Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.12.2005 at 23:41 #533504
Þeim virðist miða vel, um kl 22 áttu þeir eftir um 155 km á pólinn og hraðinn 17,3 km/klst. Þetta er að hafast, þetta verður mikill sigur fyrir íslenskar jeppabreytingar og það þarf að kynna sem víðast. Reyndar furða ég mig á áhugaleysi fjölmiðla, við 4×4 félagar verðum bara að taka þetta í okkar hendur í fyrramálið og hringja í alla fjölmiðlamenn og vekja athygli á þessu.
Snorri Ingimarsson
03.11.2005 at 23:19 #529326Ég hef aðeins skoðað þessi mál og tel líklegast að við munum þurfa að fara út í gerfihnattasíma til að fá viðunandi öryggi á landinu öllu.
Gallinn við öll fjarskiptaskerfi sem við höfum haft hingað til er að öll hafa þau frekar takmarkaða útbreiðslu. Helst var að hægt væri að bjarga sér í neyð á gömlu Gufunni. Nú er Gufan orðin algjörlega ónothæf, enginn hlustar lengur.
Til að fjarskiptakerfi geti kallast gott öryggistæki fyrir fjallaferðir þarf það að vera nothæft um allt land, það er jú líklegast að duglegir jeppaferðamenn þurfi að kalla á aðstoð frá afskekktum stöðum.
Ekkert slíkt innlent kerfi er í sjónmáli og ég tel algjörlega óraunhæft að hægt verði að koma upp viðunandi kerfi sem næði um "allt" landið fyrir þær tekjur sem fengjust af kerfinu. Líklega er mögulegt að láta kerfi sem næði til "auðveldustu" svæðanna bera sig en það dugar ekki fyrir alla. Annað hvort þarf að koma til talsvert fjármagn frá samfélaginu eða þá að það verður ekkert kerfi sem nýtist okkur.
Talað er um nýtt stafrænt kerfi sem verði á svipuðum tíðnum og gamla NMT kerfið. Þetta hlýtur að vera TETRA eða eitthvað sambærilegt. Höfum í huga að stafræn kerfi (t.d. Tetra) þurfa þéttari senda heldur en hliðræn (eins og NMT) þó að bæði kerfin vinni á svipaðri tíðni. Miðað við þær takmarkanir sem NMT hefur í útbreiðslu tel ég ekki líklegt að komið verði upp stafrænu kerfi sem verður betra ef til þess þarf miklu fleiri senda.
Ég valdi mér Irridium, keypti símann hjá R.Sigmundssyni sem hefur þá á góðu verði til 4×4 félaga, tæp 140.000 minnir mig. Síminn er netttur, aðeins stærri en fyrstu GSM símarnir voru. Hann er með áföstu loftneti og svo fylgir honum segulloftnet fyrir bíl.
Ég fór með símann inn á Hveravelli um daginn og hafði alltaf samband, hafði segulloftnetið fram við framrúðu (inni). Í skálnum á Hvaravöllum dugði að setja segullofntetið út í glugga, ekki þurfi að fara út.
Talgæðin eru aðeins eins og í tunnu en vel nothæf. Áskriftin er í gegnum Símann og kostar um 1.800 kr á mánuði (með VSK). Mínuta í tali kostar ca 70, talsvert ódýrara er að hringja á milli tveggja Irridum síma. Þeir hjá símanum segja mér að talgæði batni ef ég skrái mig í gegnum einhverja gátt hjá þeim, þá fari þetta beint til jarðar hér en ekki í gegnum langlínu til einhverrra jarðstöðvar í USA. Hef ekki fengið það virkjað enn.
Hægt er að senda frítt SMS í Iridium síma, bara að fara á http://www.iridium.com og velja hnappinn "send a satellite message" sem er fyrir miðri síðu og senda skeyti. Muna bara að setja emailið sitt með og þegar Iridium notandinn gerir reply, þá fer það sem email þangað. Þetta er getur til dæmis verið þægilegt ef senda þarf GPS hnit.
Ekki veitt ég hvort kerfið, Globalstar eða Iridium, hentar okkur betur, reynslan leiðir það í ljóst. Best er að blanda þessu aðeins, hópur með bæði Iridium og Globalstar ætti varla að lenda í vandræðum vegna sambandsleysis.
Ég legg bara til að sem flestir hætti þessari vonlitlu bjartsýnisbið eftir nothæfu fjarskiptakerfi hér á landi og snúi sér frekar beint að gerfihnattasímum. Deili síðan reynslu af prófunum með okkur hér á vefnum.
Þetta er ekki svo dýrt lengur, höfum í huga að þegar við vorum að NMT-væða okkur um 1990 þá kostuðu símarnir yfir 100.000 kr. á verðlagi þess tíma og hver mínúta í tali amk svipað og Iridium mínútan kostar nú. Ekki kvörtuðum við yfir verðinu þá.
Snorri Ingimarsson
18.02.2005 at 20:07 #516906Miklu máli skiptir hvaða upplausn skjarinn getur sýnt sem tölvuskjár. Ef þetta er bara sjónvarpsskjár þá er þetta einfaldlega ekki nógu gott. Lágmark er að hafa 1024×768 punkta upplausn á skjanum eþgar hann er notaður með tölvu.
Sing
04.11.2004 at 20:08 #507826Hér er þett aftur og vonandi rétt:
Sælir félagar.
Góðar fréttir ef það er kominn snjór í Kerlingarfjöllum, þetta er alveg frábært svæði.
Kíkið á [url=http://www.kerlingarfjoll.is:bw62a8zg]www.kerlingarfjoll.is[/url:bw62a8zg]
Sing
04.11.2004 at 20:05 #507824Sælir félagar.
Góðar fréttir ef það er kominn snjór í Kerlingarfjöllum, þetta er alveg frábært svæði.
Kíkið á [HTML_END_DOCUMENT][url=http://www.kerlingarfjoll.is]
Sing[/url]
04.09.2004 at 00:18 #505362Á myndunum er ekkert loftinntak á húddinu, eru þeir kannski komnir með intercoolerinn framan við vatnskassann?
Sing
04.09.2004 at 00:07 #505360Flottar myndir Baldur.
Þetta virðist aðallega vera breyting á innréttingu. Komin þessi fína tækjahilla í miðjunni, frábær fyrir Laptop. Í staðinn er búið að fórna einu DIN hólfi sem var þægilegt fyrir t.d. VHF stöðina.
Ég spái því að hásingin sé enn á sínum stað, þeir hjá Nissan hafa yfirleitt verið nokkuð góðir í að hanna alvöru jeppa.
Sing
03.09.2004 at 23:57 #505358Samkvæmt því sem þeir sögðu hjá IH í dag þá er hér einungis smá andlitslyfting á ferðinni, nýr framendi, breytt innrétting og eitthvað fleira, en undirvagn, vélbúnaður og yfirbygging sé í grunninn sú sama.
Ef þetta er rétt, þá er þetta bara kalssísk aðferð í þessum bransa, að breyta einhverju smávegis og kynna "nýjan bíl" til að hirða fé af þeim sem þurfa alltaf að vera með nýjasta grillið.
En ég hef ekkert séð og trúlega er best að sjá hvað kemur uppúr pakkanum hjá þeim áður en við gefum okkur að þetta sé rétt.
Sing
18.04.2004 at 13:06 #499197Þetta er alvarlegt mál en alls ekki í fyrsta sinn þegar svona kemur upp, það er að menn fari á taugum yfir jeppabreytingunm að ástæðulausu.
Við höfum glímt við það allt frá upphafi að það er svo auðvelt að upplifa eitthvað í sambandi við jeppabreytingar, annað hvort út frá eigin reynslu eða því sem sést á götunum, og draga rangar ályktanir. Oft þarf verulega mikla þekkingu til að átta sig á því í hvaða pytt menn eru að detta. Algengast er að menn sem hafa einhverja þekkingu, en ekki næga, noti sína takmörkuðu þekkingu til að reikna og pæla án þess að hafa nauðsynlega heildarsýn á málið. Gefa sér rangar forsendur á einhverjum sviðum og göslast svo áfram með formúlur um eitthvað afmarkað svið, eins og það sé allur sannleikurinn. En eru í raun að reikna sig áfram um hluti sem skipta svo hverfandi máli í heildarmyndinni. Vaða svo fram með sínar niðurstöður og hrífa fleiri með sér í vitleysunni. Þannig verður takmörkuð þekking oft verri en engin. Sem dæmi má nefna "bullið" sem hefur verið reiknað og birt um bremsur.
Innan tækninefndar 4×4, bæði fyrrverandi og núverandi eru mjög vel menntaðir vélaverkfræðingar, sumir með mastersgráður í vélhlutafræði og langa starfsreynslu í nákvæmlega þessum hlutum. Þeir hafa krufið öll þessi mál og útskýrt faglega fyrir okkur hinum hvað það er sem raunverulega skiptir máli. Niðurstaðan er oftast í samræmi við reynsluna: Þetta er ekki vandamál þó að það gæti virst það við fyrstu sýn, eins og það er framsett. Tekið hefur verið á málum sem upp hafa komið og þurft lagfæringar við, sbr hrútshornin.
Útskýringarnar eru oft flóknar og þess eðlis að erfitt er að setja þær fram í stuttu máli á svona spjallvef. Þess vegna er svona spjallvefur ekki endilega rétti vettvangurinn til að kryfja þetta, menn eru strax komnir út fyrir efnið og farnir að fara á taugum yfir einhverju sem löng skrif tekur að útskýra til að menn átti sig. Þau atriði sem hafa komið fram hér á þessum þræði falla öll undir þennan flokk, búið er að þrautskoða þau innan félags og með réttum yfirvöldum.
Okkar bestu og öflugustu sérfræðingar eru líka ekki þeir sem mest hafa sig í frammi hér á vefnum, því miður.
Í vetur var haldinn mjög góður fundur með fyrrverandi og núverandi tækninefndarmönnum ásam fulltrúum úr stjórn
f4x4. Farið var yfir alla flóruna og krufð hvers vegna þetta einfaldlega virkar svona vel í heildina, þrátt fyrir staðbundin vandamál sem hægt er að leysa.Kannski væri sniðugt að þessi sami hópur taki saman pistil um þessi mál sem fluttur yrði á félagsfundi, ég er viss um að það yrði réttari vettvangur til að kryfja þessi mál tæknielga heldur en þessi spjallrás.
Þangað til vil ég benda mönnum á að lesa um jeppabreytingar í bókinni "Jeppar á Fjöllum" sem Ormstunga gaf út fyrir nokkurm árum, hún er enn í fullu gildi.
Snorri Ingimarsson.
18.04.2004 at 01:03 #499177Við skulum halda ró okkar og ekki rísa upp á tærnar. Þetta er ekki fyrsti rugludallurinn sem ræðst á okkur jeppamenn af einhverju undarlegu kappi frekar en þekkingu.
Sagði refurinn ekki "þau eru súr" þegar hann náði ekki að teygja sig í berin?
Ég tek annars undir það að þetta er skýrt dæmi um það hvað léleg þekking getur verið verri en engin.
Það er staðreynd að jeppabreytingar eru með stórkostlegri tækninýjungum sem komi hafa fram og þróaðar hafa verið á Íslandi. Nýleg rannsókn um slysatíðni sýnir að breyttir jeppar valda marktækt færri slysum en óbreyttir.
Nokkir punktar sem gott er að hafa í huga í umræðunni:
1. Jeppabreytingarnar lifðu af forstjóravæðinguna. Þegar það komst í tísku meðal þeirra sem eru í aðstöðu til að láta vinnuveitandann splæsa á sig flottum bíl, að aka um á 38" breyttum jeppa fór um marga jeppamenn vegna þess að flestir þessara manna vita ekkert um jeppa. Ekkert slæmt gerðist með alla þessa nýgræðinga á þessum tröllum, sem bendir til þess að breytingarmálin séu nú í nokkuð góðu horfi.
2. Veltið fyrir ykkur stærð á framhjólalegum í jeppum á móti framdrifslausum bílum. Þær eru miklu stærri. Það er til að koma framöxlinum í gegnum þær. Þessar legur er því í yfirstærð. Sem er mjög heppilegt vegna þess að álag á þessar legur eykst vissulega með stærri hjólum, en álagaaukningin er alls ekki of mikil eins og reynslan sýnir best.
3. Álag á bremsur fer eftir því hversu mikilli hreyfiorku þarf að breyta í varma við hemlun. Hreyfiorkuaukningin fer ekki eftir hlutfallslegri stækkun hjóla heldur þyngdaraukningu bílsins plús aukningu í snúningshreyfiorku hjólanna (sem hefur verið reiknað út að er ekki ráðandi). Reyndar koma fleiri þættir inn, til dæmis þarf að ýta 40% fastar á bremsuklossa til að fá sama hemlunarkraft með 40% stærri hjólum. Það er þó óralangt undir þeim öryggismörkum sem gefin eru við hönnun á hemlum. Og mesti mögulegi heildarþrýstingur í kerfinu hækkar ekki með stærri hjólum (það er við nauðhemlun). Mikið hefur verið ruglað í þessum fræðum.
4. Jeppar á stórum hjólum eru öruggari í ám heldur en jeppar á minni hjólum, allavega á meðan yfirbyggingin á þeim stóru fer ekki að virka eins og þvottabali (eins og gerist með óhækkaða jeppa í mun grynnra vatni).
5. Almennt virðist ríkja mikið ofmat á bílaframleiðendum í tali um nákvæma hönnun og þrauprófanir. Þetta er bara ekki svona fullkomið hjá þeim eins og mörg dæmi eru til um. Munum við ekki eftir Broncounum árið 74 sem voru veltandi út um allar trissur þangað til búið var að fjölga dempurum að framan (íslensk breyting)?
Svona má lengi telja.
Reyndar hafa hafa komið fram veikir punktar í breytingum en bransinn hefur hingað til borið gæfu til að lagfæra slíka galla, oft með aðstoð tækninefndar 4×4, áður en alvarleg slys hafa orðið. Dæmi um það er frágangur stýrisarma, en lélegum frágangi á þeim var nánst útrýmt fyrir áratug. Nú er í gangi gott framtak hjá tækninefndinni um að taka á þekktum göllum, t.d. með hrútshornið á Toyotunum. Það er gert með því að gefa út í samráði við skoðunarmenn að þessir bílar skuli vera með stýristjakk þegar 38" eða stærri eru undir þeim. Þá er búið að setja undir þann leka að ekkert skikkar menn í slíkt með þeim opna regluramma sem er í gildi.
Ég tel jeppabreytingar vera í góðum málum almennt séð, við þurfum þó að halda vöku okkar og leggjast á eitt um að taka á vandamálum þegar þau koma upp. Það hefur tekist hingað til og mun líklega verða þannig áfram.
Við verðum þó að stöðva svona sleggjudómaskrif byggð á vanþekkingu því að það er ferlega auðvelt að sá efasemdum um þetta sport með svona LMJ framsetningu, og það skaðar okkur mikið.
Munum svo að slys verða á meðan menn aka bílum. Ef við viljum útrýma öllum umferðaslysum, þá verðum við að leggja niður alla umferð. Það gildir bæði um breytta bíla og óbreytta. Það sem gildir er að halda slysum í lágmarki og er ekki einmitt niðurstaða slysarannsóknarinnar að þau eru færri á breyttum jeppum?
Reyndar tel ég að mikill árangur næðist með því að eyða ekki nema broti af því sem eytt er í skoðun ökutækja til að kikja inn í hausinn á bílstjórum. Til dæmis má spyrja hvers vegna ekki er til ein einasta hálkuæfingabraut fyrir ökunema á íslandi en búið er að fjárfesta í húsnæði og tækjum til að skoða bíla fyrir milljarða?
Snorri Ingimarsson
17.04.2004 at 01:50 #478784Þessi þráður ætlar að lifa lengi, enda heit málefni á ferð: Er IFS nothæft í jeppa?
Ég átti ’88 Hilux með IFS að framan og drölsaðist á þessu yfir 100.000 km. Fyrst á 36" RadialMudder svo á 39" Mickey Thompson og loks á 44". Þessi búnaður er meira en nógu sterkur til að höndla stór hjól. Krítískast er með drifið, það var heldur lítið að framan í Hiluxinum.
Annað er að þetta er frábær fjöðrun í almennum akstri og svona bílar eru rásafastir í stýri, líka á 44" !
Misfjöðrun er þó takmörkuð og til að ná alvöru traveli þarf að lengja klafana talsvert. Sem er ekki einfalt mál. Öxlar eru með gúmmísokkum sem endast illa, sérstaklega ef dótið er "trekkt upp". Nauðsynlegt er að fjarlæga varanlega allt sem heitir jafnvægisstangir.
Helstu mistök er að spenna svona fjöðrun upp og minnka sundurslátt sem því nemur, sú heimska var stunduð í ótrúlega miklum mæli.
EN………………………………, lítið mátti bera útaf til að hjólastilling færi úr skorðum, nóg var að reka þetta einu sinni niður í stein og þá gekk allt til. Stundum dugði að þjösnast aðins á þessu þegar mikil lá við í smá metnaði.
Ég fílaði aksturseiginleika í tætlur og gat oft komið mun kraftmeiri græjum afturfyrir þegar óslétt var. Gat hreinlega staðið V6una í botni með snúningsmælinn jaðrandi við rautt þegar aðrir urðu að slá af þegar allt var í loftköstum hjá þeim. Þá var oft gaman. En ég get svosem viðurkennt nú 12 árum síðar að yfirleitt þurfti að vinna talsvert í lagfæringum á dótinu, svona í kyrrþey, eftir frekar "heavy" helgar.
Skyldi þetta vera eins nú ????????? : ?????????????
Snorri Ingimarsson
05.04.2004 at 17:55 #502759Flott bréf Palli, nokkuð vel orðað og málefnalegt. Einmitt eins og svona bréf eiga að vera til að tekið sé mark á þeim.
Skrifum sem flest, EN, vöndum okkur og verum málefnaleg.
Sing
05.04.2004 at 17:55 #495436Flott bréf Palli, nokkuð vel orðað og málefnalegt. Einmitt eins og svona bréf eiga að vera til að tekið sé mark á þeim.
Skrifum sem flest, EN, vöndum okkur og verum málefnaleg.
Sing
04.04.2004 at 14:38 #502699Sammála.
Í það minnsta tel ég mig vera mikinn náttúruverndarsinna en ekki náttúrufriðarsinna, í það minnsta ekki öfgamann í þá átt. Líklega er svo um flesta eða alla jeppaferðamenn. Í það minnsta þeir sem ferðast eitthvað að ráði og hafa kynnst landinu.
Orðið náttúruverndarsinni er miklu betra sem orð yfir okkar viðhorf heldur en öfgamannanna. Etv hafa einhverjir góð orð á takteinum til að nota yfir öfgamennina?
Sing
04.04.2004 at 14:38 #495370Sammála.
Í það minnsta tel ég mig vera mikinn náttúruverndarsinna en ekki náttúrufriðarsinna, í það minnsta ekki öfgamann í þá átt. Líklega er svo um flesta eða alla jeppaferðamenn. Í það minnsta þeir sem ferðast eitthvað að ráði og hafa kynnst landinu.
Orðið náttúruverndarsinni er miklu betra sem orð yfir okkar viðhorf heldur en öfgamannanna. Etv hafa einhverjir góð orð á takteinum til að nota yfir öfgamennina?
Sing
04.04.2004 at 14:33 #194140Veit einhver hvernig er best að þrífa K&N síu, hvað efni má nota eða á bara að nota vatn ??
Sing
04.04.2004 at 10:28 #495613Mér finnst ekki sanngjarnt að greiða þurfi sama þugnaskatt af lítlum bílum og stórum. Einfaldast er að lækka þungaskatt af litlum (allt að 2 tonn). Það væri ekki tekjulækkun fyrir ríkið því að enginn keyrir þannig í dag.
Varðandi mengun þá tel ég það fáránlegt að skoða mengun frá jeppum sérstaklega sem parameter í þessu máli. Akstur þeirra er hverfandi á landsvísu. Reyndar myndi mengun aukast aðeins ef allt í einu væri enginn hagur á vera á dieseljeppa versus bensín, en á heildina litið samt hverfandi.
Stærstur hluti mengunar landsmanna er frá venjulegum fjölskyldubílum og fiskskipaflotanum. Svo væri fróðlegt að vita hvað farþegaflug tekur stóran toll af mengunakvóta okkar skv Kyoto. Hvað svonfndir náttúrverndarsinnar, sem sveia og fussa yfir jeppunum í vanþekkingu sinni, mengi mikið þegar þeir fara út fyrir landsteinana.
Í Hollandi er hægt að keyra á jarðgasi sem mengar minnst af þessu öllu. Aflið er reyndar 30% minna. Í skottið er settur gastankur (sem fyllir skottið) og með rofa inni í bíl er hægt sð svissa yfir á bensín þegar vill. Þetta eldsneyti er selt í sama kerfi og dieselolía hér, þ.e. lágt söluverð á gasi en hátt fastagjald á móti. Sölumenn sem keyra kannski 40-60.000 á ári nota þetta mikið, ég held að "break even" sé ca 30.000. Þeir sem mest keyra borga að sjálfsögðu minn fyriur ekinn km, en er það ekki allt í lagi? Þeim er allavega beint inn á mengunarminnsta kostinn.
Mér finnst bara allt í lagi að svo sé líka um okkur hér. Að þeir sem keyra mjög mikið fá aflátt af þessum sköttum ef þeir nota mengunarminna eldsneyti.
Ég ítreka enn og aftur að jeppabrölt landsmanna er hverfandi þegar kemur að heildarmengun og vörum okkur á að hleypa umræðunni inn á villigötur með slíkum rökum.
Sing
04.04.2004 at 10:28 #502941Mér finnst ekki sanngjarnt að greiða þurfi sama þugnaskatt af lítlum bílum og stórum. Einfaldast er að lækka þungaskatt af litlum (allt að 2 tonn). Það væri ekki tekjulækkun fyrir ríkið því að enginn keyrir þannig í dag.
Varðandi mengun þá tel ég það fáránlegt að skoða mengun frá jeppum sérstaklega sem parameter í þessu máli. Akstur þeirra er hverfandi á landsvísu. Reyndar myndi mengun aukast aðeins ef allt í einu væri enginn hagur á vera á dieseljeppa versus bensín, en á heildina litið samt hverfandi.
Stærstur hluti mengunar landsmanna er frá venjulegum fjölskyldubílum og fiskskipaflotanum. Svo væri fróðlegt að vita hvað farþegaflug tekur stóran toll af mengunakvóta okkar skv Kyoto. Hvað svonfndir náttúrverndarsinnar, sem sveia og fussa yfir jeppunum í vanþekkingu sinni, mengi mikið þegar þeir fara út fyrir landsteinana.
Í Hollandi er hægt að keyra á jarðgasi sem mengar minnst af þessu öllu. Aflið er reyndar 30% minna. Í skottið er settur gastankur (sem fyllir skottið) og með rofa inni í bíl er hægt sð svissa yfir á bensín þegar vill. Þetta eldsneyti er selt í sama kerfi og dieselolía hér, þ.e. lágt söluverð á gasi en hátt fastagjald á móti. Sölumenn sem keyra kannski 40-60.000 á ári nota þetta mikið, ég held að "break even" sé ca 30.000. Þeir sem mest keyra borga að sjálfsögðu minn fyriur ekinn km, en er það ekki allt í lagi? Þeim er allavega beint inn á mengunarminnsta kostinn.
Mér finnst bara allt í lagi að svo sé líka um okkur hér. Að þeir sem keyra mjög mikið fá aflátt af þessum sköttum ef þeir nota mengunarminna eldsneyti.
Ég ítreka enn og aftur að jeppabrölt landsmanna er hverfandi þegar kemur að heildarmengun og vörum okkur á að hleypa umræðunni inn á villigötur með slíkum rökum.
Sing
04.04.2004 at 01:04 #502922Það er eins og yfirvöld fatti ekki að við búum ekki í mið-evrópu. Talað er um að svona kerfi með litaðri olíu sé t.d. í Danmörku (held ég). Kerfið er þannig að hásköttuð olía er litlaus en lágsköttuð olía á báta, vinnuvélar og til húshitunar er lituð. Liturinn er þannig að hann sést í langan tíma eftir að lituð olía hefur verið sett á bílinn. Það á að tryggja að menn freistist ekki til að brjóta lög og noti ódýra húshitunarolíu á bíla.
Sá sem finnst með lit á t.d. áfyllingarstút er þess vegna í vondum málum.
Dæmisaga:
Setjum svo að við séum í Setrinu og orðnir olíulitlir, veðrið hefur verið vont og við lengi á leiðinni inneftir. Olían á bílunum að verða búin, við matarlitlir og veðurspáin slæm í langan tíma, en gott veður í augnablikinu. Mikið liggur við en engin olía til nema lituð húshitunarolía í eigu f4x4. Nú hefur verið nefnt í svona umræðu að nota megi litaða olíu í neyð ef það er tilkynnt. Nú er neyð, talað við skálanefndina og dílað um að fá smá olíu. Keyrt heim og tilkynnt um að lituð olía hafi verið notuð og greidd af því gjöld. Gott mál.En nú eru þessir bílar orðnir "litaðir". Hvað þá? Geta eigendur þeirra ekki bara notað litaða olíu og vísað alltaf í neyðina forðum þegar "eftirlitssveitirnar" nappa menn með smálit innan á áfyllingarrörinu?
Eða annað: Hvað ef allir jeppaeigendur fylltu nú jeppa sína með litaðri húshitunarolíu í mótmælaskyni og töppuðu henni strax af aftur (því ekki viljum við brjóta lög). Hvað ætla "stormsveitirnar" að gera þá, sekta alla? Þetta gæri verið öflug leið til að mótmæla, "gelda" kerfið.
Þetta tel ég sýna hvað þessar nýju reglur eru illa hugsaðar og í raun fíflalegar. Hér á landi búum við oft við "survival" mörk og þess vegna hægt að réttlæta mun fleiri undantekningar hér en t.d. í Danmörku. Landinn hefur alltaf verið duglegur við að finna leiðir framhjá fíflalegum reglum og þetta verður engin undantekning.
Sing
04.04.2004 at 01:04 #495595Það er eins og yfirvöld fatti ekki að við búum ekki í mið-evrópu. Talað er um að svona kerfi með litaðri olíu sé t.d. í Danmörku (held ég). Kerfið er þannig að hásköttuð olía er litlaus en lágsköttuð olía á báta, vinnuvélar og til húshitunar er lituð. Liturinn er þannig að hann sést í langan tíma eftir að lituð olía hefur verið sett á bílinn. Það á að tryggja að menn freistist ekki til að brjóta lög og noti ódýra húshitunarolíu á bíla.
Sá sem finnst með lit á t.d. áfyllingarstút er þess vegna í vondum málum.
Dæmisaga:
Setjum svo að við séum í Setrinu og orðnir olíulitlir, veðrið hefur verið vont og við lengi á leiðinni inneftir. Olían á bílunum að verða búin, við matarlitlir og veðurspáin slæm í langan tíma, en gott veður í augnablikinu. Mikið liggur við en engin olía til nema lituð húshitunarolía í eigu f4x4. Nú hefur verið nefnt í svona umræðu að nota megi litaða olíu í neyð ef það er tilkynnt. Nú er neyð, talað við skálanefndina og dílað um að fá smá olíu. Keyrt heim og tilkynnt um að lituð olía hafi verið notuð og greidd af því gjöld. Gott mál.En nú eru þessir bílar orðnir "litaðir". Hvað þá? Geta eigendur þeirra ekki bara notað litaða olíu og vísað alltaf í neyðina forðum þegar "eftirlitssveitirnar" nappa menn með smálit innan á áfyllingarrörinu?
Eða annað: Hvað ef allir jeppaeigendur fylltu nú jeppa sína með litaðri húshitunarolíu í mótmælaskyni og töppuðu henni strax af aftur (því ekki viljum við brjóta lög). Hvað ætla "stormsveitirnar" að gera þá, sekta alla? Þetta gæri verið öflug leið til að mótmæla, "gelda" kerfið.
Þetta tel ég sýna hvað þessar nýju reglur eru illa hugsaðar og í raun fíflalegar. Hér á landi búum við oft við "survival" mörk og þess vegna hægt að réttlæta mun fleiri undantekningar hér en t.d. í Danmörku. Landinn hefur alltaf verið duglegur við að finna leiðir framhjá fíflalegum reglum og þetta verður engin undantekning.
Sing
-
AuthorReplies