Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.11.2003 at 20:47 #481114
Sammála. Félagsmenn menn og aðrir verða að virða það að þetta er frír miðill fyrir alla og gæta sanngirni. Annars neyðist félagið væntanlega til að loka fyrir þetta að einhverju leyti. Eða taka upp ritskoðun sem er tímafrek og ekki í anda þeirrar frjálsu umgegni sem við berjumst fyrir á fjöllum og víðar. Og þykjumst geta farið með á réttan hátt !!!!!!!!
Ég legg til að vefstjóri setji einhverskonar siðareglur með því að höfða til samvisku manna, á vefinn. Til dæmis að þær komi upp áður en vistað er, svona til ábendingar.
Eitthvað á þessa leið með myndir:
Myndaalbúmið er fyrst og fremst ætlað fyrir myndir af jeppum og öðru tengdu jeppaferðum. Vinsamlega virðið birtingarfrelsið og takið tillit til þess við val á myndum til birtingar.Að mínu mati eru myndir af óbreyttum jeppum og lítið breyttum jeppum líka velkomnar, einnig allskonar myndir svo lengi sem þær tengjast jeppasportinu eða jeppaaferðalögum á einhvern hátt).
Ég er einn af þeim sem fer daglega inn á vefinn til að skoða innsendar myndir og finnst þessir gluggar með nýjustu
myndunum mjög sniðugir. Þeir mættu vera fleiri eða að aðeins kæmi ein mynd frá hverjum aðila.Varðandi auglýsingadálkinn, þá eru vinsældir hans miklar meðal auglýsenda, sem bendir til þess að auglýsingarnar virki. Hins vegar er líftími auglýsinga lítill sem vekur freistingar um að gera trix. Ég legg til að birt verði tilmæli um að menn birti einungis auglýsingar sem tengjast jeppum og jeppasporti og glugginn á aðalsíðunni verði stækkaður þannig að auglúysingar lifi lengur í gluggnaum.
Snorri Ingimarsson.
20.11.2003 at 00:23 #193198Í kvöld var gerð innrás á myndaalbúmið með fáránælegum hætti. Einhver Bjarki Lúðvíksson setur inn söluauglýsingu um einhverja örlagadruslu í jeppamyndaalbúmið okkar.
Ég vil benda þessum Bjarka á að hann getur keypt sér ódýra auglýsingu í blöðunum um þessar mundir og ætti því að láta síðuna okkar í friði fyrir þessum ósköpum.
Til annara félaga: Hvernig eigum við að verjast þessu? Þurfum við að setja upp vefstjóravakt til að verjast svona nískupúkum?
Snorri Ingimarsson
14.11.2003 at 23:20 #480600Frábær hugmynd!
Nú er bara spurning hver sé nógu villtur til að panta sett og prófa hvort þetta virkar. Annað eins hafa menn nú lagt undir.
Reyndar virkar þetta væntanlega ekki gegn stóra vandanum með 44" dekkin, þ.e. að þau spóla á felgunni. Þar kemur bedlock betur að gagni. Svo er affelgun ekki annars ekki vandamál með réttum dekkjum og réttum felgum, þannig að það er spurning hverjum þetta hjálap nema þeim sem hafa fjárfest vitlaust í slíku.
Samt væri nú gaman ef einhver prófaði!
Snorri.
09.11.2003 at 21:44 #193141Ég er að spá í hvaða felgur ég eigi að velja til að smíða uppúr fyrir 44 tommurnar fyrir patrolinn.
Veit einhver um felgur sem eru heppilegri en þessar illfáanlegu orignal patrolfelgur? Þær eru sterkar (ef þær eru rétt smíðaðar), með góða miðju og innvíðar. Aftanmálið (backspace) er held ég um 10,5 sm.
Ætli það séu til aðrar felgur með meira backspace og komast samt undir Patrol?
Ég er búinn að máta Mussofelgur sem lofuðu góðu og eru til á góðu verði hjá benna en þær rekast í bremsurnar á Patrolnum að framan.
Ég vildi gjarnan komast yfir orginal 15″ Patrol stálfelgur en ekki fundið neinar enn.
Lýsi hér með eftir hvort fleiri gerðir koma til greina:
Felguboltafjöldi: 6
Stærð 15″
Breidd skiptir ekki máli.
Efni: Stál
Dekkjakantar (brúnir) þurfa að vera góðir.
Gjörðin þarf að gefa gott pláss yfir bremsur.
Backspace amk 10,5 sm, helst meira.Er einhver búinn að finna svona felgur?
Snorri Ingimarsson
08.11.2003 at 16:43 #478596Rétt Hlynur, þín spurning er áhugaverð en aðeins meira um legustærðir fyrst:
Til þess að koma framöxlinum út að hjóli þarf nafið að vera stærra (sverara) og þar af leiðandi eru framhjólalegurnar í yfirstærð. Þær eru því mun sterkari en þær þyrftu annars að vera, nokkuð sem er mikið happ fyrir okkur stórhjólamenn.
Hlynur: Varðandi endingu á jeppalegum að framan almennt, þá tel ég að drulla, meira vatn og þess háttar valdi því að legurnar skemmast fyrr, þetta sé ekki bara slit af völdum meira álags.
Og þá komum við að því að stærri dekk færa legurnar hærra upp svo að þær fara sjaldnar á kaf í vatn og drullu. Þetta skiptir kannski ekki miklu máli en er skemmtilegt innlegg í það hvers vegna stóru dekkin eru ekki þeir ógnvaldar sem ætla mætti við fyrstu sýn.
Við reiknuðum út í árdaga hvernig "statiskir" kraftar á legur breytast þegar dekkin eru stækkuð. Þá er bíllinn skoðaður í kyrrstöðu og skoðað hvernig þyngd bílsins leggst á legurnar fyrir og eftir felgubreikkun.
Þessir kraftar á ytri leguna aukast mikið við felgubreikkun en á móti kemur að við erum svo heppin að legan er í yfirstærð, sbr að framan.
Svo er annað, skoðum þetta svo á ferð: Eftir því sem dekkið er stærra og þyngra, þá verður hverfiþungi þess meiri þegar það er á snúning. Um leið valda ójöfnur á vegi minni púlsum upp í legurnar. Þetta vegur á móti álgasaukningunni af völdum stærri dekkja.
Prófið að keyra á yfir kanstein á mikilli ferð, annars vegar á litlum hjólum og hins vegar á stórum hjólum. Í hvoru tilvikinu haldið þið að meiri kraftpúls komi upp í legur og sýrisliði?
Sjáiði pointið?
Snorri
08.11.2003 at 00:23 #478588Munum að ekki er allt sem sýnist í hönnun bíla. Mín skoðun er sú (að fenginni reynsu af íslenskum jeppabreytingum) að hönnunarnákvæmni, ætlaðar "þaulprófanir" , öryggi og hönnunargæði bílaframleiðenda séu stórlega ofmetin í daglegu tali.
Hafið þið velt fyrir ykkur hvers vegna framhjólalegur eru miklu stærri í bílum með framdrif heldur en bílum án framdrifs?
Skoðum bara "full size" ameríska pickupa sem fengust og fást með og án framdrifs og nákvæmlega sami bílinn að öðru leyti.
Bíll án framdrifs er með pínulitlum framhjólaegum, miklu minni heldur en bíla með framdrifi.
Ég ætla að sjá hvað klafafóbíumenn og heilagra-framleiðenda-hönnunar-ábendingarmenn halda um þetta áður en ég held áfram…………
Snorri.
23.10.2003 at 22:54 #478468Ykkur til upplýsingar þá er hátæknibúnaðurinn í Patrolnum útfærður eins og manualdæminu er lýst hér að framan, með rörbút og splitti, en þannig að splittið er flutt til með rafmagnsmótor. Mér skilst að þessum búnaði líki illa við vatn til lengdar og kosti já eitthvað í innkaupum ef hann bilar.
Sing
23.10.2003 at 22:48 #478466Tilvitnun í BÞV: "Nú svo er það draugasagan um að IFS búnaðurinn sé svo lélegur að það sé varla óhætt að fara einbíla í vinnuna… Nú er Páll Halldór að breyta Pajero með sjálfstæða framfjöðrun á "44 hjól og það verður gaman að sjá hvort hann kemst út úr bænum…"
Sammála BÞV, og ég efast ekki um að þetta kemst úr bænum. Hér verð ég að bæta því við að ég fullyrði að það fer betur með klafafjöðrun að vera á 44" heldur en 38". Ég get skýrt það betur ef svo ólíklega vill til að einhver sér þetta ekki strax.
Ég átti IFS Togaogýta Extracb á 44". Helsti veikleikinn að framan var hveru lítið framdrifið var sem hefur lítið að gera með umræðuna um klafa vs rör. Þessi búnaður þurfti að þola ýmislegt en á eftir tel ég mig vita nokk hvað er gott og slæmt við þetta. Helsta vandamálið var þegar mað rak IFS búnaðinn niður í fast, til dæmis grjót. Þá gekk þetta aðeins til og hjólastillingar breyttu sér. En ef maður rak búnaðinn ekki niður í fast, þá bara virkaði þetta án vandamála þrátt fyrir mikil átök oft á tíðum.
Sing
23.10.2003 at 22:27 #478464Það er nú einmitt á jöklum sem einna mest reynir á misfjöðrun. Þetta þekkja þeir sem hafa skælst um á berum og sprungnum ís.
Þetta skot með að "4×4 félagar séu ekki utan vega" verðum við að flokka sem góðlátlegt grín. Sú umræða er reyndar slík alvara að með hana ætti ekki að grínast. Það eru bara tröll sem eru nógu heimsk til að kasta fjöregginu í milli sín.
Sing
23.10.2003 at 16:38 #478350Hvernig dettur þér í hug að láta þetta á prent Góli?
Ég segi þetta svona: Sögur eins og: "ég fór einu sinni alla leið á Skjaldbreið á 31" dekkjum" segja allt sem segja þarf! ………. UM ÞANN SEM LÆTUR SVONA ÚT ÚR SÉR
Stundum komast menn ótrúlega mikið á minni dekkjum en ég fullyrði að stærra er betra, svona gegnumsneitt.
Reyndar er það svo að á meða bílar á minni dekkjum komast yfirhöfðuð áfram, þá fara þeir léttar um heldur en bílar á stærri dekkjum. En þegar í harðbakkann slær þá fara þeir ekkert, jafnvel ekki í förunum. Um það eru ótalmörg dæmi.
Húrra!!! fyrir því að loka eru komin stærri dekk en 44" eftir 15 ára kyrrstöðu í dekkjstærðarþróuninni.
Sing
23.10.2003 at 16:31 #478452Þetta er einmitt eitt af því ég hlakka til að sjá og skoða í Dömunni hjá BÞV. Kannski hefur Mistúbishí (eða hvernig það er nú skrifað) stillt þessu eitthvað betur upp en aðrir. Slaglengdin lofar amk góðu eftir tölunum að dæma.
Þetta sem þið eruð að lýsa er oft kallað misfjöðrun og ég er sammála því sem hér kemur fram um eiginleika klafabíla að þessu leyti. BÞV er hlýtur að vera búinn að henda öllum balansstöngum úr dömunni til að bæta úr þessu að einhverju leyti. Ef þetta er gott nú, þá verður það betra án jafnvægisstanganna.
Ef Daman verður of svög, (sumir vilja hafa jeppa svaga, aðrir ekki), þá bendi ég BÞV á "hátæknibúnað" sem kemur orginal í Patrol, þessi búnaður aftengir balansstöngina að aftan með takka inni í bíl.
þegar ég átti Toyotu með kalfa að framan og fjaðrir að aftan, þá misfjaðraði hann miklu meira að aftan þannig að bíllinn elti alltaf misfellur að framan en afturhásingin skældist. Best er að þetta gerist jafnt að frama og aftan, þá fer best um farþegana. Ég henti balansstönginni úr af framan og þetta lagaðist fullt, en ekki nóg.
Annað sem ég hlakka til að sjá þegar ég kemst í návígi við BÞV á Dömunni verður að vera efni í annan pistil.
Þetta með prufurampann er góð hugmynd og ég vil varpa henni áfram á eitthvert jeppaverkstæðið eða aukahlutabúðina. Hvernig væri nú að Benni drifi í þessu og hefði Highs Score töflu upp á vegg í búðinni.
Sing
16.10.2003 at 07:13 #477912Það hefur verið fjörleg umræða hér um dekkjaþrif, leti og hugmyndaflug.
Mig langar bara að bæta því inn að leti er alveg nauðsynlegt ef þróun á að eiga sér stað og margar merkilegar uppfinningar hafa orðið til vegna leti. Menn fara nefnilega oft að velta fyrir sér hvernig hægt er að gera eitthvað öðruvísi sem þeir nenna ekki.
Gott dæmi um þetta er úrhleypibúnaður í jeppum.
Ég man ekki betur en að þegar Ljónsstaðabræður voru eitt sinn spurðir í blaðaviðtali hvað það var sem fékk þá til að eyða sex vikum á kvöldin við að smíða svoleiðis búnað (líklega þann fyrsta ever) í LandrCusierinn sinn, þá hafi svarið verið: "það var nú eiginlega leti" !
Við skulum því hæðast varlega að þessu með siggið……….
Með letikveðjum
Sing
15.10.2003 at 15:07 #478052Takk fyrir þetta, nú er bara að spjalla við SS Gísla.
Sing
14.10.2003 at 21:30 #478046Hann er keyrður ca 70.000 og er nánast óbreyttur, er á 35 tommum, hlutföll og þessháttar óbreytt, en notkun hefur verið dæmigerð þjóðvega- og slyddujeppanotkun.
Sing
14.10.2003 at 21:11 #193016Sælir félagar.
Við erum hér með 2000 árgerð af 2,8L Patrol, beinskiptan.
Við olíuskipti á gískassa kom fram svarf í kassanum, svona hálf teskeið af svarfi og brotum (samkvæmt lýsingu, sá þetta ekki sjálfur). Menn vildu meina að þetta væri svarf úr fyrstagírshjólinu og að skipta þurfi um hjólið.
Ég sat í þessum bíl núna í sumar og mig rámar í einhvern smá gírkassasöng eða hljóð í fyrsta eða öðrum gír.
Kannast einhver við svona bilunarlýsingu, er þetta kannski þekkt vandamál í þessum gírkössum?
Sing
07.10.2003 at 21:52 #477556Vissulega er hægt að sjóða margt með kolsýru, en logsuðutækin eru samt nauðsyn við flestar alvöru járnsmíðar.
Gott dæmi um "mikla" þekkingu á þessu er að sjá í kvikmyndinni "Once upon a time in Mexico". Þar sést bregða fyrir kolsýrusuðutækjum þar sem verið er að brenna sundur handjárn! Það mundi lífga umræðuna hér að fá álit fagmanna á þessu atriði. En ég vara ykkur við áður en þið farið að skoða, myndin er afspyrnu léleg.
En ég legg til að við tökum saman höndum ogmyndum öflugan þrýstihóp gegn OKRIN hjá ÍSAGA. Hvað ættum við að gera?, við erum öflug ef við sameinum krafta okkar.
sing
07.10.2003 at 21:32 #477552Ég mæli með því að við brjálumst allir út í þetta OKUR hjá ÍSAGA.
Fyritæki sem rukkar 17.000 kr i leigu á ári fyrir dæmigerða logsuðukút á skilið góða auglýsingu fyrir þetta okur.
Sing
05.09.2003 at 00:12 #475836Ég tek undir með HallaB.
Á meðan einhver vill kaupa þýfi, þá er stolið. Kaupendur eru því samsekir.
Svo ættu allir að skrá serilanúmerin á græjunum sínum og slík númer af stolnum taklstöðvum og GPS tækjum mætti birta hér á síðunni.
Er enginn sem getur grafið merki eða númer á kastara og talstöðvar? Ef við veljum sama stað til að grafa í á öllum tækjum, þá er hægt að sjá hvort viðkomandi tæki er stolið.
Dekk mætti líka merkja um leið og þau eru skorin með einhverskonar marki. Ég vil þá haf biti aftan í tólfta hvern takka. Aðrir geta þá haft tvibita í tíunda hvern takka. Eða bora auka naglagöt í einhverju mynstri. Erfitt yrði að selja slík dekk.
Fyrir mjög mörgum árum, þegar aðeins voru til örfáir gangar af 44" í landinu, var brotist inn til Gyfla Púst og hans gangi stolið. Auðvitað komst upp um fíflin þegar þeir reyndu að selja.
Sing
25.07.2003 at 21:50 #475002Nú get ég ekki skrifa bundist.
Örn Ingvi, ég er nú svo lánsamur að eiga svona 3L Patrol sem mörgum virðist vera svona heldur í nöp við, eða hvað meinti refurinn þegar hann sagði um berin sem hann náði ekki í: "þau eru súr". Eins og fleiri hafa haldið fram þá er það svo að 3L Patrol á 44" með öllu "bara virkar".Ég hef ekki þurft Prosac ennþá enda ekki lent í hitavandamálum eða þurft að koma oftar en einu sinni síðastur upp brekkur eftir að hafa verið á grúfu með lappirnar uppúr húddinu langa stund við að festa afspýttar hosur í kjölfarið á ótrúlegum reykmerkjum sem helst líktust risatóru S.O.S. merki á einherju indíánareykmerkjamáli.
Reyndar hef ég séð 6,5lítra Patrol taka reynda alvörujeppamenn á svakasmíðuðum græjum í lærdómsríkar kennslustundir, svona til að láta menn njóta sannmælis.
En það er fátt sem jafnast á við að vera á óslitnum velbreyttum jeppa sem bara keyrir og keyrir, vera hreinn á höndunum heila helgi, og njóta ferðalagsins. Það vita allir að vélin er ekki risastór í 3L Patrol en þetta skilar honum þó ágætlega áfram þótt ekki dugi til tilþrifamikilla kennslustunda. Við getum líka dundað okkur við að bera saman þessar nýju díselvélar og vélarnar sem við vorum með í vinsælustu jeppunum fyrir svona 10 árum. Þróunin hefur verið mikil. Ég held að það sé þetta sem gerir 3L Patrolinn að svona vinsælum og velmetnum fjallajeppa.
Sing (nýkominn úr 2500m km ferðlag um landið án þess að opna húdd).
03.06.2003 at 23:56 #473976Sælir félagar.
Formúlan fyrir stærstu dekkjum er þessi:
Mesta þvermál hjóla má vera sem svarar 44% af lengdinni milli fram og afturhásingar.
Þetta þýðir að lengri bílar mega vera á stærri dekkjum, sem er lógiskt með tilliti til stöðugleika.
44% hlutfallið þýðir að gamli Bronco mátti vera á 44" ef afturhásing var færð lítllega aftur.
Þetta var niðurstaðan eftir ítarlegar pælingar og miklar vangaveltur þegar við vorum að semja við Dómsmálaráðuneytið seint á níunda áratugnum og ég veit ekki til þess að þessu hafi varið breytt.
Snorri Ingimarsson
fyrrverandi tækninefndarmaður
ca 1983 – ca 1994
-
AuthorReplies