Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.05.2003 at 01:36 #467822
Ég rakst á þetta: "Ég er reyndar ennþá að spá í að vera ekki að tefja mig á þessu læsingabulli, en eins og þú veist, þá sá ég ekki ástæðu til að læsa barbí inni og komst þó ágætlega um… "
og langar að commentera á þetta viðhorf.Ekki það að ég ætli í ritdeilur við BÞV um gildi læsinga. Mig hefur lengi langað að skjóta í víðara samhengi á þetta villuviðhorf sem ég hef heyrt mikið haldið á lofti. Reyndar held ég að það sé tvennt sem kemur þessari villuréttlætingu af stað:
1. Níska (má stundum kalla blankheit).
2. Læsing fæst ekki og eigandinn afneitar þeirri neyð.Ég botna ekki í mönnum sem telja sig ekki þurfa læsingar. Þetta er grundvallaratriði til að komast áfram þegar í harðbakkann slær. það er ekkert sem getur reddað læsingaleysi þegar á reynir. Reyndar getur góð fjöðrun og fleira hjálpað mikið, en þegar á reynir, þá þarf læsingar bæði að framan og aftan. Barbie hefur góða fjöðrun en ég hef líka séð hvernig það er eins og hálfslokkni á þeim í alvöruerfiðu færi.
Undanfarin ár hefur mikið borið á tegundum sem læsing fæst einfaldlega ekki í. Og menn hafa talað um þessar tegundir eins og alvöru jeppa sem hægt er að gera öfluga. Ég sé það bara ekki sem neinn alvöru efnivið. það er kannski hægt að gera þetta þokkalegt en það mun alltaf vanta punktinn yfir i-ið í þessum tegundum.
BÞV, ég ætla rétt að vona að það komi fljótt læsing að framan og að þú tímir að kaupa hana, fyrr getur þetta ekki orðið alvöru Pæja hjá þér.
Annars er alltaf gaman þegar menn gera eitthvað nýtt (of lítið orðið um það í seinni tíð). Og ég hlakka til að sjá til nýju Pæjunnar í snjó og sjá hvenig vissir þættir í sjálfstæðu fjörðunninni að aftan hegða sér.
Bestu kveðjur
Sing
25.05.2003 at 13:20 #473758Eitt af því sem viðheldur þessum ófögnuði eru þeir sem eru tilbúnir að kaupa þýfi.
Fyrst miklu er stolið er ljóst að mikið er keypt.
þeir sem kaupa þýfi vísvitandi eru þjófsnautar.
Við þurfum þess vegna að setja pressu á alla félagsmenn að kaupa ekki notaða hluti nema kanna fyrst hvort þeir eru stolnir. Þið athugið að sá sem hefur keypt þýfi á engan eignarrétt, jafnvel þótt hann hafi staðið í skilum við þjófinn.
Annað sem hægt er að gera er að merkja alla aukahluti þannig að ekki sé hægt að má það af, ég hef vakið máls á þessu áður.
Nú vantar bara einhvern framtakssaman til að bjóða uppá ígrafnar merkingar eða eitthvað sambærilegt.
Sing
24.05.2003 at 11:23 #192606Margar spurningar hafa komið upp í þræðinum um Friðlýsingu jökla og þetta vekur upp ýmsar pælingar.
Eitt atriði hefur mig oft langað til að „færa á þráð“.
Það er ástandið á vorin (og oft um snjólétta vetur) þegar snjórinn er ekki samfelldur. Þá er oft svo auðvelt að hafa mikið loft í dekkjunum og krækja fyrir skaflana. þetta er nú einu sinni gamla aðferðin sem notuð var við vor og sumarferðir áður en menn gátu keyrt á snjó.
Ég og mínir félagar höfum einhvern veginn alltaf haft ákveðinn metnað í þessu og ég veit að sama gildir um marga ferðamenn. Við höfum alltaf talið það lítillækandi að þurfa að krækja fyrir skafl og algjör óhæfa að gera það á kostnað gróðurs. Þess vegna höfum við oft verið smástund að hjakka okkur í snjónum þar sem fljótlegra hefði verið að fara útfyrir. Kannski er þetta vegna þess að við börðumst mjög fyrir því að mega keyra á snó utanvega uppúr 1980 og vildum sanna fyrir öllum (líka sjálfum okkur) að þetta væri hægt án skemmda.
Stundum finnst mér eins og farið sé að slakna aðeins á þessu prinsippi. Þegar menn eru að keyra hver í kappi við annann þá vill þetta gleymast og svo held ég að margir séu oft ekki til í að gefa sér þann tíma sem þarf.
Þessu þurfum við að breyta og líta á það sem sigur ef okkur tekst að komast yfir lausasnjódyngju í veginum í staðinn fyrir að krækja fyrir í mosaþembum.
Tíminn er dýrmætur en á ferðalögum hugsum við ekki þannig, við erum laus við vinnuna og klukkuna. En nú er komin upp nýr atvinnuvegur á fjöllum. Hvað gera menn þegar þeir eru með fullan bíl af útlendingum og eiga að fara austur Bláskógaheiði á Laugavatn og vera mættir þar fyrir ákveðinn tíma? Ég hef orðið vitni að því að einbíla túristakeyrari var að drífa sig þessa leið í leiðindaveðri. Vegurinn var hér og þar fullur af lausasnjó og autt á milli. Við félagarnir ekkert að flýta okkur og vorum hálffastir að hjakka þegar hann brunaði framhjá og hvarf í sortann. Svo sáum við ekki meira af honum þann daginn nema GroundHawg munstrið stimplað upp mosabrekkurnar framhjá sköflunum í veginum. Hann hafði farið hægt og ekki rifið mosann mikið, kunni greinilega að keyra. Sem betur fer sást ekkert á þessum stöðum sumarið eftir (síðasta sumar). Viða eru þó komnar slóðir af þessum völdum utan við veginn, það koma nefnilega för ef fleiri einn keyra utanvega á sama stað.
Nú er ég ekki að deila á túristakeyrara sem verri jeppamenn en aðra, bendi bara að tímapressan á greinlega til með að leiða menn útaf sporinu. Ég gæti trúað að margir jeppaferðamenn lumi á sambærilegum sögum.
Ég legg til að við leggjumst á eitt að viðhalda gamla prinsippinu, það getur skipt miklu við að halda frelsinu. Sérstaklega ef umferðin eykst, þá má hver um sig skilja minni spor eftir sig.
Nú er sá árstími sem mest er um þetta og mikið er af nýjum og óvönum ferðalögnum, oft á minni dekkjum, sem hugsa ekki út í þetta eða komast ekki nema krækja. Leggjum okkar af mörkum og bendum á þetta þar sem við rekumst á annað jeppaferðafólk.
Sing
23.05.2003 at 23:14 #473524Í tilefni morgundagsins, þá heyrði ég eitt sinn sögu af göngufólki sem var komið eftir langa mæðu upp á Öræfajökul. Þarna mitt í kyrrðinni og óbyggðunum gengu þeir fram á Toyota Xcab sem stóð einn undir Hnúknum. Afturí lágu tveir þekktir jeppamenn og voru að horfa á Eurovision í sjónvarpinu.
Gaman væri að vita hvort þessi saga sé sönn, mennirnir voru nafngreindir en ég ætla að bíða með að upplýsa nöfnin ef þetta fæst ekki staðfest.
Lýsi hér með eftir staðfestingu, ef þetta er satt þá þarf það á komast í annála jeppaferðanna.
Sing
21.05.2003 at 01:02 #192598Sælir félgar
Hvernig væri nú að fá umræðu um þennan microskurð á dekkjum.
Ég hef heyrt nokkrar fullyrðingar.
1. Þetta minnki verulega veghljóð (hvin) í dekkjunum, algjört „möst“.
2. Þetta sé miklu betra í hálku, gefur svo margar brúnir.
3. Þetta minnki veghljóð (hvin) lítið sem ekkert, eintómt peningaplokk.
4. Þetta auki bara slitið á dekkjunum.o.s.fr.
Þetta stangast „aðeins“ á en eins og allir alvöru jeppamenn, þá voru viðmælendur algjörlega vissir í sinni skoðun.
Hvað finnst mönnum?
Sing
20.05.2003 at 21:52 #473494Nú er mikið búið að skrifa síðan ég leit á þráðinn síðast.
Mér finnst hér vera slíkt alvörumál á ferðinni að við ættum að leggja allan skæting og persónuleg skot til hliðar.
Nokkur atriði sem mér finnst rétt að nefna:
Lög og reglur verða að vera orðaðar eins og á að túlka þær. Annars er voðinn vís. Við verðum því að lesa textann, skilja íslenskuna, og átta okkur á því hvað hann þýðir. Ekki láta eitthvað sem sagt er óskrifað með trufla okkur. Við blasir "ofurbann", við verðum að reyna að gera eitthvað í þessu. Þarna er ég sammála lögfræðingnum BÞV hvað varðar túlkunina á orðalagi laga og reglna.
Gætum þó að hverju skrefi og forðumst öfgatal. Málefnið er nógu sterkt þó að það sé ekki skreytt með öfgum. Öfgar eru helsta vopn þeirra sem hafa veikan málstað að verja.
Það er til umhugsunar hvort landið okkar eigi bara að vera aðgengilegt ofurmennum eða öllum almenningi. Ég gæti vel hugsað mér að mása mig upp allan Öræfajökul á tveim jafnfljótum, ég bara gæti það ekki. Mér dugði alveg um daginn að mása mig upp Hnúkinn frá sléttunni á toppi Öræfajökuls. Svona án gríns, þá er alveg öruggt að það verður einungis á færi örfárra Íslendinga að njóta dásemda Vatnajökuls ef umferð vélknúinna ökutækja verður bönnuð.
Við erum ekkert að tala um neinar venjulegar víðáttur þarna.Hér hefur verið rætt um frelsi. Ég hef kynnst hollenskum jeppamönnum (þeim síðustu). Þeir búa í landi sem búið er að leggja 100% undir manninn, semsagt ekki jeppavænt. Þeir fara í jeppaferðir á nóttunni til að sjá ekki hvað þeir eru nálægt mannabyggð og geta villst (skipulegja næturratleiki á sveitavegum og fá sér Ertusúpu um fjögurleytið um nóttina). Þeir buðu mér með í jeppaferð til Frakkalands fyrir nokkrum árum. það var búið að hleypa úr uppistöðulóni þar, sem er bara tæmt á 100 ára fresti og þeir voru að fara að spóla i drullunni því að það er nú ekki leyfilegt hvar sem er. Því miður komst ég ekki með að sjá (ég man hvernig kálfarnir voru í sveitinni þegar þeim var sleppt út á vorin). Þeir fara nú til Rúmeníu í jeppaferðir því að þar má allt (spóla heima hjá öðrum því að það er bannað heima). LANGAR OKKUR Í ÞETTA?
Ég sagði þeim að við ættum leikvöll sem er 300 km langur og 200 km breiður og við hefðum alveg útaf fyrir okkur 6 mánuði á ári. Ekki væri hægt að valda skemmdum á landi því snjórinn hlífir öllu. Náttúran er algerlega ósnert (fyrir utan ljótar rákir á himninum eftir háloftaþoturnar og gerfitungl sem sigla á milli stjarnanna). Við þyrftum ekki einu sinni að borga neinum þegar við færum inn á völlinn. Þetta er alveg einstakt, amk í Evrópu. Miðað við áhugann hjá þeim þá hafa há fraktgjöld hjá skipafélögunum og há flugfargjöld hreinlega bjargað okkur frá holskeflum snaróðra jeppamanna frá Evrópu (þeir halda nefnilega vel um budduna þarna). Þeir sem tíma að koma hingað á sínum fjallajeppum eru sem betur fer ekki of margir og margir þeirra eru vel og skynsamlega hugsandi menn (annars ættu þeir ekki pening til að koma).
Við verðum að vernda þetta frelsi, og nýta þennan leikvöll skynsamlega. Hann er engum til gagns ef hann er ekki notaður. Samanber rifrildisefni Grikkja til forna um það hvort hljóð heyrist þegar tré brotnar í skógi ef enginn er til að hlusta -> Er fegurð fjallann til staðar ef enginn er til að njóta?.
Við verðum að gera tvennt.
1. Haga okkur þannig að við eigum skilið að njóta frelsisins áfram.
2. Halda vöku okkar og berjast stöðugt fyrir skynsamlegum reglum og skynsamlegri nýtingu hálendisins (fyrir alla, ekki bara ofurmenni).Svo mörg voru þau orð.
Sing.
18.05.2003 at 22:43 #473424Ekkert mál.
Þessi pæling um grind eða ekki gind getur verið fróðleg og margt sem kemur upp þegar farið er að pæla.Varðandi grindarlausa og grindarjeppa þá ætti ekki að vera óleysanleg vandamál með grindarlausu jeppana þó að við séum vanari grindarjeppunum. Suma hluti þarf bara að nálgast örðuvísi og gera á annan hátt. Og finna þarf út úr öðrum vandamálum. En þetta er alltasaman hægt og þarf ekki að vera verra þó að það sé öðruvísi.
Í framhaldi af fyrri umræðu: Í þau skipti sem ég hef beygt gind hefur það ekki bitnað á boddíinu og það hefði verið mun meira mál að laga þær gindarsveigju ef gindin hefði verið sambyggð boddíi. Svo má aftur spyrja sig hvort grindin hefði bognað yfirhöfuð ef þetta hefði verið sambyggt. Versta dæmið mitt er IFS Toytan (88 Xcab)sem hoppaði aðeins. Grindin kýldist inn fyrir ofan IFS báðum megin að framan. Grindina varð að tjakka til baka.
Sing
18.05.2003 at 22:39 #473422Óli, skelltu druslunni á a.m.k. 38 tommur og hættu að væla þetta. Þú kemst örugglega helling á 36 tommum en bara miklu meira á 38 tommum. Og hafðu það Mudder en ekki GroundHawg (a.m.k. mín skoðun).
Ef það er eitthvað sem við höfum lært á síðustu 25 árum þá er það að þó að mönnum finnist tiltekinn jeppin ekki bera nema tiltekna stærð af dekjum, þá er það algjör taugaveiklun.
Þú getur líka sett 44" undir hann en það er íhugunaratriði hvort þú drífir nokkuð maira með því nema endrum og eins.Til að byrja með þá er jeppinn ekki að bera dekkin heldur eru dekkin að bera jeppann. Og það er léttara fyrir 38" dekkin að fljóta með jeppann heldur en 36" dekkin. Hann sekkur einfaldlega minna. Þannig að líta má þannig á það er léttara fyrir jeppann að snúa 38" dekkjunum. Þetta fann ég vel á CJ-5 jeppanum mínum árið 1981 þegar ég féll í sömu gryfju og þú ert í þann veginn að falla í. Hann vann sér þetta léttar á 38" heldur en 35" vegna þess að hann flaut betur (var reyndar á diagonal GumboMonsterMudder) þá.
Skoðaðu sílsana betur, það sem þú klippir burt af þeim er ekki mikilvægur hluti af burðarvirkinu (þarna þarf þó að kunna aðeins til verka), hafðu meiri áhyggjur af ryðsækni eftir klippur og suður.
Annars er alltaf velkomið að kippa í þig, það er ekki málið, en ef þú ert á of litlum dekkjum mun ég lesa þér pistilinn á meðan.
Sing
18.05.2003 at 00:35 #473416Þar með fór þessi þráður útaf sporinu eins og svo margir aðrir.
Ég leggi til að menn haldi sig frá efsta stigi lýsingarorða í yfirlýsingum, allvega ætla ég ekki að taka þátt í þannig hnippingum.
17.05.2003 at 00:19 #473406Við skulum hér með auglýsa eftir sögum um lengingar á grindarlausum bílum, ef þær eru þá ekki þjóðsögur.
Það sem ég tel helst muna á jeppum með gind og ekki grind er eftirfarandi (ath ekki tæmandi):
1. Grindarlausir jeppar eru léttari, jafnvel miklu léttari.
2. Grindarlausir jeppar eru líklega veikbyggðari.
3. Auðveldara er að laga skekkta grind eftir óhapp (sem eru stundum tíð hjá mörgum virkum jeppamönnum) í grindarjeppa.
4. Ekki er eins rík hefð fyrir breytingum á grindarlausum jeppum en ég er viss um að það er hægt að breyta þeim jafnmikið (ef menn hafa tíma og nenna að dunda við nýjungar, sem er að verða of sjaldgæt finnst mér).
5. Úrklippuvinna er varasamari í grindarlausum jeppa vegna þess að boddíið er hannað til að vera burðarvirki bílsins.
o.s.fr.S Ing
16.05.2003 at 20:55 #473402Kannast ekki allir við sögur af Lödu Sport jeppum eftir slæmar festur?
Þá var ekki lengur hægt að loka hurðum eftir að teygt hafði verið á bílnum við að draga þá upp.
Hvers vegna skyldi það hafa verið?
16.05.2003 at 20:49 #473440Þetta er fróðleg lesning. Ég er einn af stofnfélögum klúbbsins og vann talsvert í þessum málaflokki fyrstu árin. Ég get tekið undir það að mikil hugarfarsbreyting hefur átt sér stað gagnvart jeppamönnum frá þessum tíma og vil þakka starfi klubbsins um það að mestu. Einnig heibrigðu hugarfari flestra jeppaferðamanna og virðingu þeirra fyrir náttúrunni. Ég held að eftir því sé tekið. Þar vil ég líka þakka félaginu okkar fyrir gott innlegg og jákvæðan áróður. Svokallaðir öfgamenn í náttúruvernd hafa þurft að lúffa fyrir þeim sem styðja meðalhóf og skynsemi.
Hins vegar vil ég vara við einu því að síðasti öfgamaðurnn er örugglega ekki kominn fram ennþá. Og hver veit nema hann komist til áhrifa. Þá er eins gott að orðanna hljóðan í reglugerðum og lögum sé ekki honum í hag. Það er nefnilega engin trygging fólgin í því að ráðandi menn á þessu sviði túlki ávallt orð laganna eins og nú er gert. Með breyttu hugarfari einu saman er hægt að þurrka út jeppaferðir á Snæfellsjökul og hver veit nema Vatnajökull fylgi allur í kjölfarið ef hann verður gerður að þjóðgarði.
Hvers vegna á orðalag í lögum og reglugerðum ekki að vera eins og það er túlkað?
Af hverju þarf að orða lögin þannig að yfirvöld hafi þægilegt alræðisvald ef þeim sýnist ef ekki á að nota það vald ?Við þurfum að halda vöku okkar og halda góðu starfi klúbbins okkar áfram.
Þetta minnir mig aðeins á fyrstu ár F4x4. Eitt af þeim málum og árekstrum sem ýtti undir stofnun félagsins var kæra sem lög var fram á hendur nokkrum jeppamönnum fyrir að valda "sjónmengun" og "hljóðmengun" við Öskjuvatn. Upp úr því vildu öfgamenn setja strangar reglur sem bönnuðu allan akstur utan vega, m.a. til að hlífa gróðri. Við héldum uppi vörnum og bentum á að þegar væru lög sem bönnuðu allan akstur utan vega þar sem skemmdir gætu hlotist af. Við bentum á að frekari bönn væru bara endurtekning á þessu banni, nokkurskonar ofurbann. Við kynntum á sama tíma ákaft nýtt fyrirbæri sem var akstur á snjó sem olli engum skemmdum á landinu. Rök sem notuð voru gegn gegn okkur voru þau að að frekari bönn einfölduðu allt eftirlit. Félgar í F4x4 gáfust ekki upp og við höfðum okkar sjónarmið fram með rökfestu og þrautseigju. En er hættan ekki enn uppi? Orðalag sem ofurbannar allt og lausari túlkun, "í byrjun".
En mikið hefur áunnist þessi 20 ár. Fyrsta sinn sem fulltrúar f4x4 mættu á náttúrverndarsamkomur og náttúruvernarþing mættu þeir beinni andúð og nokkurs konar "hvernig difist þið að láta sjá ykkur hér" andrúmslofti. Nú er öldin önnur og jeppamönnum tekið á slíkum samkomum af trausti og virðingu. Þetta er mikill árangur.
Við þurfum að átta okkur á því að við höfum mikið frelsi til að stunda áhugamál okkar hér á landi og við þurfum að fara vel með þetta frelsi, annars verður það tekið af okkur. Höfum það í huga á ferðum okkar um landið.
Með kveðjum
Snorri Ingimarsson
07.05.2003 at 22:39 #473182Ég hef heyrt að þetta eru ekki radialdekk heldur "diagonal". Kannski getur einhver frætt okkur betur um þetta.
Ef rétt er, þá eru þessi dekk líkari gömlu 38" Gumbo Monster Muddderunum, þau voru líka diagonal.
Sumir ganga svo langt að segja að radialdekk jafnist á við mun stærri diagonaldekk. Út frá gamalli reynslu fannst mér 36" radial mudderinn betri en 38,5 (diagonal) Monster Mudderinn.
Snorri
15.04.2003 at 22:10 #472490Þakka þér fyrir Lúther.
Þá er komin skýring á þessu tilviki, þetta var ekki meint sem skammir heldur sem umræða fyrir framtíðina til að svona tilvik valdi okkur síður angri síðarmeir.
Feginn er ég að heyra að þið Arctictrucsmenn voruð ekki fastir alla nóttina hinum megin við næsta hól, við veltum fyrir okkur hvort þið væruð í einhverju basli í krapanum. Við heyrðum reyndar ekkert á VHF-inu svo að við sváfum rólegir.
Nú sendum við skilaboðin áfram og vonum að menn panti hóflega um páskana og afpanti vandlega. Reyndar er ég frekar á móti þeim kúltur að menn geti pantað skála og vísað öðrum frá frekar en þrengja að sér. Ég tel nú að flestir jeppaferðamenn séu þannig sinnaðir í raun og vona að það verði áfram.
Snorri Ingimarsson
15.04.2003 at 07:56 #192488Sælir félagar.
Mig langar að hefja máls á nýju málefni, sem er pantanir á skálum.
Við félagarnir brugðum okkur á Hveravelli um helgina og gistum þar. Engir aðrir voru á svæðinu sem er óvenjulegt á þessum árstíma. Við spurðum Hvervallabóndann hvort við gætum ekki gist í gamla skálanum en þá var hann pantaður fyrir 20 manna hóp frá Arctictrucs. Við sáum enga heimskautatrukkafara þarna né heldur nein merki um þá á leiðinni og það varð úr að við fengum skálann en urðum að vera viðbúin að færa okkur auðmjúklega ef löglegir rétthafar skálans myndu birtast.
Enginn kom og daginn eftir hafði Hveravallabóndinn ekkert heyrt frá þeim.
Þá erum við komin að kjarna málsins. Það hefur mjög færst í vöxt að skálar eru pantaðir. Áður fyrr hafði sá skálapláss sem fyrstur fann en nú er komið á pantanakerfi og menn reknir á milli húsa ef þeir hafa komið sér makindalega fyrir í pöntuðum skála, samanber frásögn sem ég las af nýlegri kvennaferð. Þegar svona kerfi er komið á, þá er mjög mikilvægt að láta skálverði vita ef forföll verða og í rauninni algjör dónaskapur að gera það ekki.
Kannski geta heimskautatrukkafararnir svarað fyrir sig í þessu tilviki en ég skora á menn að sýna öðrum þá tillitssemi að afpanta pantaða skála ef þeir nenna ekki af stað, komast ekki eða fara ekki alla leið af öðrum ástæðum.
Með Datsunkveðjum
Snorri Ingimarsson
11.04.2003 at 00:03 #472302Ég er með svona FINI dælu og er ánægður, hef þó aðeins samanburð við Airco dælur.
Er með Patrol og dælan er utan við klæðningu vinstra megin aftast. Þar rétt kemst hún fyrir með smá breytingu á klæðningunni. Hávaðinn er ekki leiðinlegur, semsagt í lagi.
Ég keypti mína dælu í Fossberg, sem mér finnst miklu jákvæðara en að versla af BYKO risanum. Fossberg sérverslun sem alltaf hefur þjónað okkur jeppasmíðamönnum vel.
Með Datsunkveðjum
Snorri Ingimarsson.
19.03.2003 at 22:36 #192378Hér er til gamans smá pæling eða ráðgáta sem stundum hefur komið upp í spjalli á milli manna.
Allir vita að ummál hjóls er 2 x radíus x pí. Pí er ca 3,14
Hugsum okkur fullvaxið jeppadekk, fullpumpað. Mælum radíusinn og reiknum hvað bíllinn fer langa vegalengd á einum hring á hjóli. Það ætti að vera ca 2 x radíus x pí.
Hleypum nú vel út. Radíusinn minnkar trúlega um ca 30 – 40 %. Hvað fer bíllinn nú langt á einum hring á hjóli?
Er það nýji radísuinnsem ræður, hvað verður þá um sólann sem mynda stærra ummálið, ekki krumpast hann saman þannig að hann styttist um 30-40%?
Verður þetta eins og belti eða hvað? Er einhver með skýringar eða tilgátur?
Nú væri einfalt að mæla þetta, hef ekki prófað það sjálfur. Kannski einhver vilji mæla þetta og upplýsa okkur.
Pælingakveðjur
Snorri Ingimarsson
16.03.2003 at 23:58 #469620Það var mynd af þessu nýja 40 tommu radíaldekk fyrir 17" felgur í síðasta 4Wheeler. Lofar góðu sem sumardekk.
Til Heklumanna: Vitið þið hvenær það kemur og hvað það kemur til með að kosta?
Mig vantar nefnilega stór sumardekk og sumarið er að koma.
Með Datsunkveðjum
Snorri Ingimarsson
12.03.2003 at 22:02 #470534Vel mælt hjá síðustu ræðumönnum!
Notum þessa síðu til uppbyggilegri verka.
Snorri Ingimarsson
12.03.2003 at 21:58 #470706Það er engin spurning um að þú kemst miklu meira á 38" heldur en minni dekkjum. Þú munt finna muninn í flestum ferðum. Læsingar að framan og aftan eru líka nánast nauðsyn, sérstaklega ef þú vilt geta farið fremstur.
Eina afsökunin sem ég tek til greina fyrir því að vera á svona bíl á minni dekkjum en 38" og ólæstum væri að þú ættir ekki fyrir því. Þú getur ferðast fullt á þessum bíl á 35" og ólæstum. Engin ástæða er til að láta smá blankheit stoppa sig í að ferðast og vera með, en ef þú getur þá er hitt miklu betra, engin spurning, það er ekki spurning um tísku.
Þú kemur varla 38" dekkjum undir án þess að klippa úr brettum, en með því að klippa aðeins ættu þau að komast undir án annara breytinga. Kíktu við hjá Breyti(http://www.breytir.is), þeir þekkja þessa bíla vel.
Bestu kveðjur
Snorri Ingimarsson
-
AuthorReplies