Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.02.2004 at 10:29 #487476
Ég er hvergi banginn og veit að Emil er löngu búinn að gleyma því sem hann skrifaði um daginn, enda ekki vel minnugur 😀
02.02.2004 at 16:35 #487272Þekki ekki mikið til áhrifa lélegra spindla, en gæti trúað að það bætist eitthvað við álagið á stýrisganginn – sem er óæskilegt á breyttum bíl.
Mig langaði bara að benda þér á að kanna með verðin ALLSTAÐAR annarsstaðar en hjá Ingvari Helgasyni. Ég er með einn gamlann og efri spindlarnir kosta 15.500 stykkið hjá honum en eru að rokka á bilinu 4-5000 hjá Stillingu, Bílanaust og Bílaáttunni.
02.02.2004 at 11:04 #487208einnig er hægt að hringja í 112, lögreglan og neyðarlínan hjálpa til við að koma upplýsingum um verðandi læri á vergangi áleiðis.
kv.
Sigurður M.
01.02.2004 at 20:48 #485852sannanlega öfunda ég ykkur – frábært veður og góðir félagar, kasta öllum verkefnum fyrir róða og kem með næst!
Útivistaferðin lítur efnilega út.
kv.
Sigurður M.
31.01.2004 at 23:28 #486454fyrirgefðu.
31.01.2004 at 01:50 #486448Verð að vinna .. allavega á morgun – hef þessvegna ekki svarað [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2488:1j6otean]besta þræðinum[/url:1j6otean].
Mæti á sunnudagsmorgun ef mér tekst að vera duglegur á morgun og skila almennilegu starfi 😀
31.01.2004 at 01:27 #486444er einfaldlega [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2488:1n8ppybo]þessi[/url:1n8ppybo]. Enginn með of stórt eða lítið …
31.01.2004 at 01:24 #486442er ekki til jólalag undir þennan texta þinn ?
…og ég sem hélt að loksins væri komin almennileg réttlæting: "Heyrðu elskan, ég þarf að brenna austur (vestur, suður eða norður) fyrir fjallgarð og kippa nokkrum smælingjum úr skabbli".
😀
Hlakka til að kippa í þig, eða bara deila kippu!
grenj,
Sigurður M.
p.s. fyrst kvikindisskapurinn er kominn á þetta stig… Setrið og skálagjöld .. hm, hugurinn reikar …
30.01.2004 at 21:02 #486434ískaldar kveðjur Klaki.
Afsakið þetta með Glitnis húmorinn – jeppinn er reyndar alveg laus við þá félaga, en VÍS á bróðurpartinn í frúarbílnum 😀
En rétt hjá þér að verðlagning varahluta er víða gjörsamlega út í hróa – hringir t.d. Ingvar Helgason einhverjum bjöllum 😀 .. en varla er það markmið klúbbsins að fá félaga út á afsláttarkjör sem félagar hljóta hjá hinum ýmsu fyrirtækjum ?
Festur og vesin gera ferðir oft einstaklega minnisstæðar 😀
kv.
Sigurður M.
30.01.2004 at 20:03 #486430Fyrirgefiði, leikaraskapurinn var [url=http://www.austurgata.net/albums/album45/kollaklipp_0001.wmv:20c3zkht]þessi.[/url:20c3zkht]
…þessi lína hans Hlyns er samt enn að éta mig: "Það er eins og sumt fólk sé ekki að skilja að minna breyttir jeppar séu ekki gjaldgengir í allar ferðir f4x4" – en honum þykir augljóslega gott að hirða af "sumu fólki" félagsgjöldin ?
30.01.2004 at 19:58 #486428þessir smádekkjakallar, þakka þér Hlynur – ég sé ljósið og sel jeppann, Þyrla er komin á óskalistann a.m.k. þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að ónáða f4x4 félaga á stærri bílunum með því móti.
Verst að mér dettur ekki nein leið í hug að framkvæma [url=http://www.austurgata.net/albums/album45/kollaklipp.wmv:29p16y61]svona leikaraskap[/url:29p16y61] með þyrlunni… en orð hafa fallið um að börn og fjölskyldur eigi ekkert erindi á hálendið – þannig að það kemur ekki að sök.
"hmmm" hittir naglann á höfuðið og orðar margt betur en ég gerði (geri), ég var reyndar svo lánssamur að fara í Setrið í nýliðaferðinni og hafði ákaflega gaman af og held að ég hafi ekki verið mikið fyrir – fékk í það minnsta engar skammir og kann ófáum þakkir fyrir heilræði og spottalán, enda í allastaði velheppnuð ferð.´
Og tek ég undir þessi orð hans: "En 4×4 á að mínu mati að halda áfram að skipuleggja ferðir fyrir litla bíla því að þannig fáum við fleiri inn í klúbbinn og því fjölmennari sem við erum því öflugri málsvari jeppamanna verður klúbburinn….. Það mætti meira að segja reyna að gera út á ferðir líkt og útivist er að gera, ekki í gróðatilgangi heldur bara til að verða öflugri".Mig langar auðvitað í stærsta jeppann, læstan allann hringinn, 44"++ og öll fínheitin sem PatrolMan er með – en á þeim jeppa (jeppling?)sem ég er núna, verandi umvafinn félögum í ferðaklúbbunum, þá þætti mér ánægjulegra að félagið byrjaði ekki flestar ferðalýsingar á að 38" sé algjört lágmark.
Glitnis kveðjur,
Sigurður M.
30.01.2004 at 19:36 #485630Mér sýnist að mér hafi tekist að skemma þennan fína þráð kvenn[url]klúbbs[/url]félaga með póstinum mínum í gærkveldi og vil ég endilega fá að benda [u:534so7wf]klúbb[/u:534so7wf]félögum mínum á nýjan þráð sem Hlynur hóf og fyrirsögnin, í það minnsta, tekur á flestu því sem skrifað hefur verið eftir þessi …fáu orð sem ég smellti inn, [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2531:534so7wf]Smádekkjavæl[/url:534so7wf] er titillinn og lýsir … uuu … vonandi eingöngu hans áliti á öðrum [u:534so7wf]klúbb[/u:534so7wf]félögum.
Áhugavert væri að fá að fylgjast með hvernig gengur að fylla í ferðina og alltaf gaman að sjá myndir af fallegum jeppum (þó stærðin sé 38"+)
Því miður Soffía þá er þessi helgi 12-14 mars undirlögð í annað, ótrúleg óheppni – ráðagerðir föstudagsins þess 12 eru á þá lund að það mun ekki vera við hæfi að setjast undir stýri þann 13 😀 Hinsvegar, er ég svo sannanlega boðinn og búinn til að aðstoða á allan hátt við undirbúning þessara ferða og býð ég hér með þeim fararstjórum sem verða fremstir þessa helgi að senda mér meil og setja mér einhver verkefni.
Góða skemmtun.
kveðja,
Sigurður M.
30.01.2004 at 13:53 #486410Ég er sammála að það er fráleitt að flokka myndirnar eftir bílgerðum (lit, dekkjastærð eða hvað eina…) – en það væri kostur ef hægt væri að fá listann eftir innsetningar dagsetningu til viðbótar við núverandi röðunarmöguleika.
kv.
Sigurður M.
30.01.2004 at 13:50 #485620vegna undirmáls Rúnars, mér er fyrirmunað að átta mig á því að það sé stór munur á ferðafélagi og ferðaklúbb – í okkar samhengi.
Svo lengi sem innheimt eru [u:8f7y7pjx]félags[/u:8f7y7pjx]gjöld – og þau nýtt í sameiginleg verkefni, ferðir og rekstur ýmiskonar til handa [u:8f7y7pjx]félags[/u:8f7y7pjx]mönnum að þá er eðlilegt að [u:8f7y7pjx]félags[/u:8f7y7pjx]menn hafi jafnan aðgang að þeim kostum.
Kannski það ætti að hafa mishá [u:8f7y7pjx]félags[/u:8f7y7pjx]gjöld, t.d. eftir dekkjastærð 😀 (en þetta er bara hártogun í mér).
Og nokkrar línur varðandi áhuga þeirra sem eru ekki á 38"+ að þá er erfitt fyrir þá að sjá að nokkur leið fyrir þá sé að fara í ferðir þegar yfirskrift og umfjöllun er á þá lund að þeir séu ekki æskilegir.
Ég veit að kvennaferðin verður ákaflega skemmtileg og óska ég þeim góðrar ferðar og biðst jafnframt afsökunar á því að leiða þennan þráð á þessa götu – hér eiga vitaskuld að vera skemmtilegar fréttir og hlakkar mig til að sjá myndir úr ferðinni.
kv.
Sigurður M. [u:8f7y7pjx]félags[/u:8f7y7pjx]maður nr. R-3196
30.01.2004 at 02:11 #485606Hæ öll,
mér þykir leitt að það séu bara þær sem eiga 38" dekk sem fá að fara í þessa áhugaverðuferð. Því miður þá þýðir þetta einfaldlega eitt í mínum huga – 38"-44" er elítuklúbbur sem ekki sér ástæðu til að aðstoða félaga sína (hvort sem borga félagsgjöldin sín eða ekki …) til að komast á fjöll. Karlar eða Konur – ákaflega leitt m.v. hlutverk félagsins f4x4. En auðvitað skil ég allt þetta – það er náttúrulega leiðinlegt að vera miskunsami samverjinn heila helgi…
Soffía leyfir sér að segja í upphafspósti að "að þetta sport verði áhugamál allrar fjölskyldunnar". Ég, fyrir utan að vera ákaflega pirraður, leyfi mér að segja (og fullyrða) að þeir fjölskyldufeður sem fjárfesta í jeppum eru ekki að hugsa "eingöngu" um sjálfan sig (þó þeir séu karlmenn)- heldur fjölskylduna – en það kann etv. að vera misskilningur hjá mér ?
Eins þykir mér það ákaflega leitt að fjölskylduvandamál Soffíu séu þess valdandi að ekki fá allir að koma með í þessa ferð, sbr. "Ég garantera það að veskin opnast meira og oftar ef eiginkonan fær þó ekki nema örlítinn skerf af jeppadellunni". Á mínu heimili, og fleirum sem ég þekki til, að þá er markmiðið að öll fjölskyldan hafi gaman af – ekki Einn fjölskyldumeðlimur.En til að gæta hlutleysis þá á þetta við um okkur karlpeningin líka – og þykir mér það ákaflega miður. Reyndar hef ég verið svo ákaflega lánsamur og ferðast með
Góðum félögum sem hafa ekki útilokað mig þó ég hafi byrjað á 31", asnast í 32" bruðlað og breytt í 33" og skælist nú á 35". En, leitt þykir mér að vetrarferðir klúbbsins séu bundnar við 38"+ -en þá væri nú kannski eðlilegra að fara eitthvurt annað en í Setrið… ef "þeir karlar sem eru duglegir að lesa spjallið og heimasíðuna bendi konum sína á þessa ferð og hvetji þær til að fara." -skyldu asnast til að fara eftir þessum fyrirmælum, enda hefur það ávallt legið ljóst fyrir að Allir (velflestir, 38+ ?) félagar eiga þar heimangengt.Ég hef ekki hundsvit á 35" Runner, en ef það er fjölskyldugræjan – jafnvel með Glitnis hjálp – hversvegna er FERÐAFÉLAGIÐ 4×4 að gefa það út að það sé nánast handónýtt faratæki til fjallaferða ? (Er hægt að fá afslátt út á slíkt, t.d. 33" Jeppi (lingur) – 3% afsláttur af félagsgjöldum – enda bara 3% líkur á að hann komist í Setrið ??)
(SBR., Í raun er lágmarksdekkjastærðin 38", ekki nema um sé að ræða lítinn og léttan bíl sem virkar vel á minni dekkjastærð, sbr. þær viðmiðunarreglur sem stuðst hefur verið við í nýliðaferðum. 4Runner á 35" kæmi t.d. ekki til greina nema að vel athuguðu máli. Fer allt eftir bílnum, þyngdinni og leikni ökumannsins.") – hefur jafnvel þyngd ökumanns eitthvað um þetta að segja ?En til að horfa á björtu hliðarnar að þá er ég ákaflega glaður að sjá þráð eins og "Fjölskyldu ferð 31" og uppúr um næstu helgi" og "Fjölskylduferð á laugardaginn" – sem augljóslega eru runnir undan rifjum annara en þeirra sem eru í stjórn klúbbsins.
Því miður – þá hefur kvennaferðin og jafnvel aðrar skipulagðar ferðir félagsins misst marks á mínu heimili – sem er hreint út sagt leiðinlegt og hreinlega skemmir út frá sér.
Gleðilegan bónda-, konu- og mæðradag
Sigurður Magnússon – R3196
27.01.2004 at 00:36 #484398ein leiðin í heilaþvotti á betrihelmingnum …
VIÐ þurfum stærri dekk!
17.01.2004 at 00:01 #484640þetta er nú ekkert …
loksins þegar ég hafði virkilega tækifæri til að sýna frúnni að Jeppaeign væri Must á Íslandi þá er of langt sigið í Wiský-flöskuna … þ.a. hún verður bara að keyra heim á Plymmanum
16.01.2004 at 22:57 #484386ég fékk ekki hækkun á yfirdrættinum fyrir meira Essshellolís benzíni
09.01.2004 at 21:55 #483722Þetta er Kia Sportage skv. ökutækjaskrá.
01.12.2003 at 14:29 #481680Sælir, myndir af hetjuskapnum hjá þeim sem fóru í Setrið má sjá hér: http://www.austurgata.net/gallery/view_ … me=album37
[url=http://www.austurgata.net/gallery/view_album.php?set_albumName=album37:2uwkdyvh]linkur[/url:2uwkdyvh]
-
AuthorReplies