Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.10.2006 at 23:49 #529354
Ég er sannfærður um að almenn endurvakning á svokölluðum Gufunesstöðvum myndi veita okkur mikið öryggi. Allt það öryggi sem okkur vantar í staðinn fyrir NMT og gott betur.
Huga þarf vel að neyðarhlustun á þessu kerfi, ég tel það framkvæmanlegt hjá f4x4 fyrir ævintýralega lítinn pening. Kerfið er á tíðninni 2,790 Mhz (2790Khz) og notar SingleSideband (SSB) mótun (nánar tiltekið UpperSideband (USB)). Gæta þarf þess að stöðvar sem keyptar eru geti unnið á þessari tíðni og með þessari mótun. Margt er í boði til ýmissa nota og ekki allt sem sýnist við fyrstu skoðun.
SSB sendingar á 2,79Mz (sem ég kalla hér eftir SSB) berast á tvennskonar hátt. Hún fer alltaf sem jarðbylgja og fylgir jörð óháð sjónlínu í ca 100 km (fer eftir leiðni yfirboðs, sjór/mýrar = lengra en jöklar = styttra). á kvöldin og nóttunni er oftast hægt að fá speglun um jónahvolfin og ná þannig um landið allt, þvert og endilangt. Jafnvel til mjög farlægra landa. það er þó háð loftnetum og réttum skilyðrum í jónahvolfinu. Við erum hins vegar örygg með að ná alltaf um 100 km. Hlustunarstöðvar þurfa ekki að vera inni á hálendinu, þær gefa verið niðri í byggð. Með slíkum stöðvum í byggð hringinn í kringum landið ætti að vera hægt að ná öllu landinu með glans. Nú er það þannig að meiri drægni næst ef saltur sjór er undir bylgjunni næst sendi eða móttakara. Hlustunarstöð í Vestmannaeyjum myndi þannig duga best inn á Suðurhálendið, stöð á Garðskaga myndi duga best fyrir suðvesturland og svo mætti lengi telja.
Sjáum svo fyrir okkur að hver landsbyggðadeild reisi eina góða stöng á góðum stað þar sem rafmagn fæst og ADSl internet er til staðar. Sett verði upp stöð (ekki svo dýr) sem verði gerð fyrir internet. Setjum svo upp hlustunarlink á heimasíðuna okkar og allir sem ekki eru í ferð geta haft hlustun virka, ekki amalegt að fylgjast með framgangi í ferðum félaganna. Svo verði einhverjir með aðgagng til að fjarstýra þessum stöðvum. það gæti þurft að kanna einvher reglugerðarmál með notkun á þessum tíðnum í bland við internet en ef þetta virkar og er eina alvöru öryggistækið, þá ætti að vera hægt að fá leyfi.
Iridium kom líka til, greina, ég hef prófað það í eitt ár með áskrift frá símanum en það hefur valdið mér vonbrigðum. Bæði tæknilega og svo hefur mánaðaráskriftin hækkað úr 1.930 kr. í 2.400 frá því fyrir einu ári, það er 24% hækkun. Á sama tíma hefur dollar hækkað um 8,2%.
Hvað skyldi mánaðgaldið nú verða í nýja kerfinu. Ég spái svona 2-3.000 kr á mánuði og að það verði með lélega dekkingu á landinu (allavega í fermetrum talið) og nýtist okkur því illa sem öryggistæki.
Þetta tel ég að kenni okkur að leita eftir kerfis sem ekki er ofurselt sjálftöku-verðskrá símafyrirtækis um mánaðargjald. Byggjum frekar upp kerfi, t.d. SSB sem losar okkur við öll mánaðargjöld, svo ég tali nú ekki um mínugjöld fyrir tal. Jafnvel þó að stöðin kosti 200.000 kr og ekkert mánaðargald, eða 50.000 kr meira en Iridiumsími með 2.400 kr. mánaðgargjald sem hækkar auk þess um 24% á ári + 90 kr/ mín í talgjald..
Snorri Ingimarsson
R16 og TF3IK
05.10.2006 at 23:19 #562280Nokkrir snöggsoðnir punktar til umhugsunar og innlegg í umræðuna.
Ég tel að tjón af völdum akstur utanvega hafi ekki verið minna þegar á heildina er litið frá upphafi hálendisferða á bílum, þrátt fyrir að umferð hafi aldrei verið meiri en nú. F4x4 á þarna stóran hlut að máli.
Flestir eða allir jeppaferðamenn eru miklir náttúrunnendur og vilja haga ferðum sínum þannig að ekki hljótist tjón af. Mögulegt er að ferðast víða utanvega á jeppum og öðrum faratækjum ef rétt viðhorf ríkir hjá ökumönnum og þeir kunna til verka.
Ég tel að akstur utanvega hafi verið útbreiddari heldur en margra grunar, hann hafi bara verið stundaður þannig að ekki sjáist um það ummerki, og hvað er þá að því ??
F4x4 félögum sé vel treystandi til að ná til jeppaferðamanna og innleiða hjá nýliðum rétta hugsun og þekkingu þannig að óhætt sé að leyfa áfram akstur utanvega þar sem ekki hljótast landspjöll af. Við þurfum að sannfæra umhverfisráðherra og aðra þingmenn um að okkur sé þar full alvara.
Mikil fjölgun vélhjóla og villandi fréttir af staðbundunum vandamálum af þeirra völdum virðist hafa hrundið af stað einhverri móðursýki í umræðu um akstur utanvega. Þetta þarf að stöðva.
Íslenska þjóðin tekur ákvarðanir um að leggja heilu dalina undir uppistöðulón virkjana, ryðja slóðir með þungum vinnuvélum vegna rannsókna, gera stór skörð í heilu fjöllin við malarnám, leyfa ótakmarkaða umferð hesta á járnskeifum utanvega um hálendið, stóraukna notkun vélknúinna ökutækja við smalamennsku (sem ég tel í lagi ef rétt er að verki staðið) og svo mætti lengi telja. Túlkar svo lögin þannig að jeppaferðamenn megi ekki bæla eitt strá. Við eigum ekki að sætta okkur við að annar mælikvarði sé notaður á okkar nýtingu á landinu heldur an allra annara.
Framganga sýslumannsins á Selfossi er því eins og blaut tuska framan í okkur í F4x4 sem höfum lagt mikið af mörkum í þágu nátturuverndar með áróðri, jákvæðri fræðslu, markvissri sókn til nýliða og miklu mórölsku aðhaldi meðal félagsmanna. Og þetta starf hefur skilað miklum árangri.
Framganga yfirvalda nú mun líklega verða til að auka tortryggni í þeirra garð og grafa undan því trausti sem byggt hefur verið upp með jákvæðu starfi undanfarin 20 ár, því miður.
Annars vil ég hvetja menn til að spara gífuryrðin. Málefnaleg umræða hjálpar okkur best, við höfum svo góðan málstað að verja.
með jeppaferðamannakveðju
Snorri Ingimarsson
R16
03.10.2006 at 00:17 #198650Tók ég rétt eftir að þeir fóru „þvers og kruss“ yfir öll vatnsföll sem þeir sáu þangað til þeir komu að einu sem var „hálft annað helvíti á breidd og algjör heili að stappa í“
Hlynur kann að orða þetta sem enginn annar, en hvað skyldi það þýða á máli okkar meðaljónanna ??
Þessi setning er allavega komin hér á spjöld sögunnar.Muna fleiri kannski eftir öðrum mergjuðum lýsingum ?
Félagskveðjur
Snorri
R16
22.09.2006 at 00:55 #560984Ég verð nú að upplýsa það að ég hikaði við að líma límmiða með nefndu slagorði á minn bíl. Sérstaklega í ljós umræðunnar í sumar og ofstækis sem hefur dunið yfir okkur.
Hugmyndin að miðanum er hins vegar góð og markmiðið göfugt.
Ég er bara svo gersamlega á móti því að allur akstur utan ferla (þeirra einu sem þóknanlegir eru misgóðum sýslumönnum) sé bannaður.
Ég hefði frekar viljað sjá svona miða með textanum: "Ég veld ekki landsjöllum á mínum jeppa"
Þrátt fyrir þetta með miðann tel ég að f4x4 verði að halda áfram á sömu braut og halda uppi jákvæðum áróðri gegn landspjöllum á jeppum. Slík vinna hefur verið eitt að aðalsmerkjum f4x4 frá upphafi og hefur skilað okkur miklum árangri í að verja ferðafrelsið.
En nú syrtir í álinn og ég tel að við ættum að reyna að færa "landamærin" í umræðunni inn á skynsamlegra svæði. Það er: Að utanvega akstur eigi rétt á sér þar sem hann veldur ekki spjöllum. Og hætta að ssmsinna þeirri firru að allur akstur jeppamanna utan vega sé glæpur.
Ég tel að þetta snúist orðið um grundvallaratriði sem hefur einkennt ferðamennsku á Íslandi: Frelsið.
Við erum að missa ferðafrelsið.Það leiðir hugann að því hversu margir hagsmunaaðilar myndu vilja sjá höft á ferðafrelsi á ýmsum sviðum til að skara eld að eigin köku eða einfalda eigin tilveru á einhvern hátt (sbr yfirvöld). Þeir geta verið þónokkrir. Við þurfum greinilega að spyrna við fótum, ekki bara stjórn f4x4 og nefndir, við þurfum öll að stilla saman strengi okkar og boða málstaðinn á öllum vígtöðvum. Allt frá kaffistofum á vinnustað og upp í fjölmiðla eftir því sem tækifæri gefast.
Snorri
R16
21.09.2006 at 23:58 #560978Ofsi skrifar: "jeppamaður í dag á tímum móðursýki, vanþekkingar öfga".
Algjörlega sammála.
Í fyrsta lagi tel ég alrangt af okkur að samsinna þeim öfgum að utanvegaakstur sé glæpur. Landspjöll af völdum aksturs utanvega ættu hins að teljast til afbrota. Ferðamenn á vélknúnum ökutækjum virðast þurfa að mæta allt öðrum mælikvarða í þessum efnum heldur allir aðrir, svo sem orkufyrirtæki, verktakar, bændur osfr. Ég hafna þeim rökum að nauðsynlegt sé að ofurbanna til að losna við að framfylgja hóflegum reglum á eðliegan hátt.
Eftir það sem ég sá á ferðalögum mínum um landið í sumar tel ég umfjöllun um utanvegakastur í sumar vera hálfgerða móðursýki. Spjöll af völdum torfæurhjóla virðast t.d. vera frekar staðbundin en ekki jafn víðtæk og ætla má af umræðunni. Ég sá víða merki á vegum um ferðir vélhjóla en landspjöll sá ég ekki.
Vanþekking kemur fram hjá þeim sem apa móðursýkina hver eftir öðrum og kjafta upp ímyndaðar afleiðingar utanvegaaksturs án þess að hafa séð þetta með eigin augum.
Og öfgarnar birtast í ofurbanni, andstyggilegri beitingu lögregluvalds og eftirliti á þyrlum.
Við lifum á tímum frelsis og framtaks einstaklingsins. Meirihluti virðist vera á því að einstaklingum (einkafyrirtækjum/markaðnum) sé treystandi fyrir öllum auðævum þjóðarinnar, NEMA að jeppamönnum er ekki treystandi til að meta hvar sé óhætt að aka. Þá kemur forneskjuleg forsjárhyggjan fram, að mínu mati algjörlega úr takt við annað í þjóðfélaginu.
Snorri Ingimarsson
R16
12.09.2006 at 09:32 #559878Góðu félagar.
Við skulum nú ekki missa okkur alveg í þránni eftir enn meiri forræðishyggju. Nóg er nú komið samt sbr ofurbann við akstri jeppamanna utanvega.
Barátta okkar í tækninefnd 4×4 á árum 1983 til ca 1993 fyrir því að fá að aka á stórum hjólum tók næstum áratug og ég tel að reynslan sýni að þetta var gæfuspor fyri þjóðina þó að margir reyndu að standa í vegi fyrir því á sínum tíma.
Við skulum nú anda djúpt og hugsa okkur um áður en við förum að kippa fótunum undan því sem áunnist hefur með beiðni um aukna sérmeðferð á jeppum á stórum hjólum. Lesiði allavega Orion skýrsluna fyrst.
Mín skoðun á þessu máli er að kröfur um aukin ökuréttindi séu í sumum tilvikum of miklar, sbr alla "fjölskyldupickupana".
Ef við viljum auka umferðaröyggi þá ætti að skoða hina raunverulega slysavalda, það er ökumenn með ökuréttindi. Áður fyrr sögðum við oft í tækninefndinni að það hefði frekar átt að stofna "bifreiðastjóraskoðun íslands" heldur en "bifreiðaskoðun íslands".
Ég er hins vegar á því að æfingakstur á stórum hjólum sé hið besta mál, væntanlega mun forráðamaður þá skýra fyrir viðkomandi í hverju munurinn felst (bæði það sem þarf að var sig á og ekki má gleyma kostunum sem eru líka margir) og ekið verður eftir því. Meiri æfing við mismunandi aðstæður og á ólíkum ökutækjum hlýtur að gefa af sér betri ökumenn.
Með félagskveðjum
Snorri Ingimarsson R16
22.08.2006 at 14:26 #557990Þessari spurningu má velta fram og aftur. Ég hafna hins vegar því viðhorfi að engar skemmdir eða spor séu ásættanleg. Tel þó að slíkt eigi að vera í lágmarki.
Hvers vegna ættu jeppaferðamenn að þurfa að sætta sig við aðra og þrengri túlkun á hugtakinu "viðunandi" heldur en verktakar, orkufyrirtæki, hestamenn, verksmiðjur, flugvélar (sem menga held ég meira á hnattvísu fyrir eina fjöskyldu sem fer til sólarstranda heldur en meðaljeppinn á heilu ári) og svo mætti lengi telja.
Ég er ekki að fara fram á að það sé álitið eðlilegt að jeppamenn gangi um landið eins og sóðalegustu verktakar eða orkufyrirtæki. En þar sem við búum á sömu plánetu og þessir aðilar, þá ættu sömu viðmið að gilda fyrir alla í umræðunni.
Snorri.
22.08.2006 at 00:40 #198415Bendi hér á skemmtilega uppskrift að helgarferð í kringum Kerlingarfjöllin sem við tókum í frábæru veðri um síðustu helgi. Fær flestum bílum en getur verið krefjandi fyrir óbeytta jeppa.
1. Föstudagskvöld.
Var farið inn í Kerlingarfjöll og gist þar í einni Nípunni. Lagt af stað úr RVK um 20, komið í náttstað um 23.
2. Laugardagur.
Haldið um kl 12 norðurfyrir Kerlingarfjöll í Setrið þar sem hádegisverður var snæddur. Haldið í suðurátt og hið fallega Kisugljúfur skoðað. Haldið áfram áleiðis að Klakk upp langar og krefjandi sandbrekkur og svo suðurfyrir Kerlingarfjöllin. Frábært útsýni allt inn á Vatnajökul. Komið niður á veginn inn að Leppistungum við Mosöldu og haldið inn í Leppistungur. Sídegissnarl snætt. Svo haldið áfram til norðurs með frábært útsýni á Langjökul og víðar. Kerlingin sem fjöllin heita eftir blasir við. Komið inn á Kerlingarfjallaveginn við brúna yfir Jökulfallið um 17:30 og hringnum lokað Í Kerlingarfjöllum nokkrum mínæutum síðar. Frábær hringleið sem tók 5 1/2 tíma með stoppum. Við tók grillað læri og heitir pottar í Kerlingarfjöllum.3. Sunnudagur.
Fengum okkur morgunkaffi í flottum restuarant í gamla skíðaskólanum, reyndar er hægt að fá þar morgunverð lika og aðstaðan er öll orðin frábær. Stórt og spennandi trambólín fyrir börn á öllum aldri. Skoðuðum svo gamla skíðasvæðið og hverasvæðið sem eru alveg stórkostleg. Útsýni norður á Skagafjörð. Héldum svo heim á leið um Kjalveg og komið í bæinn um 17:30.Mæli með þessu fyrir þá sem vilja fara aðeins krefjandi helgarferð í mjög fallegu umhverfi og með góða þjónustu í náttstað.
Snorri Ingimarsson
18.08.2006 at 11:59 #557986Sammála Benedikt að flestu eða öllu leyti. Hann segir: "þetta er fín lína þar sem erfitt getur verið að rata eftir". Það er einmitt þessi fína lína sem ég er að ræða um í mínum pistli. Að halda hlutunum í viðunandi horfi þegar þræða Þarf fína línu kostar talsverða vinnu og þar með fjármuni fyrir yfirvöld og einnig mikla vinnu fyrir félagasamtök eins og F4x4. Ég tel hins vegar nauðsynlegt að leggja í þá vinnu eftir því sem þarf og mun skynsamlegra heldur en að láta undan og taka upp stóra strokleðrið og þurka allan vandann og viðfangsefnið út með einu ofurbanni. Og loka þar með á frelsið og dómgreind einstaklingsins.
Hægt er að kryfja í löngu máli hver landspjöll verða við akstur utanvega, allt frá engum spjöllum þrátt fyir talsverða umferð og upp í að vera óviðunandi spjöll eftir eitt ökutæki. Við höfum alla flóruna hér. Kortlagning allra slóða er nauðsynlegt framtak til að geta tekið á þessu af skynsemi en því miður er hægt að nota slíka grunn gegn okkur með því að loka á allan akstur utan leyfðra slóða, án nokkurs annars mats á landspjöllum. Semsagt gera góðan gagnagrunn yfir slóðir og nota hann af engri skynsemi.
Ég er sammála því að landspjöll verða af akstri utanvega, við verðum að horfst í augu við það. Ég tel hins vegar betri lausn að þræða fínu línuna með því sem þar þarf að kosta til heldur en að banna allan akstur nema þar sem hann er sérstaklega leyfður samkvæmt korti.
Snorri
17.08.2006 at 18:01 #557978Ég er þeirrar skoðunar að umræðan um akstur utanvega sé komin út í hálfgerðan farsa. Allt of mikið sé gert úr skemmdum af völdum utanvegaaksturs jeppa- og véhjólamanna, það er eins og flestir gefi sér að ástandið sé eitthvað slæmt en ég tel það alls ekki vera svo og að þetta hafi reyndar sjaldan verið betra þegar litið er á heildina.
Ég er líka þeirrar skoðunar að akstur utanvega eigi í mörgum tilvikum rétt á sér. Akstur utan vega hafi í raun verið stundaður allnokkuð og víða um árabil án þess að þess sjáist nokkur merki. Og hvað er að því ?
Ég tel að stjórnvöld séu að koma sér undan ábyrgð og eðlilegri umsýslu með því að einfaldlega banna allan akstur nema þar sem hann er sérstaklega leyfður. Það virðist því miður þrálátur og leiður siður yfirvalda að losa sig undan eðlilegum eftirlits- og umsýsluskyldum sínum með því að fjarlægja vandann með húð og hári í stað þess að "regla" hann í eðlilegan farveg almenningi til heilla. (banna allan akstur í stað þess að framfylgja gildandi lögum og reglum um að hann sé bannaður þar sem skemmdir geti hlotist af – sem ætti að duga ef yfirvöld notuðu þyrlulögguféð til skynsamlegri hluta). Á fyrstu starfsárum F4x4 tók ég þátt í hrinda alvarlegri árás á ferðafrelsið þar sem átti að setja allsherjarbönn á borð við þau sem nú eru komin. Og við höfðum sigur þá.
Almennir borgarar Þurfa að berjast gegn Þessari endalausu forsjárhyggjuþrá yfirvalda og þar þarf f4x4 að standa vörðinn ásamt fleirum. Framtíð frjálsrar ferðamennsku á Íslandi er í húfi.
Snorri Ingimarsson
11.08.2006 at 00:33 #557620Ég er búinn að vera að reyna að sjá þetta sjálfur en þetta er ekkert augljóst á þessum síðum. Verðum að leita til fróaðri manna um hvernig þetta er sett fram. Svo ættu Aukaraf (ICOM) og RSH (YAESU) og RadíóRaf (Kenwood) og etf fleiri að geta frætt okkur um möguleika á þessum stöðvum fyrir almennan markað.
Snorri.
11.08.2006 at 00:11 #557614Er þetta ekki amateur stöð ? Það sem okkur vantar er comercial eða stöð fyrir almenna notkun.
Þær eru þarna vaflaust líka.Snorri.
10.08.2006 at 23:50 #557610Skoðið þetta, Ástralararnir eru að fást við sama vanda og við, bara miklu meiri víðáttur.
Sjá link [url=http://www.icom.co.jp/world/products/land_mobile/F7000/index.html:3c56p4iy][b:3c56p4iy]hér[/b:3c56p4iy][/url:3c56p4iy]
Og bækling [url=http://www.icom.co.jp/world/products/pdf/IC-F7000.pdf:3c56p4iy][b:3c56p4iy]hér[/b:3c56p4iy][/url:3c56p4iy]
Takið eftir loftnetinu framan á Rovernum, AT230 !!
Þessi stöð virðist alveg frábær, vafalaust eru kenwood og Yaesu með sambærilegar stöðvar. Svo munu gömlu SSB Yaseu og Seiki nýtast áfram fyrir þá sem eiga þær, það þarf að bæta við krystöllum fyrir nýjar tíðnir.
Snorri.
10.08.2006 at 23:32 #557606NMT kerfið er gott svo langt sem það nær. Hins vegar tel ég of mikið vantar uppá að það dekki allt landið. Þar sem samband er, sem er mjög víða, þá er það gott og veitir mikið öryggi. Hins vegar er of víða ekkert eða lélegt samband. Ég get nefnt nokkur dæmi: Stórt svæði norðan Bláfellsháls, stórt svæði á leiðinni frá Öxi í Bjarnarhýði við Hornbrynju, nær öll leiðin frá Borgarfirði Eystri í Loðmundarfjörð, stór svæði á Vatnajökli og svo má telja áfram. Við viljum að sjálfsögðu vera allstaðar í símasambandi, ekki bara á flæðunum á Gæsavatnaleið !! Ég óttast mjög að í stað NMT verði eytt hálfum eða heilum milljarði í styrk til að byggja upp arftaka NMT sem hefur sömu tæknilegu annmarka og NMT kerfið, það er að það verður ekki landsdekkandi (skv íslenskri merkingu á orðinu).
Það var afturför í öryggismálum á hálendinu þegar vöktunin í Gufunesi var lögð af. Mér finnst reyndar ótrúlegt hvernig menn skrifa eins og það sé ásættanlegt að geta ekki náð neyðarsambandi hvar sem er á landinu.
Mín skoðun er að f4x4 eigi að ganga í að fá úthlutað tíðnum fyrir SSB á HF, t.d. á bilinu 3 Mhz til 9 Mhz og taka upp almenna notkun á þeim á ný. Þessar tíðnir gefa möguleika á aðeins minni stöngum heldur en gömlu "gufunesstöngunum". Samhliða VHF kerfinu, GSM kerfinu og NMT eða arftaka þess mun landið þá verða mun betur "coverað" en nú. Ýmsar nýjungar gefa líka möguleika á að kerfið verði notendavænna en gamla SSB kerfið sem er á 2,79Mhz. Og gömlu stöðvar myndu nýtast áfram.
Svo getum við líka fengið okkur Iridium síma á 150.000 og greitt næstum 30.000 á ári auk næstum 100 kr á mínútuna !!!! það er eini "landsdekkandi" kosturinn í dag en hann er dýr.
Þetta eru samt bara pælingar og þetta þarf að skoða vel, vonandi getum við sameinast um að fara vel yfir þessi mál í haust og hafa áhrif á ákvarðanir þannig að öryggi okkar verði sem best á fjöllum án Iridium útgjalda.
Snorri.
01.08.2006 at 21:07 #557106Ýmsar nýjungar hafa komið fram frá því gamla "Gufan" var lögð af.
Eik bendir réttilega á að stafræn samskipti eru áhugaverð, best væri þó að geta bæði.
Nýjustu HF stöðvar eru með NMEA input sem gefur möguleika á að tengja GPS og senda staðsetningu á sjálfvirkan hátt, það gefur t.d. mögleika á sjálfvirkri ferilskráningu sem mætti birta t.d. á f4x4.is. Eða ræsa sjálfvirkt neyðarkall með staðsetningu.
Annar girnilegur mögleiki er "selective call", hægt er að hafa squelch stilltan þannig að ekki heyrist suð í hátalara en ef ákveðnir tónar berast þá opnar fyrir hátalarnn. Þannig er hægt að losna við gamla suðið sem einkenndi gömlu gufuna.
Með laptop í bílnum er hægt að senda og móttaka nokkurskonar SMS sem væri hægt að áframsenda sem email á internetinu. Möguleikarnir eru í sjálfu sér óþrjótandi, og með tiltölulega litlum tilkostnaði.
Ef notkun á HF verður almenn, þá munum við mun oftar finna einhvern sem heyrir þegar við köllum, sem aftur minnkar þörf á skipulegri vöktun.
Ég sé fyrir mér að við munum nota VHF kerfið áfram fyrir öll samskipti á milli bíla og hópa eftir því sem hægt er. HF kerfið verði notað þegar VHF dugar ekki til.
Það sem ég ehf helst séð mönnum vaxa í augum varðandi HF er eftirfarandi (set líka skyringu sem sýnir að þetta þarf ekki að vera svo slæmt):
1. Engin heyrir í manni – það lagast ef allir verða með HF eða ef F4x4 tekur upp hlustun á Internetinu.
2. Mikil fyriferð í talstöðvum – það er liðin tíð, núna eru þetta kríli með lausum front.
3. Stórt og mikið loftnet – Með því að fá úthlutað hærri tíðnum, kannski á 4 Mhz í staðinn fyrir 2,79 Mhz má nota fyrirferðarmini loftnet og halda samt langdrægninni, nokkuð sem þarf að kanna betur með praktísk mörk.
4. Dýrt. – Hvort er dýrara til lengdar?: Iridium sími á 150.000 og 30.000 á ári + 100 kr mínútan eða 200.000 fyrir góða HF stöð og ekkert gjald nema kannski max 2.000 kr. á ári.
5. Suð og hávaði – sjá að framan, ekki lengur vandamál: stafræn fjarskipti og SelCall.
Ég held að þetta sé framtíðin. Vonandi náum við sem höfum áhuga á að prófa þetta saman nú eftir sumarfrí og getum kannað betur möguleika og spáð í útfærslur. Við þurfum að fá með okkur reynslubolta í fjarskiptum, þar munu reyndir Radíóamatörar leggja til góð ráð.
Snorri
R16 og TF3IKP.S. Já er er kominn með IC-7000 stöðina. Hún virkar vel so far. Er bara með gamalt gufuloftnet og get því bara talað á 2790, hefur þó dugað yfir landið endilangt.
Heyri á kvöldin allkyns tungumál á 3,700-3,800Mhz !
Er líka með dualband 144/430 loftnet. Virkar ekki eins vel á 4×4 tíðnum og gamla Yaesu stöðin, rétt eins og þekkt er með amatörstöðvarnar.
01.08.2006 at 17:59 #557102það sem okkur vantar hjá f4x4 er fjarskiptakerfi sem nær alltaf, hvar sem er á landinu. Fjarskiptakerfi sem ná þessu ekki eru slæm hvað varðar öryggi og að mínu mati og ekki nothæf fyrir okkur.
Athugið að líklegast er að okkur vanti aðstoð utan alfaraleiða og helst festum við okkur ofan í einhverju.
Eina kerfið sem uppfyllir þetta eru gervihnattasímar en eins og staðan er með verðlagningu á þeim þá ráðlegg ég mönnum að bíða með slíkt, amk Iridium. Mánaðargjald Iridium hækkaði t.d. hjá Símanum á hálfu ári úr 1.930 á mánuði í 2.400 á mánuði, um 24% á meðan dollar hækkaði um 14%. Svo kostar mínútan hátt í 100 kr.
Væi ekki nær að endurreisa HF fjarskiptin og vera lausir við firnahá mánaðargjöld og mínútgjöld til símafyritækja?
Snorri.
01.08.2006 at 17:49 #557100Þetta er enginn brandari með NMT, bara grátlegar staðreyndir. Dæmi um svæði sem Síminn merkir sem NMT svæði en eru með ekkert eða lélegt samband:
Leiðin af Öxi inn í Bjarnarhýði er án NMT sambands nema einn blettur.
Stórt svæði norðan Bláfellsháls er án NMT sambands.
Hvorugt þessara svæða eru í þröngum dal eða gili.
Eitt með kortið frá Símanum:
Það er sett í svo fáránlega lítilli upplausn á netið að það er varla læsilegt. Þó má sjá að það er frá árinu 2000 og því algerlega úrelt. Ég skora á Símann að setja upplýsingar um dreifikerfi sína á netið í læsilegri upplausn og helst að þær séu yngri en 6 ára.
Svo væri fróðlegt að fá upplýsingar frá Símanum um það hvaða sendar eru óvirkir eða ekki í fullri virkni vegna vandræða með varahluti.
Snorri.
01.08.2006 at 11:53 #557088Hvernig líst ykkur á að f4x4 setji upp hlustun fyrir 2790 í öllum landsfjóðrungum, t.d. eina hjá hverri landsbyggðadeild. Þetta er ekki svo dýrt og nýjar stöðvar bjóða uppá internettengingar þannig að hægt verður að fylgjast með samskiptum um internetið. Jafnvel skipuleggja bakvaktir með hlustun yfir internetið.
Athugið að ólíkt VHF kerfinu, þá geta þessar stöðvar verið í byggð.
Þetta þýðir kerfi í eigu f4x4, engin mánaðargjöld !
Helsti gallinn við gömlu gufuna (2,79Mhz) er hvað það þarf stór loftnet. Ef við fengjum úthlutað aðeins hærri tíðni, þá mætti einfalda þau mál, hins vegar þarf að kanna hvort og hvaða tíðnir eru á lausu.
Mér finnst algjör nauðsyn á að f4x4 skoði þetta betur með öðrum hagsmunaðilum og taki frumkvæðið ef þarf.
Snorri
01.08.2006 at 11:24 #557086Fróðlegt er að skoða útbreiðslukort sem síminn gefur út fyrir NMT kerfið og bera það saman við raunveruleikann.
[url=http://www.siminn.is/forsida/fyrirtaeki/farsimalausnir/langdraegu_farsimakerfin/nmt/dreifikerfi/:siofhx1y][b:siofhx1y]Slóð á útbreiðslumynd er hér.[/b:siofhx1y][/url:siofhx1y]
Þeir sem ferðast að ráði vita að þessi mynd sýnir ekki raunveruleikann. Er sama að vænta með nýja landsdekkandi kerfið sem setja á upp ? Ég tel að ef við hjá f4x4 tökum ekki á þessu þá endar samfélagið (og þarmeð við) með að styrkja einhverja svona málamyndavitleysu um hálfan eða heilan milljarð án þess að það skili sér sem öryggistæki fyrir okkur. Og við munum þurfa að greiða mánaðargjald uppá einhverja þúsundkalla á mánuði fyrir kerfi er verður sama hálfkákið og NMT kerfið er hvað varðar landsdekkandi öryggi.
Snorri
01.08.2006 at 11:15 #557084Ég tel að við hjá f4x4 þurfum að hugsa okkar gang vel hvað varðar nýtt farsímakerfi. Allt virðist stefna í að sett verði upp kerfi á borð við NMT með miklum styrk frá ríkinu. Ekki hefur verið skýrt nákvæmlega hvaða útbreiðsla verður á því kerfi.
Ég tel að þetta kerfi geti aldrei orðið gott farsíamkerfi fyrir jeppaferðamenn hvað varðar öryggi. Tæknilegar forsendur fyrir "landsdekkandi kerfi" eru ekki fyrir hendi, hvað sem þeir annars halda fram sem vilja styrkinn frá ríkinu í verkefnið.
Ég tel að við hjá f4x4 þurfum að endurreisa gömlu gufuna (HF kerfi á 2,790Mhz) sem er sannarlega landsdekkandi kerfi. F4x4 er fullfær um að sjá sjálfir um vöktun á kerfinu fyrir sína félagsmenn án ríkisstyrkja.
Varðandi langdrægni, þá talaði ég nú í vikunni á 2790 frá Stóru Skógum í Borgarfiði (vesturland) við annan 4×4 mann sem var staddur á Eskifirði (austurland).
Snorri Ingimarsson
R16 og TF3IK
-
AuthorReplies