Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.06.2006 at 00:30 #554904
Mér finnst eitt gleymast í allri þessari umræðu um opinn og ekki opinn slóða, eða hvað er slóði og hvað ekki.
Það er hægt er að ferðast um á hestum, vélhjólum og jeppum á slóðum og jafnvel utan þeirra án þess að valda varanlegum landspjöllum eða spjöllum sem eru lengi að gróa. Menn þurfa bara að fara eftir skynsemi, frekar en bókum, skiltum eða vefsíðum.
Það er líka hægt að valda miklum spjöllum með hestum, vélhjólum og jeppum ef ekki farið rétt að. það er einmitt vandinn.
Þar sem innan allra þessara hópa er til fólk sem ekki fer rétt að, þá erum við að kalla yfir okkur fíflaleg ofurbönn sem útfærð eru af misvitrum embættismönnum og pólitíkusum sem virðast vera uppfullir af forsjárhyggju.
Við getum barist á móti en það er glötuð barátta á meðan við getum ekki stöðvað landspjöll af hálfu þeirra sem eru á meðal okkar. Semsagt, ég tel að besta varnarbárattan sé að vinna innan eigin hóps. F4x4 hefur gert það undanfarin 20 ár með góðum árangri.
Eins og ástandið er núna, þá þurfa allir sem vilja stunda frjálsa ferðamennsku að standa saman. Ég tel stóran hluta af vandanum felast í því að þeir sem haga sér verst séu þeir sem eru utan allra samtaka. Einmitt sá hópur sem erfiðast er að ná til. F4x4 hefur þó unnið markvisst að því að ná til nýliða með nýliðaferðum og fleira. Betur má ef duga skal í öllum tegundum ferðamennsku, sbr dæmi sem komið hafa upp.
Ég á ekki einfalda lausn á því hvernig við getum náð "innanfrá" í skottið á skemmdarvörgunum og stöðvað þá, en tel víst að ef við gerum það ekki muni ástandið bara versna og það mun birtast í allsherjarbönnum.
Vonandi verður nýji umhverfisráðherrann opnari en sá gamli fyrir því að teysta einstaklingsframtakinu fyrir þvi að halda ástandinu góðu. Slíkt viðhorf væri mjög í anda stjórnarstefnunnar, leyfa frelsi og grósku í stað forsjár. Við þurfum þá að sýna af okkur eitthvað sem sýnir afgerandi áhuga okkar á að standa okkur.
Munum bara að við höldum ferðafrelsinu eins lengi og við kunnum að fara með það.
Ferðakveðjur
Snorri.
R16
14.06.2006 at 19:41 #554524Nú er komið nýtt kort frá Vegagerðinni sem sýnir að frá og með morgundeginum er opið um Kjalveg og Kaldadal.
Þá er um leið opið í Kerlingarfjöll, ég hvet alla að kynna sér frábæra aðstöðu þar, slóðin er [url=http://www.kerlingarfjoll.is:2cjmwkb6][b:2cjmwkb6]hér[/b:2cjmwkb6][/url:2cjmwkb6].
Hægt er að velja um tjaldstæði eða gistingu í litlum húsum og heitir pottar eru á svæðinu. Allt í kring eru möguleikar á útivist sem á sér varla hliðstæðu hér á landi.
Snorri
R16
14.06.2006 at 16:01 #554516Ég sé nú ekki alveg hvað sjálf-rekstrarmöguleikar skálans hafa með það að gera hvort lög eru brotin eða ekki. Reyndar eiga rekstaraðilar þarna samúð mína alla. Ég tel líklegt að Vegagerðin hafi merkt þennan veg opinn inn á Bláfellsháls til að sýna þessum aðilum tillitssemi, sem er gott mál.
Ég nefni þetta hins vegar til að benda á hvað þetta er ófullkomið og óljóst hjá Vegagerðinni. Heyrst hefru að lokanir séu ekki eingögnu nákvarðar út frá ástandi vega heldur fleiri þáttum eins og almennu ástandi gróðurs og dýralífs á svæðum í kring. Svona hefur þetta reyndar verið árum saman.
Nú hefur það sem ég vil kalla "villimennsku" nokkurra (minnihluta) vélhjólamanna sem hugsa ekki, orðið til þess að stóraukinni hörku er beitt gegn öllum á vélknúnum ökutækjum. Rætt er um að breyta lögum og gera ökutæki upptæk ef þau sjást á lokuðum svæðum. Ef fara á í aukna hörku dugir ekkert "kannski og kannski ekki" í þessum lokunum. Sem er mjög miður fyrir ferðafrelsi þeirra sem gæta sín vel að skemma ekkert á ferðum sínum.
Opinberir aðilar fara í einhverskonar krossferð, sjá m.a. heimsíðu Landhelgisgæslunnar sem vísað er í hér í þessum þræði. Ég sé ekki tilganginn hjá opinberum aðilum að setja upp svona hálfgerða "nornaveiðasíðu" með vægast sagt illskiljanlegum og undarlegum myndatextum þar sem menn taka sér einhverskonar dómavald og dæma menn opinberlega og leggja mat á "iðrunamerki þeirra".
Snorri
R16
14.06.2006 at 10:25 #554510Þetta er fróðlegt Hlynur, einmitt það sem vantaði til að skilja umræðuna. En veit einhver hvort vegurinn inn í Skálpa er einkavegur eða öllum opinn ?
Snorri
R16
14.06.2006 at 00:50 #198086Hvernig væri nú að setja duglega pressu á umboðin með varahlutaverðin með því að birta samanburð á varahlutaverðum, einnig hvort hluturinn er til.
Við þurfum að vera vönduð, og sleppa öllum tilfinningum og fúkyrðum. Mig grunar að tölurnar muni tala sterkast einar og sér og þurfi ekki slíka hjálp.
Veljum sem næst samanburðarhæfa hluti eins og framöxul í Patrol og LandCruiser80.
Svo gæti verið frólegt að grafa upp Evrópuverð á sama hlut.
Munum bara að reyna að gæta sannmælis og koma með samanburðarhæfa hluti.
Snorri
R16
14.06.2006 at 00:32 #554506Þessi fréttamennska er nú í beinu samhengi við það sem fréttamenn hafa sýnt af sér um langa hríð. Sannleikurinn er minna virði en æsifrétt og ef hægt er að ginna ummæli uppúr einhverjum sem væri hægt að láta bera ábyrgð á fréttinni, þá er eins og sannleiksþráin fjúki út í buskann og ekkert kannað frekar.
Sjáum bara heismfréttirnar, alltaf voða vel gerðar, eða hvað? þegar fjallað er um hluti nálagt okkur sem við þekkjum, Þá eru þær alltaf kolsvilausar. Hvað þá með allar hina heimsfréttinar.
Sem betur fer er þetta ekki alltaf svona og margir fréttamenn hafa líka oft tekið góðar rispur. Vonandi fjölgar þannig fréttamanönnum aftur fljótlega, það er varla hægt að sökkva stéttinni dýpra en orðið er og leiðin hlýtur því að fara uppávið hjá þeim.
Snorri
R16
14.06.2006 at 00:22 #554504Ég var að skoða kortið frá Vegagerðinni sem gildir í dag. Greinilegt er að opið er inn á Bláfellsháls, ca að Beinakerlingunni eða að vegamótunum inn að jökli um Skálpanes. Þetta er rétt fyrir norðan miðjan hálsinn.
Leiðin inn í Skálpanes er greinilega lokuð og því spurning hvaða leið átti að fara með þessa ferðamenn inn að jökli. Á korti Vegagerðarinna stendur að allaur akstur á skyggðum svæðum er bannaður, vegurinn inn að jökulrönd (Skálpanes) fellur greinilega undir það. Etv fra þeir á sleðum en er það ekki akstur? Eða ef þetta er einkavegur, hvað þá með einkaveg á skyggðu svæði, skv texta á kortinu má ekki heldur aka hann.
Gaman væri að fá nánari skýringar á hvað er að gerast þarna, getur verið að sumir séu jafnari fyrir lögum en aðrir ?
Snorri
R16
08.06.2006 at 07:34 #554012Ég tel að taka þurfi upp notkun á kallmerkjum á 4×4 rásunum. Með aukinni notkun er að aukast að hópum "slái saman" og svo er alltaf upplýsandi að vita hver/hverjir eru á ferð án þess að kalla í viðkomandi til að komast að því. Með félagatal í hönd er síðan auðvelt að sjá hver er að tala. Þá væri þetta bara rétt eins og á gufunni í gamla daga.
Best væri að nota 4×4 félagsnúmerin, þá heyrði maður strax úr hvaða landsfjórðungi viðkomandi er. Þá yrði notkun á 4×4 rásunum líka bundin við þá sem hefðu kallmerki.Ath: Kallmerki þarf ekki að tyggja upp í hverri setningu, heldur bara í upphafi samtals og við lok. Líka á nokkurra mínútna fresti í löngu samtali.
Snorri
R16 og TF3IK
07.06.2006 at 16:24 #553772Upp virðist vera komin sú staða að (sumir) ökumenn torfæruhjóla eru á góðri leið með að slátra þeirri góðu ímynd sem f4x4 hefur byggt upp, með ærinni fyrirhöfn, um mögulega notkun vélknúinna ökutækja úti í nátturunni án landskemmda.
Ég tel mikilvægt að við grípum fast inn í þetta óheppilega ferli. Vondandi þurfum við ekki að styðja algjört bann við torfæruhjólum en það gæti reynst afarkostur.
Ég tel jeppa og torfæruhjól ekki samanburðarhæf þegar talað er um landsemmdir af völdum þessara faratækja, þar eru hjólin a.m.k. stærðargráðunni "afkastameiri".
Liggur ekki vandinn að hluta í því að þeir sem hegða sér verst í þessu eru þeir sem ekki eru innan neinna samtaka? Þetta er sá hópur sem erfiðast er að ná til. Og ef viðhorf þessara verstu manna er það (eins og hefur verið gefið í skyn hér á þessum spjallþræði) að með tollum og bensíngjaldi séu Þeir búnir að kaup sér rétt til að skemma landið þá dettur mér bara í hug: "skemmdarverkastarfsemi gegn frelsi í ferðamennsku". Mig skal ekki undra að hugsandi og ábyrgir vélhjólamenn eigi í vandræðum með að ná til þessara manna ef þetta er "levellinn" á hugsuninni.
En mín skoðun er sú að ef við viljum ekki láta eyðileggja fyrir okkur allt sem við höfum byggt upp hjá f4x4 þá verðum við að ná til þessara manna með góðu eða illu. Verst af öllu er ef umhverfisráðherra fer af stað gegn okkur eins og fíll í postúlínsbúð með allsherjarbönnum. Farsælast er ef áhugamenn um frjálsa ferðamennsku finni lausn á þessu sjálfir, sbr starf f4x4 frá upphafi.
Svo lýsi ég yfir algjörum stuðningi við því að úthluta vélhjólamönnum heppilegum og rúmgóðum svæðum sem geta rúmað þeirra starfsemi. Betra er að fórna einhverjum svæðum heldur en Reykjanesinu öllu og frelsinu þar á eftir. Ég bara skil ekki tregðu umhverfisráðherra í þessu. Sjáum bara hvað Kvartmílbratutin gerði fyrir okkur (og alla hina borgarana líka) þegar hún var byggð.
Snorri.
R16
03.06.2006 at 07:21 #553334Talandi um Gufunestalstövðar, þá getur Aukaraf útvegað stöð frá ICOM sem getur unnið í SSB á 2790Khz, sjá [url=http://www.icomuk.co.uk/categoryRender.asp?categoryID=3508&cCID=4828:ndwxxlbs][b:ndwxxlbs]hér.[/b:ndwxxlbs][/url:ndwxxlbs]
Margir spennadi möguleikar á stfrænum samskiptum virðast vera þarna, selective call, SMS og sending á staðsetningu.
Stöðin er með lausum fronti sem gerir mjög auðvelt að koma þessu fyrir.
Veit ekki verðið en það getur ekki verið á við margar 49".
Snorri
R16 og TF3IK
02.06.2006 at 20:07 #553332Eftirfarandi skeyti sendi Þór Þórisson, einn af kennurunum á amatöranámskeiðunum núna í vor í framhaldi af líflegum umræðum í kennslustund
(birt með leyfi þórs).Eins og þið sjáið þá skilar stöðin 70W á amatöratíðnunum 144-146Mhz og allt upp í 148 mhz.
Þegar komið er upp á 4×4 tíðnirnar, 152-154Mhz þá er aflið fallið niður í 50-60W og á hærri tíðnum hrapar það enn meira. Á 158Mhz hefur það fallið um helming.
—–Original Message—–
From: Þór Þórisson [mailto:tf3gw@simnet.is]
Sent: 5. maí 2006 18:00
To: ————————————–
Subject: Fróðlleikur.Sæl öll.
Vegna þess að ég var að þusa um hvað amatör stöðvar féllu í afli þegar þær t.d. færu á 4X4 tíðnirnar þá mældi ég nýja FT-8800 stöð sem ég á út í 50ohma gerviálag með mælir sem hefur sýnt að vera nokkuð réttur og útkoman var eftirfarandi.
144.000-148.000 70W
149,000 69-
150,000 67-
151,000 65-
152,000 60-
153,000 55-
154,000 50-
155,000 46-
156,000 42-
157,000 38-
158,000 35-
159,000 32-
160,000 29-
161,000 25-
162,00 23-
163,000 21-
164,000 19-
165,000 17-
166,000 15-
167,000 13-
168,000 11-
169,000 10-
170,000 09-
171,000 08-
172,000 07-
173,000 07-
174,000 06-
175,000 error73 de TF3GW
Daddi
p.s. ég hef á tilfinningunni að t.d. FT-7800 sé svipuð
02.06.2006 at 19:05 #553614Við þurfum samt að átta okkur á því að ekki er nóg að hafa neyðarrrás, við þurfum að tryggja að stöðugt sé hlustað á hana og að hægt sé að ná sambandi hvar sem menn eru staddir á landinu.
Þá er spurning hvort VHF kerfið okkar dugir til þess eða hvort fara þurfi á lægri og langdrægari tíðnir. Höfum í huga að VHF er á ca 2 m bylgjulegnd (dugir helst í sjónlínu og minni vegalengdum) þegar gamla Gufunesið var á ca 100 m bylgjulengd (sem er mun langdrægari og beygir betur yfir fjöll) og það dugði vel til neyðarkalla á meðan enn var vakt í Gufunesi. Nú hefur hún verið aflögð og flestir tekið þessar stöðvar úr notkun. Þar með hefur öryggi ferðamanna minnkað verulega að mínu mati og ekkert komið í staðinn nema helst gerfihnattasímar með tilheyrandi kostnaði.
Eftir fréttum að dæma var algjör tilviljun að mönnunum sem lentu í snjóflóðinu á Öræfajökli tókst að ná sambandi við sýslumannsembættið á Vík, þar er hlutun bara á daginn. fróðlegt væri ef einhver kann betri stkil á þessu máli.
Fjarskiptakveðjur
Snorri
R16 og TF3IK
02.06.2006 at 17:36 #198034Er einhver á leið á Langjökul á morgun (laugardag) í dagsferð ?
Er að fara einbíla, legg af stað um 9 úr Rvk, fer upp frá Húsafelli, gott væri að lenda samferða einhverjum ef fleiri eru að spá.
Er á Patrol á 38″ (44″ef ég nenni að skipta)
Snorri Ingimarsson
R16
02.06.2006 at 17:30 #553608Frábær hugmynd, þetta þarf að skoða og koma á.
Snorri
R16 og TF3IK
30.05.2006 at 21:35 #553326Svo virðist sem menn tortryggi hér radíóamatöra og það stafar af vanþekkingu sem ég reyni hér með að bæta úr.
Reglur um amatöra eru ekkert séríslensk fyrirbæri heldur eru þær alþjóðlega og eiga sér langa hefð.
Reglurnar eru í aðaldráttum þannig að radíóamatörar mega flytja inn talstöðvar sem eru sérstaklega gerðar fyrir amatöra og ná m.a. yfir tíðnisvið sem ætluð eru amatörum. Auk þess eru þær aflmeiri en talstöðvar ætlaðar til almennra nota.
Flestar aðrar talstöðvar eru ætlaðar venjulegu fólki sem ekki hefur sérþekkingu á fjarskiptum heldur þarf bara að nota tæknina. Þær eru þá til að nota á sérstökum tíðnum sem fá þarf leyfi fyrir, t.d. hefur f4x4 leyfi fyrir ákveðnum tíðnum sem félagsmenn mega þá nota. Einnig eru til CB stöðvar sem vinna á ca 27Mhz og eru opnar öllum. Amatöraréttindi veita ekki rétt umfram aðra að flytja inn slíkar talstöðvar.
Rétt er að taka fram að amatöraréttindi veita ekki rétt til að gera hvað sem er. Þau veita réttindi til að smíða sjálfir fjarskiptabúnað sem sendir allt að 1KW og nota á tilteknum tíðnum án þess að fara með hann í tegundarprófun. Einnig má flytja inn talstöðvar sem ætlaðar eru amatörum. Annan rétt veita amatörréttindi ekki umfram aðra.
Vona að þetta skýri málið betur.
Bestu kveðjur
Snorri
R16 og TF3IK
30.05.2006 at 18:14 #553322Þráðlaus fjarskipti eru vandmeðfarin að mörgu leyti. Rafsegulbylgjur eru ósýnilegar en geta samt borist um langan veg. Þeir sem ekki kunna til verka en eru að nota öflugan fjarskiptabúnað (eins og radíóamatöratalstöðvar eða heimasmíðaðan búnað) geta verið að valda miklum truflunum og tjóni í kringum sig án þess að hafa hugmynd um það.
Tíðnisvið eru líka takmörkuð auðlind og því nauðsynlegt að skipuleggja vel "umferð" eða rásir fyrir rafsegulbylgjur, og ekki síður er mikilvægt að halda "umferðareglurnar". Þess vegna þurfum við sem samfélag að reka stofnun sem á að halda uppi reglum á þessu sviði þ.e. fjarskiptastofnun.
Einfaldast væri nú fyrir samfélagið að banna allt nema það sem er leyft, leyfa bara einfaldan notendabúnað sem búið er að stilla til fyrir nokkrar rásir og gefa einstaklingum enga möguleika á að gera nokkurn hlut sjálfir nema fara með allt sem smíðað er í tegundarprófun og vera undir eftirliti. Þetta er sem betur fer ekki svona slæmt, þökk sé samtökum radíóamatöra. Þeir sem hafa aflað sér smá grunnþekkingar og staðist próf sem radíóamatörar hafa leyfi til að nota öflugan og fjölhæfan fjarskiptabúnað, líka heimsamíðaðan, án þess að "stóri bróðir" sé að anda ofan í hálsmálið á þeim. Þetta fyrirkomulag hefur verið notað í áratugi um allan heim og gefist vel.
Námskeið eru haldin á hverju ári á vegum IRA (http://www.ira.is) og próf eru haldin c.a. tvisvar á ári af fjarskiptastofnun. Ég sat þetta námskeið í vor og var að ljúka prófi núna í mai. Námskeiðið var 14 kvöld (2 kvöld í viku), 3 tíma í senn og reyndist hið fróðlegasta og besta skemmtun. Kennarar IRA eru bæði fróðir og skemmtilegir fyrirlesarar. Þekkingin sem þarna er á ferðinni getur nýst öllum fjallaferðamönnum sem er annt um öryggi sitt og ég hvet sem flesta tæknisinnaða jeppamenn til að kynna sér þessi námskeið. Þetta því ekki bara spurning um réttindi til að mega nota talstöðvar og tíðnisvið, heldur fá menn mjög praktíska þekkingu. Ekki veitir af núna þegar fjarskiptamál á hálendinu virðast stefna í ákveðna blindgötu eftir að NMT kerfið verður lagt af, Gufan hefur þegar verið aflögð og ekkert verður eftir nema VHF kerfið okkar.
Vonandi getum við EIK komið einhverju á framfæri til ykkar á næstunni um það sem við urðum vísari á námskeiðinu og skiptir máli fyrir okkur jeppaferðamenn. Í byrjun get ég upplýst að svokallaðar amatöratalstöðvar eru einfaldlega verri til notkunar á 4×4 tíðnunum heldur en þær sem hægt er að kaupa í Aukaraf og hjá RSH (rök koma síðar). Gæðin eru ekki talin í tökkum og tíðnisviðum.
Með fjarskiptakveðjum
Snorri Ingimarsson
R16 / TF3IK
27.02.2006 at 01:37 #544926Ég tel raunhæfast að á næstu árum verði VHF kerfið og Iridium (eða önnur gerfihnattakerfi) sú heildarlausn sem gefi mesta öryggið.
VHF er þægilegt í notkun á milli bíla og oft er hægt að ná með því til annara í neyð.
Gerfihnattasímar ná alltaf en það kostar að tala í þá. Hver kvartar annars yfir því að samtalið við neyðarlínuna kosti ca 90 kr mínútan í neyð ef engin önnur fjarskipti eru í boði?
Svo kostar bara um 30 kr. mínútan innan Iridium kerfisins, sama hvar menn eru staddir á jörðinni !
Þeir sem fá háa GSM reikninga eftir utanlandaferðir ættu að pæla í því !!Nú ættu menn að leggjast í að gramsa eftir bestu Iridium kjörum á netinu, margir smásöluaðilar út um allan heim bjóða áskrift, þar á meðal Síminn.
R.Sigmundsson hefur líka boðið Iridium síma á góðu verði til jeppamanna.
Snorri
27.02.2006 at 01:11 #544922Ég tel að ferðamenn búi við mikið öryggisleysi þegar kemur að fjarskiptum. Áður fyrr var yfirleitt hægt að treysta á Gufuna en vakt á henni hefur verið lögð niður. NMT hefur dalað mjög, hvað sem Síminn segir. VHF kerfið er sífellt betra en nær þó ekki yfir allt landið. Það virðist líka vera flókið fyrir marga (líklegast vegna þess að það þarf aðeins að setja sig inn í það hvernig kerfið vinnur og því nenna ekki allir). Með frekari uppbyggingu á VHF kerfinu mun öryggi þó aukast mikið. Mér finnst annars mjög bagalegt að hafa ekki æa einum stað næyjustu uppl´æysignar um hvaða endurvarpar eru virkir hverju sinni, etv er einfalt að hafa þetta á áberandi stað hér á síðunni.
Ég tel að ekkert kerfi sé að koma sem verði "landsdekkandi". Ég skora á þá sem hafa fullyrt slíkt að skilgreina orðið "landsdekkandi" áður en þeir nota það meira. Í umræðu sem ég hef orðið vitni að hefur verið farið ansi frjálslega með merkingu orðsins, amk samkvæmt þeiri íslensku sem jeppamenn tala.
Gerfihnattakerfi eins og Iridium og Globalstar eru eina lausnin sem ég sé fyrir þá sem vilja allta geta náð til byggða í neyð. Og það er ekki eins dýrt og við höldum. Lauslega reiknað er Iridium orðið ódýrara að núvirði, bæði í stofnkostnaði og rekstri, heldur en NMT kerfið kostaði þegar það kom fyrst hér seint á níunda áratugnum
Annars væri gaman að heyra meira um þessi mál, umræðan er mikilvæg til að við ferðamenn getum áttað okkur á því hvort fjárfesta eigi strax í gerfihnattasímum eða hvort eitthvað er á leiðinni sem virkar fyrir okkur (sem ég efast um að sé raunhæft vegna kostnaðar og því óskhyggja ein).
Snorri Ingimarsson
22.02.2006 at 23:13 #543604Sem betur fer eru svona óhöpp ekki algeng. Ég man eftir eftir svipuðum atvikum þar sem ég var heppinn og slapp við tjón. Um að gera að sýna samstöðu þegar svona gerist. Fyrir öllu er að ekki varð slys á fólki.
Með hvatningu um að koma tækinu sem fyrst á fjöll á ný!
Snorri Ingimarsson
R-16
13.12.2005 at 23:41 #535794Sammála Skúla í megindráttum, er þó ekki vinstri grænn.
Munum að núverandi þensla vegna virkjanaframkvæmda breytir vart öðru um jeppaeign okkar en því hvort við ökum á jeppum með venjulegum sætum og 3ja hraða miðstöðvum eða leðurklæddum með "climat control". Í báðum tilvikum getum við ferðast, hefðum kannski meiri tíma til að ferðast ef ekki væri þessi þensla ;
Full ástæða er til að fylgjast vel með öllum framtíðarpælingum Landsvirkjunar og yfirvalda og blanda okkur í umræðuna áður en það verður of seint. Og á raunhæfan hátt, án öfga.
Ég hrökk við undir kvöldfréttunum þegar fram kom að iðnaðarráðherra virðist vera að opna fyrir að afhenda "gæðingum" virkjanlegar auðlindir með ráðherravaldi. Er ekki komið nóg að þessari svokölluðu einkavinavæðingu ?
Allavega þarf almenningur (eða þeir sem hugsa) að fylgjast vel með þessu.Snorri.
-
AuthorReplies