Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.04.2010 at 12:20 #690934
Án ábyrgðar þá heyrði ég einhverstaðar að Tacoma væri að mestu leyti Landcruiser 120.
Hef keyrt Tacoma og var gríðalega hrifinn af þeim bíl.
Kv. SHM
17.04.2010 at 12:18 #690974Það borgar sig alltaf fyrst að skoða vatnslásinn og jafnvel skipta um hann.
Ef hitinn eykst bara við erfiði t.d. upp brekku gæti það líka bent til stíflaðs vatnskassa.
Eitt einkenni á biluðum vatnslás er að vélin er sein að hitna (opinn vatnslá) eða hitar sig of mikið eftir stuttan tíma (lokaður/stíflaður vatnslás).
Góðar stundir,
SHM
31.03.2010 at 18:07 #688724Ef að þetta væru platínur eða kveikulok þá væri hann alltaf erfiður í gang líka kaldur (kannski frekar skárri heitur), einnig líka ef þetta væru kveikjuþræðirnir. En þetta var það algengasta fyrir utan kertin.
Ef þetta er tengt hita beinast líkurnar á háspennukeflið. Fagaðili eða maður með þekkingu gæti séð strax hvort háspennukeflið er að virka enda þótt að þar sé lítill straumur er spennan ca. 20.000 V og er því svona athugun varhugarverð af þeim sem hafa ekki þekkingu eða þola illa svona sjokk.
Sennilega auðveldast að skipta bara um háspennukeflið.
Kv. SHM
P.s. Ég hugsa líka miðað við aldur að þessir bílar séu með kveikjulok með kveikjuheila og því ekki með platínur sem var gott að losna við.
p.s.s. Ef hinsvegar bílinn væri erfiður í gang kaldur þá væri líklegra að örsökin væri kveikjuheilinn.
31.03.2010 at 16:55 #688720Hvað er það sem hitnar sérstaklega þegar það bilar. Er sammála um að skoða háspennukeflið. En svona rafmagnsbilanir eru frekar auðveldar (í gömlum bílum) en fyrst er að athuga hvort það neistar á kertunum – ef ekki byrja á háspennukeflinu (taka þráðinn úr og starta) og ef það er ekki í lagi þá er bilunin fundin (þ.e. háspennukeflið). Ef það er í lagi er þá kveikjan vandamálið.
Að hinu þá er svona klikk í startara talin næsta víst að kolin séu að fara. Það byrjar oftast reyndar með smávandræðum í byrjun og svo endar það með því að virka ekki.
Hef þó lent í því að tengingar voru ekki nógu vel festar svo ef auðvelt er að komast að startaranum má byrja á að skoða þær. En þegar ég lenti í þessu var ég nýbúinn að skipta um startara og grunaði rafgeyminn en svo kom í ljós að ég hafði ekki hert festiró nægilega en reyndar var hann þá erfiðari í gang heitur. Giska því frekar á hitt.
Muna svo að láta vita hver bilunin varþ
Kv. SHM
15.03.2010 at 20:30 #687192Góða kvöldið!
Er ekki fyrst að skoða glóðarkertin fyrst þetta lagast eftir smá tíma.
Hefði annars haldið að skoða ætti síur í eldsneytiskerfinu en þá ætti gangtruflanir líka að vera til staðar eftir að vélin er orðin heit.
Kv. SHM
15.03.2010 at 16:57 #687078Stundum VAR ódýrara að kaupa nýjan en að endurbyggja gamlan. En það var kannski bara fyrir löngu.
Samt allt í lagi að skoða það. Svo eins og hjá Rafstillingu (sem ég mæli hiklaust með) eiga jafnvel uppgerða startara sem eru þá á við nýja.
Kv. SHM
21.02.2010 at 17:22 #684058Tengilinn gæti verið ónýtur og leitt á milli. Hef átt bíl sem var með krók og tengil og þó að ég notaði aldrei tengið þá virkaði hann aldrei og kannski er þá mögleiki á að með tímanum myndi tengilinn verða óvirkur og jafnvel leiða á milli.
Semsagt. Kannski best að einblína fyrst á tengilinn og þá jafnvel aftengja hann og líka skipta um hann.
Alveg sammála því sem hefur komið fram að jarðsamband er afar líklegt til að framkalla þessa bilun.
Hef ekki betri ráð að þessu sinni.
Kv. SHM
13.02.2010 at 13:24 #683036Pófaðu bremsurofann sem bremsupedalinn þrýsti á. Lýsingi gæti passað við það. Aftengdu hann og og settu vírana saman og athugaðu hvað gerist.
Ef þessi rofi virkar ekki þá getur ýmislegt gerst og jafnvel ljós t.d. að aftan orðið óvirk.
Ef svona rofi er ódýr myndi ég jafnvel skipta um hann til að byrja með.
Kv. SHM
10.02.2010 at 22:21 #682542Veit ekki hvernig hægt er að athuga með bensíndæluna hvort það sé nóg að aftengja bensínrör við vélina og svissa á eða hvort hægt sé að þrýstmæla lögnina.
Hef þó lent í því á KIA að öll bensínrör í kringum bensíntankinn fóru að tærast og líka allt í kringum bensíndæluna sem var í tankinum. Í því tilfelli þurfti að skipta um allar bensínlagnir og ég held líka um bensíndælu (hefði verið nóg að skipta um tankfestingar fyrir bensíndæluna en þetta er selt sem ein eining) en ég seldi bílinn áður en það var gert en eitt einkennið var að eftir því sem minna var af bensíni í tanknum var gangurinn lélegri.
Kannski veit einhver hvernig er best að að athuga bensíndæluna t.d. með að losa um rör eða þrýstimæla og hvort nóg sé að svissa á til að fá dæluna í gang.
Góðar stundir,
SHM
P.s. Það var allavega venjan í gamladaga að útiloka bensínkerfið fyrst áður farið var í rafmagns- og kveikjukerfið og þá tölvu og skynjaradótið í dag. Nema að bilunin sé þeim mun þekktari.
10.02.2010 at 21:07 #682538Mér myndi þá einna helst detta í hug bensíndælan.
Geta verið einhverja aukasíur fyrir utan aðal bensínsíuna. Stífluð eða samanrekin bensínrör. Líkist allavega eins og um svelti sé að ræða.
Hvað er bíllinn gamall og keyrður mikið?
Kv. SHM
06.02.2010 at 17:22 #681960Hmm þetta er kannski góð athugasemd. Ég hélt að svo framanlega sem skipt væru um allan kælivökvann væri sama hvað lit (eða reyndar gæði) væri sett í staðinn. Munurinn er reyndar sem ég sé á grænum og rauðum er að endingartíminn er lengir á rauðum. Skv. Comma virðist sá blái vera sá versti með stysta endingartímann.
Aðalatriðið virðist vera samt að skipta reglulega um kælivökva sérstaklega á bílum með álhedd (eru ekki allir bílar í dag með álhedd?). Kannski er bara öruggast að kaupa frostlög frá viðkomandi umboði en stundum vitar þeir ekki einu sinni hvaða tegund þeir nota og segja að þeir hafi þær bara í tunnum!!
Læti til skemmtunar eða fróðleiks fylgja með upplýsingar frá Leó Emm sem ég held að óhægt sé að segja að hafi þekkingu á mörgum hlutum varðandi bíla.
FENGIÐ AÐ LÁNI FRÁ LEÓ EMM (leoemm.com)
Litur á frostlegi og skúmmyndun
Spurt: Ég ætlaði að kaupa frostlög en bensínstöðin átti bara rauðan en á vélinni er grænn og mig minnti að ekki mætti blanda þessum litum saman. Ég fór því á aðra bensínstöð en þar var bara til blár og rauður. Þeir sögðu að til væri rauður, blár og grænn frostlögur og ekki mætti blanda saman tegundum. Hvaða mismunandi eiginleika hafa þessi litaafbrigði og má aldrei blanda saman litum? Hvað ræður því hvaða litur er notaður á bílinn? Annað mál: Mig minnir að ég hafi lesið grein eftir þig að skúm gæti myndast í ventlaloki ef öndun vélar væri teppt. Ég sá einmitt slíkt skúm þegar ég opnaði olíulokið (Opel Corsa) til að bæta olíu á vélina.
Er fleira sem getur valdið svona skúmmyndun og hvað er hún hættuleg?Svar: Ástæður mismunandi litar á frostlegi, sem hefur ekkert með frostþol hans að gera, eru þrjár: Í fyrsta lagi til að skilja á milli annars vegar etýlglýkol-kælivökva, sem er dýr, hættulaus mönnum og dýrum og veldur minni tæringu á áli, og hins vegar própýlglýkol-kælivökva, sem er ódýr, skaðlegur (t.d. geta kettir drepist af því að lepja hann upp) og veldur meiri tæringu á áli. Sumir nýir bílar komi með grænum eða gulum etýlglýkol-vökva og er það þá sérstaklega tekið fram á miða í húddinu (og að aldrei þurfi að endurnýja hann). Etýlglýkol-vökvi mun ekki vera á almennum markaði hérlendis. Í öðru lagi nota ákveðnir framleiðendur liti til að skilja að frostlög eftir því hve mikið hann inniheldur af tæringarvarnarefni, t.d. er grænn Comma-kælivökvi með tæringarvörn sem á að duga í 3 ár en rauður 5 ár. Í 3ja lagi nota framleiðendur liti til að sérmerkja kælivökva sem inniheldur ákveðin efni samkvæmt staðli ákveðins bílaframleiðanda, t.d. getur kælivökvi fyrir Scania verið blágrænn en fyrir GM dísilvélar dökkblár. Það telst góð pólitík að blanda ekki saman kælivökva af mismunandi lit.
06.02.2010 at 11:57 #681956Er svo ekki spurning um að skipta um kælivökvann í leiðinni. Held að það sé mælt með því á þriggja ára fresti en kælvökvinn súrnar og vegna þess getur hedd og fleira tærst. Skylst líka að einn helst sé mælt með rauðum Comma frostlegi en hann endist lengst. Ég er núna með grænan en ætla að skipta í þennan ruða frá Comma.
Kv. SHM
05.02.2010 at 21:58 #681948Ég myndi nú halda ró minni í smá tíma. Þetta virðist ekki vera neitt samhangandi nema að vatnskassinn hafi verið frá byrjun vandamálið.
Hef átt eldri gerð af KIA og þá var reyndar stöðugt tæringarvandamál með vesem með jarðsambönd og fullt af tæringu aftast í bílnum má þar telja, bremsurör, bensínrör (ekki bensíntankur því að hann var úr plasti) og svo sjáanlega tæringu (les. ryð) í grind og í gólfi. Samt ekki gamall bíll á þessum tíma eða bara um sex ára gamall. Ég sá líka að vatnskassinn var orðin lélegur en seldi bílinn áður en hann fór. Þá sleppi líka öllu öðru sem ég gerði en það var endaust vesen . Helda samt að Sorenta séu mun betri enn þessi Sportage sem ég átti.
Kia og Kórenanskir bílar eru ódýrir bílar í framleiðslu (en seldir á of háu verði á Íslandir) og gæðin eru bara samkvæmt því. Einn vinnufélagið átti svona nýjan bíl og bæði millikassinn og drifið gáfu sig en sem betur fer var hans bíll í ábyrgð.
Ef þú ert búinn að eyða svona miklu í bílinn er enginn ástæða til að gefa þenna bíl upp á bátinn. Gangi þér vel.
Kv. SHM
04.02.2010 at 21:14 #681544Vel á minnst þá er ég svo vanur að gefa stefnuljós (lærði hjá góðum ökukennara) sjálfkrafa þegar ég beygi og það á jafnt við í sveitinni eða jafnvel á planinu heimavið.
En er það ekki betra að nota pinnan við stýrið sjálfkrafa frekar en að nota pinnan aldrei eða of sjaldan.
Held áfram við orð ökukennarans míns en han sagði að þeir sem nota ekki stefnuljós eru minna gefnir en aðrir (hefði kannski átt að vera "hjóta að …!.
Við að stjórna ökutæki þarf viðkomandi ökumaður að hafa stjórna á öllu sem snýr að stjórn ökutækis og umhverfi. Ef viðkomandi hefur það ekki á hann kannski ekki að stjórna ökutæki. Það hlýtur að eiga við stefnuljós. Hef ekkert á móti GSM en ég get ekki í umferðinni í dag talað í gsm og haft þær reglur í heiðri skv. umferðarreglunum og í leiðinni forðað mér frá áföllum frá öðrum ökumönnum sem ekki fara eftir svo kölluðum umferðarreglum.
Hef þó sloppið enn.
Einn gamall.
Kv. SHM
04.02.2010 at 20:34 #681540Mér var kennt það í æsku að þeir sem gefa stefnuljós væru gáfaðri en aðrir.
Burt séð frá því þá væri kannski málið að stofna gleðilklúbb sem hefði það að stefnuskrá að gefa alltaf stefnuljós. Við gætum útbúið límmiða til að koma okkar hjartansmáli á stefnuskrá.
En í alvöru þá þoli ég ekki ökumenn sem gefa ekki stefnuljós. Finnst eins og þeir ökumenn hafi ekki alveg hugann við það sem þeir eiga að gera.
Bara til að láta mitt (stefnu)ljós skína.
Góðar stundir,
SHM
20.01.2010 at 17:39 #677608Smá innlegg
Það gleymist kannski að það getur verið kostur við ryð á ákveðnu svæði en vegna oxunar málma þá minnkar ryð á öðrum stöðum ef einn staður byrjar að ryðga. (það má heldur ekki setja stál við ál en þá fer stálið að tærast mjög hratt við álið).
Þetta er líka þekkt að settir eru zink kubbar á skipskrokka (soðnir á – til að minnka tæringu á skrokk) og ég held jafnvel að þeir sem eiga fornbíla noti þessa aðferð og setji svona kubba á grindina.
Svo að kannski er bara gott að hafa einn stað sem ryðgar og er þá bara þeim stað haldið við (eða skipt út). Svo er líka að vona að kenningin standist.
Finnst líka hafa heyrt um þetta í Hi-lux og þá voru einhverjir að tala um rafbúnað sem eyddi rafsveiflum (t.d. útleiðslu) sem forðaði ryðmyndum í hlerunum. Kæmi kannski líka til greina.
Svo er ég viss um að heilmargir í félaginu vita heilmikið um þetta.
Mitt innlegg.
Kv. SHM
12.01.2010 at 10:25 #676030Á ég virkilega að trúa því að þegar keypt eru ný kerti í dag að það þurfi að stilla millibilið.
Minnir (að vísu fyrir nokkru) þegar ég keypti kerti hjá Stillingu þá hefði mér verið sagt að þau þau væru með stillt millibil. Kannski er hægt að velja kerti með og án þess að millibilið sé stillt. Finnst samt fáránlegt ef það er rétt að stilla þurfi millibilið. Það þarf þá að fá nákvæmar upplýsingar um það útfrá viðkomandi bifreið. Er ekki 1 til 1,1 mm bil algengast?
Kv. SHM
26.12.2009 at 22:53 #672968Góða kvöldið!
Þetta er örugglega eitt að því versta sem hægt er að lenda í (allavega eitt af því leiðinlegasta) . Hef haft það fyrir reglu í gamla daga að taka kertin reglulega úr (árlega) en það er víst ekki reglan í dag og núna á að skipta um kerti í mínum bíl á 100.000 km fresti. Fer þá frekar í umboðið og læt þá sjá um það en á einum bíl sem ég hef átt var ég búinn að rífa heilmikið til að komast að kertunum en þegar mér fannst þær vera "linar" gafst ég upp og lét verkstæði skipta um kertin og það virtist án vandræða. Var kannski ekki nógu hugaður en sá fram á að gengjurnar væru að fara. Svo er líka besta að hafa vélina sem kaldasta.
En við að google virðist sem það sé mögulegt að bora út kertin sem þó er varla hægt að mæla með þvi. Sjá þessa slóð. http://boas-king.blogcentral.is/
Enn betra að að gera eins og sá sem kom hérna á undan að bora eins lítið og hægt er að koma öfugga á kertabotnin. En kannski er hægt að ryksuga með slöngu eða setja vélina í toppstöðu og blása í gegnum pústið til að minnka sem mest möguleikan á að fá svarf í cylendirinn.
Góðar stundir,
Látið endilega vita hvernig þetta gengur eða koma með betri ráð.
SHM
P.s. Það er hægt að google þetta á netinu og þetta er greinilegt vandamál og sé ég ekki betur en það sé reynt að selja sérstakt verkfæri út af þessu vandamáli. Sjá hér að neðan.
http://ezinearticles.com/?Ford-Spark-Pl … id=1107803
http://www.denlorstools.com/home/dt1/pa … emova.html
24.12.2009 at 13:25 #672658Eftir að hafa hugsað þetta betur þá get ég ekki séð neitt sem er móti því að nota þenna Cyclone.
Ef aflið eykst á minni snúningi þá þarf vélin að snúast hægar til að ná svipuðu afli og þ.a.l. eykst ekki eldsneytiseyðslan.
Hefði samt haldið að aðalávinningurinn væri að fá meira afl en hitt væri aukaatriðið en ef hægt er að keyra á lægri snúningi er það samt ávinningur.
Þetta kennir manni kannski að vera ekki með fyrirframskoðanir og láta frekar þá sem hafa reynslu og þekkingu koma með sín rök og gögn og byggja þannig á sínum skoðunum.
Góðar jólastundir.
Kv. SHM
23.12.2009 at 17:56 #672656Þekki ekki þennan hluta nákvæmlega en hvað myndi eðlisfræðin segja:
Meiri loftflæði=>meiri kraftur=>meiri eldsneytiseyðsla.
Það er ekkert ókeypis. Krafturinn eykst ekkert bara á lofti heldur á meira loftflæði og þá þarf meira eldsneyti.
Hef annars ekkert vit á þessu.
Góðar (jóla) stundir.
Kv. SHM
-
AuthorReplies