Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.11.2003 at 11:36 #480590
var einmitt að athuga þetta í morgun, fyrir 35" er verðið 2.310 pr. dekk hjá Sólningu í Kópavogi
14.11.2003 at 11:35 #480588Ég var með 32" microskorin dekk (man ekki lengur týpu) – en þau voru hreint út sagt alveg frábær, gripu vel og þýð.
14.11.2003 at 00:45 #480478Einhversstaðar (man ekki í svipinn hvar…100póstaþráðurhringirkannskibjöllum) sá ég minnst á að verandi meðlimur í F4x4 veitti manni/mönnum aðgang að hjálparsveit f4x4.
Mér þætti áhugavert að heyra hvað átt var við með því – kannski út fyrir efnið hérna – en í hverja hóa ég (félagi í f4x4) – björgunarsveit – eða félaga mína, höfðingjana á 44"+ sem eru búnir að fá mikið meir en nóg af innfluttu rjúpunni og horfa bara löngunaraugum út um gluggann þegar jólasnjóinn kyngir niður?
11.11.2003 at 20:12 #480216Ef þetta er ekki að stinga höfðinu í gin glorsoltins ljóns … þá veit ég ekki hvað það er 😀
Kaldur karl Vigfús !! 😀
08.11.2003 at 18:59 #479864etv. er mögulegt í því kerfi sem vefurinn er skrifaður í að birta eingöngu myndir og upplýsingar fyrir innskráða lesendur (félaga) ?
05.11.2003 at 16:04 #479716Ég horfði á Ísland í dag í gærkveldi og þar voru þeir að prófa BMW X5 … jeppakallinn þar sagðist vera kjaftstopp… kæmist allavega jafnlangt og sinn 38" bíll.
Nú spyr ég, hvar fæ ég hlutföll, læsingar og hvernig er best að lyfta honum?? Eða klippi ég bara úr fyrir 38" ?
Spyr sá sem ekki veit … er eiginlega bara kjaftstopp 😀
29.10.2003 at 10:46 #193088Sælir,
ég er með Terrano I (1990 módel) – V6, sjálfskiptur, kominn á 35″ og er að spá í næstu skref … er svolítið „svampslegur“ þegar stigið er á inngjöfina.
Veit einhvur hvaða hlutföll eru fáanleg í svona grip ? Hvursu mikið vesin – eða fé þarf – til að koma þeim í ??
Með fyrirfram þökk um öll svör og tilgátur, Sigurður M.
11.10.2003 at 11:33 #477710Einhverjir voru búnir að spjalla um þetta [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=1610:ejzebvez]hér[/url:ejzebvez] 😀
11.10.2003 at 00:35 #477738því miður hafa þessar upplýsingar engin áhrif á EINSLEITU verðin á köntum
10.10.2003 at 19:17 #477734óheppinn… mér hefur sýnst vera Mjög einsleitt verð á köntum.
Hér eru þeir sem ég leitaði til á sínum tíma:
http://www.samtak.is
http://www.brettakantar.is
http://www.jeppaplast.is
09.07.2003 at 10:11 #192709Ég er að leita eftir brettaköntum fyrir 33 – 35″ breyttan Terrano I (Pathfinder) 5 dyra bílinn, minn er árg 1990.
Allar ábendingar VEL þegnar.
16.05.2003 at 11:02 #192591Imba spurning – en hér er væntanlega haugur af snillingum….
Hvað er hann, hvað gerir hann og hvernig er hann stilltur ?
28.04.2003 at 20:52 #192538Sælir,
mér datt í hug að athuga við ykkur …
-áður en ég fer að hringja í allar varahlutaverslanir landsins … stynjandi upp spurningum um hluti sem ég veit vart (ennþá!!) hvað heita fullum nöfnumHvar fær maður dót til að lyfta bílum ?? Ég er núna að leita að millileggjum undir spyrnuna að framan (Nissan Terrano I) … en á Örugglega eftir að þurfa á fleiri hlutum að halda.
Ég er búinn að lyfta bílnum að aftan, nýlegir gormar + 2x millilegg af partasölu – og hann hallar sér svolítið fram á nefið eftir þetta. (Það er líka búið að skrúfa hann upp að framan – en það dugar ekki til).
Með fyrirfram þökk.
-
AuthorReplies