Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.11.2006 at 22:18 #566680
Flott hjá Dagný.
Mín skoðun er skýr hvað það varðar að mig hryllir við þeirri tilhugsun að ferlar verði látnir skilgreina hvar má aka og hvar ekki.
Það er í sjálfu sér gott mál að "ferla" alla slóða og hægt er að nota slíkt safn til margra góðra verka.
En að nota ferlasafn alfarið til þess að skilgreina hvar má aka og banna allan akstur fyrir utan ferla er að mínu mati hreinasta ofstæki og hrikalegur ósigur fyrir ferðafrelsið ef svo verður. Bara algjör heimska.
Auðvitað á að treysta ferðafólki til að meta að einhverju leyti hvar óhætt er að aka eins og Dagný dregur réttilega fram á málflutningi sínum á Alþingi.
Menn einblína á gróðurskemmdir og venjulegt fólk sem veit fátt um hálendið annað en að hafa horft á myndir í fjölmiðlum af ljótum förum eftir jeppa og mótorhjól í grónu landi telur að það verði að stoppa þetta lið með því að banna allan akstur utan vega. Þetta ranga viðhorf hef ég því miður heyrt oft undanfarið og þetta þarf að leiðrétta með umfjöllun og greinaskrifum.
Ég tel að akstur utanvega sé bara einfaldlega í góðu lagi mjög víða á landinu og að við eigum ekki að láta bjóða okkur algjört bann við honum.
Snorri
R16
21.11.2006 at 20:22 #566670Til að halda þessu rétt til haga, þá er Dagný Jónsdóttir alþingismaður í sambúð með Atla Karli Ingimarssyni sem er einn af okkar reyndustu jeppaferðamönnum.
Atli á Chevrolet S10 pickup með 350 Chevy og á 44" hjólum, einn með öllu. Þessi jeppi prýddi lengi forsíðu old.f4x4.is.
Dagný hefur sjálf mikinn áhuga á útivist og náttúru landsins. Eftir því sem ég kemst næst þá er henni annt um að skynsamlegar reglur gildi sem bæði veita eðlilegt frelsi til útvistar og ferðalaga og jafnframt tryggja að ekki verði óþarfa spjöll af völdum umferðar.
Með ferðafrelsis-baráttukveðju.
Snorri
21.11.2006 at 17:38 #566666Á morgun verður tekin til umræðu fyrirspurn Dagný Jónsdóttur til umhverfisráðherra um réttaróvissu vegna laga um náttúruvernd.
[url=http://www.althingi.is/altext/133/s/0356.html:djk5rv18][b:djk5rv18]sjá hér[/b:djk5rv18][/url:djk5rv18]Dagný hefur kynnt sér vel okkar málstað, fróðlegt verður að fylgjast með þessu.
Mér skilst að umhverfisráðherra sé einnig vel upplýstur um okkar málstað eftir fundi með formanni og umhverfisnefnd f4x4.
Snorri.
13.11.2006 at 10:49 #566660Ég er á því að mikill áhugi sé á þessu máli og margir hafi áhyggjur af framtíð frjálsrar ferðamennsku. Hins vegar er þetta svo alvarlegt mál að menn gera sér grein fyrir því að það er vandmeðfarið og því hika menn við að láta skoðun sína í ljós nema að vandlega athuguðu máli.
Það verður nefnilega oft svo að eftir því sem mál verða alvarlegri og mikilvægari þá tjá sig færri um þau. Magn skrifa á vefnum er því ekki mælikvarða á áhuga manna á mikilvægum málum.
Snorri.
12.11.2006 at 22:33 #565934Þangað til kæruglaði sýslumaðurinn kærir BÞV fyrir meiðyri og fær orð hans dæmd dauð og ómerk, þá standa þau. Ef hann kærir ekki, þá verðum við að líta svo á að hann hafi óhreint mjöl í pokahorninu.
Hvar eru fréttamennirnir, hér er að mínu mati stórfrétt á ferðinni.
Eru þeir kannski bara gungur sem þora ekki með fréttir í óþökk þeirra sem geta varið sig?
Snorri.
12.11.2006 at 22:29 #566648[url=http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=133&mnr=333:k0kwdmg4][b:k0kwdmg4]Fyrirspurn á Alþingi[/b:k0kwdmg4][/url:k0kwdmg4]
11.11.2006 at 01:37 #567234Bylgjur á HF berast gróft séð á tvo vegu.
Annars vegar er jarðbylgja sem berst alltaf nokkuð örugglega rúmlega 100 km (fer eftir jarðleiðni).
HF bylgjur geta einnig borist um speglun í jónahvolfinu og þá er langdrægnin mun meiri, yfir allt landið og jafnvel til nágrannalanda okkar. Þessi skilyrði eru oftast á kvöldin og nóttunni.
HF bylgjur eru ekki háðar sjónlínu eins og VHF og því verða ekki skuggasvæði vegna landslags.
HF stöðvar eru aðeins stærri en VHF stöðvarnar og þær er hægt að fá með lausum fronti sem tekur lítið pláss. Sjálf stöðin getur þá verið afturí.
SSB mótunin sem er aðallega notuð á HF gefur ekki eins góð talgæði og FM sem notað er á VHF. Á móti kemur að SSB merkið greinist þótt daufara sé heldur en FM. Þetta er eins og að bera saman langdrægni og gæði á FM útvarpi og AM útvarpi á langbylgju. FM stöðvarnar draga ekki langt en það eru bara tveir AM langbylgjusendar á landinu, á Snæfellsnesi og á Eiðum og það dugar fyrir allt landið. Hljóðgæði Í FM eru talsvert beri en í AM.
Talsvert er framleitt af HF stöðvum en þær eru ekki í sölu hér á landi. Mest er til af amatörastöðvum (verð er innan við 1.000 USD í USA) en einnig er hægt að fá stöðvar ætlaðar öllum. Fróðlegt væri að kanna hjá umboðsaðilum Yaesu, Icom og Kenwood hér hvaða stöðvar þeir myndu bjóða á HF ef eftisrpun yrði almenn og hvað þær myndu kosta.
Snorri.
R16 og TF3IK
09.11.2006 at 23:26 #567262Talið við Samrás s: 551-4220, þeir framleiða svona electroniska breyta sem virka mjög vel, allavega í Patrol og Toyota.
Snorri.
09.11.2006 at 09:38 #567226Þetta er áhugaverð humynd. Fleiri virkir radíóamatörar úti á landi er einmitt það sem okkur vantar helst !
Ég skal ræða þetta við þá sem halda námskeiðin.
Í rauninni er hægt að læra þetta sjálfur uppúr námsefni sem gefið er út og koma svo í prófið. Mæta kannski í síðustu tímana þar sem rifjað er upp og farið yfir gömul próf.
Skoðaðu
[url=http://www.ira.is:35jcopzx][b:35jcopzx]www.ira.is[/b:35jcopzx][/url:35jcopzx]
Veldu "íslensk síða" og svo "náms og fræðsluefni"Þar er fullt af fræðsluefni, þar á meðal námsefni til nýliðaprófa og jafnvel sýnishorn af gömlum prófum.
Ath, prófin eru tvö, annað er úr reglugerðum og hitt er úr fjarskiptafræðunum.
Á síðasta námsekiði voru nokkir frá björgunarsveitum sem vildu styrkja sig í fjarskiptafræðum. Þeir sem eru í björgunarsveitum ættu að kanna það.
Snorri
R16 og TF3IK
09.11.2006 at 09:08 #567222Tek undir með EIK. Frá því að slökkt var á hlustun í Gufunesi fyrir rúmum áratug hafa öyggismál ferðamanna sem ferðast utan alfarleiða verið okkur Íslendingum til háborinnar skammar.
NMT náði aldrei þeirru landsdekkun sem stefnt var að (þegar vöktun var hætt í Gufunesi til að "ýta" mönnum inn í NMT kerfið) og svo virðist sem arftakar þess muni verða mun takmarkaðri en NMT hvað útbreiðslu varðar.
Ég fagna aukinni uppbyggingu á VHF og sértaklega ef auka á vöktun endurvarpanna en tel það alltaf verða með of miklum skuggasvæðum fyrir minn smekk til að geta kallast öryggistæki um "allt landið". VHF verður þó líklega okkar aðal samskiptatæki í ferðum og mun duga mörgum. VHF stöð á einfaldlega að vera í öllum bílum.
Ég tók þann kost fyrir ári að kaup Iridium gerfihnattasíma eftir að vera einbíla næstum heilan dag án NMT sambands á svæði sem merkt er með þokkalegt NMT sambandi á korti símans. (já NMT síminn minn er í lagi, loftnetið líka).
Iridíum er rándýrt, símin kostar 150.000, fast mánaðargjald er 2.400 og talgjald er næstum 100 kr. mínútan.
Ég hef nú kosið að setja SSB (HF) stöð í minn bíl, sé það sem backup á VHF kerfið og öll hin. Mun losa mig við Iridium ef reynslan sýnir að ég nái alltaf til byggða með þessum búnaði (GSM, VHF, HF). Svo fæ ég mér Tetra, 450 kerfið frá Símanum og etv fleira svona til að setja meira krem á kökuna og halda dótastuðlinum í lagi.
Þeir sem taka amatörleyfi fá mikla möguleika í samskiptum, ég fór á amatör námskeið og tók mitt leyfi aðallega vegna þessrar öryggisóvissu í fjarskiptamálum, vildi kanna nýjar leiðir.
Radíóamatörar eru í raun með mikla vöktun á HF, svona rétt eins og gamla Gufunesvöktunin. Með amatörlefyi og amatörstöð er líklega hægt að bjarga sér með samband til byggða hvenær sem er og hvar sem er á landinu. Ef ekki innnanlands, þá með samböndum við erlenda aðila (amatöra og etv fleiri) sem hafa vöktun á HF í kringum okkur.
Ég hvet alla tæknisinnaða til að fara á Amtörnámskeiðin sem EIK segir frá. Þetta eru 14 kvöld, tvö kvöld í viku og svo próf. Fyrirlesarar eru góðir og námskeiðið hið skemmtilegasta. Þeir sem kunna smávegis í rafmagnsfræðum fara létt í gegnum þetta með smá heimavinnu. Þeir sem kunna ekkert í rafmagnsfræðum fara í gegnum þetta með aðeins meiri heimavinnu.
Á heildina litið má segja að eftir því sem radíóamatörum á fjöllum fjölgar, þá eykst öryggi okkar allra.
með fjarskiptakveðju
Snorri
R16 og TF3IK
08.11.2006 at 23:25 #567278Í Ástralíu var Patrol seldur undir heitinu Ford Maverick, veit ekki hvort það er enn.
Fordvél hæfir því vel.Hvernig skyldi það vera með pláss, kveikjan er t.d. aftan á Small Block Chevy en framan á Forvélunum. Skyldi ekki vera auðveldara með pláss við hvalbakinn með Fordmótor ?
Snorri.
07.11.2006 at 23:56 #566576Frábært framtak hjá Litlu-Deildinni að standa fyrir ferðum fyrir lítið breytta jeppa, það er nauðsynlegt fyrir okkar að sinna nýliðum og ná þeim með í okkar góða hóp (f4x4).
Það er alveg hægt að ferðast að vetri á minna breyttum bílum, menn verða bara að ætla sér minna og hafa betur gát á aðstæðum.
það er eðlileg þróun að jeppadekkin stækki hjá þeim sem byrja að ferðast að ráði. þeri sem byrja í Litlu-Deildinni og fá brennandi áhuga, fá sér stærri dekk og breyta meira, eru þeir enn í LitluDeildinni ?
Skiptir ekki máli, f4x4 á að mínu mati að rúma alla og sinna öllum.Nöfn á deildum og skilgreiningar á stærðarflokkum skiptir ekki máli.
Heppilegt er að þeir sem ferðast saman séu með svipaða drifgetu en þarf þó ekki að vera regla. Stærra atriði er að allir ferðafélagar séu samhentir og njóti þess að ferðast saman.
Þeir sem ekki njóta þess að feraðst samna, ættu hins vegar ekki að gera það, jafnvel þó að sér sé á eins bílum !
Útbreiddur misskilningur er að það þýði ekki að fara á fjöll nema á 38" og stærra og með "climat control" ;
Menn ættu bara að vita hvernig græjur við félagarnir vorum með á árunum ’78-’83, og hvað þær kostu okkur, þá blanka námsmenn.
Fyrstu jepparnir sem fóru t.d. í Grímsvötn voru Diesel Hilux á 33" og Jeep CJ5 350Cid á 38,5" diagonal "GumboMonsterMudder". Það var 17. júní 1984. Þá sagði Guðmundur Jónasson að nú væri búið að eyðileggja Vatnajökul. Í janúar 1985 var farið næst og þá á JeepCJ5 455Cid á 37" Armstrong og Landcriuiser FJ-eitthvað 360Cid á 38,5 Mudder. Vorum með verulega frumlega gerð af Loran, hann sýndi ekki einu sinni lengd og breidd bara tímamismun á púlsum frá Lorandsendum. Sýni kannski myndir seinna nýliðum til hvatningar.
Þetta er allt hægt ef menn hafa gaman af þessu, einhversstaðar verða menn að byrja.
Ferðakveðjur
Snorri.
R16
01.11.2006 at 20:03 #566352Þetta með ódýru þyrluna finnst mér léleg rök. Það er örugglega hægt að nota þessa ódýru þyrlutíma til margra nytsamlegri verka heldur en að ofsækja útvistarfólk.
Hvernig væri að f4x4 óskaði eftir því við gæsluna að þessir ókeypis flugtímar verði notaðir til að sinna viðhaldi á endurvörpum. Las ég ekki á öðru spjalli að rafgeymar eru þungir og erfitt a klífa með þá á fjöll? Mörg fleiri þjóðþrifaverk mætti tína til.
Ég er hræddur um að þá verði þyrlan ekki svona ódýr. Þá verði talað um annað viðmið.
Nú, eða að nota þyrluna til að eltast við dópsala. Ég veit ekki betur en að á meðan sýslumaðurinn virðulegi kaus að eyða fjármunum í að ofsækja útvistarfólk, þá hafi almennugur safnað fé fyrir fíkniefnahundi handa embættinu.
Snorri.
01.11.2006 at 08:12 #565582Hægt er að hafa margar rásir á HF. Spurning er hins vegar hvort það borgar sig að fjölga þeim.
Ég sé ekki HF sem okkar aðal spjallkerfi.
VHF er og verður aðal spjallkerfið. HF yrði meira sem neyðarrás og þegar ekki næst með VHF, sem er og verður æði oft.Snorri.
01.11.2006 at 00:19 #565578það er ekki spurning að hægt er að gera margt með VHF. En til að VHF getir orðið okkar landsdekkandi öryggistæki þarf það að dekka landið allt, á sama hátt og auðvelt er að gera með HF.
Ég sé ekki betur en að alltaf verði skuggasvæði með VHF, jafnvel þó að búið verði að koma upp endurvörpum sem ná yfir mestallt landið. VHF byggir á að senda í sjónlínu og það er skýringin á því að setja þarf VHF endurvarpa uppá fjallatoppa.
Það þarf held ég nokkuð mikið marga endurvarpa til að ná út öllum skuggasvæðum, er það ekki rétt ?
Bylgjur á HF tíðni skríða hins vegar með jörð og beygja ofan í dali og gil. Þess vegna verða ekki skuggasvæði á HF og auðveldara er að ná alvöru landsdekkun. Og ekki þarf að fara með endurvarpa og móðurstöðvar uppa á fjöll, þessi búnaður getur verið í byggð.
Höfum þetta með landsdekkunina í huga þegar við veljum öryggisfjarskiptakerfið sem á alltaf að ná til byggða, "no matter what". Mér finnst það allavega mikilvægara en fídusar, (sem þó geta oft verið skemmtilegir).
Snorri.
31.10.2006 at 11:08 #565914Ég sé þegar ég skoða betur að ég er að rugla saman tveim málum.
Sami sýslumaður elti tvo drengi á þyrlu við Hagavatn í vor á stað sem flestir eru sammála um að eðilegt sé að aka á. Um tveim mánuðum síðar óku 3 þekktir menn á nær sama stað og um það var fjallað í fjölmiðlum og víðar……., um þetta hefur verið fjallað á annari spjallrás hér.
Snorri.
31.10.2006 at 00:28 #564732Verð að taka up hanskann fyrir Eik, þó að ég sé ekki alltaf alveg sammála honum. Eik er bara að benda á ýmsa tæknilega vankanta og hann hefur þekkinguna til að sjá ýmislegt sem öðrum sést yfir í hrifningu sinni.
Tetra er vaflalaust frábært kerfi með marga góða eiginleika, við megum bara ekki gleyma nokkurm annmörkum sem kippa okkur niður á jörðina þegar við förum að skoða þetta betur.
Tveir gallar sem hafa komið fram er sorglega lítil útbreiðsla eftir fyrirhugaða uppbyggingu og lítill sendistyrkur þegar talað er beint á milli bíla.
Þetta hefur verið góður þráður og fróðlegur, reyndum að draga fram tæknilegar staðreyndir og pælingar, ekki ráðast á persónum þó að séum ekki sátt við niðurstöður þeirra eða skoðanir.
Okkur skortir enn upplýsingar og þekkingu til sjá alla þætti til enda, þrátt yfir að margt nýtt hafi komið fram, og meta endanlega hvað Tetra gæti gert fyrir okkur í raun.
Sífellt bætist meira við og mér fannst til dæmis ekki hátt að greiða þetta mánaðgjald sem nefnt vera ef þetta verður kerfið sem tekur best við af NMT. Öllu verra finnst mér að greiða 2.400 á mánuði fyrir Iridium eftir að hafa fjárfest í slíkum með tilboð í höndunum um kr, 1930 á mánuði og dollaraviðmið. Síðan hefur dollar hækkað um 6% og gjaldið um 24% !! Síminn neitar að leiðrétta þetta þrátt fyrir langt strögl, segi þá sögu kannski ítarlega seinna.
Snorri.
30.10.2006 at 22:24 #565906fyrir að tala tæpitungulaust í þessu máli og láta allt flakka. Ég tel kominn tíma til þess að rísa upp gegn þessum ósóma sem felst í ofstækisfullri framkomu yfirvalda í þessum málum í sumar. Og ummæli Björns Þorra um spillingu eru svo alvarleg að ef hann fær ekki á sig meinyrðamál, þá má líta svo að að orð hans standi. Og ef sýslumaðurinn þorir ekki í meiðyrðamál, þá er hann vísast með óhreint mjöl í pokahorninu.
Fréttir af ferð þriggja þjóðþekktra manna utanvega á nær sama stað tveim mánuðum síðar undirstirkar fáránleika þessa máls. (Ég tek það fram að ferð þremenninganna var mínu mati fullkomnlega eðlileg enda þekktir heiðursmenn og náttúrunnendur á ferð), það að sýslumaðurinn sé ekki búinn að kæra þá eins og strákana sýnir bara ótrúverðugleika hans.
Snorri.
28.10.2006 at 09:03 #564710Einn af þeim möguleikum sem nefndir hafa verið með Tetra og VHF er að hægt er að tengja þessi kerfi saman þannig að VHF sambandi sé "rútað" inn á Tetra. Það er áhugavert.
Mér finnst því ólíklegt að VHF verði lagt niður þegar Tetra verður notað meira. VHF er að verða grunnfjarskiptabúnaður í öllum faratækjum utan alfaraleiða. Langbesta leiðin til að spjalla á milli bíla osfr.
Sama segi ég um VHF kerfi f4x4, það mun bara halda áframa ða eflast, hvað sem líður öðrum lausnum, HF, Tetra, iridium osfr.
Snorri
28.10.2006 at 08:53 #565540Góð hugmynd að spjalli. Rétt er það að mjög er misjafnt hvernig heyrist í VHF stöðvunum. Líklega er það mikið til lélgum eða illa frágengnum/stilltum loftnetum að kenna.
Eitt af því sem við í f4x4 ættum kannski að gera er að beita okkur fyrir því að ástand VHF stöðvanna verði gert almennt betra. Það er líklega best að gera með fræðslu, hér á vefnum og víðar. Jafnvel fá fyrirlestur á fund sem fjallar um þetta mál.
Eitt er það sem skiptir miklu máli til viðbótar því sem Benni skrifar um:
Á hvaða tíðnisviði gildir sú mögnun sem framleiðandi loftnetanna gefur upp? Þetta kemur ekki alltaf fram hjá þeim.
VHF kerfi f4x4 vinnur, minnir mig, á tíðnunum frá 153Mhz til 163Mhz. Þetta er nokkuð breitt tíðnibil og líklegt að loftnet með háa mögnun haldi henni ekki á öllu tíðnisviðinu. Þetta þarf að skoða líka.
Annað er að amatörtíðnir á VHF eru um 140-144 Mhz, minnir mig. Allur búnaður sem ætlaður er fyrir amatöra er gerður þannig að hann er best stilltur fyrir 140-144 Mhz og því líklega ekki eins góður á 153-163 Mhz. Þetta þarf að hafa í huga líka.
Snorri
R16 og TF3IK
-
AuthorReplies