Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.02.2010 at 17:12 #680536
Ég vil benda á það að Ferðaklúbburinn 4×4 hefur unnið ómetanlegt starf í þágu okkar jeppamanna og það er fyrir ötult starf frumherjanna í klúbbnum að við getum núna breytt jeppunum okkar og ferðast á þeim. Og ekki veitir af samtakamættinum núna þegar það er sótt að ferðafrelsinu úr öllum áttum. Þess vegna er mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa áhuga að ferðast á breyttum bílum í framtíðinni sýni það í verki og séu félagsmenn í hagsmunasamtökum jeppamanna til að auka vægi samtakanna. En ef menn hlaupa á aðra síðu og vilja ekki taka þátt í því að gera klúbbinn sterkari þá segir það mér að þeir vilji fá allt fyrir ekkert. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið að við höfum þetta frelsi áfram, samanber aðra spjallþræði á síðunni.
Það er algert lágmark að þeir sem hafa áhuga á að stunda þetta sport í framtíðinni séu félagsmenn í klúbbnum og leggi með því sitt á vogarskálarnar.
Varðandi aðgang að síðunni legg ég til að það verði opinn skrifaðgangur fyrstu 3 mánuðina og eftir það þurfi viðkomandi að gerast félagi til að halda aðganginum. Með þessu er opið fyrir þá sem vilja kynna sér starfið.
Sindri
31.08.2009 at 22:31 #655914Lalli Diesel er hættur með verkstæðið í kópavogi, en þú nærð honum í síma 8923541
Sindri
31.08.2009 at 20:22 #655874Ég óð sóleyjarhöfðavaðið í sumar og það í mið læri og ekkert mál að labba yfir. En það er erfitt að vita það hvernig rennslið er þarna vegna þess að Landsvirkjun getur verið að rugla í rennslinu.
En það er annar möguleiki og það er að fara Kolbrúnarslóð sem liggur meðfram hofsjökli.
23.04.2009 at 16:38 #204298Fréttir að Vestan Það var sólarglenna í 3 tíma í dag og allir æddu út að spóla á Drangajökul en það byrti aldrei á jökli. Núna eru síðustu menn að nálgast veg aftur og fyrstu menn komnir til baka og opnuðu station bauk í beinni útsendingu. Byrjað að snjóa og skafa en þokkalegt færi.
Afföll dagsins 1 drifskaft og 1 millikassi.
Sindri jeppalausi
05.04.2009 at 09:24 #642156Er svoldið forvitinn að vita hvað Patrol hásingar eru þungar, veit einhver svarið?
Um daginn var hérna linkur á vefsíðu þar sem var buið að vigta hásingar, vélar o.fl., man einver þennan link?
03.04.2009 at 13:21 #645088The standard C303 axles have a gear ratio of 5.96:1 and come with the differentials setted off to the right front and rear.
the stock 5.96:1 C303 ratio will be welcome for you! If you like rock crawling and need a super low ratio, then the 7.0:1 or 7.50:1 out of the 3 axle Lapplander versions will be you choice.
Volvo axles is the easy way of adoption to many of the common 4×4’s on the market. Every rig which comes with front and rear right side differentials is ideal for them. Also a rear middle differential is no problem, because the three axle versions come with a centre differential on one rear axle.
the Unimog axle is a masterpiece of German engineering and is also stronger then a Volvo axle, but there is one important issue against Unimog axles: WEIGHT! For some of you this is not important but just compare about 700kg per set to 310kg per set!
11.03.2009 at 09:24 #643132Hún Elva Ísey skrapp á miðjuna fyrr um daginn, hún er 6 vikna efnileg jeppastelpa
05.03.2008 at 22:47 #616334Sindri grétarss
02.03.2008 at 13:54 #615720Hvernig er það er ekkert samband með öllum þessum fjarskiptakerfum ?
Eða er ekkert að frétta?
Engin festa?
Engin bilun?
Ekkert gaman?
Ekkert veður?
02.03.2008 at 13:52 #615718Hvernig er það er ekkert samband með öllum þessum fjarskiptakerfum ?
Eða er ekkert að frétta?
Engin festa?
Engin bilun?
Ekkert gaman?
24.02.2008 at 14:54 #612890Ég er að segja ykkur það að ákvörðunin með þessa ferð var bara fyndin – kom upp óvænt – drifum í skráningu löngu eftir að frestur rann út – borguðum og bara komnar í gírinn (farnar að hanna sleða og skemmtilegt) en þá…bíllinn bilaði og vinkonan hætti við ! Önnur drifin með – reynsluók í gær….bíllinn bilaði ! Verð að segja að þetta hefur sko ekkert með mig að gera því ég var ekki með í hvort skiptið – ef ég hefði verið með…..
Jæja, allavega – nú er ég uppá aðra komin og ef einhver er tilbúin að hafa mig með sem 3.hjólið undir bílnum að þá er hún meira en velkomin að hafa samband. Ég kann ekki á gítar – en held vel lagi (það er kostur er það ekki) – get trommað á potta og pönnur og er rosalega sigurstrangleg þegar kemur að sleðakeppninni – hef legið yfir 2008 hönnuninni og verð að segja – kem mjög sterk inn þó ég segi sjálf frá
Hraðast – rennilegast – flottast (leynivopnið er í anda bobsleðakeppninnar þar sem Jamæka og spandex gallar komu við sögu – say no more…)
Fyrstur hringir fyrstur fær…(hljómar vel er það ekki) kv.Rakel 869 7090 kolbrunrakel@simnet.is
14.12.2007 at 10:28 #606526Átti 44" wagoneer, sjá myndaalbúm, á honum var rör milli stífusíkkananna og þessi rör voru líka notuð sem loftkútar. Í raun var grindin síkkuð aðeins niður og þá myndaðist pláss fyrir aukatanka, var með tvo 50l tanka og einn 20l
11.12.2007 at 13:09 #606302Ég átti einn, var fyrst með hann á 38" og síðar á 44" . 38 dugar vel undir svona léttan bíl og eru betri akstursdekk en 44 eru skemmtilegri utanvegar og bíllinn bara drýfur. En ef það eru sett stærri dekk en 38" undur cherokee borgar sig að skella sterkari rörum undir líka, annar drifbúnaður er nógu sterkur.
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=cars/5739/46342:30zlll4p][b:30zlll4p]Hér er einn[/b:30zlll4p][/url:30zlll4p]
28.11.2007 at 21:02 #604540Þessi XJ var einn af fáum sem kom orginal með D44 að aftan og hún var þar ennþá, Framhásingin var D44 ættuð úr stóra Cherokee, sama sporvídd, annar drifbúnaður var original og stóð sig vel. Minnir að hlutföllin hafi verið 4:88 hefði eflaust verið skemmtilegri á lægri hlutföllum.
kveðja
27.11.2007 at 12:31 #604536Hann var með 4.0 vél ca. 95 árg. óbreitt nema með flækjur. Virkaði ágætlega en hefði verið magnaður með 100 hesta í viðbót.
26.11.2007 at 22:17 #604532Mismunadrifið var eitthvað slappt það er alveg rétt enda var það ættað úr Musso, en það var í góðu lagi eftir að það var soðið fast.
Nýi USA draumurinn bíður betri tíma, vinnan er alveg að eiðileggja áhugamálið, tók meira segja að mér að byggja bílskúr í jólafríinu. Kemst því miður ekki með til að draga þig áfram kæri Hlynur.
Þannig að það er kannski öruggast fyrir þig að vera heima.
26.11.2007 at 20:36 #604528En þótt það hafi brotnað einn öxull við að keyra á grjót og beygja hásingu telst það varla mikið. Hann dreif vel á 44 og var miklu skemmtilegri á fjöllum á þeim. Félagi hlynur hefur bara ekki séð ljósið ennþá.
sjá myndir í myndasafni.
18.09.2007 at 20:48 #596832Sindri og Rakel og pöntum gistingu á KEA
15.09.2007 at 10:03 #596792Ekki spurning og að sjálfsögðu fara hálendið norður og heim.
05.11.2006 at 16:35 #198894Takk fyrir frábæra árshátíð, ég hef ekki skemmt mér svona vel síðan ég dró 2 49″ trukka inn í Jökulheima hérna um árið
-
AuthorReplies