You are here: Home / Sigurður Arnar Böðvarsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Það er rétt að langdræga GSM kerfið er að nota helmingi meira af hverri rás en hefðbundna stöðvar (Það eru 8 timeslot og langdræga kerfið er að nota 2 fyrir hvert símtal.) en það er ekkert stórmál að bæta við ef að sú staða kemur upp að það sé þörf á fleiri rásum.
ÞAð hefur engin áhrif á drægni sendanna hvað margir eru að nota þá hverju sinni eins og er raunin er með 3G senda.
Segjum að hver sendir taki a.m.k 6 – 7 samtímasímtöl þá ætti það að duga nokkuð langt miðað við að meðalsímtal í GSM er c.a 30 Sek.
Svo er það svo að oft er meira en 1 sendir í sjónlínu og þá færast símtöl milli senda ef "besti" sendirinn er fullur.
Ég held að útbreiðslumyndirnar séu nokkuð nákvæmar t.d
þegar menn voru að tala í gsm úti á plani í setrinu þegar þorrablótið var þá var það alveg í jaðrinum á dreifimyndinn fyrir þann sendir sem var að nást í á þeim tíma en auðvitað getur veður, snjóalög og annað haft áhrif á þetta.
Nú var Vodafone að setja upp Langdrægann sendir á Bláfelli
í dag og þá ætti Kjalvegur og nágrenni að vera með ágætis dekkun.
[url=http://enta.is/myndir.php?albumID=25:hi65v0qv][b:hi65v0qv]Hér eru myndir af uppsetningunni á strút[/b:hi65v0qv][/url:hi65v0qv]
Kostnaður skattgreiðenda er enginn af uppsetningu og rekstri Langdrægu sendanna hjá Vodafone, þeir sem nota kerfið borga eins og almennt er með GSM kerfið.
Langdrægu sendarnir eru á 900 Mhz tíðni.
Nú var settur upp Sendir á Strút á Laugardaginn sem ætti að bæta mikið sambandið á Langjökli og Arnarvatnsheiði.
Já ég er starfsmaður Vodafone.
Nú var Vodafone var að setja upp Langdrægan GSM sendir á Strút í gær, það væri gaman að heyra frá þeim sem voru á Langjökli um hvernig sambandið var.
GSM samband í setrinu kemur frá sendi á Vatnsfelli og sambandið á líklega eftir að batna þegar fleiri sendar koma inn á næstu vikum/mánuðum.