Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.05.2006 at 13:22 #553438
það sem þú ert að benda á er akkúrat það sem ég sagði að væri mögulega hægt að dæma fyrir. Aðilar hafi ekki verið sammála um hvort sá sem hafði flugeldin um hönd hafi beðið sérstaklega um hann eða björgunarsveitamaður afhent hann óbeðinn og ekki greint frá því hversu öflugur flugeldurinn var og ólöglegur.
Að gera eitthvað "undir borðið" flokkast undir gagnkvæmt traust, sem svo annar aðilinn brítur með því að afhenda illa fenginn flugeld til þriðja aðila sem svo slasar sig á honum.
Í þessum dómi er sá sem hafði flugeldin undir höndum og lét hann til þriðja aðila, kæranda, sýknaður. Landsbörg er aftur á móti líka dæmd til að bætur fyrir það að flytja inn flugeldinn sem nota bene er ekki ólöglegt.
Óli, svo mér gæti nú kannski runnið reiðinn yfir þessum, að mínu mati óréttlátum dóm, þá gætir þú kannski útskírt það fyrir mér af hverju Lansbjörg er dæmd til að borga og af hverju handhafi flugeldsinns er sýknaður.
30.05.2006 at 23:53 #553500það þarf sérfróða menn til að smíða flækjur, því ekki er sama hvernig flækjurnar eru, verða að vera klæðskerasniðnar ýmsum atriðum í vélinni sjálfri. Svo sem hversu heitur ásin er. Þetta getur þú lesið um í helv…. góðri grein sem ég linkaði á þig á hinum þræðinum sem þú stofnaðir.
Annars ef vélin er orginal í bílnum þá getur þú verslað flækjur í einhverri amerískri netverslun sem um var rætt hér á spjallinu fyrr á árinu, ég bara fann það ekki í fljótheitum.
30.05.2006 at 23:47 #553508[url=http://www.johannsson.net/xodus.aspx?id=13:244ig36q][b:244ig36q]hérna[/b:244ig36q][/url:244ig36q] má sjá helv…. góða lýsingu á hvað flækjur gera.
Njóttu vel
kveðja siggias74 E1841
30.05.2006 at 23:43 #553428það voru líka útlærðir lögfræðingar sem fóru fram á sýknu sakborninga. Þannig má sjá að það eru ekki engöngu viðvaningar eins og við sem erum búnnir að spjalla um þetta mál, sem sjáum fáranleikan í þessu.
30.05.2006 at 19:13 #553416arg!!!! eik?
30.05.2006 at 19:11 #550526Fyrir nokkrum vikum síðan í bílablaði Fréttablaðsinns kom grein um að kvatt væri til logbrota með því að nota litaða olíu á bíla sem það annars væri bannað. Vitnað var í nokkrar leiðir sem menn gætu farið og svo skemtilega vildi til að allar þessar leiðir til svindls og lögbrota voru búnar að koma fram hér á vef 4×4, í þessu spjalli og öðru spjalli um hækkandi eldsneitisverð, á vikunum á undan. þó var ekki vitnað í það í greininni hvaðan upplýsingarnar væru fengnar, en greinin endaði á að það væru aðalega jeppamenn sem stunduðu þetta logbrot. Fyrir þá sem kunna að leggja saman tvo og tvo samasem 4×4.
Því segi ég að það sé varasamt að ræða þetta hér á spjallinu þar sem allir geti lesið. og þökk sé ykkur nokkrum "lögbrjótum" er búið að stimpla jeppamenn sem slíka, þó að flestir okkar borgum fullt verð fyrir olíuna okkar eða kaupum bensín
30.05.2006 at 18:39 #553412Ég er líka búin að lesa dóminn og öll þau gögn sem um hann er að fynna á netinu.
Ég fæ ekki séð hvernig Landsbjörg og björgunarsveitin eru skaðabótaskyld. Það er ekki ólöglegt að flytja þennan flugeld inn til landsinns, sem var það eina sem Landsbjörg gerði. Björgunarsveitin er kannski ábyrg fyrir því sem sjálfboðaliðum hennar dettur í hug að gera, eins og að afhenda flugelda sem eru ekki fyrir almenning til almennings.
En aðalmálið fynnst mér samt að þessi flugeldur komst á ólöglegan hátt til kæranda og ber ekki saman þeim sem afhenti flugeldin og þeim sem tók við honum, um hvort slíkt hafi verið tilkynnt við afhendinguna.
En það sem gerir mig virkilega reiðan yfir þessu er sú staðreind að sjálfboðaliða björgunarsveitir sem eru einu björgunaraðilarnir í landinu eru kærðar fyrir svo vafasamt mál. Að kæra þann aðila sem er sá eini sem myndi bjarga mér ef ég væri í háska væri það síðasta sem mér myndi detta í hug, og vitandi það þegar ég ligg í jökulsprungu og þarf á hjálp björgunarsveitana að halda kemur engin því ég er búin að hafa af þeim alla peningana sem í björgunarstörf eiga að fara. nei nei og aftur nei. Menn sem gera svona hljóta að vera með afskaplega skerta vitsmuni.
Í dómsorði kemur fram að þetta gæti hugsanlega þrengt reglur um sölu skotelda enn frekar.
Hvernig á þá að fjármagna björgunarsveitirnar?
Afleiðingar svona fíflagangs geta orðið ótrúlega alvarlegar og jafnvel riðið björgunarsveitunum að fullu.
Hver á þá að bjarga okkur?
30.05.2006 at 13:03 #552532blessaður Finnur ertu ennþá í jeppapælingum?
Er [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=ferdamyndir/4099/27591:1kpuhu7t][b:1kpuhu7t]þessi[/b:1kpuhu7t][/url:1kpuhu7t] ekki svipaður og dakota. Þetta er alveg gullfallegur bíll og svolítið fleirri hestar spentir við kerruna en eru í patrol. Þegar rætt er um eiðslu þá er mottóið bílar sem skila skemtilegu afli eiða ekki bensíni heldur nota þeir það.
Kveðja siggias74
30.05.2006 at 12:32 #198019Nú er mér nóg boðið, er ég las í fréttum í morgun að Landsbjörg og Björgunarsveit Kópavogs hefði verið dæmd til að greiða 3.000.000. í skaðabætur til einhvers manns sem kann ekki að kveikja á flugeld. Og útvegar sér þar að auki flugeldin eftir ólöglegum leiðum þar sem umræddur flugeldur var ekki í almennri sölu heldur fluttur inn fyrir sýningar björgunarsveitana.
Þessum manni tókst að sprengja á sér hendina, eftir að notabene hann „stal“ flugeldinum, fer svo í mál við þann sem flytur inn flugeldin og einnig þann sem hann „stal“ honum frá og vinnur málið.
Hver er svo óprúttin að krefja sjálfboðaliða- björgunarsveit, sem er notabene eini björgunaraðilin í þessu landi, um skaðabætur fyrir sín egin glappaskot. Og hverslags dómskerfi er í þessu landi að dæma þessum manni í vil?
Eru björgunarsveitirnar virkilega það vel fjáðar að fólk sem velur sér þessar leiðir til að afla sér peninga öfundist útí og sæki í sjóði þess með öllum mögulegum ráðum?
Ég get ekki skrifað meir ég er svo reiður.
siggias74 E1841
21.05.2006 at 16:06 #552722og [url=http://www.trigger.is/gallery/myrdalsj-20060520/IMG_7576:y9kjsgor][b:y9kjsgor]þarna[/b:y9kjsgor][/url:y9kjsgor] er benni að gera við cruser í sinni fyrstu ferð
hann skemtir sér eflaust vel enda vanari að horfa á aðra gera við en að láta aðra horfa á sig gera við.
19.05.2006 at 12:59 #552712var ekki sagan um hann benna litla og einmannaleikan með hina bílana í baksýnisspeglinum nokkuð rétt?
þegar þú ert búinn að brjóta alla felgubolta og missa öll hjól undan cruser og skipta ótalsinnum um frammdrif, þá verður nú gott að geta farið að ferðast aftur um á pajero.
annars var sett mynd inná vefinn í gær af crúser á flugi á einhverri sandöldu, það hefði verið gaman að fá líka að sjá næstu mynd sem var tekin eftir lendingu og sjá hvort crúser hafi staðið heill í öll fjögur hjól eftir það. það er nefnilega ekki svo langt síðan ég sá crúser á svona flugi og það endaði með stórtjóni, sem má sjá í myndaalbúminu mínu.
kveðja siggias
17.05.2006 at 11:36 #552662Einu sinni var ungur maður sem hét benni. Hann var jeppamaður mikill og átti eðal pajero sem komst allt miklu meira en aðrir bílar og bilaði mikluminna en aðrir bílar. Hann benni var svoldið einmanna, því þegar hann var á fjöllum þá var hann alltaf einn langt á undan öllum hinum á pajeronum sínum. Þessi síendurtekni einmannaleiki í jeppaferðum varð til þess að hann benni ákvað að fá sér landcruser 80 (guð hjálpi honum) og vonast hann til að vera ekki alltaf langt á undan öllum hinum lengur. Ekki er nú öll vitglóra sokkin í einmannaleikan hanns benna því hann á ennþá eðalpajeroinn þannig að hann getur alltaf snúið til baka og hætt þessari vitleisu.
annars til hamyngju benni með lc80 og að vera ekki ennþá búinn að selja pajero.
pajerokveðja siggias74 E1841
15.05.2006 at 22:53 #552524hvað með lapplanderinn? af hverju ekki bara að skella honum á númer og voala, bíll sem fer fáfarnar slóðir.
09.05.2006 at 11:54 #552236Bilsón í Ármúla er þjónustuverkstæði fyrir Heklu og var síðast er ég vissi á sama taksta og verkstæði Heklu.
23.04.2006 at 14:20 #550646ég fór yfir þorskafjarðarheiði á annan í páskum og er hún frekar þung á köflum, en annars möguleg yfirferðar. þar er mikill púðursnjór í sköflum við hóla og kletta en harðfenni inná milli.
Kveðja siggias74 E1841
23.04.2006 at 14:16 #550548ég hef greinilega verið afskaplega orðheppinn þegar ég skrifaði inn á spjallið um ferðina, þar sem orðalag mitt er notað í fyrirsögn fréttar í Morgunblaðið.
fæ ég ekki greiddan höfundarétt:)
siggias E1841
18.04.2006 at 19:00 #549572Þegar ég tók pungaprófið fyrir 10 árum síðan þá fór ég líka í slysavarnarskóla sjómanna samhliða því, á þessu verði. Svakalega hefur þetta hækkað á 10 árum ef þetta kostar 100 þúsund kall í dag. Ég skyl það vel að menn hoppi ekki í þennann skóla fyrir þetta verð, og byðst ég afsökunar á fullirðingu minni hér að ofan.
Mig minnir hinnsvegar að ég hafi minnst á það fyrir nokkrum árum síðan hér á spjallinu, kosti þess að hafa þessa menntun þegar maður ferðast um hálendið, og minnir mig að það hafi verið kommentað sem ónauðsinlegt að sækja slíka menntun. Núna hinnsvegar eru allir sammála um nauðsin þess að kunna siglingarfræði. Hvað hefur breist? Kannski þessi slysaalda og fjöldi björgunarsveitaútkalla hafi kveikt í mönnum.
spekulering.
siggias E1841
18.04.2006 at 12:04 #549568Ég vildi koma því á framfæri í sambandi við neðanbeltispróf í fjallamennsku, að allir géta sótt pungaprófsnámskeið hjá sjómannaskólanum sama hvort þeir hafa pissað í saltan sjó eða ekki. Ég held að námskeiðið kosti einhvern 40 þúsund kall.
Ég sótti sjálfur svona námskeið eingöngu til að nota þekkinguna til fjallaferða. Ég hef aldrei siglt um sjó á neinu öðru en árabát og vantar því siglingartíma til að öðlast sjálft pungaprófið, en ég sé ekkert eftir þeim 30 þúsund kalli sem ég greiddi fyrir 10 árum síðan fyrir þessa vitneskju sem maður fær útúr námskeiðinu. Siglingarfræðin bæði á kompás og gps hefur nýst mér alveg svakalega vel á fjöllum, og einnig er komið þógnokkuð inná rafmagnsfræði og vélfræði sem hefur nýst mér alveg svakalega vel í reddingum við hinar og þessar hremmingar sem maður hefur lent í. Það eina sem ég hef ekki þurft að notast við ennþá eru blessaðir vitarnir okkar sem lýsa svo skært við hvert sker og landshorn en í áðurnefndu námskeiði lærir maður líka á að sigla eftir þeim.
Drífið ykkur á pungapróf og hættið þessu nöldri. Sjálfsbjargarviðleitnin er nú ekki á háu plani hjá þeim sem getur ekki fundið uppá því sjálfur að læra, heldur þarf að láta félagsskap sem þennan mata allt ofanímann. Hvernig gengur þeim svo á fjöllum.
Gaman að heyra frá nýgræðingum eins og king sem afla sér svona mentunar og nýta sér hana á fjöllum.
Litla deildin er líka að vinna að góðu málefni með kynningarstarfi fyrir byrjendur og var ferðin á laugardaginn vel skipulögð og vel haldið utanum hópin. Enda hafa flestir sem voru í sinni fyrstu jeppaferð látið í ljós ánægju sína hérna á vefnum með þessa ferð.
Vandamálið eru hinnsvegar þeir sem fara og kaupa fullbreitta bíla og líta á hálendis og jöklaferðir sem eitthvert jaðarsport. Þessi hópur er að stækka af eðlilegum ástæðum. Það eru að koma upp ákveðin kynnslóð af einstakklingum sem eru aldir upp í spennu. Hafa lært af jackass og fleirra góðu sjónvarpsefni og lifa algjörlega eftir því. Þessum hóp er ekki hægt að ná til nema að litlum hluta, og fæ ég ekki séð annað en við verðum bara að leyfa hinum að fara sér á voða og drepa sig eins og það vill drepa sig. Hinn vegar verðum við að finna skothelda leið til að koma í veg fyrir að hegðun þessara ákveðnu einstakklinga komi ekki til með að skemma fyrir okkur hinum.
kveðja siggias E1841
16.04.2006 at 14:41 #549626við viljum þakka litludeildarferðalöngum fyrir dúndur ferð í frábæru veðri um fallegt svæði.
þökkum fyrir hjálpina sem við fengum við að koma bílnum aftur í skóinn eftir að hann misti hann í einum skaflinum.
gaman að sjá hvað nýgræðingar voru óragir við að spæna á lítið breittum bílum sínum, og ótrúlegt hvað sumir fóru langt á gleðinni einni saman.
það verður gaman að ferðast með þessum hóp aftur næst.
siggias, kristjana, sölvi og róbert.
rauður pajero 35" (zetor)
12.04.2006 at 00:13 #548828ég stefni á að koma með og ætla að reyna að draga fleirri dalamenn með mér.
er á pajero skónúmer 35
siggias E1841ps. langar að fara áfram norður kjöl eða jafnvel norður fyrir hofsjökul og niður í skagafjörð.
haldið þið að það sé fært fyrir 35" bíl norður fyrir hofsjökul?
ef ég fer þá leið heim, langar einhverjum að slást með í för?
-
AuthorReplies