í þessu hér og ná útum alla jörð.
Þeir sem fara á amatörnámskeið kynnast þessu og mörgum fleiri spennandi hlutum.
Snorri
13.03.2011 at 09:41 #217924Radíóamatörar geta skipt miklu máli við að koma upplýsingum á milli staða þegar hamfarir af ýmsum toga hafa lamað hefðbundin fjarskiptakerfi.
Í miklum hamförum reynist alltaf erfitt að ná yfirsýn yfir ástandið til að meta hvernig staðið skuli að hjálparstarfi. Þá eru radíóamatörar á viðkomandi svæði virkjaðir til aðstoðar.Eftir hamfarirnar í Japan hafa alþjóðasamtök radíóamatöra sent frá sér eftirfarandi tilkynningu (IRA eru samtök Radíámatöra á islandi) :
Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. hefur óskað eftir birtingu á eftirfarandi orðsendingu frá neyðarfjarskiptastjóra IARU svæðis 1 vegna náttúruhamfaranna í Japan.
Orðsendingin varðar tíðnir sem notaðar eru til neyðarfjarskipta á vegum systurfélags okkar í Japan og er þess farið á leit við íslenska leyfishafa að virða þessi forgangsfjarskipti hvað varðar notkun 40 metra bandsins. Orðsendingin er birt óstytt hér á eftir á ensku:
The following information has just bee submitted to the IARU-R1 website following information received from Ken Yamamoto, JA1CJP of JARL.
„HF frequencies are now known to be in use by Japanese amateurs as part of their emergency response:
•7043 kHz SSB controled by JR3QHQ the Osaka branch manager of JARL He is gathering incident information on radio and forwarding this information onto the internet.
•7075 kHz SSB is operated by JL3YSP in Wakayama occasionally.
•7030 kHz which is the JARL emergency communication frequency in their bandplan is in use by JA7RL (JARL regional HQ station).
Would all amateurs please make every effort to avoid interfering with emergency communications on these frequencies.“This information will also be made available on Twitter and Facebook when published. Since 7030 is mentioned I will also post this to the QRP mailing lists as this is a frequency used by them.
73, Greg, G0DUB, IARU Region 1 Emergency Communications Co-Ordinator.
Hlekkur: http://www.ira.is/pages/viewpage.action?pageId=4558070
Hlekkur: http://www.ira.is/pages/viewpage.action?pageId=4558070
Radíóamatörar á Íslandi hafa margir fjarskiptabúnað heima hjá sér eða í bílum sínum sem getur náð á milli landshluta og jafnvel til næstu landa. Verði neyðarástand hér munu þessir aðilar virkja sinn búnað og verða til aðstoðar við upplýsingagjöf og sendingu hjálparbeiðna.
Nú er að byrja námskeið til amatörprófs og ég hvet alla sem hafa hugleitt að taka slík réttindi að láta nú verða af því. Það kostar mjög lítið (kr 12.000) annað en smá tíma en það gefur mikla þekkingu og leyfi til að nota fjarskiptatæki sem draga langar leiðir, jafnvel hálfan hringinn í kringum jörðina.
Á síðasta námskeiði ÍRA voru nokkrir frá rústabjörgunarsveit Landsbjargar og tilgangur þeirra var að auka færni sína í fjarskiptum á hamfarasvæðum. Þeir luku reyndar ekki námskeiðinu þá vegna þess að þeir voru sendir til Haiti þegar það var hálfnað.
Félagar í F4x4 eiga fjarskiptakerfi sem myndi nýtast mjög vel hér innanlands í neyðarástandi. Það er VHF kerfið okkar með 17 endurvörpum um allt land. Sjá kort hér (smella á flipann VHF): http://www.radioehf.is
Landsbjörg á líka kerfi með tugum endurvarpa en það er ekki opið almenningi.Verði alvarleg bilum í „baknetum“ hefðbundnu fjarskiptakerfanna, GSM og Tetra, þá verða þau nánast ónothæf. GSM kerfin „mettast“ líka um leið þegar margir á litlu svæði reyna að hringja í einu, samanber síðasta Suðurlandsskjálfta. Í þeim skjálfta héldu „baknetin“ að mestu en mér skilst að litlu munaði að einhverjar línur dyttu út. Með „bakneti“ meina ég línurnar á milli sendanna, það eru yfirleitt ljósleiðarar eða örbylgjusambönd.
Þarna getum við verið undirbúnir ef neyðarástand kemur upp. VHF eign er almenn meðal félagsmanna F4x4 og fleiri. VHF kerfið getur orðið eina fjarskiptakerfið innan hamfarasvæða á Íslandi sem almenningur hefur aðgang að. Okkar undirbúningur er einfaldur: Hafa stöðvarnar í lagi, hafa allar rásir inni (líka 58), kunna á stöðvarnar, kynna sér hvar endurvarpar eru staðsettir og kunna að nota þá.
Þetta eru sömu atriði og skipta máli í ferðum okkar.Snorri Ingimarsson
fjarskiptanefnd
10.03.2011 at 23:04 #722924Ég vil benda mönnum á að tíðnir F4x4 eru ekki gefnar upp en hægt er að fá stöðvar forritaðar hjá öllum þjónustuaðilum talstöðva.
Hafi einhver þessar tíðnir undir höndum eru viðkomandi beðnir að dreifa þeim ekki og birting þeirra hér á vefnum eða annars staðar er óheimil.
Annars vil ég hvetja alla sem ekki hafa rás 58 að láta setja þessa rás inn og að kynna sér staðsetningu óg rásir á endurvörpum hér:
[url:3sft054c]http://www.radioehf.is[/url:3sft054c]Snorri Ingimarsson
fjarskiptanefnd
07.03.2011 at 07:38 #722426[quote:1pfdhg7n]Þetta er langmesta svívirðan í þessum þjóðgarði og ég skil ekki hvað menn hafa rætt þetta mál lítið.
[/quote:1pfdhg7n]Þetta er vissulega ljótt þó að þetta sé kannski ekki mesta svívirðan, þær eru margar aðrar og jafnvel verri en þessi.
Þetta sýnir okkur greinilega hvað Vatnajökulsþjóðgarður ef fjandsamlegur fjölskyldunni.
Fjölskyldufólk á ekki uppá pallborðið hjá þeim sem hatast úr í allt vélknúið og vilja ekki að nokkur njóti hálendisins nema geta gengið langar vegalendir. Hræsnin hjá flokki Svandísar er því mikil hvað þetta varðar, hinum fjölskyldu og mannvæna stjórnmálaflokk.
Eftir því sem ég skoða þetta mál betur sé ég hvað þetta er glórulaust alltsaman: Lagt upp undir merkjum náttúruverndar en endar með því að hagsmunaaðilar hugsa bara um rassinn á sjálfum sér og njóta til þess aðstoðar ofstækisfólks sem hatast úr í allt vélknúið og auðtrúa almennings sem heldur í illa upplýstri tilveru sinni að leiðin til bættrar náttúrverndar sé að taka ferðafrelsið af almenningi.
Sorglegt að skattfé okkar skuli fara í að greiða laun fyrir svona óskapnað sem VÞJ er að verða.
05.03.2011 at 23:26 #715332Minni á Amatörnámskeið sem hefst næsta mánudagkvöld.
Hvet þá sem hafa velt fyrir að fá sér amatörréttindi að mæta á mánudagskvöldið og kynna sér námskeiðið.
Snorri
R-16
04.03.2011 at 23:17 #721654Markmið Ferðafélags Íslands eru (skv heimasíðu þeirra):
[b:2c1iayn5]Markmið Ferðafélags Íslands er að hvetja til ferðalaga um Ísland og greiða fyrir þeim.
Jafnframt að vekja áhuga Íslendinga á landinu sínu , náttúru þess og sögu og efla vitund þeirra um nauðsyn varfærni í samskiptum manns og náttúru.[/b:2c1iayn5]Þessi markmið hljóma í besta falli eins og lélegur brandari þegar þau eru borin saman við mikla baráttu gegn okkur og yfirlýsta ánægju stjórnarmanns FÍ með alveg galnar lokanir í VÞJ og algjöra þögn annara forsvarsmanna FÍ, ( ég túlka það sama og samþykki).
Ég sé hvergi neitt um stjórnskipulag hjá FÍ á vef þeirra eða hvernig venjulegur félagamaður getur rætt skoðanir sínar og kosið fólk í stjórn.
Ég hef verið þarna félagsmaður í mörg ár og man ekki eftir neinu einsasta fundarboði.Kannski getur einhver upplýst okkur ?
Annars tala ég bara við þá efir helgi og kemst að því hvernig þetta er hjá þeim.
04.03.2011 at 21:19 #721650Í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1993, bls 89, er þessi texti:
"Uppi á Öræfajökli skynja menn hvers virði það er að varðveita kyrrð og hreinleika íslenskra jökla. Þeir þurfa að vera lausir við vélagný og örtröð, nema þá á sérstökum svæðum sem tekin eru sérstaklega til slíkra nota samkvæmt skipulagi. Öllu dapurlegri fréttir berast ekki af hálendi Íslands en þegar vélaherfylki vaða þar yfir og hefur jafnvel Hvannadalshnúkur ekki sloppið við slíkan liðsöfnuð"
04.03.2011 at 09:56 #721624Rétt Árni. Skilgreina má túrista sem mengun.
Hér er svo smá heimadæmi:
Hvað skyldi hver túrsiti sem flogið er með hingað valda mikilli mengun ?
Hvað eru margir lítrar af eldsneyti brenndir til að koma honum hingað út á eyjuna og heim aftur?
Við félagarnir höfum aðeins skoðað þessar tölur og þær afhjúpa hvað það er mikil hræsni sem felst í þeirri náttúruvernd að banna umferð jeppa á grundvelli mengunar en hvetja til fjölgunar erlendar ferðamanna sem látnir eru kaupa leiðsögn gangandi um landið.
Svo er hér samviskuspurning til þeirra sem gengið hafa um í fjallakyrðinni á hálendinu. Þið voruð truflum með hávaða frá vélum.
Hvort voru það jeppar eða flugvélar sem trufluðu oftar ?
Svo ég tali nú ekki um sjónmengunina af völdum þoturákanna.Nefni þetta til að sýna fáránleikann í allsherjarbanni við akstri einum og sér.
Snorri Ingimarsson
R-16
04.03.2011 at 08:12 #721618Árni og Skúli hafa hér rétt fyrir sér varðandi það að samræðu er þörf varðandi tillit á milli úrtivistarhópa.
Stjórn Vatnajökulsþjóðarðs hefur hins vegar sýnt í verki að þeir hafa ekki áhuga á samráði eða sanngirni. Bara lokunum og miðað við það sem fyrir liggur virðist sem driftin sé óvild og heift gegn öllu vélknúnu og stutt af öflugum aðilum sem hafa hagsmuni af því að fækka frjálsum ferðamönnum og koma þeim öllum undir hópferðir á þeirra vegum.
Miðað við siglinguna á þessu liði, þá er þetta bara byrjunin. Ætlun þeirra virðist vera að gera Ísland eins og Noregur hefur verið lengi. Loka öllu. Veltið fyrir ykkur hvers vegna Norðmenn kaupa íslenskt hugvit við smíði á jeppum fyrir sín yfirvöld. Frelsið hér hefur skapað þekkingu og færni, atvinnu án stóriðju og virkjana.
Og það sem meira er, nýsköpun án nokkurrra opinberra styrkja !
VinstriGrænir ættu að gleðjast yfir þessu og styðja en ekki jarða.Þegar við vorum að byrja vetraferðir á jeppum, ég held hreinlega að það hafi verið áður en umhverfisráðuneytið var stofnað, þá gerðum við farsælan samning við útivistarfólk. Þetta var reyndar þegar meiri snjór var hér á veturna. Þeir sem fóru fyrir skíðasvæðinu í Bláfjöllum báðu okkur um að ferðast frekar norðan Hellisheiðarvegar heldur en sunnan hans til að sýna skíðafólki tillitssemi. F4x4 hélt þessu samkomulagi á lofti á félagsfundum og þetta gekk vel. Ef misbrestir urðu á var unnið í málinu af hálfu F4x4 og báðir undu við sitt árum saman.
Ástæðan fyrir hörðum skrifum okkar nú er ekki "rörsýni" eins og Árni varar við, heldur erum við brýnd af óbilgirni þeirra sem vilja hreinlega jarða ferðafrelsi almennings á Íslandi. F4x4 gekk af fullum heilindum til samræðu og vinnu við skipulag á svæði VÞJ. Ég hvet fólk til að kynna sér sögu þeirrar vinnu og hvernig opinberir embættismenn högðu sér í því "samstarfi". Sú arfavitlausa aðgerð að loka Vonarskarði fyrir umferð annara en gangandi afhjúpa skýrt og greininlega hvað núverandi yfirvöld ætla sér.
Snorri Ingimarsson
R-16
03.03.2011 at 22:38 #715330Námskeið til amatörréttinda verður haldið á vegum félagsins Íslenskir radíóamatörar á tímabilinu 7. mars til 27. apríl n.k. Kennsla fer fram í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes, mánudaga og miðvikudaga frá kl. 19:00-22:00. Kennslu getur þó lokið fyrr sum kvöld sem er háð kennsluefni hverju sinni.
Ath. að ekki verður af sérstöku kynningarkvöldi 2. mars n.k., heldur mun stutt kynning fara fram í byrjun fyrsta kvöldsins, þ.e. mánudaginn 7. mars. Öllum er frjálst að mæta það kvöld í félagsaðstöðuna.
Stefnt er að því að sækja um til Póst- og fjarskiptastofnunar að próf verði haldið laugardaginn 14. maí n.k. kl. 10 árdegis. Sú dagsetning býður upp á þann möguleika að efna til auka- og/eða æfingatíma eftir að formlegri kennslu lýkur.
Þeir sem hafa skráð sig á námskeiðið munu fá tölvupóst frá félaginu í dag, 1. mars, því til staðfestingar. Námskeiðsgjald verður 12.500 krónur. Innifalið eru námskeiðsgögn. Félagsmenn Í.R.A. greiða 9.500 krónur. Þeir sem gerast félagsmenn við skráningu njóta lægra gjalds. Í lögum félagsins segir, að þeir sem ganga inn eftir 1. ágúst ár hvert greiði hálft félagsgjald. Fólk á aldrinum 16-66 ára greiðir þannig 2000 krónur og fólk yngra en 16 ára (og eldra en 67 ára) 1000 krónur.
Þátttakendum er bent á að kynna sér upplýsingar um strætisvagnaferðir á heimasíðu og tímatöflu þeirra, en viðkomustöð Strætó er fyrir beint utan húsið. Nokkur spölur er í sölubúðir. Þátttakendum er því bent á að taka með sér nesti (ef þeir svo kjósa) en félagssjóður býður ávallt upp á kaffi.
Kjartan Bjarnason, TF3BJ, skólastjóri námskeiðsins veitir allar nánari upplýsingar. Tölvupóstur hans er kjartan@skyggnir.is
Sjá nánar hér: [url:324x7epq]http://www.ira.is/pages/viewpage.action?pageId=4557942[/url:324x7epq]
03.03.2011 at 20:57 #721608Svandís segir á visir.is:
"En það eru nú töluvert margir aðilar, sem kannski hafa að jafnaði lægra í samfélaginu, sem eru þeir sem fara gangandi um hálendið, sem hafa verið sáttir við þessa verndaráætlun,"Þar með undirstrikar pólitíkusinn sem stakk okkur í bakið þá skoðun sína að einungis þeir sem geta ferðast fótgangandi um óravíðáttur Vatnajökulsþjóðgarðs skuli fá að fara þar um.
Hversu stórt hlutfall þjóðarinnar er það sem mun ferðast fótgangandi á þessari leið ?
[attachment=0:syiln7q4]IMG_3059.jpg[/attachment:syiln7q4]Þarna eru margir kílómetrar, jafnvel tugir km, í næsta drykkjarvatn og útilokað fyrir venjulegt fólk að ferðast þarna um fótgangandi.
Þarna er örfoka sandur og öll ummerki eftir umferð eru horfin eftir nokkrar vikur.Þetta er gott dæmi um þá öfga og ofstopa sem ríkir í þessum "lágstemmda" hópi Svandísar, hópi sem er ánægður með að einungis fótgangandi megi ferðast um hálendið.
Hversu margir skyldu eiga eftir að fara þessa fallegu leið eftir að Svandís er búin að loka henni ?
Snorri Ingimarsson
R-16
03.03.2011 at 18:49 #721604Hugleiðingar um ferðafrelsið:
Við búum í mjög sérstöku landi. Miklar víðáttur eru í óbyggðum og náttúruöflin eru óblíð. Fáar þjóðir státa af slíku. Þessar aðstæður kalla á vélvæddan ferðamáta ef við viljum að fleiri en fullfrískir á besta aldri geti notið hálendisins.
Víðáttur og óblíð veðrátta sjá til þess að ferðir um hálendið án aðstoðar eða nálægðar vélknúninna ökutækja eru með öllu óraunhæfar fyrir venjulegt fólk.
Frelsi ofurmenna með endalausan tíma til gönguferða um landið er ekki ferðafrelsi eins og við viljum sjá það.
Eitt af aðalsmerkjum íslensks samfélags er frelsið. Þar á meðal er frelsi einstaklinga til ferða og athafna. Hálendi landsins er hættulegt, bæði að sumri og vetri. Einn þáttur í búsetu manna á Íslandi felst í að ná tökum á ferðum um hálendið allt árið. Skammt er síðan ferðir um hálendið voru nær óþekktar að vetri til og jöklaferðir voru eingöngu á færi sérhæfðra leiðangra. Nú er þetta gjörbreytt, almenningur hefur náð tök á ferðatækni sem opnar þessi hættulegu svæði á öruggan hátt. Stór skýring á því er almennt frelsi til ferðalaga um hálendið. Nú er þessi nýja ferðatækni orðin verðmæt útflutningsvara. Sem dæmi má nefna að nú er um tugur sérsmíðaðra jeppa frá Íslandi í ýmsum verkefnum á Suðurskautslandinu.
Takmarkanir á ferðafrelsi almennings í Vatnajökulsþjóðgarði er bara byrjunin. Ef svo fer fram sem horfir, þá mun ferðafrelsi almennings verða heft svo mikið að almenn þekking til að fara um hálendið mun glatast ásamt því öryggi og þeim tækifærum sem því fylgja.
Snorri Ingimarsson
R16
02.03.2011 at 21:09 #721576Ég hef verið að velta fyrir mér hver sé raunverulegur hvati að stofnun þjóðgarða og ég kem bara auga á 3 atriði.
1. Tryggja að ekki sé virkjað á svæðinu.
2. Tryggja embættismönnum ofurvald yfir svæðinu.
3. Ferðaþjónustan fái stimpil á rassinn um að hér séu "ósnert víðerni" og þjóðgarðar.Fyrir þessi markmið á að banna almenningi að ferðarst á eigin vegum um fjölmargar leiðir þar sem ekki er nokkur hætta á landspjöllum.
Í lögum um náttúrvernd koma fram markmið um að auðvelda aðgengi almennings. Þetta fólk sem starfar að VÞJ hefur gengið þvert gegn þessu markmiði með því að takamarka mjög ferðafrelsi almennings og beitt við það valdníðslu sem nú mun verða látið reyna á fyrir dómstólum hvort sé lögmæt. Mín skoðun er sú að best væri að spara skattgreiðendum launakostnað þess fólks með því að leggja störf þess niður.
01.03.2011 at 23:25 #721486Gaman að fá innlegg frá þér Gylfi og þú átt stuðning okkar allan.
Við getum allir lent í þessu og þess vegna langar mig að spyrja þig um aðstæður þegar þetta gerðist.
Hefði til dæmis verið hægt að sjá þetta fyrir, svona eftirá að hyggja ?Er eitthvað sem þú getur bent okkur á sem myndi hjálpa okkur á að átta okkur á samskonar aðstæðum, áður en það er um seinan?
Hvar gerðist þetta, nákvæmlega ?
Bestu kveðjur
Snorri R16
-
AuthorReplies