Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.10.2008 at 13:53 #631462
Skv. þessu þolir bíllinn þá að setja 30,5" dekk undir.
Dekk Felga í " Hæð í "
245/75 16 30,5
265/70 16 30,6Þetta eykur þá möguleikana á að setja fleiri stærðir undir.
Kv. SHM
22.10.2008 at 11:15 #631458Suzuki umboðið auglýsir 30" dekk fyrir bíla með 3 cm hækkun. Svo er bara að reikna og athuga hvaða stærð af dekkum passar undir.
Dekk Felga í " Hæð í "
235/70 16 29,0
245/70 16 29,5
255/70 16 30,1
245/75 16 30,5225/70 17 29,4
Kv. SHM
20.09.2008 at 10:28 #629684Þú getur þurft að nota sérstakt innsetningargengjusett. Sjá ráðleggingar Leóemm hér að neðan. Mögulegt getur þá verið að nota sérstkan snittappa en þá þarf hann að taka svarfið upp en ekki niður.
Ég myndi byrja á 14 mm snitttappa. Ef það gengur ekki þarft þú að fara í umfangsmeiri aðgerðir.
Kv. SHM
Af síðu: http://www.leoemm.com/talstpistlar.htm
Kertin á að skrúfa úr þegar heddið er sem kaldast. Skemmist gengjurnar getur þú átt 3ja kosta völ (eftir því hve heppnin er mikil): Í fyrsta lagi: Gengjurnar aflagast: Sérstakur snitttappi er til fyrir kertagengjur. Í öðru lagi: Gengjurnar ónýtar: Innsetningargengjusett er til í stærri bílabúðum með snitttappa og ísetningargengjum (Helicoil). Í þriðja lagi: Meiri kemmdir: Taka þarf heddið af og fara með á vélaverkstæði.
Stundum er hægt að laga svona skemmdir en stundum þarf að endurnýja heddið – það fer eftir eðli skemmdanna. Í þessu tilfelli ráðlegg ég þér að hafa samband við sérhæft vélaverkstæði og kanna hvað þeir geta gert – áður en þú tekur til þinna ráða. Draga má úr hættu á að kerti festist í álheddum með því að nota sérstaka álfeiti á gengjurnar (Anti Seize Compound frá Permatex). Það er þó ekki pottþétt trygging. Til að girða fyrir þessi ,,óskemmtilegheit" hef ég ráðlagt fólki að láta skipta um kerti á 20 þús. km. fresti eða oftar (og nota þá ódýrari venjuleg kerti í stað þeirra dýru platínuhúðuð). Hins vegar er það ef til vill ekki það þjóðráð sem það kann að hljóma vegna þess að nú er næsta algengt að rífa þurfi hálfa vélina í nýrri bílum til að ná kertunum úr. Verk sem tók hálftíma fyrir áratug getur tekið 2 daga nú.
19.09.2008 at 09:01 #628928Blessaður!
Ég átti KIA bíl sem lét svona eftir að átt hafði verið við lokið í bensíntankinum sem bensíndælan er tengd við (tæringarvandamál). En það var ekki hægt að skipta um bara lokið/festingarnar heldur varð maður að kaupa bensíndæluna með. Til að reyna að spara var reynt að mixa lokið og tengingar (stútana) við bensínrörin í stað þess að kaupa nýja dælu með öllu. Ég losaði mig við bílinn áður en það fannst út úr þessu en mér datt helst í hug að bensíndælan eða öllu frekar tengingarnar við hana væru orðnar það lélegar að það örsakaði að dælan væri að draga inn falskt loft. Verst var þetta þegar bílinn var i halla (upp að framan) og lítið á tankinum.
Það verður fróðlegt að heyra svo hvað veldur þessu hjá þér.
Kv. SHM
06.09.2008 at 20:49 #628902Hvernig er öndunin á bensínkerfinu. Ef þetta er "gamla" kerfið þá getur verið að öndunin sé stífluð (taka af bensínlokið og keyra þannig). Eða kannski að loftsían sé stífluð?? Mér var allavega kennt í bilanaleit að útiloka eldsneytiskerfið áður en maður fer í rafkerfið o.þ.a.l. tölvukerfið.
Kv.SHM
06.09.2008 at 10:13 #628898Ef að snúningurinn næst ekki upp án álags myndi ég hallast að því að það sé skortur á eldsneyti. Þó að vélin gengi bara á 2 cyl. ætti maður að ná snúningshraða upp án álags.
Hef lent í því sama á diesel traktor sem var nýr en ein sían (gruggkúlan) var stífluð sem leyndi á sér því að það kom ekki í ljós fyrr en hún var tekinn í sundur. Ég myndi því fara betur í gegnum bensínrörin og kannski eru fleiri síur. Eða þá bensíndælan.
Kv. SHM
21.08.2008 at 18:29 #627728Ég var í sveit í Selárdal og utan við Krók í átt við Verdali var þessi Gataklettur. Ég á til mynd af honum og gæti sett mynd af honum á netið þegar ég kemst í skanna.
Kv. SHM
21.08.2008 at 13:45 #627722Það er alveg útilokað að þessi mynd sé af norðanverðum Arnarfirði (Kjaransbraut) en þar enginn svona bogi. Stapaklettur (hjá Stapadal) er drangur en ekki með neinn boga en þar er vinsælt að taka myndir. Það var einu sinni til drangur með boga (kallaður Gataklettur) að sunnanverðum Arnarfirði yst en hann eyddist fyrir mjög löngu síðan fyrir utan að þangað var ekki bílfært. Þannig að ég held líka að um sé að ræða samsetta mynd.
Kv. SHM
15.08.2008 at 17:59 #627358Ein kenningin er líka sú að það sé ekki gott að hafa framdrifsskaftið alltaf í sömu stöðu. Það var mér sagt þegar ég þurfti að láta skipta um hjöruliði í framdrifsskafti en ég var þá með handvirkar lokur og keyrði meira eða minna allt árið með þær ekki á. Afturkrossarnir dugðu miklu lengur. Þannig að þó að það kosti aðeins meiri eyðslu er kannski betra að hafa framdrifið alltaf á.
Kv. SHM
14.06.2008 at 11:58 #624490Takk fyrir þessar upplýsingar. Það er hægt að láta þá panta svona pönnu hjá þeim sem á að passa svo að það þarf bara að bolta hana undir.
Kv. Sigurður
13.06.2008 at 10:52 #202556Er einhver með upplýsingar hvar hægt er að fá hlífðarpönnu (undir vélina) fyrir Jeep Liberty ca. 2004 model. Ekki ef sá sami setur hana undir líka.
Kv. Sigurður
05.06.2008 at 17:30 #624100Mig rámar í að hafa séð á vef 4×4 að einhver setti miðstöðvarmótor í húsið og tengdi hann með barka í pallhúsið og fékk þannig yfirþrýsting og þar með er rykvandamál úr sögunni. Kv. SHM
30.05.2008 at 15:59 #623742Það er smá umföllun um KN síur á vefnum hjá Leó Emm t.d. hér http://www.leoemm.com/brotajarn18.htm
Það eru ekki allir sammála um ágæti þessara síu. Ég hef prófað þær og fann engan mun og hætti að nota þær.
Kv. Sigurður
Úr vefsíðu Leós
Meira um KN-síur
Annar lesandi Vefsíðu Leós hafði samband í framhaldi af svari mínu í Mbl. við fyrirspurn vegna KN-loftsía. Hann benti á nokkrar athyglisverðar vefsíður þar sem skoða má samanburð á KN-síum og öðrum. Gæti ég trúað að einhverjum þætti það forvitnileg lesning og niðurstöðurnar ekki alveg í samræmi við yfirlýsingar í auglýsingum frá KN !
http://home.stny.rr.com/jbplock/ISO5011/SPICER.htm
http://www.bobistheoilguy.com/airfilter/airtest1.htm
http://www.fennelfamily.com/gti-vr6/eng … _test.html
08.04.2008 at 15:15 #619738Þegar TPS (throttle Postion Sensor) virkar ekki sem skyldi þá er það mín reynsla (reyndar ekki á HiLux) að lausagangurinn er ójafn en bilunin hafði ekki áhrif á afl á miklum snúningi. Svo ef lausagangurinn sveiflast ekki mikið til myndi ég leita að biluninn annarstaðar fyrst.
01.04.2008 at 13:42 #618324Er þá ekki það eina sem eftir að þettia eina dekk sé gallað. Ef utanaðkomandi áhrif koma ekki til greina þá er ekki mikið eftir. Kv. Sigurður
31.03.2008 at 13:48 #618310Ég hélt að bremsuvökvi færi ekki illa með gúmmí öfugt við aðrar olíur enda er fullt af gúmmíum í bremskukerfunum og í gamla daga notaði maður bremsuvökva til að fá góðan gljáa á dekk og ekki varð maður var við að það færi neitt illa með dekkin.
Kv. Sigurður
15.02.2008 at 21:52 #614258Ég gæti alveg hugsað mér að kaupa Kenwood vhf stöð en alls ekki að láta Radíó Raf setja hana í vegna slæmra reynslu hjá þeim en þeir geta ekki einu sinn sett útvarpstæki í jeppa án þess að klúðra því. Og eru svo bara með leiðindi ef maður kvartar.
04.03.2007 at 14:02 #199846Það var verið að benda mér á þessa slóð en með því að kaupa þetta tjúningsstykki sem sett er á milli tölvustýringunnar og innspýtingakerfisins á þá eykst afl um 18%. En þetta stykki hækkar þrýsting á innspýtinguna. Það er spurning hvort að þetta sé rétt og hvort þetti geti haft einhver slæm áhrif á vélina t.d. endingartíma. Það hefur kannski einhver prófað þetta. Er að hugsa um að setja þetta á VW bátavél. Sjá allar nánari upplýsingar á netsíðunni http://www.biltuning.no
19.02.2007 at 15:14 #580904Bílvirkinn í Súðarvogi hefur blandað vaxi við smurolíu og sprautað því á undirvagn og inni í hurðir og holrúm. Sumir láta vel af þessu og hef ég látið gera þetta með ágætis árangri. Það fylgir þessu smá lykt fyrst. Best er svo að komast á þurran malarveg til að rykbinda olíuna.
03.01.2007 at 08:51 #573380En hvað með að setja púða innan í gorminn t.d. að aftan. Eru einhver vandamál við það. Kannski að púðinn geti skemst af núningi við gorminn? Það væri ágætt að heyra ef einhver hefur prófað þetta.
-
AuthorReplies