Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.09.2007 at 22:01 #595812
Heldur finnst mér upplýsingarnar rýrar frá Vodafone miðað við hvað þeir nota hástemmdar lýsingar um ágæti kerfisins. Það að kerfið dragi allt að 100 km segir ekki mikið. Það sem skiptir máli er hvaða svæði þeir muni dekka í raun og hvað skuggasvæði verða mikil. Þessi tíðni (um 900 Mhz) er verulega háð sjónlínu og ójöfnum í landslagi, t.d. mun verða sambandlausd þar sem fjall ber á milli sendis og síma nema aukasendir nái í "skuggann" frá annari hlið. Þeir hjá Vodafone eiga þessi gögn örugglega til og ég skora á þá að birta þau.
Tetra hefur undir höndum gott kort sem sýnir útbreiðslu þess, samkvæmt því er það víðtækasta kerfið í dag af þessum þremur: NMT, GSM, Tetra.
Fróðlegt verður að sjá hvað GSM Vodafone mun gera að þessu leyti í samanburði við Tetra.
Snorri
R16
25.04.2007 at 00:50 #588728Rússan seldum við á Hvolsvöll árið 1979, síðan hefur lítið til hans spurst.
Nokkrar myndir eru komnar á myndasvæðið mitt.
Snorri
R16
24.04.2007 at 21:06 #589314Ég frétti að eitt eintak sé komið til landsins.
Hef það þó ekki staðfest.Veit einhver meira?
Sannast nú hið fornkveðna hjá síðasta skrifara, stærstu dekkin brjóta allt og bramla en þau næst stærstu eru í lagi.
Þessi söngur var meira að segja sunginn þegar 38" dekkin komu, þá þóttu 35" í lagi en 38" allt of stór …..osfr………………
Þar á undan var hann sunginn þegar 35" kom, þá þóttu 33" í lagi en 35" allt of stór …..osfr………………
49" kom loks í fyrra og bjargaði 44" dekkjunum úr skaðvaldahlutverkinu sem þau höfðu verið í næstum 20 ár.
Nei sanniði til 54" verður það sem virkar best, allavega þangað til 56" kemur.
Snorri
R16
22.04.2007 at 21:51 #588724Fyrsti jeppinn minn var Gaz69, árgerð 69.
Ég og Guðni bróðir keyptum hann saman sumarið 1977, þegar ég var 17 ára og hann 16.
Þá var hann óbreyttur með blæju.
Áttum hann í ca 3 ár og þegar við seldum, var hann kominn með V6 Buick með heimasmíðuðum flækjum, Willis Overland hásingar, Bronco gírkassa og Dana 18 millikassa. Dekkin voru Lapplanderdekk sem þótti gott á þessum tíma.
Í upphafi var hann blár en endaði brúnn með svörtum fálka á hurðunum.
Á þessum jeppa tókum við fyrstu skrefin í breytingum, bilunum og lentum í ótal ævintýrum.
Þetta dugar okkur vonandi til að komast í Gaz klúbbinn.
Snorri
R16
13.04.2007 at 08:40 #587686Fram hafa komið valinkunnir menn á vegum f4x4 og fullyrt að þeir viti um marga bíla sem ættu ekki að vera á götunni.
Hvernig væri nú að f4x4 skipi hóp, (eða tækninefndina), sem myndi safna saman upplýsingum um þessa tilteknu bíla og kryfja hvað var að í raun. Það þarf að gæta nafnleyndar þeirra sem lenda í slíkri "krufningu" og þarf því að vinnast sem trúnaðarmál.
Þegar fyrir liggur hvaða atriði þetta eru, þá er hægt að velta fyrir sér hvað þyrfti hugsanlega að að laga í "breytingaumhverfinu".
Ályktanir væru þá byggðar á staðreyndum.
Snorri
R16
13.04.2007 at 08:28 #587684Já Palli og fleiri, ég hef ekkert á móti sjálfsgagnrýninni umræðu sem rífur okkur upp úr farinu. Ég er hins vegar ekki viss um að rétti vettvangurinn til að hefja hana sé Kastljósið í beinni.
Betri vettvangur er að loka ca 20 manns á vegum f4x4, stjórn, tækninefnd og fyrrverandi tækninefndarmenn etv fleiri, inni eina kvöldstund og ræða málin mjög opið, varpa ýmsu fram og kryfja. Þetta var gert fyrir nokkrum árum og allir sem þar voru komu held ég mun upplýstari frá því.
Og þá að jeppunum sjálfum, það er jú aðalatriðið:
Varðandi þróun á "umhverfi" jeppabreytinga, þá sé ég að Palli er með sömu eða svipaðar hugmyndir og ég hef gengið með lengi. Regluramminn er til og skoðunarferið er í gangi. Hins vegar eru hlutir sem reynslan sýnir að ganga ekki eða illa, en núverandi reglur taka ekki beint á. Dæmi eru t.d. þessi klassísku með hrútshornið í gamla HiLuxinum og færslan á stýrisenda togstangar niður fyrir sektaorsarm í Patrol. Til eru lausnir á báðum þessum vandamálum sem flestir nota en þeir sem vilja geta skorast udnan að nota þær eða vita ekki af þeim. Hvað er til ráða?
Hugmyndin er að í stað þess að segja hvernig "eigi að breyta" tilteknum tegundum bíla þá sé tekinn saman listi yfir ráðstafanfir sem við teljum að eigi að gera í sértökum tilvikum. Dæmi, ef Toyota með hrútshorn fer á 38" eða stærra, þá sé settur stýristjakkur eða aðrar ráðstafnair gerðar til að taka álag af hrútshorninu. (aðrar ráðstafanir gætu líka verið að setja stýrisarm og aðra stýrisvél, eigandinn hefur frelsi til að leysa á nokkra vegu).
F4x4 getur verið leiðandi í að gera svona "undantekningalista".
Þegar þessi hugmynd var rædd, þá sáu menn einhverja annmarka á lagaumhverfi kringum þetta, ég er þó mun hrifnari af hugmyndum í þessum tón heldur en stífari forskrift að breytingum, eða erfiðara viðurkenningarferli á breytingu (sem ég tel að geti stöðvað alla þróun).
Snorri
R16
12.04.2007 at 23:02 #587674Þeir sem þekkja til í vélhutafræði vita að mun meira álag er á stýrihluta heldur en fjaðrafestingnar og fjaðrastífur. Í það minnsta er það mun vandasamaraverk að gera stýrisgang þannig úr garði að nann haldi vel heldur en fjaðrastfífur og festingar.
Þetta fundu tveir vélaverkfræðingar með framhaldsmenntun í vélhlutahlutafræði út á sínum tima og ég sé ekki betur en að þetta hafi alveg staðist. Ég bendi á að í árdaga löglegra jeppabreytinga þá kom dáldið fyrir að stýrisarmar væru að gefa sig. Vélverkfræðingarnir okkar sem einnig voru þá sérfræðingar á þessu sviði hjá iðntæknistofnun, tóku þá höndum sAman við þá sem framleiddu slíka arma og þróðuðu gerð þeirra þannig að þessi vandi varð brátt úr sögunni.
Annars má rita laNGar ritgerðir um það hvers vegna jeppabreytignar eru að ganga svona vel án "ofurskriffinsku" í formi þungs og kostnaðarsams eftirlitskerfis.
Ég vara bara við þeirri hugsun sem virðsti vera stutt í hjá mörgum að telja launsina á því að stöðva gamlan breyttan bíl með haugryðgaðar boddýfestingar og boddylift, fær athgusemd í skoðun. fera nanað og fær skoðun á þess að laga (skv kastljósinu), láta sér detta í hug að koma í veg fyrir að svona geist aftur með því að láta röntgenmyunda suður á nýjum fjaðrafestingum.
Nei, förum ekki að spinna í huganum af takmarkaðri þekkingu nema hjá okkru sitji vélaverkfræðingur með master í vélhlutafræðum til að leiðrétta okkur þegar við förumútaf sporinu. það reyndist okkur hinum í gömlu tækninefndinni allavega vel þegar við vorum að koma þessu á koppin fyrir um 20 árum í harðvíturgri og langvinnri barráttu (sem einn daginn væri gaman að rifja upp og setja á blað).
Snorri
R
16.
12.04.2007 at 09:43 #587668Mér fannst Magnús í tækninefndinni koma mjög vel fyrir og flytja gott mál á fundinum í gær. Ég er sammála honum að mestu leyti.
Í gildi eru reglur sem settar voru fyrir um 20 árum og þær hafa margsannað gildi sitt. Bæði setja þær að mínu mati hæfilega þröngan ramma utanum beytingar til að tryggja nægileg gæði á breytingum en gefa um leið rými til þróunar sem er nauðsynleg ef þessi stórkostlega samgöngutækni (sem íslenskar jeppabreytingar vissulega eru) á að blómstra áfram. Sjáiði bara, þessar 20 ára gömlu reglur rúma 49 tommurnar undir stóru trukkunum sem eru heldur betur að virka þannig! Svona á þróun að vera.
Í reglunum er alveg skýrt að öll sérsmíði og breytingar á stýrishlutum skuli fá tegundarvottun frá Iðntæknistofun (ITÍ) og sérsmíði skuli skoðuð hjá ÍTÍ. Það tel ég nægja og bendi á áratuga jákvæða reynslu og slysarannsóknir því til stuðnings.
Vissulega er hægt að bæta eða þróa eitthvað í þessu, en ég tel ekki þörf á neinni uppstokkun. Og það er okkar hlutverk í f4x4 að koma með tillögur að slíku.
Hins vegar á að ræða slíka hluti yfirvegað og komast að niðurstöðu innan f4x4 og með tækninefnd. Þá umræðu á ekki að hefja í beinni í Kastljósinu.
Snorri.
R16
16.03.2007 at 09:09 #584176Ég óska öllum nýjum amatörum í f4x4 til hamingju með prófið. Ég tók þetta próf fyrir ári síðan og þetta var hin besta skemmtun og mjög praktístk.
Nú er bara að velja sér kallmerki, gott væri ef menn gæfu sig fram hér á spjallinu þegar það hefur verið valið og skráð.
Svo er bara að koma sér upp stöð í jeppann og koma sér í loftið. Það er talsvert líf í loftinu á 3,633 Mhz og yfirleitt alltaf einhver sem svarar.
Snorri
R16 og TF3IK
15.03.2007 at 10:42 #584156Sammála, þetta virðist vera mikil græja. Er með innbyggðu serialtengi fyrir tölvu sem er gott.
Tengingar við tölvu og fjarstýring yfir internet er mjög spennandi kostur. Nokkuð sem f4x4 ætti ða skoða og broadcasta HF samskiptum á vefnum. Fullt af möguleikum, þurfum bar að skoða lagalegu hliðina.
Snorri
TF3IK
15.03.2007 at 10:39 #584154EIK á svona stöð, hún virðist vera góð miðað við verð. Þekki ekki að öðru leyti.
Snorri.
15.03.2007 at 08:18 #584148Samkvæmt eftirfarandi, þá byggði bandaríkjaher upp HF fjarskiptakerfi í Írak með SG-230 og SG-303 loftnets búnaði. Kemur mér ekki á óvart, Írak er stórt og þeir þurfa væntanlega að vera í öruggu sambandi !
[url=http://www.chips.navy.mil/archives/06_Jan/PDF/Green_Zone.pdf:3vqqhyyd][b:3vqqhyyd]sjá hér[/b:3vqqhyyd][/url:3vqqhyyd]
Fyrir nýja radíóamatöra, þá er þetta góð bílststöð svona til að byrja á, ath fæst í Aukaraf:
[url=http://www.ic-7000.com/:3vqqhyyd][b:3vqqhyyd]ICOM IC-7000[/b:3vqqhyyd][/url:3vqqhyyd]
Hún með HF, VHF og UHF í einni stöð ásamt sjónvarpsmóttakara á VHF tíðnunum !
Snorri
R16 og TF3IK
13.03.2007 at 23:48 #584138Kíkið á þetta [url=http://www.sgcworld.com/230ProductPage.html:31otrk63][b:31otrk63]aðhæfingarbox SG-230[/b:31otrk63][/url:31otrk63]
og þetta
[url=http://www.sgcworld.com/whipantProductPage.html:31otrk63][b:31otrk63]loftnet, gerð SG303[/b:31otrk63][/url:31otrk63]Þetta er "bara að virka"
Eini vandinn er að SG-230 kostar 499 USD í USA og loftnetið kostar 450 USD í USA.
Ég er búinn að vera með SG-230 boxið með hefðbundinni Gufunesstöng undanfarið. Ég hef varla náð í nokkurn mann á 2,790 Mhz (Gufunestíðninni SSB) vegna þess að engin hlustun er til staðar og fáir eru með SSB stöðvar lengur. Þar sem ég er radíóamatör get ég notað t.d. 3,633 Mhz og ég einfaldlega næ alltaf í einhvern innlendan radíamatör með opið. Um daginn talaði t.d. ég í bæinn úr Kerlingarfjöllum og spjallaði líka við radíóamatör sem er undir Eyjafjöllum. Heyri líka oft spjall á máli sem mér virðist vera rússneska en skil ekkert.
Hefðbundið Gufunesloftnet er með spólu sem gerir það mjög gott á einni tíðni, t.d. 2.790 en ef ég skemmhleypi henni með vír þá kemst ég á hærri tíðnir með hjálp SG-230 boxins, allt uppí 30 Mhz, já það tekur líka CB bandið !.
Sendi kannski inn mynd af loftneti og aðhæfingarboxinu fljótlega.
Snorri
R16 og TF3IK
13.03.2007 at 19:37 #584384Mér finnst okkur vanta að vita meira um þennan hóp á Langjökli. Hvernig voru þeir útbúnir, hvaða leiðsögutæki, fjarskiptatæki osfr.
Á heildina litið finnst mér menn heldur fljótir að gefast upp og kalla á björgunarsveit þegar í rauninni ekkert amar að nema að það er vont veður sem þarf að bíða af sér. Það á ekki endilega við um síðustu helgi, dæmin eru fjölmörg undanfarin ár. Menn hafa jafnvel kallað á björguarsveit vegna affelgunar, er það ekki það sem kalla má dæmigert 101 lið?
Ég hef alltaf litið svo á að björgurarsveitir séu til staðar fyrir okkur þegar eitthvað er að, t.d. við slys, óhöpp eða veikindi á fjöllum. Tilvist þeirra veitir mikið öryggi en mér finnst heldur mikið að kalla á þá fyrir vont veður sem menn "nenna" ekki að bíða af sér í smá vosbúð.
Ég veit fjölmörg dæmi þess að fjallaferðamenn hafi kallað til aðstoð frá félögum og vinum til að þurfa ekki að ræsa út björgunarsveit. Það er ávallt stór hópur jeppamanna og -kvenna tilbúin að taka þátt í slíku, þetta er nokkurskonar samtrygging fjallaferðamanna. Við þurfum að gæta þess að ofnota" ekki björgunarsveitirnar, raunveruleg útköll þeirra eru alveg nægilega mörg.
Ég tek undir orð Benna formanns um að vel búnir ferðamenn geta vel höndlað erfiðar aðstæður á fjöllum og ekkert að því að menn haldi á fjöll í slæmri verðurspá, EF menn eru tilbúnir að halda volkið út. Þeir sem ekki eru tilbúnir í t.d. að hafast við í bíl yfir nótt eiga ekki erindi á fjöll nema í góðri veðurspá.
Ég bendi á að fjallaferðafólk hefur á undanförnum 20-30 árum breytt miðhálendinu að vetri úr lífshættulegri eyðimörk, sem menn hættu sér helst ekki innná, í leikvöll sem er á valdi "venjulegs" fólks að nýta sér. Hvernig gerðist þetta? Jú með því að hafa hálendið opið og leyfa mönnum að spreyta sig. Þannig þróaðist ferðatæknin og þekking til að takast á við íslenska hálendið að vetri varð almenn.
Lifi ferðafrelsið, berjumst gegn forsjárhyggju, ofstæki, boðum og bönnum !
Snorri
R16
12.03.2007 at 23:25 #584120Þó að slökkt verði á NMT innan skamms þá er þetta oft á tíðum eina innlenda fjarskiptatækið sem hægt er að nota til að ná til byggða. Alveg ótrúlegt að ástand neyðarfjarskiptmála skuli vera þannig á Íslandi árið 2007, en þannig er það.
Það er hægt að sýna því skilning að erfitt sé að halda úti rekstri á kerfi sem á að leggja niður og erfitt er að fá varahluti í. Hins vegar er mikið öryggisatriði fyrir okkur ferðamenn að vita ef kerfið er að hluta til illa starfhæft og því gott mál ef Kjartan miðlar til okkar upplýsingum um ástandið á NMT.
Snorri
R16
12.03.2007 at 00:13 #584046Fróðlegt væri að kryfja fjarskiptamál helgarinnar. Svo virðist sem fjarskiptasamband við ferðamenn í vanda á Langjökli hafi verið bágborið. Getur einhver sem þekkir til frætt okkur um þetta? Voru menn ekki með fjarskiptabúnað (101 lið?) eða er önnur skýring ?
Vel búnir og vanir menn eiga ekki að vera í vanda við erfiðustu aðstæðu á fjöllum. Ég sé ekkert að því þó að þeir sem ráða við þessar aðstæður reyni sig þær.
Með lélegum fjarskiptum skapast óþarfa óvissa um ástand og stöðu mála, jafnvel þótt ekkert ami að. Það getur endað með óþarfa björgunarleiðöngrum.
Hins vegar eiga þeir sem ekki hafa til þess reynslu og búnað ekkert erindi á jökul í veðurspá eins og var fyrir þessa helgi.
Hvernig væri nú að skoða aðeins hverjir voru á ferð og hvernig þeir voru útbúnir áður en við drögum of miklar ályktanir ?
Snorri
R16
12.03.2007 at 00:08 #584112Tek undir með Þorsteini.
Það er mikið öryggismál fyrir okkur að vita hvernig rekstur NMT kerfisins gengur. Fram hefur komið í fjölmiðlum að erfiðlega gengur að fá varahluti í NMT kerfið. Sem notendur kerfisins megum við borga fullt afnotagjald en fáum ekki að vita hvort það er allt í virkni. Ég endurtek því fyrri tillögu mína um að f4x4 fari formlega fram á það við Símann að þeir upplýsi notendur kerfisins um það ef sendar eru bilaðir eða virka ekki sem skyldi.
Svo tek ég eftir því að Síminn virðist hafa hækkað mánaðarverð á Iridium úr 1.930 kr/mán í 2.800 kr/mán á einu ári. Á sama tíma stendur USD ca í stað. Hvað er að gerast ? Ætlar Síminn nú að taka þá sem gefast upp á NMT kerfinu vegna lélegs sambands (sem Síminn rekur) í nefið þegar menn gefast upp og fá ser Iridium til að vera ekki alveg sambandslausir á fjöllum?
Er ekki kominn tími til að losa sig undan þessum símafyrirtækjum og taka upp almenna notkun á gömlu og góðu Gufunestalstöðvunum aftur ? þar er þó ekki hátt í 3.000 kr mánaðargjald (fljótlega 5.000 á mánuði ef símaverðbólgan heldur áfram) og frítt mínútugjald.
Snorri
TR16 og TF3IK
11.03.2007 at 09:33 #583968Mér finnst þetta bara minna okkur á það hvað þessi mál eru í góðum og farsælum farvegi hér á landi.
Hér voru jeppabreytingar leyfðar með því að setja upp rammareglur sem sköpuðu hæfilega umgjörð. Þessi umgjörð hefur verið nær óbreytt í 20 ár og hefur reynst mjög farsællega. Frelsið er nægilegt til þróunar og árangurinn hefur ekki látið á sér standa.
Snorri Ingimarsson
R16
06.03.2007 at 21:00 #583556Það skiptir engu máli hvað kjaftforir verktakar rífa kjaft og eru með leiðiðindi. Lög eru lög og ég ráðlegg þer að kæra þetta í hvelli til að fá lögregluskýrslu og gögn sem halda fyrir dómi um atvikið. Fylgja svo málinu alla leið ef þeir gefa sig ekki. Ekki gefast upp, það er það sem þeir eru að reyna.
Snorri
R16
01.03.2007 at 20:41 #582548Benni, ef þetta er loftnetið sem þú vísar í á þræðinu "VHF rules":
"
Loftnet
28. október 2006 – 18:56 | Benedikt Sigurgeirsson, 940 póstar
Þetta eru þær uppl fem ég hef um loftnetið sem ég er að prufa núna.
"Þá sést á tækniuppl að þrátt fyrir að þetta loftnet sé stillanlegt til að vinna á sviðinu 145-175Mz þá þarf að klippa það á réttum stað til að velja eina tíðni á þessu sviði. Svo er það bara með 6Mhz bandvídd (með innan 1:2 standbylgju) eða 3Mhz í hvora átt.
Í VHF kerfi f4x4 þurfum við að fá loftnet sem vinna á bilinu 153-164Mhz (eða hafa 11Mhz bandvídd). Þetta þýðir að ef loftnetið er stillt til að vinna best á 156 Mhz, þá dugar það á 6Mhz tíðnisviði eða niður í 153Mhz og upp í 159Mhz. Þannig að ef þetta loftnet er stillt til að geta talað t.d. á rás 45 (sem er á ca 153Mhz), þá er það ekki gott til að tala við endurvarpa á rás 44 (sem hlustar á um 164Mhz).
Reyndar er hægt að nota þessi loftnet á breiðara tíðnisviði en þá verður rafsegulbylgjan sem send er bara miklu veikari vegna þess að hluti hennar fer ekki út í loftið heldur endurkastast aftur inn í talstöðina (SWR eða standbylgjuhlutfallið verður stærri en 2). Margar talstöðvar draga sjálfvirkt niður í sendistyrk þegar þetta gerist til að hlífa útgangsrásunum sem gerir þetta enn verra utan þeirra tíðna sem loftnetið virkar best á.
Snorri
R16 og TF3IK
-
AuthorReplies