Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.12.2009 at 16:45 #672590
Ég hef lent í svipuðu eftir að hafa skipt um startara en þá var startarinn alltaf slappari og slappari og keypti mér meira að segja nýjan rafgeymi sem gerði ekki neitt.
Málið var að ég hafði ekki hert nógu vel eina rónna (rauða granna vírinn) þegar ég setti nýja startarann í svo að tengið var laust. Það er því spurning um að fara yfir tengin og athuga hvort að það gæti verið orsökin og þ.á.m. jarðtenginguna.
Ég var eitthvað hálfragur við við að herða tengið of mikið enda kopatengi en ég setti líka læsiró svo að það væri minni hætta á að róin losnaði.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Kv. SHM
10.12.2009 at 22:53 #671008Þá höfum við það. Ég veit hvort sem er ekkert um svona langtímaolíur og var bara að velta þessu fyrir mér. Vélstjóri í ættinni sem er eldri kantinum mælir þessu bót og segir að olískipti sé of tíð í dag. Svo kannski þó að ég sé yngri en hann er ég kannski bara gamaldags.
En það sama við hvaða vél er við að eiga þá get ég ekki séð neitt eðlilegt við það að vél sé að eyða oliu á milli olíuskipta sé í lagi. Nema að ég sé í vélarúmi eða við sérstakar aðstæður.
Ég myndi ekki bjóða hverjum sé er í ættinni að keyra á bílum sem þarf að setja olíu á á milli þjónustuskoðunar með olíuskiptum. Nóg er samt búið að bræða úr vélum.
Held samt að Skoda sé með betri bílum sem eru á markaðanum en systir mína á Skoda diesel Oktavía og þarf ekki að bæta á olíu og fer bara bílinn í reglubundnar skoðanir (ca. 1. á ári) og hefur dugað vel hingað til.
Ég held að 1. L á 3.000 – 5.000 km. sé allt of mikið. Kannski í mesta lagi á 10.000 – 20.000 km.
Ég tæki enga sénsa. Veit samt ekkert um svona bíla né svona langtíma olíu.
Góðar stundir
SHM
10.12.2009 at 20:52 #671002Er bara með vangaveltur en þó að hægt sé að fá bíla sem eru með þessar langtímaolíu á vélum er eitthvað vit í þessu.
Er þetta ekki bara eitthvað sem hentar á meginlandi evrópu? Bara spyr? Er ekki bara langbest að skipta um olíur og síu á eðlegum fresti? Ég reyndar er pjattrófa og skipti bæði um olíu og síu á ca. 7.500 km. fresti.
Bílar eru prófaðir í Afríku út af hita og í Finnlandi vegna kulda en hér á Íslandi eru bara meiri breytingar jafnvel á sama degi og það getur haft áhrif. Þetta hefur sýnt sig líka með vinnuvélar frá þekktum framleiðendum.
Hef verið lengið í druslubílaflokknum en aldrei þurft að bæta við mikilli olíu á milli 5- 7 .000 km olíuskipta og þó var einn keyrður allt að 200.000 km.
Líka sérstakt ef það er gert ráð fyrir að það "þurfi" að bæta olíu. Hvað ef eldri menn (eða konur) eiga slíka bíla sem hafa lítið vit á viðhaldi hvað gerir slíkt fólk? Bara spyr??
Hugleiðing kvöldsins,
Kv. SHM
03.12.2009 at 17:30 #669712[quote="Kjartan57":3kwq5195]Prufaðu bara að gefa honum eter
hann fer í gang á því þótt kertin virki ekki,og gengur ef olíuflæðið er í lagi.[/quote:3kwq5195]
Pabbi átti fyrir löngu síðan gamlan bát og við notuðum startgas til að koma vélinni í gang (diesel) en það gekk ekki með öðrum hætti (enda gömul og slitin vél). Svo rámar mig í að heyra að ef það væri byrjað að nota t.d. startgas þá yrði vélin háð því. Kannski bara tóm vitleysa? Það væri samt ágætt að heyra meiri reynslu af slíku ef einhver lumar á því. Kannski er þetta bara flökkusaga og kannski er munur á vélunum í dag og áður en samt hefði maður haldið að nýrri vélar væru viðkvæmar fyrir svona.
Auðvitað geri maður allan fjandann í neyð en samt ekki gott ef neyðarúrræði reynast svo bjarnargreiði með tómum leiðindum. Ekki gott afspurnar að eiga ökutæki sem er háð vímuefni.
Kv. SHM
12.11.2009 at 22:55 #666424Samála því að skipta um bensínsíu(r). Vandamálið gæti verið í því að það séu síur á nokkrum stöðum. Þekki ekki þessa gerð en fyrir utan aðalsíuna geta líka verið aukasíur.
Hvet þig að senda póst á http://www.leoemm.com hann gæti áttað sig á vandamálinu. Hann hefur reynst mér vel.
Þó að síur gæti litið vel út þá er samt þörf og eðlilegt að skipta þeim út á eðlilegum tíma. Hef lent í t.d. nýrri dráttarvél þar sem allt leit vel út en vélartruflanir voru eingöngu út að stífluðum síum (leit allt vel út).
Kannski bara tómt bull en það borgar sig samt að byrja á því ódýrasta áður en farið er í eitthvað meirháttar. Skemmilegustu viðgerðirnar eru þær óvæntustu og líka ódýrustu.
Að lokum kvarta ég (óformlega) yfir því að það sé ekki sent svar um það sem vefnum (vefliðum) tekst að laga og sem gæti verið safnað í viðgerðarbanka. Hef grun um að margir séu að fást við það sama og margir sem hafa átt t.d. gamla jeppa eiga ýmislegt í sarpinum sem gæti verið hentugt að nota í slíkan banka. Þá væri það meiri hvatning fyrir að fá nýja félagsmenn og einnig að þá væri kannski hægt að fletta upp á bilunum og bilanagreiningum á vef okkar með auðveldum hætti.
Góðar stundir,
SHM
08.11.2009 at 17:36 #665396Það var mikil sorg á heimilinu hjá þeirri yngstu en ég keypti Neyðarkallinn í gær en þá kom í ljós eftir að ég kom heim að ég fékk ekki rétta "Kallinn" hann var bara með björgunarhring en ekki með hund.
Get ekki séð að ég geti leiðrétt þetta t.d. í dag en auðvitað klaufaskapur hjá mér að athuga þetta ekki strax.
Hefði alveg verið til í að styrkja um annan "Kall" til að fá rétta "kallinn". Ekki stór mál hjá mér en vont ef sú stutta er ekki sátt. (skrifast á mig).
Kv. Sigurður
28.10.2009 at 13:26 #663926Þarf ekki líka að taka "þrælinn" þ.e. dæluna sem þrýstir á kúplinguna. Sýnist það á handbókinni og ég kannast líka við það á annari gerð af jeppum.
Kv. SHM
27.10.2009 at 22:23 #663920Settu "manual trooper" í leitina á síðunni (4×4) og þá ættir þú að finna upplýsingar um þá sem eiga Workshop manual og láta þá frítt eða senda á disk eða í tölvupósti og kannski lumar þeir líka á praktískum upplýsingum.
Ég fann allavega nokkrar spjallsíður sem bjóða upp á handbækur (manuala) við þetta.
Kv. SHM
27.10.2009 at 20:44 #663912Startari staðsettur að aftan og neðarlega => taka hann neðanfrá.
Skoða handbækur en þar koma trikkin fram. Man ekki betur en það séu til fullt af Tropper sérfræðingum í félaginu sem líka hafa bent á handbækur.
Góðar stundir,
SHM
17.10.2009 at 10:24 #662392Takk kærlega fyrir þetta.
Grunaði þetta en vildi vera viss svo nýtingargenið væri sátt. Hef ekki þurft að velta álíka hlutum fyrir mér um tíma en þá keyrði maður bara á dekkjum með slöngum (les. á síðustu öld).
Kv. Sigurður
17.10.2009 at 09:40 #207440Mig vantar smá ráð en ég á aukafelgur sem ég ætla að láta sandblása en (aula) spurningin er hvernig á ég að ná ventlunum af. Á að klippa þá af og setja svo nýja í eða get ég tekið þá gömlu úr og þá hvernig? Var eitthvað að reyna að ná þeim af en hef ekki náð því svo auðveldlega. Get að sjálfsögðu klippt þá af en það er kannski full mikil sóun.
Kv. Sigurður
15.10.2009 at 09:17 #662102Lenti í þessu á KIA Sportage en þá kom í ljós að bensínrörin frá tankinum voru að ryðga í sundur. Það var aðallega slefrörið sem var verst (allaveg fyrst) og það var skýringin á því að það lak bara þegar tankurinn var fullur. Fyrst gat ég stytt rörið og sett gúmmíslöngu á milli þar sem lak mest en það endaði með því að ég lét skipta um öll rör því að rörin tærðust bara og tærðust (fékk þau á góðu verði í umboðinu). Þar sem það er töluverð vinna við að taka tankinnn niður þá mæli ég með að þegar búið er að taka tankinn niður að setja hann ekki upp aftur fyrr en búið er að skða þetta vel og gera þetta almennilega. Í mínu tilfelli var verið að reyna að gera þetta ódýrt sem olli því að það var búið fyrir rest að taka tankinn niður og upp allt of oft.
Á Kiunni er eins og þetta svæði þ.e. þar sem tankurinn er hafi verið mikill raki því að bremusrörin fóru líka hjá mér á þessu svæði og reyndar rörin líka við bensíndæluna sjálf við tankinn sem olli tómu veseni. Hef heyrt af svipuðu vandamálum á Nissan Terrano (allvega eldri gerðum).
Kv. SHM
23.09.2009 at 13:42 #658514Ég hef átt jeppa (ekki Hi-Lux) þar sem ljósin í miðjustokknum hættu að lýsa þ.m.t. miðstvöðarljósin. Málið var að perurnar þarna voru farnar. Gat smellt af rammanum af sem var utan um stokkinn (eða þetta svæði) og eftir það var auðvelt að skipta um perurnar.
Kv. Sigurður
13.08.2009 at 11:28 #653974Það er hægt að setja klossa undir gormana og hækka hann lítilega. Þetta er reyndar klafabíll sem flækir kannski hvað hægt sé að hækka hann mikið að framan. Gormarnir af aftan eru lélegir (sífellt að brotna, sennilega lélegir samsláttarpúðar) og því spurning að setja frekar loftpúða. Með þessu er hægt að hækka hann upp lítilega. Ég hugsa að það sé meiriháttar aðgerða hækka hann mikið og einnig spurning hvað vélin þolir mikið þannig hækkun.
Niðurstaðan er því sú að það sé hæpið að eiga eitthvað við að hækka svona bíl því að hann verður ekki að neinum alvöru jeppa með einföldum hætti og svo hafa þeir reynst misjafnlega traustir.
Kv. SHM
30.07.2009 at 08:29 #652794Talstöðin þarf að lágmarki að vera CE merkt. Sumar vörur er hægt að fá bæði með og án CE merkingu og það þarf að ganga úr skugga um að talstöðin sé með CE merkingu. Svo er verið að boða á næstunni harðari reglur varðandi þær vörur sem hafa hingað til fengnist innfluttar án CE merkingar og þegar þær reglur koma til framkvæmda að fullu verður CE merkingin algert skilyrði.
Svo geta talstöðvar með innbyggðri tíðni einnig vera háðar leyfi frá Póst- og fjarskiptastofnum og í sumum tilfellum óheimilt að flytja þær inn.
Kv. SHM
29.07.2009 at 22:21 #652594Lærði á leitina og með að nota orðið "ryð" fann ég spjallvefinn sem ég hafði í huga.
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … 0&start=10
Kv. SHM
29.07.2009 at 15:50 #652590Rust Converter fæst hjá N1.
Er sammála um tvennt ólíkt sé að ræða þ.e. Rust Converter bindst ryðinu en hitt er aðferð með rafmagni (rafpólun) og var ekki notað Zink. Það er reyndar Zink í RC en ég man ekki betur en það hafi verið heilmikil umræða um þetta í vetur m.a. mjög gáfulegar upplýsingar frá SSJ. Það þarf bara að finna þráðin.
Kv. SHM
23.06.2009 at 18:11 #650082Góðan daginn!
Svona á þetta að vera. Fínt að fá svo lausnina á vandamálinu en mér finnst það allt of oft vanta þegar verið er að gefa ráð.
Mjög flott.
Kv. SHM
11.06.2009 at 13:08 #648982Ég er með lykil (ekki greiðslukort) frá N1. Þegar ég versla í verslunum þá segi ég bara mína kenntölu en sýni hvorki né nota lykilinn. Var einmitt að velta fyrir mér framkvæmdinni á þessu en svona virkar þetta núna og þá skráist sá afsláttur sem er tengdur kennitölunni. Með þessu ræður þú líka hvort þú borgar með debet eða kredit korti. Ætli þetta virki eins með Viðskiptakortið.
Kv. SHM
08.06.2009 at 22:03 #204503Ég er að reyna að aðstoða kunningja minn en ein leiðslan að alternatornum er skemmt þ.e. skórinn sem er skrúfaður á alternartorinn er farinn af (Tærður af – Ford Escort). Til að setja nýjan skó þarf ég stærri skó en ég á (stærsti sem ég á er gulur, 6mm2) svo að spurningin er hvernig maður reddar þessu. Er ekki hægt að fá stærri skó einhverstaðar sem hægt er að klemma saman. Eða eru til önnur ráð?
Kv. Sigurður
-
AuthorReplies