Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.05.2006 at 11:35 #553342
Ég er með sömu pælingar í maganum..
hvað ætli svona dæmi kosti?
26.05.2006 at 16:05 #553234sko 38" í dag eru litlu dekkin ef maður skoðar þessa bíla sem verið er að breyta í dag!
ætli Davíð passi ekki betur en Golíat,
hins vegar þá átti ég toyota lancruiser í nokkur ár og hún hafði nafnið Tóta, Tóta fljóta þegar við vorum í góðum snjó!
þetta er nafn sem mér finnst alltaf mjög skemmtilegt.
hvað varðar þinn bíl þá þarf maður að sjálfsögðu að vera frumlegur og það sem mér datt í hug er exbé eða Mr. T
eins og þið sjáið þá er ég ekki rosalega frumlegur.. hehe
góða helgi
26.04.2006 at 13:05 #550728Til lukku með bílinn.
Ég átti sjálfur 60 Crúser fyrir 3 árum síðan.
Hann var 86 árgerð.Turbínulaus. Ég mundi íhuga vel áður en ég mundi setja turbínu í bílinn.
Ástæðan er sú að sá sem keypti bílinn að mér gerði það og hann lenti í bölvuðu basli með vélina á eftir sem rakið var til turbínuna.
Það sama sagði kallinn hann tengdó. Hann átti líka 60 bíl í 13 ár og eftir að hann setti túrbóinn á þá var hann töluvert dýrari í rekstri hvað varðar viðhald.
Gangi þér annars vel.
26.04.2006 at 13:02 #551208Ég er rosalega ánægður með innleggin ykkar.
Bíllinn minn er mest notaður í bænum og langkeyrslu.
Ég keyri ca 12 þúsund km á ári og af þeim eru kannski 1 – 2 þúsund í snjó (gróflega )
Núna finnst mér bíllinn helst of mjúkur og hef ég verið að aka í 30 pundum til þess að stífa hann.
Bíllinn er orginal hækkaður á boddí hjá Toyota árið 1991.
Ég hef heyrt þetta með OME og aðra gorma að þeir séu of stífir í byrjun en það kítlar líka að hafa mjög góða gormafjöðrun, því hún skilar árangri þegar á reynir.
Ekki má nú gleyma að fjöðrun bíla í snó er oft vanmetin. Ég held að hún hafi meira að gera í hversu vel bílar geta ekið um jökla.
Ég verð í sambandi við þig því að ég er algjör sökker fyrir aukahlutum, og nú síðast var ég að fá Snorkel sem ég keypti í USA. Hann fer á mjög flótlega.
Hvaða verð eru í gangi á þessum gormum vitið þið það?
26.04.2006 at 11:04 #197857Sælir strákar,
ég er með LC80
Hann er með orginal dempara og gorma og einnig samsláttarpúða.Þannig eru mál með vexti að ég er með 39,5″ undir honum og þau rekast aðeins í þegar ég hleypi úr og er að aka og bíllinn fjaðar eitthvað.
Einn benti mér á að skipta um samsláttarpúða en sem ég mun líklega geri en ég er að spá í hvort ég eigi ekki að skipta líka um gormana þar sem ég held að þeir hafi slaknað töluvert og svo líka demparana.
Þá vantar mér að vita hvar sé best að kaupa þetta „dót“
fyrirfram þakkir fyrir ábendingar
30.03.2006 at 11:16 #547756Ég mæli með að fara á Langaskafl (langjökul)
eða velja eitthvað af jöklunum á suðurlandi.Annars held ég að lítið sé um snjó nema þá fyrir norðan.
27.03.2006 at 09:39 #547520Hver er tilgangurinn hjá mönnum að taka einn félaga fyrir og skjóta hann í kaf?
Sumir eru betri í stafsetningu en aðrir og hvað með það! Hann skrifar þetta eins og hann heldur að það eigi að gera það. Halldór Laxness gerði það líka!
Það á að þennan vef í eitthvað uppbyggilegt !
Siggi Árna
27.03.2006 at 09:05 #547368Ég vill þakka öllum frábærum félögum fyrir mjög svo góðan dag. Þetta var mín fyrsta ferð með F4x4 og reyndist hún vera alveg frábær. Það sem mér fannst alveg frábært að sjá var Rav4, Cherokee og fleirri jeppa á "minni" dekkjum akandi um jökulinn eins og þetta væri laugavegurinn. Til lukku með þetta félagar.
SiggiÁrnae.s. hlakka til að fara aftur með í ferð.
24.03.2006 at 11:01 #547292Tryggingafélögin eru nú ekki að maka krókin á tryggingum. TM var með 7-8 milljarða í hagnað á síðasta ári og var hann ALLUR vegna hlutabréfa í öðrum félögum. Þá var rekstur trygginga þeirra í járnum. Það sem þeir geta gert er að sérstakir tryggingarsjóðir sem þeir þurfa að vera með geta þeir notað í fjárfestingar. Þetta hefur að vera gefa þeim peninginn!
Hins vegar er spurning hvort að útlendingar sem eyðileggja annan hvern bíl sem þeir leigja af bílaleigum eigi ekki að greiða hærri tryggingar.
Aksturshæfileikar þeirra eru að hækka tryggingarnar hjá okkur hinum.
20.03.2006 at 10:43 #546832Sæll,
ég er á mínum öðrum Cruiser.
Fyrri var 1992 árgerð sjálfskiptur með stórum intercooler. Sá bíll var alltaf hjá mér í 18 lítrum á 100/km. Það skipti varla máli hvort ég var innanbækjar eða utan.núverandi bíll er beinskiptur með minni intercooler.
Hann eyðir 13,2 innanbæjar og Utanbæjar 11,2.Það fer samt rosalega eftir því hvernig maður ekur bílinn. Ef ég t.d. fer úr 90 í 100 þá fer hann upp um 1-2 lítra.
Hins vegar reyni ég ekki að gera það sérstaklega þar sem ég vill spara dekkin!.
Gangið þér vel..
Siggi
03.03.2006 at 13:29 #197462Eru einhverjir að fara eitthvað um helgina?
t.d. Langjökul, Þórsmörk eða Landmannalaugar?
03.03.2006 at 13:21 #545352Er það bókin sem kom út hérna fyrir u.þ.b. 2 árum?
Ef svo þá spyr maður hvort maður eigi að taka þátt í því að kaupa svona bóka Aftur! heldur bíða bara eftir útsölum !Þetta er óþolandi að greiða nokkra þúsundkalla fyrir bók sem var með eins mikið af röngum staðreyndum og villum og raun bar!
Hins vegar ef þetta er einhver önnur bók þá biðjst ég innilegrar afsökunar.
e.s. Ég styð að F4x4 haldi áfram að koma að útgáfu bóka sem fræða landsmenn!
23.02.2006 at 15:11 #544088sælir ,
Ég keyri um á Irok. Ég hef ekki upplifað þetta sem einhverjar segja sig hafa upplifað. Þau komu mjög vel út í snjó hjá mér.
Ég hef ekið um á GH, Mudder DC o.fl og finnst mér Irokinn vera betri en þau.Annars þurfa menn að passa sig á einu í dekkjavali.
Dekk eru = Trúarbrögð. Þannig að ráðleggingar manna eru ekki litlausar.Svo vill ég meina að öll dekk reynast ekki eins undir hvaða bíl sem er.
Annars þá langaði mig aðeins að taka upp hanskan fyrir Irok.
En gangi þér vel með dekkjavalið þitt.
23.02.2006 at 10:37 #544048Menn í félaginu eru komnir á villigötur með því hvort safnað sé eða ekki!
Mér finnst þetta vera spurning um Tryggingar !
Utanvegakaskó tryggir aðeins akstur á vegslóðum.
Eru vegslóðar á jöklum?
Þurfum að standa saman með að fá bílana okkar tryggða allstaðar!e.s. Þessi söfnun var mjög góð – þó svo að ég hafi sjálfur ekki komið nálægt henni.
Samt kemur nú upp í huga minn "þú tryggir ekki eftir á"
15.02.2006 at 11:30 #542596ég ætla að hrósa ykkur öllum fyrir þetta frábæra framtak!
15.02.2006 at 11:29 #197319Ef ferðaveður verður um helgina ! þá er ég að spá í að kíkja á langaskafl.
Eru margir hérna sem eru í sömu hugleiðingum?
14.02.2006 at 15:43 #542626Sælir,
ég væri til í að kíkja á laugardaginn ef veður verður gott!
24.01.2006 at 15:02 #540032Fyrst að það gengur ekki með F-250 merkið … þá er nú alltaf spurning að setja Ford Focus merki á hann
24.01.2006 at 08:43 #540022Í Hafnarfirði eru þetta 2,5 tonn ! greinilega töluverður munur á milli sveitafélaga.
Landcruiserinn minn er orðinn hættulega nálægt þessari þyngd!Allavega þá er mér svo sem sama um þessa pick uppa hvort þeir leggi í íbúðarhverfi inn á einkalóð.
Það er nógu mikil refsing að þeir þurfi að keyra 10km hægar en allir aðirir bílar ! Alls staðar.
Hins vegar mundi það fara í taugarnar á mér ef einhver væri nú að leggja langt út af lóðinni sinni… eða jafnvel með vöru-/sendibíl.
12.01.2006 at 08:43 #197030jæja hvað segið þið! fór á langjökul síðustu helgi.. veðrið ekki það skemmtilegasta hvað þá færðin!
á ekki að reyna aftur? núna?spáir ansi góðu.
-
AuthorReplies