Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.01.2008 at 17:30 #607340
Þökk sé Haffa að þá komst bíllinn nær því að vera í lagi, forhitarastýringin var biluð.
Enn er þó "smotterí" í ólagi: hraðamælir og snúningsmælir. Hraðamælirinn hefur alltaf verið flöktandi, en snúningsmælir í lagi. Í upphafi þessara vandræða minna fór snúningsmælirinn á fleygiferð og hætti að virka … og nú, þó allt sé komið saman, virkar hann eigi.
Hugmyndir ?
.
Siggi
.
p.s. vantar forhitarastýringuna, Haffi kemst ekki langt án sinnar– sjá auglýsingu [url=http://www.f4x4.is/new/ads/default.aspx?file=varahlutir/23916:ha8iw8cb][b:ha8iw8cb]hér[/b:ha8iw8cb][/url:ha8iw8cb] .
12.01.2008 at 22:57 #607336Ég skipti um "öryggjatöflu". Margt skemmtilegt gerðist við það: aðvörunarljós í mælaborði loga þegar svissað er á, stefnuljós virka og rafmagnsrúður komnar í lag.
Þá er bara eitt "smotterí" eftir og leita ég hér með á náðir ykkar kæru félagar.
Glóðarkertaljósið kviknar ekki og bíllin forhitar sig ekki. Í test punkt 8 á þesari mynd:
[img:2ilitaur]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5830/47503.jpg[/img:2ilitaur]
(hægt að zoom-a betur inn [url=http://http://www.simnet.is/haffster/PatrolRafmagn.png:2ilitaur][b:2ilitaur]hér[/b:2ilitaur][/url:2ilitaur] )
Mæli ég engan straum. Ég er ekki alveg viss um hvar þessir "Fuse-able links" eru staðsettir, en þeir sem ég hef fundið eru í lagi. Engin hljóð heyrast í Relay-unum sem eru framí þegar svissað er á.
Utan forhitara-tölvuna sjálfa – dettur ykkur eitthvað í hug ? Ef eina mögulega skýringin er forhitara-tölvan, getur einhver lánað mér eina slíka til að prufa (er á StórHafnarfjarðarsvæðinu) ?kv. Siggi
20.12.2007 at 11:00 #607332Ekki er það bara bíllinn – heldur maður sjálfur sem er farinn að bila … lasarus bankar þar á – hygg að lausnin við því sé auðfundnari 😉
.
Skoða þetta með jarðvírinn. Allt annað virkar eðlilega utan jú að rafmagnsrúðurnar virka ekki. Hann dettur í gang, sé reyndar ekki glóðarhitaraljósið – en þumalputtareglan er að þegar ég er kominn í beltið og útvarpið byrjað að hljóma þá er hann orðinn heitur :)´
.
Altenatorinn er ca. 2 ára, upptekinn hjá Rafstillingu.
.
Kærar þakkir fyrir aðstoðarboðið – verð í sambandi ef ég sé ekkert ljós.
.
Siggi
19.12.2007 at 12:22 #201418Jólagjöfin mín í ár er bilaður bíll
Mér datt í hug að gá hvort einhver gæti gefið ráð, komið með hugmyndir etc….
Þetta byrjaði á því að snúningshraðamælirinn tók tryllu – gaf því enga sérstaka athygli, enda er hraðamælirinn búinn að vera upp og niður – og þegar hinn byrjaði þá hugsaði ég með mér „klassískt patrol vesin – hélt ég slyppi“.
Þegar ég kem að bílnum eftir vinnudaginn þá loga öll rauðu aðvörunarljósin í mælaborðinu, án þess að það sé svissað á hann – allt normalt þegar ég set í gang.
Á leiðinni heim gerist það að þegar ég gef stefnuljós þá kviknar hleðsluljósið og voltmælirinn fer niður fyrir núll (Hazard ljósin virka eðlilega). Á leiðinni taka öll aðvörunar ljósin upp á því að blikka og láta öllum íllum látum. Þegar ég kem heim þá svissa ég svona á og af og er eitthvað að „hugsa“ um þetta … og eftir það hafa ljósin ekkert kviknað, mælar allir í núlli, utan að hleðsluljósið logar stöðugt. Mæling sýnir að bíllinn er ekkert að hlaða sig (setur kannski smotterí inn á geyminn þ.a. ég kem honum í gang – ennþá). Þessu til viðbótar þá er stöðugt víbríngshljóð frá forhitara relay-inu.
Hugmyndir ?
Hvaða verkstæði mælið þið með í svona ? Rafstilling er hætt að þjónusta bíla, eru bara á fullu í viðgerðum á búnaði.kv. Siggi
10.12.2007 at 18:02 #606274Hvað tekur það langan tíma að fá afgreitt þarna frá Japan (ugglaust er jólatíminn vondur) – en svona almennt ?
….svo hélt ég að Toyota bilaði ekki og Patrol væri EINI bíllinn sem þekktur væri fyrir ónýtt framhjólalegudót (kannski vélasögur séu líka þaggaðar niður á Nýbýlaveginum 😮 ) …. er maður kannski vitlaus að trúa mörgum félögunum 😉
Siggi
22.11.2007 at 09:51 #603644Er þetta ekki sama dótið og Terrano I – þ.e. body lift hlutir ? Grindin er a.m.k. afspyrnu lík
Í minn gamla keypti ég lift kit [url=http://www.4x4parts.com/public_html/shop/index.php3?page=shop/flypage&product_id=277&category_id=77a5067c587068d074c8011d58b95dd4&ps_session=c7e697c352e72c8cbd6be1b66b53ae5d:omjukat2]hér[/url:omjukat2] og gengu þau viðskipti afskaplega vel fyrir sig. A.m.k. færðu þessa plastkubba fyrir lítið héðan.kv. Siggi
19.10.2007 at 20:01 #600102Svo maður vitni í Leó
Brotajárn nr. 21:
.
Mig langar til að fá álit þitt á Toyota Landcruiser 100 VS diesel 2004 og uppúr.
.
Þetta er tískufyrirbrigði … LandCruiser er hvorki betri né verri en fjórhjóladrifsjeppar yfirleitt en dýrari – og hvað varðar aksturseiginleika, þægindi og "Look“ eru þeir minnst áratug eða svo á eftir … Stöðugildið er slíkt að eigendur nánast afhenda umboðinu veskið (með öllum kortum) – bilanatíðni mun vera yfir meðaltali … Til umhugsunar: – LandCruiser 80/90/100/120 (eða í hvaða röð þeir eru) sjást varla á Autóbönum í Þýskalandi – nema þá á hægri akreininni – þeir komast ekkert áfram …
.
mamamama-bara skilur þetta ekki lengurSiggi
15.10.2007 at 20:09 #599754Heil og sæl!
Ekki ætla ég að blanda mér í þessar umræður.
Ég var beðinn um að loka fyrir vefsíðu litludeildarinnar af einum stjórnarmanni f4x4 í vikunni og áframsenda allar vefbeiðnir á f4x4.is Þetta gerði ég en hef eftir nánari umhugsun og nokkrar ábendingar afráðið að breyta þessu til baka, enda er í sjálfu sér ekkert á þessari síðu sem skaðar einn né neinn – heldur merkur fróðleikur sem afleitt er að skella á "bak við læstar dyr".
Það er afar leitt að sjá mál komin í þennan hnút – ég vil í ljósi allrar umræðu nota tækifærði og benda mönnum á [url=http://litladeildin.a47.net/article.php?story=20050927140934777:20psbv0h]leiðarljós[/url:20psbv0h] litlunefndarinnar.
kv. Siggi
25.09.2007 at 17:21 #597772Hvar ætlarðu að draga línuna … sbr [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=faerd/10444:1byotokz]spjallið hér[/url:1byotokz] 😀
Siggi
22.09.2007 at 22:51 #597576eru þeir búnir að grilla – ef eitthvað er að marka vindinn í þessum spám …
22.09.2007 at 22:50 #597574eru þeir búnir að grilla – ef eitthvað er að marka vindinn í þessum spám …
20.09.2007 at 00:08 #578634Það er alveg sjálfsagt að setja félagatalið á vefinn fyrir innskráða f4x4 félaga – varnir til varnar fiskunar misvitra leitarvéla og annarra "manna" eru margskonar og ætti ekki að valda miklu hugarangri félaga (enda tæklað af vefkerfinu) – í mínum huga eru kostirnir margfalt meiri en mögulegu gallarnir
siggi (hjá) a47.net
siggi (hjá) austurgata.net
siggi (hjá) hlemmur.is
siggi (hjá) hlemmur.net
siggi (hjá) hlemmur.com
siggi (hjá) tmd.is
siggi (hjá) rls.is
siggima (hjá) simnet.is
… svo eru til margar aðrar "varíasjónir" af þessu hjá mér – nú eða ef einhver er í vanda má ávallt gá á ja.is
19.09.2007 at 21:43 #596686Umorða má þó kostnað við ferðir sem þessar þ.a. ekki valdist þessi misskilningur – ekki svo að skilja að 1500 kall séu stórir aurar fyrir viðlíka skemmtanir og skipulagðar ferðir eru!
Rúmur bíó miði og maður lifir á ferðum sem þessum í marga mánuði !
Smábílaguttinn.
19.09.2007 at 21:43 #596684Umorða má þó kostnað við ferðir sem þessar þ.a. ekki valdist þessi misskilningur – ekki svo að skilja að 1500 kall séu stórir aurar fyrir viðlíka skemmtanir og skipulagðar ferðir eru!
Rúmur bíó miði og maður lifir á ferðum sem þessum í marga mánuði !
Smábílagutinn.
19.09.2007 at 19:41 #596680Sæl
Það væri áhugavert að heyra rökin fyrir "einskisvirðummiðum í skipulögðum ferðum", ég hefði haldið að þeir væru jafngildir hvort heldur sem er ?
Gaman að sjá að ferðin er hafin … þó enginn sé lagður af stað
Siggi
08.09.2007 at 18:27 #596072Murphy hefur verið hjá mér þegar ég var að …. vír hafði farið í sundur – langt frá og á alls óskyldum stað m.v. hvar ég var að toga og teygja víra. Við tengi vinstramegin ofan á hásingunni að aftan – en ég var hægramegin að bardúsa
Siggi
07.09.2007 at 15:40 #596070Karl – frekar set ég batterí við stöðuljósin….
S.
07.09.2007 at 09:03 #596064Fyrir myndina Óskar – það er gott að hafa eitthvað til að rýna í
Öryggið sem þú minnist á er heilt (og rétt munað hjá þér) – þetta var í lagi áður en ég lagaði afturljósin sjálf 😮
Ég þarf að týna fleiri perur úr og skoða vírasnúruflækjurnar betur … sem dæmi um óútskýranlegar hegðanir í rafmagninu má t.d. segja frá afturrúðuþurkkunni … ef öryggið fyrir hana (o.fl.) er ekki í þá er hægt að stoppa hana með því að drepa á bílnum – ef öryggið er sett í þá er alls ekki hægt að stoppa hana 😀 – útvarpið logar stanslaust og eitthvað fleira undarlegt – en þetta hefur þó ekki haft áhrif á áðurnefnd ljós
Siggi
06.09.2007 at 22:38 #596056Takk fyrir þær!
Þorvarður – ég gleymdi að taka fram að þetta er 94 bíll – heldur þú að prentplatan sé í slíkum forngrip?
Siggi
06.09.2007 at 09:53 #200753Sælir
er í „smá“ basli og datt í hug að spyrjast fyrir áður en ég geng of langt
Afturljósin hjá mér voru hætt að lýsa af nokkru viti (eiginlega ekki) – og gekk ég í að laga það. Eins og gengur varð mér á einu sinni eða tvisvar og sprengdi öryggi en upp stóð ég kátur með logandi afturljós – og meir að segja bæði bremsuljósin virkuðu
Þá hnaut ég um að hvorki parkljós né ljós í mælaborði virkuðu. Öll öryggi í öryggjaboxinu við fætur farþega eru heil.
Eitthvað hafa fyrri eigendur þurft að hjálpa til með vírun þ.a. það er ekki alveg að marka allt sem sést.
En – eru einhver öryggi annarsstaðar sem geta valdið þessu, hugmyndir og ráð vel þegin!
kv. Siggi
-
AuthorReplies