Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.03.2003 at 22:45 #470460
Er ekki ráðið að merkja allt sem er utan á bílunum (og jafnvel inni í þeim líka). Til dæmis grafa eða stansa einhver tákn í kastara að aftanverðu. Enginn vill stela hlutum sem hægt er að þekkja aftur. Er enginn á spjallinu sem getur boðið upp á að grafa bílnúmer eða eitthvað slíkt á alla hluti?
10.03.2003 at 22:39 #469446Jú, rétt er það, vellirnir eru víst kenndir við Laugarvatn en ekki Laugardal.
Snorri.
08.03.2003 at 17:57 #470170Það gekk vel, það var sól, það var snjór, það var gaman.
03.03.2003 at 23:43 #469836Ég hélt að Toyota væri japönsk stytting á TogaogÝta og er skrifað skýrum stöfum aftan á bíla sem oft þarf að "toga og ýta".
Með Datsunkveðjum
Snorri Ingimarsson
03.03.2003 at 23:39 #469440Afabróðir minn sem var innfæddur Laugdælingur hafði stundum orð á því að það væri mikið rangnefni að tala um Lyngdalsheiði í þessu sambandi. Réttara væri að tala um Bláskógaheiði. Það á þó aðeins við um vestasta hluta leiðarinnar milli Þingvalla og Laugarvatns. Þegar komið er austur af Bláskógaheiðinni taka Laugardalsvellirnir við.
Lyndalsheiðin er sunnar og sjaldan farin. Þó fór ég yfir hana í snjó fyrir um 12 árum (þegar ennþá kom alvöru snjór ;-/ ) enda hef ég haft áhuga á að finna nothæfa leið framhjá Laugardalavöllunum þegar þar er allt á kafi í vatni, sem gerist oft eftir að snjóað hefur að vetri (sjaldgæft í seinni tíð). Þetta er auðveld leið í snjó, farið er suður frá Dímon niður í stað sem heitir Kringlumýri. Þar er skáli, ekki mjög vistlegur, en þó nothæfur í neyð. Siðan er haldið yfir Lyngdalsheiðina í aust-suð-austur og helsta vandamálið er að komast gegnum girðingar sem umlykja byggð. Man ekki nákæmlega hvernig ég komst, fór gegnum eitthvert hlið með vír yfir, líklega of lágt fyrir Econoline.
Gott framtak með skýringu á Bragabót, "vörðunni sem allir þekkja", þessi skúringu ætti að birta í Setrinu.
Með "Datsun" kveðjum
Snorri Ingimarsson
06.02.2003 at 01:00 #192133Sælir félagar.
Mig langar að athuga hvort einhver hér getur hjálpað mér. Ég á Mobira NMT síma sem er búinn að vera ofan í kassa í nokkur ár. Hann er með bílakitti með öllu nema festingunni fyrir tólið. Er einhver sem lumar á svona festingu?? Ég er búinn að þræða þessi verkstæði/fyrirtæki sem mér hefur dottið í hug: Sigga Harðar, Nesradíó, Radíoþjónustu Bjarna, Hátækni ofl. Enginn lumar á þessu. Eruð þið til í að láta mig vita ef ykkur detta fleiri aðilar í hug, eins ef þið eruð til í að spyrja félaga sem henda sjaldan og gætu átt þetta til.
Bestu þakkir
Snorri Ingimarsson
26.01.2003 at 23:14 #467060Hæfilegur metingur í fjallaferðum er eitt að því sem gerir jeppasportið soldið skemmtilegt. Eftir daginn geta allir verið sigurvegarar. Þeir sem náðu að sprauta framúr einu sinni á sléttum kafla, þeir sem rötuðu, þeir sem aldrei festu sig o.s.fr. Flestir geta dregið út eitt atvik eftir daginn þar sem þeir sköruðu framúr.
Barbie á 38" kemst yfirleitt hratt yfir á meðan hann kemst áfram yfirhöfuð, léttur og með góða fjöðrun. Í mesta lausasnjónum getur svo verið gott fyrir barbí að lulla á eftir 44" bíl sem einn getur farið fyrstur. Þetta hefur gerst en til þess þarf virkilega erfitt færi. Hver er þá sigurverginn? Þetta er afstætt. Þetta er ekki eins og torfæran þar sem bara er hægt að fá stig með því að komast í gegnum hlið. Og það eru engir dómarar á fjöllum. Munum bara að það verður enginn þróun ef metnaðurinn hverfur. Hins mun spjallið hér að framan ekki skila mikilli þróun: Munum að vera málefnalegir.
26.01.2003 at 22:57 #467048Ég er á því að spjallið eigi að vera öllum opið. Við skráningu inn á vefinn þarf að gefa upp fullt nafn og því ættu menn síður að geta skrifað skítkast án nafns.
Engir nema spjallnotendur sjálfir geta stöðvað rugl og bullumræðu, besta leiðin er að svara ekki slíku, eða svara með skilaboðum í "öðrum tón" sem hvetja menn til að hemja sig.
Mér finnst persónulega allt í lagi að menn skjóti aðeins hver á annann, ef mönnum ofbýður þá er best að svara ekki.
Semsagt, leyfum frelsinu að njóta sín en látum í okkur heyra ef okkur líkar ekki umræðan.
Snorri Ingimarsson
R-16
13.01.2003 at 23:05 #466458Ég held að FINI dælan sé öflugust af rafmagnsdælunum. Hún er líka í hentugum plastkassa til að nota hana lausa.
Ef menn leita að einhverju ódýrara, þá er hægt að fá pínulitlar rafmagnsælur á bensínstöðvum. Hægt er að fá meira en 4 slíka fyrir eina FINI.
FINI fæst líka í Fossberg á svipuðu verði og í BYKO.
Ef þú vilt spara, þá er hægt að redda sér með einni eða tveim slíkum og fá sér bara kaffi og með því á meðan pumpað er. Gott er að hafa skeiðklukku til að mæla pumputímann til ða þurfa ekki að vera alltaf að trufla kafftímann með því að fara út og mæla. Þetta virkar alveg og svona notðu menn í "árdaga" jeppamennksunnar. Þá tók pumpustoppið oft um 40 mínútur, 10 mínútur á hjól.
11.01.2003 at 13:04 #466270Mig langar að leggja hér orð í belg (sem er orðinn stór). Áður en ég byrja er rétt að taka fram að alltaf er þetta spurning um ákveðinn smekk að lokum. Það sem einn vill hentar ekki öðrum, jafnvel þó að báðir ferðist saman.
Ég er nýbúinn að fara í gegnum þetta val. Átti alltaf öfluga jeppa, flutti út ’93, kom aftur ’01 og gat byrjað með hreinan sjó. Tók mig eitt ár að velja áður en ég tók stökkið. Markmiðið var að byggja verulega öflugan ferðajeppa sem ég gæti átt í 8-10 ár. Ég spáði í 90Cruiser, 100Cruiser, "Ljóta"Cruiser, Chevrolet TrailBlazerEXT, Duramax pickupa, ToyotaDoubleCab, Musso, Rexton, Patrol o.m.fl.
Hikaði lengi við Patrolinn vegna þess að almennar kjaftastögur gera lítið úr aflinu í honum. En leist alltaf vel á undirvagninn og boddíið. Fann þó út að lokum að það væri jafnbesti bíllinn fyrir mig. Ég fékk mér nýjan sjálfskiptan tuskubíl. Þegar ég fór að keyra kom aflið mikið á óvart. Nú er ég að komast á 44" með öllu (öðru en showoff dótinu)og gaman verður að sjá hvað hægt verður að koma honum áfram í snjó.
Lét breyta hjá Breyti, einn af kostunum við Patrol er að búið er að þróa vel breytingar á honum og því auðvelt að kaupa þá vinnu. Sérstaklega fyrir þá sem eru vanir að breyta sjálfir, hafa ekki lengur til þess tíma, en telja sig vita nákvæmlega hvernig þetta á að vera. Ég tók nokkuð staðlaða breytingu með mörgum nýjum afbrigðum. Breytir hefur staðið sig frábærlega í þessu verki.
Þetta gæti líka átt við um fleiri tegundir, Musso og Rexton eru í góðum höndum, bara örlítið of litlir fyrir mig, því miður. Þjónusta við Toyota bíla er margrómuð, ég vildi bara ekki 90Cruiser, vitandi af 110Cruiser á leiðinni og 100 Cruiser fannst mér of viðamikill í breytingu, ekki er til nægilega þróuð 44" breyting að mínu mati til að kaupa út þá breytingu sem ég þarf (með framhásingu og öllu). Aðrir fást ekki sjálfskiptir, sem er skilyrði hjá mér. Semsagt, endaði á Patrol.
Þetta er mitt val og ég ætla ekki að segja öðrum að velja eins, þetta er bara til upplýsingar. Val á jeppa er mörgum álíka krítískt og val á eiginkonu og ekki veit á gott að skipta sér um of af vali félaganna á eiginkonum, hvað þá að sama konan henti öllum.
Ég bendi mönnum á að verða sér úti um bókina "Jeppar á Fjöllum" til að kynna sér "eðlisfræði" jeppa og það mun hjálpa mönnum að velja rétta jeppann fyrir sig.
Varðandi ameriska jeppa, þá hafa þeir breyst ofboðslega frá ’74 Bronco. Ég vil reyndar ekki hallmæla þeim bíl, í honum var að mörgu leyti lagður grunnurinn að nútíma jeppabreytingum. Nýir amerískir standa þeim asísku ekkert að baki. Þetta snýst mikið um markaðssetningu og hvað við erum vanir að sjá. Hins vegar hafa umboðin fyrir ameríska bíla staðið sig hörmulega svo ekki sé meira sagt. En það er vert umhugsunar að hægt er að fá nýjan framöxul í Dana60 hásingu á ca 5-10 sinnum lægra verði en nýr framöxull kostar hjá umboðinu í Patrol.
10.01.2003 at 00:25 #46621630.12.2002 at 17:16 #191933Ég vil vekja 4×4 félaga til umhugsunar um að kaupa flugelda af björgunarsveitunum frekar en öðrum. Mestallt rekstrarfé þeirra kemur frá flugeldasölu og fyrir okkur jeppaferðamenn er ómetanlegt öryggi í því að hafa vel búnar björgurnarsveitir ef eitthvað alvarlegt kemur uppá.
Einfaldasta leiðin fyrir okkur sem tengjumst björgunarsveitunum ekkert, en viljum styðja við þær, er að láta peningana sem við eyðum hvort sem er í flugelda renna til þeirra.
Óska öllum 4×4 félögum góðs gengis á nýju ári og þakka fyrir það gamla.
19.11.2002 at 00:24 #464386Af hverju setur þú ekki Patrol hásingar undir Toyotuna ???Þær eru alveg nautsterkar og svo eru þær með alvöru öxulliðum að framan sem láta framhjólin snúast á jöfnum hraða þegar lagt er á. Auðvelt er að smíða gormafjöðrun um leið því að allar festingar eru tilbúnar á hásingunum. Ég get bent þér á gott hásingapar undan Patrol ca ’94 ef þú vilt.
-
AuthorReplies