Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.02.2007 at 21:54 #582530
VHF lofnet fyrir okkur þurfa að uppfylla a.m.k eftirfarandi:
1. Geisla aðallega lárétt, þ.e. ekki senda mikið upp í himininn. Lóðrétt, endafætt, 5/8 loftnet mun vera heppilegt hvað þetta varðar.
2. Vera óstefnuvirkt, það er, að geisla jafnt í allar áttir (lárétt).
3. Hafa góða aðhæfingu við 50ohm coax. Mig grunar að það gildi ekki um öll 5/8 loftnet hér á markaði.
4. Loftnetið þarf að brúa frekar breitt tíðnisvið. í okkar tilviki, frá um 153 Mhz upp í um 163 Mhz. þegar há mögnun (db) er gefin upp fyrir loftnet skiptir líka máli á hvaða tíðnisviði þessi mögnun er. Oft getur verið betra að hafa lægri mögnun en á breiðara tíðnisviði. það hjálpar okkur lítið að hafa t.d. 6db mögnun á 153 Mhz ef hún er dottin niður á 163 Mhz.
Oft er erfitt að fá upplýsingar um þessi atriði frá framleiðendum loftneta. Há mögnun segir t.d. ekki alla söguna nema upplýsingar um mögnum fyrir mismunandi tíðnir fylgi líka.
Benni: ""mír" loftnetið sem ég var að nota er náttúrlega rolsin"
Fróðlegt væri að fá að vita meira um þetta loftnet, ertu með týpu eða slóð á tækniupplýsingar?Snorri
R16 og TF3IK
12.02.2007 at 19:41 #579948Með "við" og "okkar" meina ég: Þegar ég var beðinn að tala á fyrrnefndri ráðstefnu, sem félagi í Verkfræðingafélaginu með ferðareynslu og skoðanir, þá ákvað ég að leita álits nokkurra valinkunnra aðila sem hafa starfað mikið að þessum málum. Allir eru félagar í f4x4 og hafa unnið mikið við trúnaðarstörf fyrir f4x4. Bæði fyrr og nú. Ekki voru allir sammála um allt en ég reyndi að púsla saman meðaltali þessara viðhorfa og fjölmörgum athyglisverðum punktum sem komu fram.
Erindið var haldið fyrir ca 2 árum og ég birti það óbreytt þrátt fyrir að margt hafi breyst í umræðunni síðan þá. Sem dæmi má nefna að styttingin er ekki 40 km heldur aðeins um 20 Km umfram það sem hægt er að ná með lagfræingum á hringveginum.
Snorri.
10.02.2007 at 19:44 #579938Ég skrifaði pistilinn ekki með hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga. Þegar ég var beðinn að tala um viðhorf jeppaferðamanna á þessari ráðstefnu hafði ég samband við marga jeppaferðamenn, aðallega innan F4x4 og reyndi að koma sameiginlegum sjónarmiðum sem best á framfæri. Felstir jeppaferðamenn eru alfarið á móti harðbrautum yfir hálendið en augljóslega eru skiptar skoðanir um bætt aðgengi að hálendinu. Á meðan sumir vilja hreinlega friða hálendið fyrir betri vegum og umferð á þeim vilja aðrir sjá þróun í átt að frostfríum vegum. Ég bendi aftur á að stærstu aðgerðirnar í bættu aðgengi að hálendinu fólust í brúargerð, t.d. yfir Hvítá við Hvítárvatn, Jökulfallið, Sandá, Þjórsá, Tungnaá og svo mætti lengi telja. Myndu þeir sem tala fyrir friðun gegn frekari vegagerð vilja láta taka þessa brýr niður ?
Ég tel að hagsmunir jeppaferðamanna og ferðaþjónustu fari saman hvað varðar þörf á frostfríum vegum til að komast að snjó allt árið, sérstaklega á vorin og seinni hluta vetrar. Reyndar tel ég þetta vera mkið náttúruverndarmál, ef svo fer sem virðist horfa með minnkandi snjóalaög á vorin og hækkandi snælínu.
Þeir sem þekkja af eigin raun til breytinga á snjóalögum frá ca 1990 sjá síaukin vandaræði vegna snjóleysis og drullu á vegum snemma að vori. Gott dæmi eru páskarnir fyrir tveim árum sem ég vitna til í erindi mínu.
Ég ráðlegg mönnum þó að týna sér ekki í mismunandi sjónarmiðum í útfærslu á aðgengi heldur sýna samstöðu í stóru baráttunni gegn uppbyggðum hraðbrautum gerðum í einkaframkvæmd til að geta stundað þungflutninga yfir Kjöl.
Snorri
R16
09.02.2007 at 17:58 #579930Erindi mitt er að kynna sjónarmið jeppafólks til hálendisvega.
Ég byrja á því að skilgreina "jeppafólk". Þessi hópur er ansi stór og nær í víðasta skilningi til flestra þeirra sem stunda frjálsa ferðamennsku á eigin vegum utan byggða.
Það liggur í hlutarins eðli að langflestir þessara aðila ferðast um á jeppum.
Ferðaklúbburinn 4×4, sem hefur nú starfað í yfir 20 ár, skilgreinir sig því að hluta til sem málsvara fyrir allan þennan hóp.
Jeppamenn hafa þróað nýja ferðatækni, sem ég vil meina að sé einhver merkasta nýjung í samgöngutækni sem komið hefur fram eftir miðja síðustu öld. Þessi tækninýjung felst í stærri hjólum og ýmsum breytingum tengdum þeim til að láta jeppa fljóta ofan á snjó eins og snjóbíl. Þetta hefur opnað möguleika á útivist á landsvæðum sem áður voru talin með hættulegustu stöðum landsins. Þúsundir Íselndinga stunda nú slíkar ferðir. Sömu farartæki duga einnig vel til ferðalaga á misjöfnu vegakerfi okkar allt árið um kring.
Meginmarkmið F4x4 er að gæta hagsmuna þessa hóps og í félaginu eru nú yfir 2.000 félagsmenn.
Langflestir jeppaferðamenn eru náttúruunnendur sem bera mikla virðingu fyrir landinu. Ég þekki af reynslu að sú virðing eykst eftir því sem menn ferðast meira og kynnast landinu betur.
Hér ríkir mikið frelsi til ferðalaga, nokkuð sem er orðið vandfundið, að minnsta kosti í vestur Evrópu. Stofnendum F4x4 varð þetta fljótt ljóst og einnig að besta leiðin til að viðhalda þessu frelsi er að fara vel með það. Eitt af meginmarkmiðum félagsins hefur verið að stuðla að ábyrgri ferðamennsku til að viðhalda frelsinu. Við höfum alltaf talið að of mikil boð og bönn væru verri en engin,. Á fyrstu árum F4x4 þurftum við til dæmis að berjast fyrir því að fá að aka á snjó.
Við búum í frábæru landi sem gefur einstaka möguleika til ferðalaga um landið á eigin vegum.
Þeir sem ekki hafa ferðast um á hálendinu, hvort sem er að sumri eða vetri missa af miklu. Ég gerði mér fyrst grein fyrir þessu þegar ég bjó í Hollandi í nokkur ár, ég held að í því ágæta landi sé vandfundinn blettur sem ekki er mengaður af hávaða frá umferð. Þegar ég hef verið á ferð með Hollenska vini mína um hálendið, hef ég bent þeim á að "hlusta" á algjöra þögn. Það er mikil upplifun fyrir fólk sem hefur búið allan sinn aldur við umferðarnið. Náttúruperlurnar okkar taka á sig ýmsar óvæntar myndir.
Þá komum við að hálendisvegunum. Helsta hættan sem stafar að jeppaferðamönnum eru vötn, sérstaklega straumvötn. Helstu straumvötn á hálendinu voru brúuð fyrir áratugum síðan og það olli algjörri byltingu í aðgengi jeppaferðamanna að hálendi landsins. Brýrnar spiluðu þar mun stærra hlutverk heldur en hugsanlegir hálendisvegir munu gera. Síðan hafa mjög víða verið gerðar vegabætur sem hafa opnað aðgengi enn frekar. Þessi þróun hefur að okkar mati verið öllum til heilla.
Færa má rök fyrir því að eftir því sem fleiri Íslendingar ferðast um hálendið verði auðveldara að varðveita það. Að minnsta kosti teljum við að þeir sem kynnast hálendinu af eigin raun muni síður vilja fórna því fyrir annað.
Við gerum mikinn mun á vegabótum sem bæta aðgengi að hálendissvæðum og hraðbrautum yfir þau.
Við teljum að malbikaðir vegir, lítið upphækkaðir og hannaðir fyrir um 70-80 km hraða á klst heppilegasta fyrir þá sem vilja njóta hálendisins. Slíkir vegir valda ekki mikilli sjón- eða hávaðamengun en veita gott aðgengi.
Við leggjumst gegn hugmyndum um hraðbrautir fyrir flutningabíla sem byggar eru með því markmiði að flytja umferð á milli landshluta. Ef slík hraðbraut yrði byggð yfir Kjalveg, þá myndi hávaða- og sjónmengun frá henni berast alveg á milli fjallanna sem liggja að svæðinu. Griðarstaðir kyrrðar yrðu vandfundnir á þessu stórkostlega svæði og það yrði í rauninni víða ónýtt sem svæði til að njóta fjallakyrrðar. Vegalengdir eru einfaldlega það stuttar á milli jökla eða fjalla á Kjalvegi.
Hraðbraut um Stórasand yrði aðeins annars eðlis, hún myndi liggja um meiri víðáttur. En þetta svæði er mikið til ósnortið og við heyrum þau sjónarmið að fá landsvæði eru undanskildin sem hugsanlegir virkjunarkostir í framtíðinni, en hraðbraut um Stórasand lægi einmitt um eitt af þessum svæðum.
Trúlega væri Sprengisandsleið besti kosturinn fyrir hraðbraut yfir hálendið hvað varðar sjón- og hávaðamengun. Þar eru allar vegalendir miklu meiri og víðara á milli fjalla. Einnig er búið er að raska landinu mikið á þessu svæði sunnanverðu með virkjunarframkvæmdum.
Við sjáum ekki alveg hvaða not eða hagkvæmni gæti verið fyrir hraðbrautarferjuleið fyrir landflutninga yfir hálendið. Þrátt fyrir slíka braut þyrfti samt sem áður að viðhalda hringveginum og fyrir þá fjármuni sem hálendisbraut myndi kosta mætti vafalítið gera miklar bætur á hringveginum. Við teljum í fljótu bragði skynsamlegra að efla byggðahringinn og gera hann beinni.
Hvað græðist annars á styttingu vegalengda á milli landshluta? Hvað þýðir til dæmis stytting á leðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar um 80 km í tíma fyrir vöruafhendingu á Akureyri? Erum við ekki að tala um eina klukkustund, ég get ekki séð að þetta skipti sköpum varðandi afhendingartíma. Mun meiri munur var á nokkurra daga bið eftir vörum sem komi með strandsiglingum heldur en vörum með bíl, jafnvel þó að varan fari með bíl um hringveginn.
Sjálfsagt munu margir sjá sparnað og nota sem rök fyrir hálendishraðbrautum. Við teljum af og frá að fórna kyrðinni á Kjalvegi fyrir einhverjar krónur í slíkan sparnað. Við teljum almennt að of lítill verðmiði sé settur á hálendið í útreikningum fyrir arðsemi af ýmsum framkvæmdum og teljum að verðmiðinn fyrir Kjöl verði sjálfkrafa mjög stór þegar öll gæði svæðsins verða tekin saman í umhverfismati.
Öflugur hópur sem talar fyrir hálendisvegum, hvort sem þeir eru í eðli sínu hagkvæmir eða ekki eru verktakar. Þeir hafa mikilla hagsmuna að gæta við hugsanlega byggingu hálendishraðbrauta og við biðjum menn að hafa það í huga þegar rök allra verða vegin saman.
Margir hafa áhyggjur af veðri og færð á hálendisvegum. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir því hvað þetta eru miklar vegalendir og að þær eru mun hærri yfir sjó heldur en til dæmis Hellisheiðin. Hellisheiðin er um 350 yfir sjó, Kjalvegur nær um 650 metra hæð og Stórasandsleið færi í 800m hæð yfri sjó. Vegalengdir eru líka margfaldar á við Hellisheiðina. Þeir sem sjá fyrir sér auðveldar björgunaraðgerðir í vondum veðrum ættu því að hugsa sig betur um. Fyrir það fyrsta þyrfti að vakta vegina vel og loka fyrir umferð inn á þá þegar von er á vondum veðrum. Jafnvel skrá umferð inn og út til að fylgjast með því hvort einhver geti verið innilokaður. Reyndar benda menn á að snjókoma er minni á norðanverðu hálendinu heldur en sunnanverðu. Einnig að mun meira snjói á háum fjallvegum nálægt sjó heldur en inni í landi. Þetta þarf að skoða og draga inni í heildarmyndina.
Sem reyndir vetrarferðamenn getum við þó staðfest að veður geta orðið verulega slæm á miðhálendinu og vindhæð mikil. Það er ólýsanleg upplifun að hafast við í jeppa í svo miklum vindi að hann ruggar ekki í hviðunum, heldur nötrar endanna á milli og maður helda helst að þakið muni rifna af. Vel útbúnir og vanir fjallamenn þekkja að eina örugga leiðin til að lifa af í slíkum veðrum er að halda kyrru fyrir, halda bílnum lokuðum og sjálfum sér þurrum. Einnig að borða vel og reyna að fá svefn. Gott er að halda bílunum heitum en gæta þarf þess að ekki pústi inn ef þeir fenna á kaf. Góður klæðnaður er þá það eina sem dugir. Þetta er auðvelt og oft skemmtileg áskorun ef menn eru með allan búnað við hendina, en gamanið mundi kárna, jafnvel hjá öflugustu fjallamönnum ef þeir lentu í því sama matarlausir, á blanksóm með bindi, án vettlinga og húfu.
Ætlum við kannski að skoða hvort allir eru með kuldafatnað í bílunum áður en þeim verði hleypt inn á hálendisvegi að vetri? Þetta þarf allt að skoða vel áður en ráðist verður í að gera heilsárshálendisvegi.
Niðurstaða okkar er í megindráttum sú að við erum hlynntir vegabótum á hálendinu til að auka aðgegni, ef þetta er gert í sátt við landið með tiltölulega lágum vegum og hæfilegum umferðarhraða. Við erum alfarið á móti því að fórna miðhálendinu undir hábyggðar hraðbrautir sem hafa þann tilgang einan að flyta fólk og vörur milli landshluta án viðkomu.
Ef ákveðið verður samt að ryðjast yfir okkur með hálendishraðbraut, til dæmis yfir Kjalveg, þá viljum við mælast til þess að settar verði upp hamborgarasjoppur þar sem minnst truflun er af, til dæmis beint suður af Dúfunefsfelli frekar en á Hveravöllum. Þannig mun 90ogeitthvað% af þeim sem eru að spítta yfir hálendið fá sjoppustoppið sitt í friði og án þess að troða niður mosann á Hveravöllum.
Þá komum við aðeins að þjónustumiðstöðvum á hálendinu. Aukin umferð að sumri og sérstaklega á veturna kallar á aukna þjónustu. Við söknum fastrar búsetu á Hveravöllum, sem reyndar var kostuð af Veðurstofunni og hefur nú verið lögð af. Við söknum þessarar þjónustu bæði vegna öryggis sem hún hefur veitt og einnig vegna þeirra aðstöðu sem þetta bauð uppá, til dæmis eldsneytissölu.
Með aukinni umferð um hálendið að vetri eykst þörf fyrir þjónustu. Vetraferðalög á jeppum eru sífellt meira að verða fyrir alla fjölskylduna. Fjölskyldufólk vill gista í upphituðum fjallaskálum og hafa vatnssalerni. Mikill óþrifnaður kemur líka fram undan snjó á vorin á vinsælum gististöðum þar sem hvorki er vantssalerni eða nothæfur kamar að vetri. Þetta er til dæmis velþekkt á Grímsfjalli á miðjum Vatnajökli.
Ég er ekki viss um að margir geri sér grein fyrir því hversu margir eru að leggja leið sína inn á miðhálendið um helgar á veturna. Um síðustu síðustu helgi voru til dæmis margir tugir jeppa á ferð á Hofsjökli. Langjökli er gjarnan líkt við Laugaveginn á góðviðrisdögum um helgar. Um næstu helgi munu á annað hundrað jeppar fara inn í Kerlingarfjöll og áfram norður yfir Hofsjökul.
Ef svo fer sem horfir í vetraferðum mun einhver búseta í þjónustumiðstöðvum að vetri fljótlega standa undir sér. Nú þegar er orðið opið allt árið í Hrauneyjum. Í undirbúningi er að hafa opið um helgar allan veturin í frábærri aðstöðu í Kerlingarfjöllum. Þar er einnig komin upp einhver neyðarbúnaður fyrir ferðamenn. Þeir sem reka skálana á Hveravöllum hafa einnig haft eitthvað opið í vetur. Þetta teljum við eðlilega þróun, Við frábiðjum okkur of mikið eftirlit eða miðstýringu á þessu, en við samþykkjum að bygging þjónustumiðstöðva þarf þó að vera inni í einhverri heildarsýn eða skipulagi. Við teljum heppilegra fyrir vetraferðamennsku að þessar miðstöðvar verði inni á hálendinu en ekki á jöðrum þess.
Ég hef minnst hér á bætt aðgengi. Undanfarin ár hefur komið upp á meðal vetrarferðamanna nýtt hugtak varðandi þetta: Aðgengi að snjó.
Akstur á snjó, bæði jöklum og vetrarhjarni, veldur ekki álagi eða skemmdum á náttúrunni. Akstur að snjó getur hins vegar gert það.
Undanfarin ár hefur verið frekar lítill snjór og síðari hluta vetrar, einmitt þegar best hefur er að ferast á snjó á miðhálendinu og jöklum, er snjór oft farinn nær byggð og búið að loka vegum vegna aurbleytu. Jaðrað hefur við vandamál undanfarin ár, margir muna eflaust eftir ástandinu við Langjökul um síðustu páska þegar frábært fæi og veður var á jöklinum en vegir að jökli nær ófærir vegna durllu. Til allrar hamingju heimilaði vegagerðin akstur um Kaldadal yfir páskana og tel ég það hafa bjargað miklu því að eflaust hefðu þá einhverjir freistast til atlögu við jökulinn eftir öðrum leiðum. Þennan veg er auðvelt að laga og hann þarf að yfirfara og hefla hvort sem er að vori. Þetta er svo sem ekkert nýtt vandamál, fyrir mörgum árum lagði Landssamband vélsleðamanna og fjölmargir einstaklingar saman í púkk til að leggja malarveg upp frá Gjábakkavegi og inn að vörðunni Bragabót til þess að auðvelda aðgengi að snjó án landskemmda. Við teljum að taka þurfi tillit til þessara þarfa á hálendinu, akstur á snjó er kominn til að vera og mun aðeins aukast ef eitthvað er. Dæmi um leiðir hér á sunnanverðu landinu þar sem hægt er að komast á jökla að vori er um veg að Sólheimajökli sunnan í Mýrdalsjökli og um veg upp að Jöklaseli suðaustan í Vatnajölkli frá Smyrlabjargavirkjun. Margir leggja á sig að aka í 4 til 5 tíma þangað austur til að komast á Vatnajökul á vorin án þess að valda skemmdum. Hægt væri að bæta aðgengi mun víðar með tiltölulega ódýrum aðgerðum. Mér dettur strax í hug Þjófakrókar við Langjökul upp frá Kaldadalsleið, einnig Skálpanes frá Bláfellshálsi að Langjökli. Á þessum stöðum eru nú reknar vélsleðaleigur og snjóbílaferðir, sem hægt væri að hafa mun lengur opið ef vegir væru bættir, þó ekki væri nema rétt nóg til að ekki þyrfti að loka þeim vegna aurbleytu að vori. Þannig kæmi þetta að góðum notum fyrir fleiri en okkur sem ferðast á jeppum.
Í þessu sambandi vil ég benda á að þeir sem ferðast um hálendið á eigin vegum frá mikla útrás fyrir þessa landkönnunarþörf sem mörg okkar hafa. Áður en okkur tókst að aka á snjó var ekki mögulegt að stunda alvöru landkönnun á ökutækjum nema aka utan vega. Við sjáum greinileg merki þess að tilhneiging til aksturs utanvega á auðri jörð hefur snarminnkað eftir að ferðalög á snjó og um jökla urðu almenn. Þannig mun bætt aðgengi að jöklum einnig hafa náttúrunverndargildi.
Að lokum, leyfið okkur að njóta frelsisins áfram í vetrarríki hálendisins og við í F4x4 munum á móti leggja okkar af mörkum til að jeppaferðamenn sýni áfram ábyrga ferðamennsku.
09.02.2007 at 17:51 #579928MySql.Data.MySqlClient.MySqlException: You have an error in your SQL syntax. Check the manual that corresponds to your MySQL server version for the right syntax to use near ‘jeppafólk". Þessi hópur er ansi stór og nær í víðasta skilningi
at MySql.Data.MySqlClient.PacketReader.CheckForError()
at MySql.Data.MySqlClient.PacketReader.ReadHeader()
at MySql.Data.MySqlClient.PacketReader.OpenPacket()
at MySql.Data.MySqlClient.NativeDriver.ReadResult(UInt64& affectedRows, Int64& lastInsertId)
at MySql.Data.MySqlClient.CommandResult.ReadNextResult(Boolean isFirst)
at MySql.Data.MySqlClient.NativeDriver.SendQuery(Byte[] bytes, Int32 length, Boolean consume)
at MySql.Data.MySqlClient.MySqlCommand.GetNextResultSet(MySqlDataReader reader)
at MySql.Data.MySqlClient.MySqlCommand.Consume()
at MySql.Data.MySqlClient.MySqlCommand.ExecuteNonQuery()
at CastorMedia.Data.MySQL.Connection.ExecuteNonQuery(String Command)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.ForumEditForm.ForumEditForm_Save(Object sender, SavingEventArgs e)
at CastorMedia.Web.UI.Forms.EditForm.OnSave(Object sender, SavingEventArgs e)
at CastorMedia.Web.UI.Forms.EditForm.LoadFromRequest()
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.Forum.GetEdit(Row r, ForumPost ForumPost, ForumThread ForumThread)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.Forum.ToString(String Space)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.UI.Page.WriteContent(String Space)
09.02.2007 at 17:42 #199634Í telfni að umræðu um uppbyggðan veg í einkaframkvæmd yfir Kjöl birti ég texta úr fyrirlestri sem ég flutti ár ráðstefnu sem haldin var um þetta efni í mars 2005. Mig minnir að Verkfræðinga- og tæknifræðingafélagið hafi staðið að þessari ráðstefnu.
ATHS:
Það kemur alltaf error þegar ég reyni að setja textann inn, þetta gengur vonandi síðar.
07.01.2007 at 14:00 #573928Dæmi nú hver fyrir sig um það hvort þessi kerfi eru með nægilega útbreiðslu fyrir neyðarfjarskipti á "landinu öllu".
07.01.2007 at 14:00 #573926Til samanburðar er hér mynd af útbreiðslu NMT.
[url=http://www.siminn.is/forsida/einstaklingar/farsiminn/thjonustuleidir/nmt/dreifikerfi/:38eflj2b][b:38eflj2b]Sjá hér[/b:38eflj2b][/url:38eflj2b]
07.01.2007 at 13:01 #573922Það sem EIK er að benda réttilega á er að Tetra mun að öllum líkindum ekki verða með sömu útbreiðslu og NMT. NMT er ekki með nærri því nægilega útbreiðslu til að teljast neyðarfjarskiptakerfi fyrir landið allt, Tetra verður það ekki heldur. Að öðru leyti verður Tetra mjög gott.
Ég tel, því miður, að þeir sem ferðast mikið og víða þurfi að koma sér upp eigin neyðarfjarskiptum. Þar er þekking radíóamatöra mikilvæg og ég hvert enn og aftur alla tæknisinnaða til að fara á amatörnámskeið IRA. Þetta snýst ekki bara um skírteini og réttindi, þekkingin skitptir líka miklu máli og eftir því sem fleiri ferðamenn hafa "gott vald" á fjarskiptum, þá eykst öryggi allra á hálendinu.
Snorri
R16 og TF3IK
07.01.2007 at 00:53 #573916Námskeið til amatörprófs innifelur miklu meira en bara að nota talstöðvar. Það eykur skilning á eðli fjarskipta, þ.e. fjarskipta aðferðum, tækjum sem notuð eru, bylgjuútbreiðslu og loftnetum. Tek undir með EIK að amatörar hafa mikla möguleika umfram aðra á að að bjarga sér í neyð, athugum að framundan er mikil afturför í neyðarfjarskiptum með lokun NMT og er ástand mála þó bágborið fyrir.
Mæli því eindregið með því að tæknisinnaðir skelli sér á amatörnámskeið, fyrir utan að vera gagnleg þá eru þau líka skemmtileg. Og kostnaðurinn er lítill sem enginn fyrir 14 x 3 kennslustundir.Snorri
R16 og TF3IK
04.01.2007 at 20:51 #573236Við skoðun á skjá þarf að gæta þess að skjarinn sé ætlaður fyri tölvur en ekki bara fyrir DVD afspilun. Upplausnin þarf að vera lágm 1024×748.
Mæli annars með því að menn tali við Magnús Þór hjá Leiðum, S: 568 8600 [url=http://leidir.is:27q8g3kg][b:27q8g3kg]sjá hér[/b:27q8g3kg][/url:27q8g3kg]
Magnús er reyndur jeppaferðamaður og þekkir hvað við þurfum.
Snorri.
04.01.2007 at 20:46 #573706Ekki það að ég vilji koma með pólítík inn á þennan þráð en í framhaldi af glósu í síðasta pistli skulum við halda því til haga að núverandi umhverfisráðherra hefur sýnt málefnum okkar jeppaferðamanna meiri og betri skilning en flestir forverar hennar. Og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er framsóknarmaður.
Snorri
21.12.2006 at 23:53 #199212Fyrir liggur að erfitt er að halda við NMT kerfinu vegna Þess að varahlutir eru af skornum skammti (ef marka má umfjöllun í fjölmiðlum).
Nú eru margir félagar í f4x4 sem treysta mjög á NMT kerfið sem öryggiskerfi og því mikilvægt að við fáum sem besta mynd af ástandi kerfisins hverju sinni.
Ég legg því til að fjarskiptanefndin spyrji Símann í nafni F4x4 af öryggisástæðum hvar sendar fyrir kerfið eru staðsettir og hverjir séu í lagi hverju sinni. Birti þetta síðan fyrir helgar í vetur á vef f4x4.
Einnig væri gott að fá betra kort yfir þá útbreiðslu sem Síminn fullyrðir að sé á kerfinu. Sjáið bara upplausnina, þetta er ekki læsilegt nema útlínur landsins og útbreiðslusvæði í grófum dráttum um allt land !! Síminn hlýtur að ráða við það einfalda mál að birta þetta í hærri upplausn á vefnum, eða hvað?
Að minnsta kost tel ég okkur sem greiðum fyrir þessa þjónustu rétt á að fá af öryggsiástæðum ávallt uppfærðar upplýsingar um ástand sendanna fyrir helgar.
Snorri
R16
21.12.2006 at 23:22 #572156Sammála Hlyn, réttast væri fyrir f4x4 að skila inn rásunum með húllumhæ í fjölmiðlum og þeirri spurningu til þjóðarinnar (ráðmanna) hvernig þeir hyggist tryggja öryggi ferðamanna á landinu öllu með fjarskiptum fyrst Þeir ætli að mjólka á þennan hátt þá fáu sem hafa lagt mikla fjármuni, vinnu og metnað í það verkefni.
Við getum allavega fengið okkur Iridium síma og greitt áskriftina erlendis, (Síminn er búinn að hækka sína Iridium áskrift um 25% á meðan dollari hækkaði um 7% eftir að hafa lofað dollaraviðmiði í upphafi, oj oj). Subbulegt að ráðast svona á þá sem vilja hafa eigið öruggt fjarskiptatæki með á fjöllum vegna þess að samfélagið hefur ekki dug til þess að gera út nothæft öryggskerfi í fjarskiptum.
Staðreyndin er að fjarskiptaöryggi hefur verið til háborinnar skammar á landinu utan alfaraleiða eftir að yfrivöld lögðu niður vöktun á raunverulega landsdekkandi HF í Gufunesi, að því er virðist til að pína alla ferðamenn inn í glompótt NMT kerfið (oj oj, ekki verið að hugsa um öryggi Þar).
Ferðamenn vita að NMT kerfið er með glompum sem eru stærri en auglýst útbreiðslukort NMT hjá Símanum gefa til kynna. Hvað ætti það að kallast þegar fyrirtæki fullyrða á vef sínum að seld þjónusta sé útbreiddari en hún er í raun?
Nei, mér líður eins og samgönguyfirvöld séu með þessari breyttu gjaldtöku að hrækja á okkur fyrir að reyna að hysja upp buxurnar sem þeir eru með á hælunum.
Mæli með því að við látum heyra vel í okkur.
Nóg í bili
Snorri.
R16
25.11.2006 at 15:57 #569450Legg til að við höldum okkur við það efnisatriði hvernig myndi sérreglum okkar um jeppabreytingar reiða af EF við göngum í ESB.
Legg til að við höldum skoðunum okkar um ESB utan við þennan þráð.
Veit ekki hvar er helst að leita fanga. Persónulega langar mig ekki til að lesa allar doðrantana sem ESB hefur gefið út og geri ráð fyrir að verða litlu nær eftir lesturinn.
Einhver hlýtur að þekkja nægilega til þessara mála til að útskýra fyrir okkur á mannamáli hvernig þessu tiltekna atriði yrði háttað EF við göngum í ESB.
Kannski væri rétt að stilla helstu talsmönnum um inngöngu í ESB upp og láta þá segja okkur hvað myndi gerast á þessus sviði. Mér dettur Árni Páll Árnason þingmannsefni Samfylkingar fyrst í hug.
Snorri
R16
25.11.2006 at 12:53 #567242Ég vil vekja athygli á þessu, lítð dýrara en iridium sími og ekkert mánaðrgjald !!
[url=http://www.aukaraf.is/product_info.php?products_id=458:3rjwrb1s][b:3rjwrb1s]Sjá hér[/b:3rjwrb1s][/url:3rjwrb1s]
Snorri
R16 og TF3IK
25.11.2006 at 12:08 #566734Í samtölum mínum við menn í eldlínunni hjá f4x4 hef ég fundið að allir hafa sama markmið, það er að varðveita frelsi okkar til að stunda áhugamál okkar eftir því sem mögulegt er og vernda náttúrna um leið.
Hins vegar eru uppi mörg mismunandi sjónarmið um það hvaða leiðir sé best að fara, hverjir eru gallar og kostir við hinar og þessar reglur og lög, og hver séu okkar helstu vopn í baráttunni.
Sumir gætu gagnrýnt okkur sem hóp fyrir að vera ekki með eina skýra stefnu og eina skýra leið, en þetta eru flókin mál og þau eru í gerjun. Spjallið hér hjálpar til við þessa gerjun og að menn nái svipuðum "fókuspunktum" í baráttunni.
Ég tek undir það sem fram hefur komið að eitt af okkar öflugustu vopnum er að vera leiðandi í umræðunni.
Verstu útúrdúrarnir í spjallinu er persónulegar hnýtingar, málefnið sjálft er það alvarlegt fyrir okkur öll að ég held að við ættum að halda öllu slíku frá spjallinu á vefnum.
Snorri
R16
25.11.2006 at 11:57 #566732Ég vil taka undir flest sem Ofsi lýsir snyrtilega hér á undan. Umræðan hér er greinilega farin að sjá sameiginlegan "fócus".
Til þeirra sem kvarta undan skorti á upplýsingum, þá vil ég minna á að þrátt fyrir Internetið og spjallrásir, þá er enn til símakerfi sem virkar um allt land (í byggð) og símanúmer stjórnarmanna og nefndarmanna eru á vef f4x4. Þetta nýtti ég með góðum árangri og spjallaði við menn þegar mig vantaði upplýsingar sem ég síðan meltaði áður ég hóf skrifin hér. Einnig er áhrifaríkt að mæta á fundi og spjalla og hlusta. Ekki er hægt að ætlast til að allt sem máli skipti sé sett hér á vefinn, sumt er viðkvæmt og svo er það líka mikil vinna fyrir þá sem eru í forsvari fyrir málum félagsins
Snorri
R16
25.11.2006 at 11:31 #199044Öðru hverju kemur upp umræðan um að skella okku í evrópusmabandið og sitt sýnist hverjum. Það gæti jafnvel orðið kosningamál í vor.
Fróðlegt væri að vita og kryfja, burtséð frá því hvð mönnum finnst annars um inngöngu í Evrópusmandið, hvaða áhrif þetta hefði á rétt okkar til að hafa sérreglur um breytingar á bílum.
Þegar EES samningurinn var í umræðunni hér um árið, þá óttuðust jeppamenn þetta mjög. Mikið keypt frá USA og menn óttuðust aukna tolla á vörur þaðan. Aðallega vorum við þó hræddir við að Brussel gæti þurrkað útt sérreglur um jeppabreytingar. Á borðinu lá að bannað yrði að aka með gul aðalalljós þegar við gengjum í EES en það var algengt þá á jeppum hér.
Umræða var svo mikil að Karl Ragnars, þá forstjóri Bifreiðaskoðunar og Árni Páll Árnason, þá (minnir mig starfandi í ráðuneyti Jóns Baldvins) komu á fund hjá f4x4 og ræddu þessi mál.
Þeir fullvissuðu félagsmenn um að EES myndi ekki breyta neinu um sérreglur um jeppabreytingar (sem gekk eftir) en fullyrtu hins vegar að ef við gengjum í Evrópusmabndið þá myndu allar sérreglur um bílabreytingar verða þurrkaðar út með það sama.
EES samningurinn var samþykktur þrátt yfir deilur og eftir á að hyggja held ég að það hafi berið gott skref fyrir okkur.
Ég veit ekki með ykkur, en ég fæ alltaf hálfgert flog síðan þegar minnst er á inngöngu í Evrópusambandið vegna yfirlýsingar Árna Páls um breytingar bíla á sínum tíma.
Er ekki kominn tími á þessar pælingar aftur? Gott væri að vita stöðu okkar fyrir víst áður en umræðan í pólitíkinni fer á fullt. Etv munum við þurfa að ganga í að fyrirvari verði hafður frá upphafi í umræðum við Evrópusambandið um sérstöðu okkar hér í ferða og samgöngumálum, þar með talið bílabreytingum.
Veit einhver hér meira um þetta mál?
Snorri
R16
24.11.2006 at 00:30 #566702Benni bendir okkur réttilega á nöturlegan raunveruleikann eins og hann er nú.
Ferðafrelsið farið með lögum árið 1999 og einungis hægt að heyja varnarbáráttu í heimi sem er byggður á fáránlegri hugmyndafræði (að mínu mati) um að allt sé bannað sem ekki er á "ferli".
Vissulega eru skoðanir sem ég set fram hér á lokuðum vef um það hvað sé rétt að banna og þá hvernig, ekki í samræmi við það sem ráðamenn þjóðarinnar og mikill fjöldi náttúrverndarsinna telur rétt. Það er þá ekki í fyrsta sinn í mannkynssögunni að ráðamenn þjóða vaða í villu og dæmi eru um að ráðmenn og almenningur skipti um skoðun þegar réttar/breyttar/nýjar upplýsingar koma fram. Eitt frægasta dæmið er þegar hætt var að taka fólk af lífi sem sagði að jörðin væri ekki flöt.
Ég tel að skoðanir mínar (og fleiri) um að akstur utanvega sé víða í lagi séu útbreiddari meðal ferðamanna og annara sem fara um landið en virðist við fyrstu sýn.
Ég les það jafnvel úr pistlum formanns að hann gæti tekið undir þá hugmyndafræði um að akstur utanvega gæti í einhverjum tilvikum átt rétt á sér.
Hins vegar tek ég undir með formanni og fleirum að við þurfum að starfa í takti við það umhverfi sem við erum "lentir í".
Ég bendi þó á að við þurfum að passa okkur á því að samsinna ekki um of þeim öfgasjónarmiðum sem ég tel að séu uppi meðal ráðamanna (og margra annara) og reyna eftir megni að rétta okkar hlut.
Snorri
R16
-
AuthorReplies