Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.05.2008 at 16:28 #622056
Hvaða væll er þetta?
Ég var að koma af sýningunni sem er hin veglegasta og vel þess virði að skoða.
F4x4 er með flottan bás sem umhverfisnefnd sér um.
Snorri
R16
24.04.2008 at 23:19 #621456Fyrstu árin eftir þetta var ekki mikið um notkun á aukamillikössum. Þá komu radíaldekkin og þróunin varð meira í þá átt að nota 33" og 35" dekk undir léttar Toyotur. Það var ekki fyrr en farið var að nota 44" Dick Cepek dekkin ca 1989/1990 sem menn fóru að hugsa um aukamillikassa aftur, það var þó aðallega undir þyngri jeppum í byrjun.
Þá smíðaði Guðni Ingimarsson (R15) Chevrolet S10 pickupinn. Hann notaði 4,3 V6 Chevy, 4 gíra skiptingu, Toyota millikassa, Toyota aukamillikassa og 44" DickCepek. Þetta var algjör tímamótabíll sem setti nýja standarda í drifgetu, sértaklega vegna þess að þetta var langur og léttur bíll, á 44" Cepek og með aukamillikassa. Þá hélt hann fræga "grill"veislu í hlíðum Skjaldbreiðar. Stuttu síðar setti Guðni 350 Chevy vél í húddið og þannig er þessi bíll enn með fremstu jeppum á á fjöllum, 18 árum síðar.
Stuttu síðar (1990/1991 ?) settu Hjalti Magnússon og Jónas G. Jónasson sömu hönnun (4,3 Chevy, 4 gíra skiptingu, Toyota aukamillikassa og Toyota millikassa) í lengdu DoubleCabana sína.
Þessir 3 bílar opnuðu loks augu manna af alvöru fyrir aukamillikössunum í léttum jeppum.
Eftir það hóf Smári í Skerpingu framleiðslu á aukamillikössum í Toyotur. Síðar kom Marlincrawler á markað með eftirlíkingu í USA.
Við munum ekki hvort Þorgrímur St. Árnason í Keflavík, Ö250, var kominn með Econolinerinn á 44" Cepek og með aukmillikassa áður en Guðni smíðaði S10 pickupinn en það var um sviðpað leyti. Stuttu síðar 1992/1993 smíðaði Benedikt Eyjólfsson (Bílabúð Benna) Econoline á 44" Cepek með tveimur aukamillikössum.
Nú er aukmillikassi talinn nauðsyn í jeppum á 44" og stærra og ég myndi ekki kalla jeppa 44" fullbreyttan nema hann sé með aukamillikassa.
Snorri
R16
24.04.2008 at 22:48 #621454Aukamillikassinn er eiginlega framhald af trukkakössunum svokölluðu sem voru mikið settir í jeppa, t.d. Blaser rétt fyrir 1980. Þá voru mikið settar vörubíladieselvélar í stóru bensínhákajeppana, gjarnan 6 cyl Bedford, og þá var vörubílagírkassinn yfirleitt látinn fylgja með. Í sumum tilvikum var hann til staðar í beinskiptu Blaserjeppunum. Þessir kassar voru með mjög lágan 1. gír, ca 7:1. Þeir voru 4 gíra og menn geta þá ímyndað sér hvernig var að keyra bílana í 2 til 4 gír (mjög langt á milli gíra). Þessi lága gírun í 1. gír kom mönnum á bragðið að láta jeppana "skríða". Í framhaldi af því voru nokkrir sem létu smíða þessa klettþungu og stóru gírkassa í Bronco jeppa til að fá þessa lágu gírun í 1. gír.
Guðni Ingimarsson (R-15) setti um þetta leyti 455 Cid Buick í CJ5 jeppann sinn. Hann valdi Trader vörubílakassa með þessu til að fá lága 1. gírinn. Með svona torkmikla vél í léttum jeppa skipti langt bil á milli gíra ekki miklu máli. En Trader kassinn var klettþungur og erfitt að skipta honum. Þá datt Guðna í hug að nota venjulega 4 gíra gírkassa en setja aukamillikassa í staðinn.
Kristján Guðlaugsson (R-82) var þá á Willys árg ca ’47, með 350 cid Chevy, 2 gíra Powerglide skiptingu og Dana 18 millikassa. Þessi jeppi, sem var oft kallaður "Terrible Green", var á 40" Mudder.
Guðni fékk Stjána til að prófa að setja lágadrifshlutann af BorgWarner quadratrack kassa aftan á Dana 18 millikassan hjá sér. Warn framleiddi overdrive sem var fest á sama hátt og þeir félagar kölluðu þetta "Lowerdrive". Lágadrifið var með plánetugír og hentaði vel til smíðarinnar.
Okkur minnir að þetta hafi verið veturinn 1982-1983 og við teljum að þetta sé fyrsta dæmi um tvöfalt lágadrif í jeppa.
Stuttu síðar minnir okkur að Hafsteinn skafrenningur hafi smíðað fyrsta aukamillikassann uppúr NP203 millikassa.
Snorri Ingimarsson
R-16
18.04.2008 at 10:03 #620562Segir þetta ekki meira um frágang leiðslunar af hálfu OV ?
Ég er ekki að réttlæta ökumanninn sem fer af vettvangi án þess að tilkynna tjónið, hann hefði betur gert það. Athugið þó að ég sá ekkert sem benti til þess að þetta hefði verið jeppi, hvað þá breyttur jeppi.
Fréttin fannst mér hins vegar einhliða.
Það er til umhugsunar að leggja svo "veikt" rör við hliðina á vegi, bæði vegna slysahættu og svo er mikil áhætta fólgin fyrir borgarbúa að missa heita vatnið ef gat kemur á rörið við óhapp. Hvert er rekstraröryggi OV á hitaveitunni sinni gagnvart neytendum?
Þetta gerist á vinsælu útvistarsvæði, ætti OV ekki að ganga betur frá leiðslum sínum frekar en að amast við umferð. OV er búin að "leggja undir sig" mestalla Hellisheiðina með sambærilegum rörum. Er ekki réttara að skylda þá til að gera rörin sín umferðarþolin vegna slysahættu og gera þá skaðabótaskylda á ökutækjum sum kunna að verða fyrir tjóni af völdum ómerktara röra undir snjó frekar en að leyfa þeim að banna alla um ferð ökutækja um svæðið á snjó eins og ég frétti að væri gert nú á Hellisheiðinni.
Snorri
R16
16.04.2008 at 13:45 #620446Á stórum svæðum á hálendinu eru gerfihnattasímar einu fjarskiptatækin sem hægt er treysta á til að ná ávallt sambandi við byggð í neyð. Dæmi um slík svæði eru á Kili (t.d. svæðið í kringum Kerlingarfjöll), austanverður Vatnajökull og stór svæði á Fjallabaki. Ég á t.d. Iridium síma eingöngu til að nota í neyð á slíkum svæðum, sama gildir um fleiri. Þess vegna skilgreini ég Iridium síma hiklaust sem neyðarfjarskiptatæki og mín not eru eingöngu til að auka öryggi mitt og minna á fjöllum.
Snorri
R16
16.04.2008 at 10:04 #620442Við þetta má bæta að Síminn hefur hækkað mánaðargjald fyrir Iridium um 70% frá 31. september 2005 til 15. apríl 2008, eða úr 1.930 í 3.300.
Á sama tíma hefur gengi dollars hækkað um 20%. Hækkanir umfram gengishækkanir eru því 50%.
Það einfaldlega stenst ekki hjá Símanum að þetta sé allt vegna erlendra hækkana, en það er sú skýring sem þeir hafa þráfaldlega reynt að bera á borð fyrir mig og samt neitað að leggja fram forsendur fyrir því.
Snorri
R16
14.04.2008 at 18:03 #202308Síminn hækkaði núna mánaðargjald á Iridium gerfihnattasíma úr 2.800 í 3.300 kr. á mánuði.
Þarna er verið að hækka mánaðargjald af öryggistæki sem margir nota í fjallaferðum vegna þess að önnur símakerfi eru svo ófullkomin á hálendinu. Ég hef til dæmis þurft að nota Iridium símann á fjölförnum ferðamannastað eins og Kerlingarfjöllum í vetur vegna þess að NMT kerfi Símans hefur dalað svo mikið þar.
Mánaðargjald á Iridium síma var kr. 1.930 í september 2005 og hafði hækkað langt umfram gengishækkanir í kr. 2.800 á mánuði fyrir þessa hækkun núna. Þegar leitað var skýringa báru þeir við verðhækkunum erlendis en neituðu að leggja fram gögn um það. Skoðanir mínar á netinu bentu einungis til óverulegrar hækkunar erlendis.
Það er ömurlegt að sjá að Síminn skuli nú rjúka til og hækka þetta gjald enn frekar um leið og gengið fer að hreyfast og stuðla þannig að aukinni verðbólgu með græðgiskenndri verðhækkun á öryggisbúnaði.
Réttara væri fyrir þá að sjá til hvort gengislækkunin gangi til baka áður en þeir hækkuðu, fjöldi Iridium notenda getur ekki verið slíkur að þetta skipti miklu fyrir þá.
Á sama tíma eyðir Síminn tugum milljóna í hallærislegar ímyndarauglýsingar sem eiga ekkert skylt við vörur sem þeir selja, sbr MercedesClub auglýsinguna.
Hækkunin var sett inn orðalaust án tilkynningar, sjá þó hér: Talsmaður neytenda
Var ekki einhver búinn að finna fyrirframgreidda Iridium áskrift á góðu verði erlendis ?
Snorri
R16
14.04.2008 at 14:38 #619812Stefanía hefur misskilið mig eitthvað. Þegar ég talaði á febrúarfundinum hafði ég ekkert samkomulag í huga um að stjórn væri hlíft við árásum gegn því að segja af sér. Ég hafði ekkert pælt í stöðu manna eða hvað er eftir af kjörtímabili þeirra. Þegar ég sagði ný stjórn, þá hafði ég alveg eins í huga einhverja úr núverandi stjórn, eða einhvern þeirra sem sagt hafði af sér.
Núverandi stjórnamenn (bæði þeir sem hafa sagt af sér og þeir sem eftir eru) hafa starfað ötullega og verið duglegir fyrir f4x4. Það ber okkur að virða. Hins vegar skil ég vel að stjórnarmenn þreytist á eilífum innanhússátökum og skil vel ef einhverjir sem ekki hafa lokið kjörtíma sínum segi af sér.
Mitt meginmál á febrúarfundinum var það að við skyldum hætta að eyða orkunni hvert á annað, horfa samhent og bjarsýn framávið og takast á við brýnustu hagsmunamál okkar. Orðalag Stefaníu með samlíkingu við brunamál er ekki í þeim anda sem ég tel eiga við nú.
Okkar mesta áhyggjuefni nú tel ég vera ferlamálin og ferðafrelsið. Önnur mál eru í góðum gír, jeppabreytingarnar hafa fest sig betur sessi en nokkru sinni, ímyndarmál jeppamanna eru jákvæð, nægur snjór er á fjöllum, 3 ný fjarskiptakerfi á hálendinu, komin eru stærri dekk en áður sem bara virka og Patrolarnir eru enn að koma á óvart……………
Hvað getur þetta orðið betra ?
Verum jákvæð og stöndum saman.
Snorri Ingimarsson
R16
08.04.2008 at 11:41 #619758Staða hjá Fjarskiptanefnd er þannig:
Kjartan Gunnsteinsson, kosinn í fyrra til tveggja ára.
Hlynur Snæland Lárusson, lýkur kjörtíma nú.
Sigmundur Sæmundsson, lýkur kjörtíma nú.
Jóhannes Jónsson, lýkur kjörtíma nú.
Snorri Ingimarsson, kosinn í fyrra til tveggja ára.Kjartan sagði af sér á tímabilinu af persónulegum ástæðum. Hann var kosinn til tveggja ára og okkur vantar einn í hans stað. Kjartan hefur starfað ötullega í fjarskiptanefnd síðan 2001 (vona að ég fari rétt með) og ég vil nota tækifærið og þakka honum fyrir frábært starf í nefndinni.
Þrír nefndarmenn, Hlynur Snæland Lárusson, Sigmundur Sæmundsson og Jóhannes Jónsson hafa lokið kjörtíma sínum en gefa allir kost á sér áfram.
Undirritaður á eitt ár eftir af kjörtíma.
Fjögur sæti eru því laus í fjarskiptanefnd en traust framboð eru komin í 3 sæti.
Við erum að svipast um eftir góðum aðila með þekkingu á fjarskiptamálum til að bjóða sig fram. Ég bendi á að fjarskiptanefnd er samhentur hópur og starfið hefur verið mjög skemmtilegt. Fyrir tækniþyrsta er starf í fjarskiptanefnd líka mjög fræðandi.
Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við einhvern okkar og fengið allar upplýsingar um það hvað felst í störfum nefndarinnar.
Snorri Ingimarsson
04.04.2008 at 09:20 #619236fæst nú hjá Aukaraf [url=http://www.aukaraf.is/:1sb9uswo][b:1sb9uswo]sjá link[/b:1sb9uswo][/url:1sb9uswo] og kostar 29.900.
Árgjald skilst mér að sé um 100 USD á ári og fyrir það má senda ótakmarkaðan fjölda af OK tölvupóstum með staðsetningu, hjálparbeiði með staðsetningu eða senda staðsetningarpuntka sem skoða má á Google Earth.
Annars geta þeir hjá Aukaraf gefið betri upplýsingar um þetta.
Snorri
31.03.2008 at 20:15 #602774Hér myndin sem félagar okkar, Örn Ingvi Jónsson og Atli Karl Ingimarsson, tóku á toppi Hlöðufells um helgina eftir að hafa másað sig upp fjallið ásamt tveimur öðrum (sem ég kann ekki að nafngreina) með ísaxir í höndum og ísbrodda á fótum.
Undir ísnum er endurvarpi björgunarsveitanna og enn neðar er endurvarpinn okkar. Ekki furða að lítið líf sé í honum núna.
[img:179ajaij]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/139/50113.jpg[/img:179ajaij]
Snorri.
10.03.2008 at 23:47 #616478Hvað sagði aftur refurinn sem náði ekki í berin:
– þau eru súr-Snorri
R16
09.03.2008 at 13:36 #617096Réttmæt ábending hjá þér. Reyndar er EIK búinn að svara og og við erum greinilega mikið til sammála um að umræðu er þörf um sjálfstæði félagsins gagnvart stórum styrktaraðilum. Meira um það síðar.
Gummij bendir réttilega á að jafnræði þarf að gæta á milli aðila varðandi möguleika um kynningar og auglýsingar hér á spjallþráðum. Nokkuð sem ég er viss um að vefnefnd veltir fyrir sér.
Umræðan um notkun á opnum vefjum er í gangi víða í þjóðfélaginu, leikregur og hefðir eru í mótun. Nýfallnir dómar um meiðyrði munu vonandi hafa jákvæð áhrif á vefmenningu hér eins og víðar, ekki veitir af. Menn vaða hér uppi með gífuryrði, oftar en ekki á bakvið dulnefni, mokkuð sem mér þykir mikil þörf á að breyta.
Snorri.
09.03.2008 at 11:59 #617082er þetta útí happdrættið.
Athugasemdir um styrktsraðila eru gjóðra gjalda verðar en eiga að mínu mati frekar við þegar stærri upphæðir eru í spilinu en sú umræða ætti að fara fram á öðrum þræði en þessum. Löng hefð er fyrir því í f4x4 að ýmsir aðila gefi smávinningia í happdrætti félagsins á árshátíðum.
Einnig finnst mér frekar leiðinlegt þegar svona athugasemdir eru sett fram gegn því fyrirtæki sem gefur vinninga í þessu tilviki. Ef eitthvert fyrirtæki er samofið 25 ára sögu f4x4 á jákvæðan hátt, þá er það Bílabúð Benna.
Benni er sjálfur félagi í f4x4 og öflugur jeppaferðamaður, þó að lítið hafi borið á honum á fjöllum hin síðari ár. Margir starfsmenn Bílabúðar Benna í gegnum tíðina hafa einnig verið öflugir félagsmenn í f4x4 og eru enn.
Bílabúð Benna er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa staðið við bakið á F4x4 alla tíð og man ég ekki til að borið hafi skugga á samstarfið.
Snorri Ingimarsson
R16
08.03.2008 at 11:56 #616980Eftirfarandi texti er líka úr bréfi sem var skrifað stuttu síðar, þessi texti fylgdi greininn en var ekki birtur.
ATH þessi texti er skrifaður árið 1983 eða 1984 og er birtur til að varpa ljósi á tíðarandann þá og þau viðfangsefni og pælignar sem voru í málaflokknum á þeim tíma.
Texti byrjar******************************
Ferðaklúbburinn 4×4
Hugmyndir að lausn dekkjamálsinsTil þessa hefur bifreiðaeftirlit ríkisins veigrað sér við að leyfa stærri dekk, talið það ábyrgðarhluta að leyfa þessa hluti sem ef til vill gætu verið hættulegir.
Reynslan hefur sýnt að þessi dekk geta auðveldað mikið samgöngur að vetri til í okkar torfæra landi og sparað mikið fé, auk þess sem þau auka mikið öryggi. Einnig hefur reynslan sýnt að þessi dekk valda ekki of miklu álagi á burðarhluti torfærubíla.
Sífellt fleiri hafa uppgötvað þessa nýju samgöngutækni á vetrum, og meðal þeirra sem nú nota hana eru áhugamenn um jeppaferðir, bændur,
björgunarsveitir, lögregla úti á landi og ýmis opinber fyrirtæki (svo sem RARIK o.fl.).Það er ekki minni ábyrgðarhluti fyrir bifreiðaeftirlit Ríkisins að standa í vegi fyrir tækniframförum sem þegar hafa sýnt stórkostlegt
notagildi hér á landi. Um leið er það ábyrgðarhluti að standa í vegi fyrir því að þennan útbúnað sé mögulegt að nota á löglegan hátt. Það er því ljóst að finna þarf nothæfa lausn á þessum málum sem fyrst. Við mótun á slíkri lausn þarf að taka tillit til þess að hvorki er til fjármagn hjá hinu opinbera né notendum þessara hluta til að gera nákvæma úttekt á hvernig best muni að taka á þessum málum, hvað eigi að leyfa og undir hvaða skilyrðum. Hins vegar teljum við að hægt sé að byggja mikið á þeirri reynslu sem einkaaðilar hafa aflað með prófunum og notkun stórra dekkja. Við teljum að ákveðin hefð hafi skapast um breytingar og nokkuð ljóst sé orðið hvaða atriði skipta mestu máli í breytingum, bæði hvað varðar styrk, endingu og aksturshæfni. Út frá því sé hægt að setja upp
nokkuð skýran ramma utan um þær breytingar sem þegar hafa sýnt ágæti sitt. Þessi atriði hafa mikið verið rædd meðal þeirra sem mest hafa rófað þennan búnað og hafa menn alltaf komist að þeirri niðurstöðu að erfiðasti og í raun eini erfiði punkturinn er að setja upp reglur um breytingar og hvernig tryggt sé að þær séu unnar á fullnægjandi hátt.Öllum er ljóst að mikið vandræðaástand hefur skapast með því að menn mega ekki mæta með bíla sína í skoðun á þeim dekkjum sem notuð eru. ekki er gengið nægilega vel frá aurhlífum og hemlabúnaður reynist í sumum tilfellum ekki nógu
öflugur á stærstu dekkjum, bíllin er aðeins skoðaður á minni dekkjum og í skoðun reynir því ekki á þessi atriði. Vissulega eru margir sem hafa þetta í lagi, en það er skoðun okkar að skoðun bíla
hjá Bifreiðaeftirliti Ríkisins sé nauðsynleg til að tryggja að allir hafi bíla sína í lagi. Í framhaldi
af þessu teljum við að þessi mál muni komast í gott horf sé öllum gert skylt að láta skoða bíla sína á stærstu dekkjum sem notuð eru. Einnig muni það virka hvetjandi á menn að vanda vel til breytinga þannig að svonefndar bráðabirgðalausnir og felureddingar þekkist ekki.Ferðaklúbburinn 4×4
Tillögur að reglum um gerð og búnað ökutækjaHeimilt er að skrá torfærubifreið á fleiri en eina gerð hjólbarða.
Sækja skal um skráningu á dekk á einverju
stærðarbili sem tilgreint er í umsókn. Dekk til
notkunar að staðaldri og torfærudekk.Ef breytinga er þörf á bílnum til þess að koma dekkjunum undir, skal fylgja skrifleg skýrsla um allar breytingar sem hafa verið framkvæmdar og þær skýrðar (ljósmyndir eða teikningar).
Þegar leyfi er veitt fyrir breytingum skal settur miði í augsýn ökumanns, þar sem stendur að hann aki breyttum bíl og honum bent á að kynna sér þær breytingar með tilliti til hvernig þær geti haft áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar.
Bíllinn skal skoðaður á stærstu dekkjum sem hann er leyfður á, þótt hann sé ekki notaður á þeim að staðaldri.
Við umfjöllun um breytingar skal fyrst og fremst athugað hvort eftirtalin atriði séu í lagi.
– Millibilsstangir, togstangir, stýrisarmar og stýrisliðir séu ekki soðnir saman sé mögulegt að komast hjá því. Ef nauðsynlegt er að sjóða þessa hluti saman, skal fylgja styrkleikavottorð frá ðntæknistofnun ríkisins.
– Upphækkun sé eins lítil og hægt er að komast af með vegna dekkjanna.
– Bretti og aurhlífar nái út fyrir gripflöt hjólbarða sem ekið er á að staðaldri og hylji minnst 7/8 hluta bana stærstu dekka sem leyfð eru undir bílnum.
– Bíllinn prófaður og athugað hvort hemlar vinni ægilega vel með stærstu dekkjum sem notuð eru undir bílnum.
– Heimilt er að veita undanþágu frá ljósahæð allt að 15 cm.Skráð skal í skoðunarvottorð að bíllinn sé breyttur. Greinargerð um bílinn skal hafa með í skoðun og kal hún framfærð ef breytingar hafa átt sér stað frá fyrri skoðun.
Ferðaklúbburinn 4×4 vill einnig benda á eftirfarandi atriði.
Síðustu áratugi hefur það viðgengist hér á landi að smíðaðar hafa verið yfirbyggingar á bíla. Þær hafa oft á tíðum verið byggðar þannig að breidd og hæð yfirbygginga bílanna hefur verið aukin, án nokkurra annarra breytinga.
Litlir eða millistærð af bílum hafa verið lengdir og gerðir að fólks eða flutningabílum. (T.d. DODGE WEAPON bílar sem voru gerðir fyrir 1/2 tonns burð, Á þá voru sett hús sem rúmuðu allt að 20 manns auk farangurs.) Þyngd yfirbygginga hefur stundum farið yfir þau mörk sem bílnum er ætlað að bera í heild, og vantar þó farþega og farangur sem yfirbyggingin var ætluð fyrir. Flutningabílum og langferðabílum hefur verið breytt þannig að bætt hefur verið við hásingu og grind lengd, þannig að burðarmöguleikar bílsins hafa stóraukist, án breytinga á öðrum búnaði bílsins. (hemlabúnaði, fjaðrabúnaði o.fl.) Þarna er oft um að ræða bifreiðir sem notaðir eru til fólks og þungaflutninga,Þarna er um að ræða breytingar sem oft á tíðum breyta gífurlega aksturseiginleikum bílanna, og jafnvel gera þá hættulega. Þessir bílar þurfa ekki síður athugunar við og nákvæmrar lýsingar á breytingum, en títtnefndar torfærubifreiðir.
Við leggjum því til að fyrir hvern bíl sem breytt er í grundvallaratriðum, þurfi að leggja fram skýrslu yfir breytingar og lýsingar á breytingum (sjá framar), og að bifreiðin sé í samræmi við þá ýsingu, hvort sem um er að ræða fólksbifreið, torfærubifreið, sendibifreið, hópferðabifreið, flutningabifreið eða aðrar gerðir farartækja.
08.03.2008 at 11:52 #616978Grein um sögu dekkjanefndar er skemmd vegna þess að bréf frá 06.10.1983 er þannig uppsett að það er ólæsilegt. Hér er textinn fyrir þá sem hafa áhuga:
Reykjavík 06.10.1983
Til Bifreiðaeftirlits RíkisinsEitt af markmiðum Ferðaklúbbsins 4×4 er að stuðla að auknu öryggi vegna breytinga á búnaði 4×4 bíla. Þetta hyggjumst við gera með því að miðla upplýsingum til félaga um breytingar á bílum þeirra og einnig að reyna að auka tengsl áhugamanna um 4×4 bíla við bifreiðaeftirlitið.
Önnur ástæða fyrir stofnun 4×4, er sú þróun sem hefur átt sér stað í gerð og notkun hjólbarða undir 4×4 bílum. Undanfarin ár hafa komið á markaðinn dekk sem hafa valdið algerri byltingu hvað varðar búnað 4×4 bíla og notkunarmöguleika þeirra. Nokkurrar tortryggni hefur gætt hjá opinberum aðilum í garð þessara hjólbarða vegna þess að þau eru öllu stærri en menn hafa átt að venjast til þessa. Hingað til hafa menn ekki fengið skoðun á bíla sína búna slíkum dekkjum. Þetta hefur valdið því að menn koma í skoðun með lítil dekk undir bílum sínum en aka þess utan á stærri dekkjum. Nú er notkun stórra hjólbarða orðin svo almenn að eigendur 4×4 bíla hafa fullan hug á því að koma sínum málum í skipulegra horf gagnvart opinberum aðiljum.
Hér á eftir fer lýsing á þeim hjólbörðum sem vinsælastir hafa orðið meðal eigenda 4×4 bifreiða.
Monster Mudder 15/38.5-15 LT
Felgubreidd…: 10"
Munsturbreidd.: 10.8"
Hæð………..: 37.75"Þetta eru dekk sem einna mest reynsla er komin á. Þau komu fyrst 1978 og hefur þeim farið hraðfjölgandi síðan. Þau eru ótrúlega góð í snjó og drullu en hafa jafnframt reynst frábærlega vel í akstri á þjóðvegum, vegna mýktar sinnar og hæðar.
Armstrong 37X14.5-15LT
Felgubreidd…: 10"
Munsturbreidd.: 10.7"
Hæð………..: 37"Þessi dekk hafa sýnt góða eiginleika í snjó, og einnig hafa þau reynst sérstaklega vel við akstur á malarvegum. Munstur þeirra er þannig að þau slitna hægar en Monster dekkin og eru hljóðlátari. Þessi dekk eiga því miklum og síauknum vinsældum að fagna.
Monster Q78-15 LT
Felgubreidd…: 8"
Munsturbreidd.: 9"
Hæð………..: 35.50"Þessi dekk hafa verið mjög vinsæl. Þau hafa reynst mjög vel sem alhliða dekk, en reynast heldur lítil við mjög erfiðar aðstæður.
Fleiri dekkjagerðir og stærðir bæði stærri og minni eru notaðar undir 4×4 bíla, en ofangreind dekk eru þau sem við teljum algengust, og er komin mikil og góð reynsla á notkun þeirra. Einnig er farið að bera á stærri dekkjum, en þau eru óhemju dýr og eigendur þeirra nota þau ekki nema við erfiðustu aðstæður en nota einhver af framangreindum dekkjum við venjulegar aðstæður.
Við athugum nú nokkur atriði varðandi þessi dekk.
1. Þessi dekk eru ekki aðeins breið, heldur líka há, sem gefur þeim betri aksturseiginleika.
2. Þau eru mjög mjúk, sem gefur þeim, ásamt hæðinni mjög skemmtilega eiginleika á holóttum vegi, og við akstur inn á brýr. Við teljum að þessi dekk fylgi yfirborði vegar betur í holum en minni dekk, og einnig verða holurnar hlutfallslega minni gagnvart stórum dekkjum en litlum.
3. Ekki teljum við ástæðu til að óttast mikið hættur vegna stærðar þeirra við akstur í ám, því þau valda því aðeins að bíllinn hækkar frá jörð, og því fer bíllinn sjaldnast ofan í vatnið, auk þess sem hæð þeirra auðveldar mjög yfirferð á grýttum árfarvegum.
Þróun þessi í dekkjastærðum fór fyrst af stað upp úr 1973. Fyrir þann tíma var ekki hægt að láta jeppa fljóta í snjó nema í harðfenni. Þegar Lapplanderdekkin komu um 1975 var hægt að láta jeppa fljóta í aðeins lausari snjó. Með tilkomu Monster dekkjanna 1978 varð algjör bylting í flothæfni jeppa. Þau gerðu mönnum kleyft að komast áfram í tiltölulega mjúkum snjó. Þróunin virðist vera sú að með tilkomu enn stærri dekkja muni akstur í snjó ekki lengur verða vandamál. Sem betur fer hafa bestu torfærudekkin einnig reynst mjög vel í akstri á vegum.
.bp
Í ljósi framangreindra ábendinga og að fenginni reynslu teljum við að óhætt sé að veita mönnum heimild til að aka á löglegan hátt á þessum dekkjum.F.h. Ferðaklúbbsins 4×4
07.03.2008 at 09:13 #615872Stóri Bjór skrifar neikvæðan pistil hér um Kerlingarfjöll og móttökur þar. Við sem rekum ferðaþjónustuna í Kerlingarfjöllum [url=http://www.kerlingarfjoll.is:1365s51k][b:1365s51k]www.kerlingarfjoll.is[/b:1365s51k][/url:1365s51k] viljum gjarnan sjá sem flesta jeppaferðamenn og taka vel á móti þeim. Það er rétt að við höfðum samband við hann og fararstjórann sem hann vitnar til þar sem svona skrif skaða staðinn og við vildum vita nákvæmlega hvað gerðist þarna áður en við kæmum fram með athugasemdir okkar og/eða afsökunarbeiðni . Eftir ágætt spjall okkar þar sem við ræddum málin er ég undrandi á því að hann heldur skrifum sínum áfram í sama tón og áður.
Athugun okkar leiddi í ljós að nokkurrar ónákvæmni gætir í skrifum Stóra Bjórs. Því þarf að leiðrétta og útskýra nokkur atriði og sagan er svona frá okkar sjónarhóli:
Fararstjóri ferðarinnar hringdi efir hádegi á föstudegi í GSM síma staðarhaldara, sem þá var á leið inneftir (var sunnan við Bláfellið) til að sjá um landsmót vélsleðamanna, til að panta gistingu í Kerlingarfjöllum. Fararstjórinn fékk þau svör hjá staðarhaldara að þar yrði vélsleðamót um helgina og allt væri fullt. Ferðamönnum var því fullkunnugt um það áður en þeir lögðu af stað að þarna væri vélsleðamannamót og allt fullt, annað skrifaði Stóri Bjór.
Sá misskilningur virðist hafa komið upp í samtalinu að staðarhaldari taldi að hér væri um vélsleðamenn að ræða og það ekki marga en fararstjórinn taldi sig vera að panta fyrir jeppamenn, ca 8 -10 manns. Staðarhaldari lét þess getið að ef til vill væri hægt að koma þeim fyrir í skála sem stæði afsíðis og ekki væri almennt notaður. Athugið, staðarhaldari taldi að hér væru vélsleðamenn að hringja og leit ekki á þetta sem staðfesta pöntun en farastjóri jeppamannanna taldi hér með að hann væri kominn með pöntun fyrir 10 jeppamenn.
Fararstjóri jeppamanna reyndi ítrekað að hringja í báða NMT símana sem eru í skíðaskólanum. Því miður hefur NMT símasambandinu hrakað mjög í þessu ári og á síðasta sumri voru sífelld vandræði að ná sambandi. Í vetur hefur þetta verið þannig að ef NMT símarnir hafa sýnt samband (sem er ekki alltaf), þá hefur yfirleitt ekki náðst lína. Þennan dag var einhver nálægt símunum allan daginn, þeir sýndu samband, en aðeins eitt símtal náði inn. Fararstjóri jeppamanna hefur staðfest að hann fékk alltaf tilkynningu um að símanir væru utan þjónustusvæðis þegar hann reyndi að hringja. Þar er ekki við staðarhaldara að sakast. Á staðnum er líka VHF stöð með góðu loftneti sem við látum skanna allar VHF rásir sem við höfum. Fararstjóri jeppamanna hefur staðfest að hann reyndi ekki að kalla á VHF, enda var hópurinn með lokaða einkarás sem hann notaði á milli bíla. Þarna valda fjarskiptavandræði því að ekki næst að staðfesta pöntunina betur eða leiðrétta þann misskilning sem var uppi. Vonir standa til að með vorinu komi bæði Tetra samband og VodafoneGSM samband á svæðinu.
Yfir 120 sleðamenn mættu á mótið og staðarhaldari hafði í nógu að snúast ásamt aðstoðarfólki sínu, enda báru þau fram matarveislu fyrir allan hópinn á laugardagskvöldinu. Starfsfólkið skipti liði síðar um kvöldið, tveir vöktu og sáu um veitingar, staðarhaldari og aðrir fóru að sofa enda skyldi dagurinn tekinn kl. 5 um morguninn til að sjá um frágang eftir veisluna.
Uppúr miðnætti var staðarhaldari vakinn og honum sagt að úti væri -hópur af jeppum- og að fólkið bæði um gistingu. Hér kom upp annar misskilningur, staðarhaldari setti þetta ekki í samhengi við símtalið frá föstudeginum og áttaði sig ekki á að þetta væri sama fólkið. Hann taldi saman möguleika á að setja 4-5 í eitt hús þar sem sleðamenn hefðu ekki skilað sér enn (taka sénsinn á að þeir kæmu ekki um nóttina) og etv. væri hægt að troða einum inn í annað hús, þetta væri í raun útilokað fyrir stærri hóp. Hann lét því skila til baka að hann gæti ekki tekið þennan hóp í gistingu. Staðarhaldari hafði ekki hugmynd um að barn væri með í förinni. Fararstjóri jeppamanna lét sér þetta lynda og hópurinn fór. Rétt er að taka fram að fararstjóri talaði ekki beint við staðarhaldara, skilaboð voru borin á milli.
Í samtölum mínum við fararstjóra jeppamanna kom fram mikil gremja þeirra yfir að koma á svæðið, finna ekki staðarhaldara strax og -það var eins og enginn gestanna (sleðamannana) á svæðinu vildi hjálpa þeim-. Þeir fundu þó fljótt konu sem var í veitingasölunni og hún bauð þeim að koma sér fyrir á dýnum í salnum ef þau vildu. Jeppafólkinu leist ekki á það þar sem enn var gleðskapur í gangi í húsinu, skiljanlega. En staðreyndin er samt sú að þeim var boðið húsaskjól, hlýtt og rúmgott með aðgangi að salerni, þetta boð hefði mátt nýta ef neyð væri á ferðum.
Fararstjóri jeppamanna gerir ekki mikið úr því að hann var með 1 árs strák og tók skýrt fram í samtölum okkar að þar var engin neyð á ferðum. Okkur finnst miður að Stóri Bjór skuli í pirringi sínum reyna að sverta okkur frekar með því að blanda barninu í máið.Í samtölum mínum við fararstjórann kom fram að þeim var kunnugt um að fólk væri í Svartárbotnum. Sá skáli er við Kjalveg, rétt norðan við afleggjarann inn í Kerlingarfjöll. Skálinn er mjög stór og tekur marga í gistingu. Aðspurður sagðist fararstjórinn ekki hafa kannað þetta frekar heldur hafi móralinn í hópnum verið orðinn þannig eftir vonbrigðin í Kerlingarfjöllum að fólkið vildi bara koma sér til byggða. Þau könnuðu ekki heldur með gistipláss í Árbúðum en hópurinn keyrði eftir Kjalvegi í nokkur hundruð metra fjarlægð frá þeim skála.
Svona teljum við eftir nokkra eftirgrennslan að þetta hafi gengið fyrir sig.
Ljóst er að ákveðnir hlutir fóru úrskeiðis og okkur er ljúft að biðja hópinn hér með afsökunar á því sem að okkur snýr. Það er helst, að staðarhaldari okkar skyldi misskilja samtalið við fararstjóra jeppamanna og ekki átta sig á því að jeppahópurinn tengdist því símtali.
Við viljum gjarnan sjá sem flesta jeppamenn í Kerlingarfjöllum, staðurinn er alveg frábær og mjög góð aðstaða er á staðnum á veturna þær helgar sem opið er, sjá [url=http://www.kerlingarfjoll.is:1365s51k][b:1365s51k]www.kerlingarfjoll.is[/b:1365s51k][/url:1365s51k]. þessi helgi var mjög óvenjuleg vegna þess að staðurinn var einfaldlega yfirfullur og í raun frátekinn af vélsleðamönnum.
Snorri Ingimarsson
07.03.2008 at 00:20 #616754Þetta er frábært fyrir fámála sem vilja samt láta vita af sér. Bara spurning hvort greitt er fyrir notkun með áskrift, fyrir hvert skeyti eða hvort þetta er frítt.
Er ekki einhver hér frá Haftækni sem getur upplýst okkur?
Snorri.
04.03.2008 at 19:35 #616074Ég er með.
Snorri
01.03.2008 at 07:59 #615712Spurt: -Er einhver möguleiki að vita hvernig færðin hafi verið á kjalvegi ? að árbúðum og svo að kerlingarfjallaafleggjara ?-
Færið var ekki mikið rætt, þeir sögðu það gott, (ath þeirra viðmið er 49 tommur).
Ég geri ráð fyrir að færið sé almennt átakalítið núna á þessu svæði fyrir alla þokkalega útbúna bíla.
Snorri
-
AuthorReplies