Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.12.2007 at 21:07 #606948
11. október síðastliðinn hélt ég smátölu um eiginleika HF kerfisins á opnu húsi í Mörkinni. Góð mæting var og mikill áhugi hjá þeim sem mættu.
Ég er til í að endurtaka Þessa tölu ef áhugi er fyrir hendi.
Snorri.
17.12.2007 at 21:01 #606946Ég er ekki sammála því að stilla á þennan hátt upp vali á milli Iridium, Tetra, CDMA og HF.
Að mínu mati stendur valið á milli Tetra og CDMA þegar kemur að símakerfi/fjarskitpakerfi sem auðvelt er að nota til að hafa samband í gegnum almenna símakerfi, þ.e. arftaka NMT.
Þessi kerfi verða seint eða ekki algjörlega landsdekkandi. Til að stoppa í götin,e ða skuggasvæðin, verði valið á milli HF og Iridium.
Allir verði með VHF eins og fyrr, ath VHF er og verður líka með skuggasvæðum svo að við verðum að fá okkur HF eða Iridium til að stoppa í þau göt líka.
Vegna þess að NMT, Tetra og CDMA eiga það sameiginlegt að vera nothæf til að ná sambandi við almenna símakerfið (þegar samband næst yfirhöfðuð við sendi í viðkomandi kerfi), þá verðum við með eitt af þessum kerfum, NMT er ða detta út svo framtíðin verður CDMA eða Tetra.
Alrangt er að stilla HF upp sem kosti á móti Tetra eða CDMA. Framtíðin mun leiða í ljós hversu víðtæk skuggasvæðin verða með þessum kerfum, erfti því sem þau verða stærri mun þörfin verða brýnni fyrir Iridium eða HF. Ef skuggasvæði verða lítil er þörfin að sama skapi minni, þá verða svo fáir sem ferðast um þessi skuggasvæði að færri munu leggja á sig að koma sér upp fjarskiptabúnaði fyrir þau.
Snorri
R16 og TF3IK
13.12.2007 at 10:08 #606392[url=http://www.kptv.com/weatheralert/14776224/detail.html:29c502jg][b:29c502jg]Sjá hér.[/b:29c502jg][/url:29c502jg]
11.12.2007 at 23:31 #606362Þessi stöð kostar held ég um 130.000 kr. í Aukaraf semm er gott verð.
Hún er á um 1.300 USD held ég núna í USA.IC-7000 er þrusugóð stöð, hefur mikið af stafrænum filterum til að minnka truflanir.
Þar að auki er hún með sjónsvarpsmóttakara (á VHF), öruggara er að kaupa hana í Aukaraf eða Evrópu heldur en USA til að fá örugglega PAL en ekki NTSC sjónvarp.
Svo er hún með innbyggðan RTTY afkóðara og ýmislegt fleira gógæti. RTTY eru nokkurs konar stafræn samskipit sem hægt er að nota til að draga mun lengra en með tali, svona svipað og hægt er með morsi. Líkja má þessum samskiptum við SMS skeyti sem send er með baudhraðanum ca 40 bitar á sek. Með laptop í bílnum sem tengdur er við svona HF stöð ætti að vera hægt að ná sambandi við aðra radíóamatöra um alla Evrópu, nokkuð sem mér finnst mjög áhugavert að prófa betur.
snorri.
11.12.2007 at 23:22 #606360Dagur spyr: "Snorri hvernig gengur að tjúna lofnetið fyrir 160-80M"
SG-230 gengur vel að tjúnna allt frá 160 metrunum, þannig að standbylgjan verði lítil frá stöð. Það segir hins vegar ekki alla söguna, líklega er nýtni léleg á lægstu tíðnunum. Hef þó ekki mælt það, komst ekki á mælingadaginn góða hjá amtörunum sumar.
Á hærri tíðnum (t.d. 3.633 Mhz og ofar) virðist það hins vegar virka mjög vel.
Ég gæti trúað að öflugast fyrir 2,790 (Gufunestíðnirnar) sé gamla góða loftnetið með spólunni stilltri á 2,790 og SG-230 að hæfinum með. Þetta setup er hins vegar læst á 2,790 og þar rétt í kring.
Ég er með hugmyndir um að smíða loftnet sem getur brúað báðar (allar) þessar þarfi, þ.e. frá 2,790 og uppúr, allt uppí 30 Mhz. Lýsing á því þarf að bíða betri tíma.
Snorri.
11.12.2007 at 23:13 #606358Baldur spyr
"En hvering er það Snorri, varla getur IC-7000 hlustað á bæði HF og VHF í einu? Læturðu þessa stöð duga fyrir allt, eða ertu með aðra fyrir VHF?IC-7000 getur bara hlustað á eina tíðni í einu. Fyrir þá sem ætla sér að ntoa HF lítið og vera ekki alltaf með hlustun á HF, þá dugar þesi stöð fyrir allt. En ég vil hafa hlustuná HF og vera að nota VHF á sama tíma og þess vegna er ég líka með VHF stöð. VHF/UHF eiginleikinn í IC-7000 stöðinni nýtist mér því ekki mikið.
Hins vegar er ég með dualband VHF/UHF loftnet sem er framleitt fyrir amatöratíðnirnar á IC-7000 (ca 144 Mhz á VHF) stöðinni og annað VHF lofnet sem er skorið fyrir ca 153 Mhz á hinni VHF stöðinni sem ég nota almennt á 4×4 rásunum.
Snorri
11.12.2007 at 19:59 #201363Baldur spyr á öðrum þræði um HF búnað fyrir amatöra. Um margt er að velja.
Ég er með ICOM IC-7000 stöð sem er fyrir HF, VHF og UHF. Ath, tvö loftnetstengi eru á stöðinni, annað fyrir HF og hitt fyrir VHF/UHF, stöðin skiptir sjálfvirkt á milli. Fæst í Aukaraf.
Nota SG-230 aðhæfi (tuner) frá SGC og SG-303 helical undna 9 feta vippu fram sama fyrirtæki. Sjá heimasíðu SGC. Þetta virkar á öllum tíðnum frá ca 1,8 upp í 30 Mhz.
Notaði fyrst hefðbundið Gufunesloftnet frá Sigga Harðar sem var með spólu tjúnnaða fyrir 2,79Mhz og sleppti spenninum í fætinum. Notaði með þessu SG-230 aðhæfi. Virkaði frábærlega á 2,790 og á hærri tíðnum með því að skammhleypa spólunni með vír.
Með SG-230 aðhæfi má draga langan vír á eftir sér á jökli og ná fram mjög góðu loftneti, (eða strekkja langan vír upp á móti hæð eða upp í flaggstöng).
Fyrir þá sem ekki eru amatörar má nota stöð frá ICOM sem heitir IC-F7000 (Aukaraf , sjá hér ) og með henni má t.d. nota sama aðhæfi og loftnet.
Sjá líka: á heimasíðu ICOM.Snorri
R16 og TF3IK
11.12.2007 at 10:31 #604994Já það er heldur betur til HF búnaður sem dugir fyrir venjulegt fólk, og hann liggur í bílskúrum út um allt.
Þetta eru gömlu Gufunestalstöðvarnar sem voru mest notaðar á 2,790 Mhz. Ég sá ekki betur en að loftnet fyrir slíkar stöðvar væru á sumum björgunarsveitarbílunum fyrir austan í fréttinni í gær.
Fyrir þá sem vilja fyrirferðarlitlar og vandaðar stöðvar ættu að tala við Aukaraf, Icom framleiðir slíka stöð sem virðist mikið notuð í Ástralíu.
Þarnar eru margir möguleikar en höfum í huga, þetta er ekki eins auðvelt í notkun og meðförum og Tetra eða VHF. Stór loftnet, suð og truflanir, EN þetta eru langdræg fjarskipti og það er það sem okkur vantar (eins og Ástralíubúana).
Snorri
R16 / TF3IK
11.12.2007 at 08:37 #604984Mér fannst þessi frétt vera eins og upplaup björgunarsveitarmanna þarna fyrir austan og RÚV reyndi ekki að fá sjónarmið Tetra manna.
Ég hef athugasemdir við vokkur atriði í þessari umfjöllun, svona tæknilega.
Til dæmis fullyrti bjsvmaður að VHF væri ekki sjónlínuháð eins og Tetra, það er algjör vitleysa og minnkar mjög trúverðugleika alls málflutnings þeirra.
Hið rétta er að VHF er minna sjónlínuháð en Tetra en er samt mjög háð sjónlinu.
Ef menn vilja kerfi sem er eins og bjsvmaðurinn lýsti, bylgjur sem skríða með jörð yfir fjöll og ofan í dali, þá á að taka upp HF fjarskiptin (gamla Gufunesradíóið) , eins og við höfum nokkrir bent ítrekað á. Þar Þarf þó að hafa í huga að notkun á HF er gerólík notkun á Tetra og mun óþjálli.
Fullyrðingar um að útbreiðlsa væri ekki sú sama og á útbreiðslukortum 112 voru líka án rökstuðnings eða mælinga. Skoðun á því hvort útbreiðsla Tetra sé í raun sú sem vænst var þarf að fara fram á mun nákvæmari hátt en gert var þarna.
Það er líka algjör vitleysa að stilla upp Tetra og VHF sem jafngildum kostum á þann hátt sem gert var. Þetta eru gjörólík kerfi í eðli sínu og allri notkun.
Nóg í bili
Snorri
R16 og TF3IK
07.12.2007 at 11:04 #604966Ef rétt er að sendiafl umfram 3W sé óþarft, þá er handstöðin málið.
Það er nefnilega hægt að fá vöggu fyrir hana og tengja útiloftnet við. Þá er móttakan (og sending nema að aflið er minna) sú sama og með stærri stöð og loftneti.
Þá er bara að setja útiloftnet á skálana og þá er hægt að taka handstöðina með inn í skála og vera í góðu sambandi.
Snorri
R16 og TF3IK
04.12.2007 at 13:06 #605084Algjörlega sammála EIK.
Opinbera regluverkið virkar ekki til að fylgjast með því hvort einhver notar rásirnar okkar.
Fyrir utan það að reynst hefur óframkvæmanlegt að tryggja að söluaðilar setji rásir f4x4 eingöngu inn hjá félagsmönnum, þá getur verið beinlínis heppilegt að margir hafa þessar rásir inni af öryggisástæðum.
Ein besta leiðin til að tryggja að utanfélagsmenn séu ekki að nota rásir okkar er að taka upp almenna notkun á kallmerkjum og að félagsmenn spyrji aðila sem eru að tala á rásunum án auðkennis um kallmerki þeirra.
Í flestum opnum fjarskiptakerfum er kallmerkis krafist, t.d. á bátaVHFinu ganga strandstöðvarnar alltaf eftir kallmerki eða skráningarnúmeri báts.
Ef við getum ekki vanið okkur á að ganga sjálf skipulega og faglega um rásirnar okkar, þá munu aðrir ekki bera mikla virðingu fyrir umgengni þar.
Snorri
R16 og TF3IK
28.11.2007 at 09:17 #604400Gott að ég var að misskilja þetta með loftnetið Einar.
Það væri nú munur ef alvöru HF loftnet væri til staðar í fjallaskálum, þá væri hægt að koma sér í samband á einfaldan hátt með því að taka HF stöðina með inn í skála. Reyndar myndi góð flaggstöng nálægt skálanum leysa málið fyrir vel útbúna fjarskiptamenn.
Svo fréttist sífellt oftar af mönnum sem draga á eftir sér ca 20 metra vír og tala um allt land á 3.633 Mhz (1/4 bylgjuvír)
Auðvitað væri frábært ef sett væru upp góð TETRA loftnet líka og vagga fyrir Tetra handstöðina, í það minnsta þar sem Tetra samband er til staðar. Þá gætu menn kippt inn handstöðinni og verið í góðu sambandi við umheiminn. Ekki veitir af á þessum síðustu tímum þegar fjöldi manns fylgist með heima í sófunum, tifandi af áhuga á að leggja í björgunarleiðandur ef ekki berast stöðugt fréttir af því að allt sé í stakasta lagi. Sem er í sjálfu sér hið besta mál, EF fjarskiptin eru i lagi.
Einar, þú þarft hins vegar að útskýra betur og meira yfirvegað þetta með rásirnar í litlu VHF stöðvunum, ég er ekki alveg að skilja hvað þú ert að fara.
Snorri
R16 og TF3IK
27.11.2007 at 22:35 #604736Ég hef heyrt miðað við 30 cm radíus út frá loftneti til að það kallist gott jarðplan. Stærri flötur hjálpi ekki og þess vegna sé jafngott að setja tvö loftnet á hornin aftast ef þau eru höfð 30 inná þakinu eins og að setja eitt á miðjuna.
Ef jarðplan er minna í einhverja átt þá degur það úr drægni loftnetsins í þá átt sem jarðplan er minna en skemmir ekki fyrir drægni í þáátt sem jarðplan er stærra. T.d. ef loftnet er staðsett 10 sm frá brúnum aftast á toppi vinstra megin, þá dregur það betur á framávið og til hægri eldur en afturfyrir og til vinstri.
Oft þarf að beita málamiðlun til að koma öllum loftnetum fyrir og þá getur verið gott að vita þetta og snúa bílnum rétt til að ná sem best, t.d. í endurvarpa.
Annars er mjög margt að athuga með VHF loftnet og frágang þeirra.
1/4 loftnet mun vera mjög gott ef jarðplan er gott, eiginleikar 5/8 lotftnet bæta upp að hluta gallann við að staðetja það á frambretti, bátaloftnetin eru óháð jarðplani og þannig má lengi telja.
Í öllum tilvikum skiptir jarðbinding miklu máli,bæði við stöð og loftnet (nema bátaloftnet).
Ég hef tekið eftir því að eftir því sem fleiri félagar okkar hafa skellt sér í Radíómaatörinn, þá hefur þekking á þessu sviði aukist verulega. Svo virðist þó að þekkingin sé dreifð á milli manna, er ekki kominn tími til að áhugasamir og fróðir um VHF loftnet komi saman og beri saman bækur sínar ?
Snorri
R16 og TF3Ik
27.11.2007 at 22:13 #604688Hvet alla sem hafa tök á að skella sér í "amatörinn".
Sérstaklega Benna sem lifir góðu framhaldslífi, HF loftnet er einmitt það sem hann vantar á toppinn og það verður frábært að fá svona aktífa ferðamenn "í loftið" á 3,633 Mhz.
Námskeiðið kostar sama sem ekki neitt í samanburði við það sem það gefur, 10.000 kr.fyrir 14 kvöld og próf. Enda er öll kennsla unnin á sjálfboðavinnu af mjög fróðum og færum kennurum.
Námskeiðið er mjög viðráðanlegt fyrir alla sem hafa einhverja grunnþekkingu í rafmagnsfræðum, þeir sem ekki hafa grunnþekkinguna þurfa aðeins meiri heimavinnu en flestallir hafa þetta þó í gegn.
Námskeiðið hefur þann kost að hægt er að reyna aftur og aftur þangað til réttindunum er náð.
Hvers vegna skipta þessi réttindi svona miklu máli fyrir "alvöru" jeppaferðamenn?
Jú við búum í strjálbýlu landi sem erfitt eða útilokað er að dekka að fullu með hefðbundum farsímakerfum, Tetra eða VHF kerfum. HF fjarskipti henta vel til að stoppa í götin og spara sér þannig hrikalegt mánaðargjald á Iridium gerfihnattasíma (tæpar 3.000 á mánuði) sem hefur hingað til verið eina leiðin til að vera alltaf í sambandi.
Besta leiðin fyrir jeppaferðamenn til að koma sér upp HF fjarskiptum ágóðu verði og með góðri hlustun er að gerast radíoamatörar.
Síðastliðið vor tóku tæplega 30 manns þessi réttindi, flestir félagsmenn í f4x4.
Snorri Ingimarsson
R16 og TF3IK
25.11.2007 at 16:29 #604264Stytting við gerð hraðbrauta yfir hálendið er í raun mun minni en fylgendur þeirra viilja halda fram. Styttingin er í raun aðallega fyrir þá sem þurfa að fara á milli Árnessýslu og Mið-Norðurlands.
Þessi stytting þýðir að flutningabíll með til dæmis pallaefni frá Reykjavík er kominn um 15 mínútum fyrr til Akureyrar. Er Kili fórnandi fyrir það?
Tal um mengun er að mínu mati algjör hræsni. Ef menn vilja í rauninni draga úr mengun, þá ætti að taka upp strandsiglingar á ný. Pallaefnið (og flestar aðrar vörutegundir) mega vel við því að vera viku á leiðinni norður.
Mér finnst mun nær að endurbæta hringveginn og fækka þar slysagildrum áður en hugað er að hálendishraðbrautum. Víða má líka stytta hringveginn talsvert.
Þessi þráhyggja þeirra sem ganga um með dollaramerki augunum og sjá viðskiptatækifæri í uppbyggðum Kjalvegi með gjaldtöku er með ólíkindum. Og nú reyna þeir að beita leiðitömum þingmönnum fyrir sig. Það er út í hött að láta slíka dollarariddara ráðskast með ákvarðanir þjóðarinnar um hvort byggja eigi uppbyggðan veg yfir Kjöl.
Auðvitað á ríkið að gera vegarbætur á Kjalvegi ef einhver gerir það. Einkaframkvæmd á aðeins við ef okkur vantar fjármagn til að fjármagna verkefnið. Það á varla við eins og staða ríkissjóðs er nú. Víða er verið að fresta þjóðfélagslega arðbærum framkvæmdum til að draga úr þenslu (tvöföldun vega á Selfoss og í Borgarnes). Einkaframkvæmdir eru líka þensluaukandi.
Reyndar virðist vera hægt að greina tvenns konar tón í andstöðu við hraðbraut fyrir futningabíla yfir Kjöl, annars vegar er andstaða við láglendisvæðingu og hins vegar óbeit á tilhugsuninni um að þetta sé gert í einkaframkvæmd með gjaldtöku.
Margt er hægt að telja til fleira sem mælir á móti hraðbraut fltuningabíla yfir Kjöl, það verður að bíða betri tíma.
Snorri Ingimarsson
25.11.2007 at 15:37 #604366Já, ég er svo heppinn að sumarhúsið er með þráðlausu Interneti.
Fáir vita að það er ekkolinkur frá Bláfjöllum á endurvarpann á Strút. Prófið að fara út í bíl ( í Reykjavik með sjónlínu á Bláfjöll) og kalla á rás 42. Aldrei að vita nema einhver á fjallabakssvæðinu svari.
Svo er nýji endurvarpinn á Hlöðufellinu alveg frábær þar sem næst í hann víða í Reykjavík (austanverðri), er hann ekki á rás 58? (hvet alla til að fara og láta forrit þessa rás inn).
Er ekki kominn tími til að fá sér gott VHF lofnet á þakið heima og hafa VHF stöð opna við sófann eða í skúrnum ? Með þessum græjum á nú að vera hægt að vera í beinu sambandi við svæðið kringum Hlöðufell og norður eftir Langjökli. Einnig við endurvarpann á Strút.
VHF virkar vel þegar samband næst, það er bara ekki allstaðar. "VHF er málið :)" segir Hlynur, það á víða við, t.d. þegar menn eru í sjónlinu við endurvarpa sem er í lagi. Víða eru því stór svæði þar sem VHF er ónothæft sem öryggistæki.
GSM virkar mjög vel þar sem það næst, það er bara ekki mjög víða á landsvísu.
NMT virkar vel þar sem það næst, það er bara ekki víða.
Tetra virkar vel þar sem það næst, það er víða og fer batnandi en er bara ekki allsstaðar.
HF getur stoppað í götin sem þessi kerfi skilja eftir sig. HF er ekki eins auðvelt í notkun og áðurnefnd kerfi og ekki er fyrir alla að nota það, en með því má ná sambandi allstaðaðar á landinu!!
Snorri
TF3IK
25.11.2007 at 14:55 #604360Dagur meinar væntanlega 3,633 Mhz en ekki 6,633 Mhz (ca 80Metra bylgjulengd).
Þarna fór forgörðum gott tækifæri til að láta HF fjarskiptin rokka. Í rauninni á ekki að þurfa að setja upp loftnet fyrir þessar tíðnir, auðvelt er að koma sér upp stöng og tjúnboxi sem gera þetta sjálfvirkt. Ef Einar (TF3EK) hefði verið búinn að þá hefði samskiptaleysinu verið reddað. Ég er með svona græju og hef verið að hlusta á Rússa og Hollendinga á kvöldin, auk þess að tala við Radíóamatöara um allt Ísland.
Annars er fróðlegt að sjá menn reyna fyrir sér á 160 metrunum, erfiðara er að vera með fast loftnet á bílunum fyrir þessa tíðni, helst þarf að reisa rápstöng eða draga vír á eftir bílnum, kostar alltaf einhverjar tilfæringar. Reynsaln mun svo mleiða í ljós hvort 160 metrarnir eða 80 metrarnir henta betur til fjalla á Íslandi. (tilfróðleiks ma geta þess að gömlu góðu Gufunesstövarnar eru á um 106 metra bylgjulengd)
Snorri
TF3IK, skrifar úr rigningunni í sumarhúsi í Hollandi.
15.10.2007 at 09:50 #598598Við skulum fara varlega í að draga ályktanir útaf þessu máli. Þó að einhver sé rekinn í Danmörku vegna Tetra, þá hefur það ekkert að gera með rekstur Tetra á Íslandi.
Ég hljóp í gegnum greinina og sá ekki vel hvað það nákvæmlega er sem á að vera að Tetra kerfinu. Svo virðist sem að í tvígang hafi orðið dauðsfall vegna þess að ekki náðist samband í gegnum kerfið þegar þörf var á í útkalli sjúkraflutningamanna. Fjölmargt getur valdið því, bæði tæknileg atriði og mannleg mistök, ég sá ekkert í fljótu bragði sem benti til þess að það væri -eiginleikum Tetra- að kenna. Án meiri upplýsinga höfum við ekkert í höndunum til að draga ályktanir útfrá þessu um gæði Tetra á Íslandi.
Snorri
R16 og TF3IK
04.10.2007 at 00:43 #598496Samkvæmt útbreiðslukortum frá Neyðarlínunni er útbreiðslan meiri en NMT (sem verður auk þess slökkt á í lok næstar árs).
Ég bendi á að Tetra handstöðin þarf að vera tengd bílloftneti til að fá þessa útbreiðslu. Einnig er hægt að fá 10 watta bílastöðvar fyrir Tetra. Ekki er sanngjarnt að bera saman NMT bílstöð og Tetra handstöð í þessu tilliti.
Við munum þó vafalítið fá fréttir af því á næstu vikum hvort útbreiðsla Tretra sé í samræmi við þau útbreiðslukort sem sýnd hafa verið.
Snorri.
R16 og TF3IK
04.10.2007 at 00:04 #598492Tetra er einfaldlega það fjarskiptakerfi sem kemst næst því að vera landsdekkandi í dag (fyrir utan Iridium sem kostar um 3.000 kr á mánuði og um 100 kr. mínútan).
Uppbygging kerfisins stendur enn yfir og því ekki rétt að dæma það eftir núverandi sambandi á einstökum stöðum nema kynna sér fyrst hvort sendir sé væntanlegur á næstunni á viðkomandi svæði.
Fyrir okkur ferðamenn er mikilvægast að geta náð sambandi við byggð hvar sem við erum staddir, annað hvort til að láta vita af okkur og um ferðaáætlun okkar eða í neyð. Þar hefur Tetra einfaldlega vinninginn í dag og ekki fyrirséð að símafyrirtækin muni komast nálægt þeirri útbreiðslu sem Tetra hefur nú þegar í náinni framtíð.
Svo má deila um notagildi einstakra eiginleika í Tetra kerfinu, svosem ferilvöktunar og fleira. Einnig má deila um mikilvægi þess að geta blaðrað í símann á ferðalögum. Stóra málið fyrir okkur er hins vegar útbreiðsla kerfisins og möguleikar okkar á að ná sambandi við umheiminn sem víðast á landinu.
Ég fagna því að félagar í f4x4 fái aðgang að þessu fjarskiptakerfi og hvet sem flesta til að nýta sér það til að auka öryggi okkar allra á fjöllum.
Minn fjarskiptabúnaður er nú þessi:
GSM – nota það þegar samband næst
NMT – nota það utan GSM og þegar NMT samband næst
Tetra – fyrir neyðarfjarskipti þegar hvorki GSM eða NMT dugar
VHF – fyrir samskipti á milli bíla og reyni að ná með því til umheimsins þegar hvorki GSM,NMT eða Tetra dugar
HF – reyni að nota það þegar allt annað bregst en því miður er ekki örugg hlustun.Ætli ég geti ekki farið að losa mig við Iridium símann núna og spara 3.000 kr. á mánuði ……
Snorri
R16 og TF3IK
-
AuthorReplies