Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.06.2008 at 13:21 #625114
þú getur sko alveg notað 35 tommu á svona mjóar felgur, en bíllinn verðu alveg svakalega svagur á þeim, og einnig er hætta á að dekkin geti slegist inní innri bretti eða það dót sem þar, því væntanlega eru felgurnar frekar innvíðar ef þetta eru orginal felgur.
Félagi minn gerði þetta einu sinni á bronco II sem hann átti og afturdekkin náðu að slást inní gormaskálar að aftan.kveðja Siggi
06.06.2008 at 11:16 #624172veit þorgeir af þessu
05.06.2008 at 18:58 #624104en myndin er [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=carmembers/4212/41917:15z2swma][b:15z2swma]hér[/b:15z2swma][/url:15z2swma]
04.06.2008 at 14:58 #623912ég er búinn að vera í símanum og á netinu í allan dag, að leita mér upplýsinga um hvaða áhrif þessi fyrirhugaða skattabreyting hefur á möguleika okkar sem virkilega viljum vernda umhverfið og spara um leið aur með því að breyta bílunum okkar fyrir metan.
reglugerðarfarganið er þvílíkt í dag að ekki er hægt að fá bíla umskráða sem metanbíla, ef þeim er breytt, nema örfáum tegundum sem þegar hafa verið vottaðir erlendis sem metanbílar. td. getur maður fengið vw golf skráðan sem metanbíl ef hann er með 1400 vél en ekki með 1600 vél svo dæmi sé tekið, af því að 1400 vélin hefur verið framleidd og vottuð sem metanvél af framleiðanda.
ein er líka til sú reglugerð sem segir að ekki megi eiga við eða breyta elsneytiskerfi eða útblásturskerfi bifreiða. þetta er nú reyndar sama reglugerðin og hefur ekki verið nýtt gegn okkur sem skrúfum upp í túrbínum og olíuverkum, setjum tölvukubba og sverara púst. þannig má kannski leiða að því líkum að hægt sé að breyta bíl úr bensín í metan án þess að við því sé amast, en bíllin fæst ekki skráður sem metanbíll.
þá komum við að náttúruverndinni sem liggur í nýjum lagatillögum.
vegna núverandi laga þar sem við borgum bifreiðagjöld eftir vigt, er það hagkvæmt að breyta bílnum úr bensín í metan, þó svo hann sé skráður áfram fyrir bensín. útreikningar og prófanir sýna að bíll sem eyðir 10 lítrum á hundraði, getur ekið 100 kílómetra fyrir þúsund kall á metani en það kostar 1600 kall að aka þessa sömu kílómetra á bensíni, plús það að kolefnisútblástur er eitthvað um 1 / 130 hluti á metani miðað við bensíni, það er náttúruvernd.
með lagatillögum um nýjan kolefnaskatt, í stað bifreiðagjalda, verður þessi hagur ekki að neinu, þar sem ekki er hægt að fá bílinn umskráðan sem metanbíl, og því þarf að borga af honum himinháann skatt fyrir allt það kolefni sem hann myndi losa ef hann brenndi bensíni. þar með stendur ekki nokkur maður í að breyta bílnum sínum fyrir metan og byrgðir af jarðefnaeldsneyti halda áfram að minka og mengun er alveg jafn mikil.
því segi ég að þessi skattabreytingartillaga er eitt mesta og óúthugsaðasta bull sem lagt hefur verið fram í langan tíma, í skjóli "náttúruverndar".
kveðja Siggi
04.06.2008 at 14:29 #623876þessi kit sem þú vísar í Haraldur, er fyrir lpg sem er butan ma. og fleirri fljótandi gastegundir, verð á slíku gasi hérna á klakanum eru eitthvað um 5000 kallin fyrir 5 kíló þannig að þú græðir ekki mikið á að setja slíkt gas á bílinn í staðin fyrir bensín.
cng er aftur á móti metan sem ennþá er hagstæðara að aka um á en bensíni, en nýjustu fregnir herma að það eigi ekki eftir að vara lengi. þökk sé tillögum nefndar um kolvetnisskatt á elsneyti og í stað bifreiðagjalda. ég ætla að skrifa grein um það í viðeigandi þráð, reyna að halda þessum fræðilegum um metaninnspýtingar.
kveðja Siggi
04.06.2008 at 08:47 #623868á þessari síðu sem vísað er til eru innspýtingarkit fyrir nokkrar gerðir af gasi. það rétta fyrir metan er vsi-cng (Vapour Sequential Injection – Compressed Natural Gas) þetta virðast vera algjörlega complet kit með kút og öllu, lítur svakalega vel út. maður skoðar þetta betur, verð og svona.
03.06.2008 at 21:28 #623910ég er núna á fólksbíl sem eyðir 7 lítrum á hundraðið, það er tiltölulega sparneytinn bíll að mínu mati, en hann fellur ekki undir það í skilgreiningu þessarar nefndar, og því hækka álögur verulega á mér ef þessar tillögur ná fram að ganga. ég er langt frá því að vera ríkur og hef þessvegna eingan veginn efni á að kaupa mér 3 milljón króna tvinbíl til að geta hagnast á þessu. þess vegna eru þetta ekki álögur á þá sem hafa efni á að aka um á bílum sem eyða miklu, frekar en blanka einstæða feður eins og mig.
þetta er rugl skattlagning og kemur ekki neinum til góða nema ríkissjóði, sem að sér fram á tekjutap vegna minkandi ferðalaga almennings vegna ofurverðs á eldsneyti. það hefur td. ekki mælst minni umferð um hvítasunnuhelgi í áratugi, heldur en um síðastliðna hvítasunnuhelgi.
það segir sig líka sjálft að þegar á að leggja á skatta bara til að leggja á skatta, en ekki til að nota péninginn í eitthvað uppbyggjandi sem allir þjóðfélagsþegnar hagnast á, þá er mysan súr.
03.06.2008 at 13:10 #623898rökin sem umhverfisráðherra notaði fyrir því að skjóta ísbjörnin til dauða, var að hann ógnaði lífríki íslands og lífi fólks.
hvenær gefur umhverfisráðherra út skotveiðileifi á okkur jeppamenn, sem hún einmitt telur að ógni lífríki íslands og lífi manna í umferðinni, spurning.
maður ætti kannski að fá sér skothellt vesti og brinvörn á bílinn til að varast einkaskyttum umhverfisráðherra.
03.06.2008 at 11:07 #623864miðað við staðsetninguna á gaskútnum í þessum bíl er hann tæplega með þennan búnað orginal.
VW caddy bifreið sú sem ég hef oft ekið sem er útbúin metan bíll, er held ég orginal metanbíll, allavega er aksturstölvan í honum með upplýsingabúnað um metanið. td, magnmæli (bensínmæli) og upplýsingar um hvort hann er á metani eða bensíni.
kúturinn í þeim bíl er komið fyrir undir honum og sést ekki eða tekur farangurspláss.
einsog ég hef áður sagt, stórkostlegur búnaður og frábært eldsneyti.
ég er þess nokkuð viss að það þarf ekki að óttsast að ekki verði hægt að kaupa metan nema á einni þjónustustöð í reykjavík, því olíufélögin þau eru jú þannig að þau gera bara það sem þau græða péning á og ef metanbílum fjölgar, þá fara fleirri félög að selja metan.
03.06.2008 at 10:55 #623894einn aðalgrundvöllur þess að leggja skatt á vörur og þjónustu er að nota péninginn í að bæta vörur og þjónustu.
skattur sem lagður er á afþvíbara, og engin stefna er fyrir í hvað péningurinn á að fara, er ekkert annað en péningaplokk af vestu gerð.
af stjórnmálaflokki sem komst til valda í síðustu kosningum eingöngu út á það að hann ætlaði að auka jöfnuð í þjóðfélaginu, hefur meira en misstígið sig, hann hefur hreinlega fótbrotið sig ef hann samþykir þennan bull skatt, sem gerir ekkert annað en að auka á stéttarskiptingu. eftir þennan skatt eru það bara þeir allra ríkustu sem hafa efni á að aka á range rover.
þetta hefur ekkert með náttúruvernd að gera, því það bætir náttúruna ekki neitt þó misspilltir stjórnmálamenn hafi úr meiru að moða til að stjórna sínum eigin eftirlaunum.
hnitmiðaðar leiðir til náttúruverndar er að greiða leið þeirra sem vilja á einfaldan hátt aka um á náttúruvænna eldsneyti eins og metan. það þarf ekki að kosta ríkið krónu, eingöngu að auka upplýsingar og einfalda reglugerðarbullið. einnig er leiðir sem þegar hafa verið farnar eins og að spara þeim sem aka um á náttúruvænni bílum, bílastæðagjald. það er hnitmiðuð leið sem leiðir til náttúruverndar og kostnaðurinn fer beint í hagnað fyrir bíleigandann en ekki í eftirlaunakerfi stjórnmálamanna.
stjórnmálamenn hafa hingað til ekki sýnt því áhuga að draga úr innflutningi á fokdýru bensíni og bæta þar með viðskiptajöfnu þjóðarbúsins til jákvæðari talna. þeir hugsa eingöngu um eigin hag, og það er nokkuð ljóst að þessi tillaga að hækkun á eldsneyti með aukaskattlagningu er eingöngu til þess fallin að eftirlaunasjóður stjórnmálamanna minki ekki í kreppunni sem nú sligar landann, því nýjustu tölur sýna að ferðalög einstaklinga hafa stórminkað á síðustu mánuðum, og eldsneytiskaup þarmeð. því hafa tekjur ríkisins af eldsneytissölu dregist lítilega saman frá því fyrir þrem mánuðum síðan.
skítum á stjórnarráðið ef þetta nær fram að ganga, því það er jú náttúruvænasta aðaðferðin við að hægða sér, að gera það ekki í vatnssalerni og niður við sjávarmál fjarri vatnsverndarsvæðum.
kveðja siggi
02.06.2008 at 21:41 #623856ég er búinn að ganga með þennan metan draum í maganum í allmörg ár eða allt frá því ég lærði efnafræði og eðlisfræði í tækniskóla.
ég hef líka ekið metanbíl allnokkru sinnum og lýsing mín á því er ósköp eðlilega frábært eldsneiti.
bensínvél getur gengið fyrir metani mjög vel þegar hún er heit, en metan bílar eru þannig útbúnnir að lítill bensíngeymir er í þeim til að starta bílnum í gang og nota á meðan hann er kaldur, svo þegar hann er orðinn heitur, þá er skipt yfir í metan. innspítingartölvuna þarf að endurforrita þannig að hún gefi aðeins um 70 prósent af því magni sem hún gefur af bensíni, vegna þess hversu miklu betri orkunýting fæst úr metani en bensíni.
mér skilst að það þurfi að leggja gaslagnir að innspítingu og setja einhvern flókinn búnað til að tryggja það að bæði kerfin geti ekki blætt sitthvoru eldsneytinu samtímis inn á vélina, svo tvöfallt tölvukerfi annað forritað fyrir bensín og hitt fyrir metan. hljómar kannski sem frekar einfallt, enda skilst mér að þetta sé það, það flóknasta við metanið er að koma fyrir geyminum, eða kútnum á löglegan og öruggan hátt. vegna lágrar þjöppunareiginleika metans er frekar erfitt að geyma mikið magn af því, þetta er næstum eins og að geyma loft, ekki hægt að hlaða geyminn með fljótandi eins og aðrar gastegundir og því er hilkið hlutfallsega þyngra en innihaldið og þarmeð stærra ef það á að geyma eitthvað magn.
metaninnspýting fer einhverntíman í minn bíl, enda stefnir í að ég fái fljótlega nokkuð góðan aðgang að ódýru metani.
kveðja siggi
29.05.2008 at 23:44 #623168Það er eins gott að það var búið að færa stefnumótunarfundinn frá Ingólfsskála.
[url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/ingolfsskali_eydilagdist/:2ja8y8fj][b:2ja8y8fj]frétt á mbl[/b:2ja8y8fj][/url:2ja8y8fj]
26.05.2008 at 16:41 #623460hafðu samband við Halla Gulla, hann er búinn að blowervæða tacomuna sína og ætti að vita hvernig best er að fá tölvuna endurforritaða svo blowjobbið veiti hámarks fullnægingu.
21.04.2008 at 14:18 #620986ég skora á stjórn að opna fyrir netaðgang þeirra aðila sem lokað hefur verið á að undanförnu, og vinna í því af heilhug að lægja hér öldurnar með góðu en ekki illu. einnig skora ég á stjórn að sitja fram að næsta aðalfundi, sem er ekki nema tvær vikur og vinna að heilhug að því að bæta ímynd klúbbsinns með því fyrst og fremst að lægja hér öldurnar.
ég þakka stjórnarmeðlimum, bæði núverandi og fyrrverandi fyrir samstarfið á starfsárinu sem senn fer að ljúka því margt gott hefur gerst á þessu starfsári þóg svo að það slæma hafi ávallt verið ýtt uppá yfirborðið og gert sýnilegra en það góða.
ég skora á félagsmenn að hafa vit á að hætta þessari undarlegu umræðu sem verið hefur undanfarið gegn stjórnar og nefndarmeðlimum og mæta á aðalfund og kjósa sér þá stjórn og nefndir sem þeir vilja á lýðræðislegan hátt.
eigum góðar stundir
kveðja Sigurður Ásmundsson E 1841 ritnefnd
21.04.2008 at 14:05 #620872lýðræði fer þannig fram að menn með kostningarétt mæta á aðalfund og kjósa milli þeirra sem eru í framboði. það skiptir engu máli þó svo allir þeir sem eru í stjórn núna bjóði sig fram aftur, ef klúbbmeðlimir vilja þá ekki í stjórn þá kjósa þeir þá ekki.
undirskriftarlisti sem þessi (má ekki birta, spara vefnefnd vinnu) hefur ekkert með lýðræði að gera.
að fjarlægja ólýðræðislegan undirskriftalista er kannski ekki lýðræðislegt, en upprunalega átti þessi listi náttulega ekkert uppá pallborðið, enda ekkert með lýðræði að gera.
að loka á vefaðgang hundtryggs fyrrverandi stjórnarmanns, sem nota bene var einn af þeim fáu sem ekki var með ólýðræðislegt skítkast hérna í tengslum við umræðuefni undanfarinna daga, er náttulega fyrir neðan allar hellur, og merkilegt að stjórn, sem gefið hefur uppi þá ákvörðun sína að svara ekki á netinu sem einstaklingar, fyrr en rætt hafi verið málefnið í stjórninni allri, skuli geta tekið ákvörðun um að loka á vefaðgang án áður uppgefins umræðufrests. leyfa sér samt sem áður að halda áður uppgefnum umræðufresti til að svara ekki hér á netinu og freista þess að róa þessar annars niðurdrepandi og hundleiðinlegu umræðu.
fyrir þá ykkar sem skortir minni til lengri tíma, sökum elli, eða geðrænna sjúkdóma, þá byrjaði þessi hundleiðinlega umræða og skítkast á því að nokkrir aðilar gagnrýndu stjórn harkalega fyrir að birta ekki fullnægjandi lista hérna á spjallinu um framboð og eftirsitjandi stjórnar og nefndarmeðlimi. sú sem harðast fór frammi með þá gagnrýni, notaði það sem ástæðu að hún vildi bjóða sig fram til einhverja nefnda, en vildi ekki vinna með hverjum sem er og yrði því að fá slíkar upplýsingar. hefur klúbbur sem þessi eitthvað að gera með manneskju í nefndum sem ekki er í stakk búinn að vinna með nefndarmönnum. ég er allavega á þeirri skoðun að það yrði ekki klúbbstarfinu til framdráttar að hafa slíka manneskju innanborðs.
eftir þessa langloku mína skora ég á stjórn að opna fyrir netaðgang þeirra aðila sem lokað hefur verið á að undanförnu, og vinna í því af heilhug að lægja hér öldurnar með góðu en ekki illu. einnig skora ég á stjórn að sitja fram að næsta aðalfundi, sem er ekki nema tvær vikur. og vinna að heilhug að því að bæta ímynd klúbbsinns með því fyrst og fremst að lægja hér öldurnar.
ég þakka stjórnarmeðlimum, bæði núverandi og fyrrverandi fyrir samstarfið á starfsárinu sem senn fer að ljúka því margt gott hefur gerst á þessu starfsári þóg svo að það slæma hafi ávallt verið ýtt uppá yfirborðið og gert sýnilegra en það góða.
eigum góðar stundir
kveðja Sigurður Ásmundsson E 1841 ritnefnd
25.03.2008 at 10:13 #617976Hérna nöldra menn og grenja yfir háu eldsneytisverði og heimta róttækar aðgerðir gegn þeim sem minnst mega sín eins og saklausu fólki á leið til vinnu.
Á sama tíma kaupa menn eldsneyti fyrir tugi ef ekki hundruði þúsunda til að leika sér.
Róttækasta aðgerðin gegn háu eldsneytisverði hefði verið að vera heima um páskana, undanfarin ár hefur eingöngu páskasala á eldsneyti verið þriðjungur af árssölu olíufélagana. Ef við hefðum bara verið heima þessa einu helgi hefðu bæði olíufélögin og ríkið orðið af þriðjungi árstekna sinna af eldsneytissölu, spáið í því.
Grenjið þið svo meira yfir því að engin geri neitt.
Kveðja Siggi (sem var heima um páskana og drakk bjór, hann hefur ekkert hækkað í verði)
14.03.2008 at 10:52 #617540og þvílíkur viðsnúningur á gormalífi, núna eru þeir alltaf í afslöppun inní upphituðum skúr.
08.03.2008 at 14:36 #617000það hengu margir á öxlunum á mér.
Ég, Sveinbjörn og Lella unnum saman að þessu blaði, skiptum á milli okkar verkefnum þannig að Lella sá um viðtöl og hafa samband við deildir, ég sá um samningsvinnu við fréttablaðið, öll samskipti við fréttablaðið og samskipti við formenn nefnda og Sveinbjörn sá um allt gamla liðið og gömlu myndirnar.
Þegar haft var samband við okkur frá fréttablaðinu á fimmtudagskvöldið síðastliðið og okkur tjáð að efnið sem við værum með kæmist aldrei fyrir í blaðinu, hófst niðurskurðurinn. Sveinbirni tókst að fá fréttablaðið til að stækka kálfinn uppí 16 síður en hámarksstærð á seldum kálfum hjá fréttablaðinu er 12 síður. Hringdum við í hvort annað og sendum hvort öðru mail allan föstudagsmorguninn og átti ég held ég einhver 15 símtöl við Sveinbjörn á þessum tíma og fékk 22 mail frá miðnætti á fimmtudag til klukkan 14:30 á föstudag, þar sem við ræddum um það hvað ætti að skera niður.
Engin annar en við þrjú komu að því hvernig blaðið ætti að líta út.
Svarar þetta spurningu þinni Dagur?
kveðja Siggi
08.03.2008 at 13:59 #616994Dagur, þú segir líka ofar í þessum þræði.
Allavega hafði èg ekki hugmynd um kálfin fyrr en auglýsing um útgáfuteit byrtist hér á vefnum og fór þá að kanna málið.
Sem er helber lýgi þó svo að þú hafir ekki fengið tölvupóst.
Á síðu 2 í kálfinum kemur líka fram hver er ábyrgðarmaður og kverjir komu að útgáfunni.
hér ofar skrifa ég líka ástæðu þess af hverju ekkert kom frá umhverfisnefnd, þær greinar voru ekki teknar út eins og þú gefur í skyn.
Mér þykir leitt að ekkert kom um umhverfismál klúbbsins og ég lagði á mig mikla vinnu við að reyna að gera þeim málum góð skil en afrakstur vinnunnar varð því miður engin.
kveðja Siggi
08.03.2008 at 13:39 #616990En var ein af þeim greinum sem við létum víkja fyrir plássleysinu, vegna þess ma. að hún birtist nánast í sömu mynd í Setrinu síðasta.
En hér birti ég greinina um ferlaverkefnið í heild sinni.
Mælingarverkefni Ferðaklúbbsins 4×4 og LandmælingaUpphaf skipulagðar ferilsöfnunar Ferðaklúbbsins 4×4, má kannski rekja aftur til þess tíma er klúbburinn lagði Mál og Menningu til g.p.s mælda óbyggðaslóða eða um síðustu aldarmót. Bessi Aðalsteinsson sá um utanumhald þessara gagna á þeim tíma, eins lögðu margir félagsmenn til gögn í þetta verkefni með því að ferla fyrir klúbbinn. En ætlunin meðal annars að gera hálendiskort með Máli og Menningu og það væri sem best úr garði gert, einnig að lítt þekktir hálendisslóðar kæmust á kort.
Næsti áfangi ferlaverkefnisins kemur í kjölfar þess að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra skipar starfshóp sem fjalla á um slóða í óbyggðum. Þetta var 1 september 2004. Hópinn skipuðu þrjár stofnanir, einn frá hvorum þ.a.s Landmælingar, Vegagerðin og Umhverfisstofnun. Í tengslum við verkefni fær Ferðaklúbburinn 4×4, aðild að verkefninu. Og verður það til þess að stofnaður er starfshópur innan Ferðaklúbbsin, sem ætlar að leggja þessu verkefni lið.
Hafist var handa við það að koma upp vefsíðunni http://vegir.klaki.net/vegir/, Einar Kjartansson var helsta driffjöðrin í vefsíðugerðinni og síðan var safnað upplýsingum um hina ýmsu slóða bæði í textaformi og á g.p.s formi. Ári seinna rann samningstíminn út og nefnd ríkisins skilaði af sér skýrslu sem hét Skýrsla starfshóps umhverfisráðherra um vegi og slóða í óbyggðum, sem margir félagar í Ferðaklúbbnum höfðu ýmislegt útá að setja. Í kjölfarið kom vefsíðan Á vegi og voru þar kortagögn um þá slóða sem talið var að mætti aka.
Ferðaklúbburinn 4×4 gerði fjölmargar athugasemdir við þetta kort. Samtímis hafði VÍK vélhjólaíþróttarklúbburinn og Ferðaklúbburinn 4×4, verið í góðu samstarfi um verkefni sem kallaðist Á réttum slóðum https://old.f4x4.is/arettumslodum/index2.htm og fengu þeir til liðs við sig ýmsa aðila, svo sem Landvernd, Landgræðsluna, Umhverfisstofnun, FÍ, Útivist og síðast en ekki síst þáverandi umhverfisráðherra Jónínu Bjartmanz. En með útkomu kortsins fyrrnefnda á vefinn, má segja að verkefnið Á réttum slóðum hafi verið andvana fætt og lagðist það niður í kjölfarið.
Eftir nokkur hlé á skipulagðri söfnun gagna hjá Ferðaklúbbnum 4×4 var ákveðið að halda áfram á sömu braut og áður, enda ljóst að mikil þörf var á gagnaöflun fyrir hina ýmsu aðila. Og ekki á færi margra annarra en jeppamanna á öflugum fjallajeppum að afla þeirra. Í kjölfarið gerðu Ferðaklúbburinn 4×4 og Landmælingar Íslands með sér samning haustið 2006, um að byggja upp þekjandi gagnagrunn yfir slóðir landsins. Hófst sú vinna á fullum krafti, þá þegar um haustið, með því að Ferðaklúbburinn 4×4 lagði LMÍ til mikið af ferilgögnum og síðan hófst skipulögð samvinna um vegamælingar sumarið 2007. Sú vinna gekk mjög vel. Fóru mælingarnar fram með þeim hætti að félagar í klúbbnum lögðu til jeppa í ferðirnar en Landmælingar lögðu til mælingartæki og mælingarfólk. Í sumar er ætlunin að aka og mæla í 60 daga sem eru u.þ.b 600 klukkustunda akstur. Og verður síðan haldið áfram gagnaöflun fram til ársloka 2009.
Jón G Snæland.
-
AuthorReplies