Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.02.2008 at 08:52 #615090
Sælir,
Þetta er búinn að vera mjög áhugaverður þráður að fylgjast með, og spennandi að sjá hvernig þessi síma/Tetra mál enda. Eins og flestir sit ég og býð eftir því hvernig þetta endar.
En ég fór að velta fyrir mér við lesturinn. Þar sem svo virðist sem að það séu að koma GSM eða Tetra/GSM sendar upp á flesta (amk marga) hóla á hálendinu.
Hefur verið athugað með samvinnu við þessa aðila um að fá að setja VHF endurvarpa með á völdum stöðum þannig að VHF dekkunin verði næstum 100% líka?
Eins og kemur fram hér að framan þurfa símafyrirtækin að leysa rafmagnsþörfina á staðnum og koma búnaðinum upp. Væri ekki hægt að fá að "fljóta með" og setja upp VHF endurvarpa í leiðinni?
Allir stærstu kostnaðarliðirnir, framkvæmdarlegu og tæknilegu vandamálin þurfa símafélögin að leysa hvort eð er og þegar þau eru leyst þá kostar lítið að setja eitt tæki í viðbót í samband. Þetta er sama aðferð og Vodafone er að nýta sér í samvinnu við Tetra, af hverju ekki við líka?
Ef þetta væri mögulegt þá gætum við komið upp VHF endurvarpskerfi með betri dekkun en nokkurntíman GSM/Tetra. Það yrði líka ávinningur og aukið öryggi fyrir viðbragðsaðila að hafa/vita af góðu VHF kerfi á sama svæði, allavegana sem backup.
17.12.2007 at 12:04 #607086Ég bjó í Danmörku í tæp tíu ár og þegar ég fór að vinna eftir nám þá þurfti ég á tímabili að keyra mikið, ca 70-90 þús km á ári, aðallega á Jótlandi og Fjóni. Og mín reynsla af 2+1 vegum er nákvæmlega sú sama og kom hér fram fyrr, nefnilega að ef að það er mikil umferð þá snýst þetta upp í hreinan kappakstur. Það eru allir að reyna að nota tvíbreiða kaflann til að komast fram úr alveg fram á síðustu stundu og kaflinn þar sem vegurinn mjókkar aftur í eina akrein nánast eins og fyrsta beygjan í formúlunni. Það kostar meira að leggja 2+2, en við þykjumst vera ríkasta þjóð í heimi svo það er engin afsökun. 2+2 veg strax og málið er úr sögunni, allir komast á jöfnum hraða í báðar áttir og ekkert heyrist um vegarkaflann í fréttum, málið dautt en fólkið lifir.
Svo er það þetta með víravirkið á milli akreina. Ég skil ekki hvar vegagerðin hefur fengið sínar upplýsingar. Danirnir voru í óða önn að rífa þetta niður hjá sér og setja alvöru vegrið því það var altalað hvað þetta var hættulegt. Ég sá mörg dæmi þess þar sem fllutningabílar keyrðu niður röð af staurum, vírinn fór undir bílana og þeir keyrðu yfir. Líka dæmi þar sem vírinn virkaði eins og teygja og skaut bílum til baka gegnum umferðina og á fleygiferð útaf hinu megin. Eitt dæmi sá ég þar sem vírinn sviptist undir bíl og skaut honum á hvolf með látum fyrir umferðina á móti.
Þetta fyrir utan hvað þessir ostaskerar og vírahaldarar fóru illa með bílana, tættu þá upp, kræktust í þá og hentu þeim til.
Í samanburði gerðist nánast ekkert þegar keyrt var utan í alvöru vegrið.
31.10.2007 at 15:47 #601586Hvað með þá Cherokee (grand) sem eru bara með afturdrifi? Eru þeir þá líka jeppar? Það stendur amk Jeep á þeim líka:)
18.09.2007 at 16:21 #597320Þetta hlítur að vera í svissnum ef ekki er búið að rugla í rafmagninu eða víxla tenginum. Það fer einn vír frá svissnum, ACC/RUN, (svartur/ljósgrænn, pinni A1 í 93 bílnum) beint frá sviss inn á öryggjaboxið fyrir það sem á að vera með straum í ACC/RUN. Eina leiðin til að það hangi enn rafmagn á honum þegar svissað er af er að snertur í svissnum hangi enn saman eða að búið er að rugla í rafmagninu og hann fær straum annarsstaðar frá.
29.08.2007 at 15:57 #595624Sælir
ég er í þessum sömu pælingum, er á DC og langar í stærra. Ég hef heyrt ýmislegt um 46"una, að þau séu betri en DC í alla staði amk undir þyngri bílum. Það eina neikvæða var meiri eyðlsa og hávaði. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver segir að þau séu hljóðlát. Ertu að bera saman nelgd og nelgd eða míkróskorin dekk? Hvað keyrirðu þá með af þrýstingi í dekkjunum?
Ég skoðaði 47" undir hvítum Econoline og fannst þau mjó og há. Ég veit ekki hvað hann var með þau að breyðum felgum en þau virkuðu þónokkuð mjórri en bæði DC og 46", en mér leyst vel á munstrið. Spurning hvernig þau líta út þegar Benni verður komin með þau á breiðu felgurnar.
24.08.2007 at 13:08 #588758Euro staðlarnir eru kröfur evrópubandalagsins varðandi útblástursmengun bíla og verða strangari með hækkandi númeri.
Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan að Euro 2 var í gildi og það er held ég aðalástæðan fyrir því að langt er síðan maður hefur séð nýja Lödu eða annað Rússneskt á götunum.
Það er eins og mig minni að LC80 hafi ekki uppfyllt Euro 3 og þess vegna hafi innflutingur stöðvast á sínum tíma.
En þetta var einhvern tíma seint á síðustu öld og farið að skafa yfir í hausnum:)
29.06.2007 at 13:41 #593044Þú reddar þessu bara sjálfur.
Teikningu af stöðluðum evróputengli finnur þú á netinu, og svo einn vír frá þokuljósinu á bílnum á rétta pinnan. Rúmlega 5 mín vinna:)
20.06.2007 at 11:38 #579208Þetta eru nokkuð merkilegar tölur fyrir t.d. unlimited Sahara diesel (sjálfskiptan?):
5 manna, burðargeta heil 320 kg!! og má draga kerru sem er heil 450 kg óbremsað. Er þetta bara dúkkubíll?
Það er ekki mikið eftir af burðinum þegar búið er að breyta fyrir t.d. 38". Bílstjóri, 20 l olíubrúsi, samloka og kók??:)
Til gamans: í reglugerð er bílstjóri 75 kg og farþegar 60 kg (passar ekki alveg við raunveruleikan, er það??)
Þetta gera 315 kg og þá er pláss fyrir heil 5 kg í farangur!
15.06.2007 at 09:18 #592504En nú eru þeir hjá IH ekki með einkarétt á "góðri" þjónustu. Ég er núna með Forda og á þá samskipti við Brimborg af og til. Ég ætla að taka það fram strax að oftast gengur vel en nú síðast fékk ég smá IH flashback.
Ég pantaði tíma í tölvu lestur því mér fannst vélin ekki ganga hreint (7,3 powestroke vél, hvenær gengur amerískt hreint??).
Niðurstaðan var að pústþrýstiskynjari var farinn. Þá byrjar það.Ég: Skiptuð þið um hann?
Þeir: Nei, við eigum hann ekki til.
Ég: Er hann í pöntun hjá ykkur og á leiðinni?
Þeir: Nei, þetta er ekki lagervara hjá okkur, en við getum pantað hann fyrir þig .
Ég: Ok. pantaðu hann þá fyrir mig.
Þeir: Það gera 4 þús. Skynjarinn kostar 20 þús og þú þarft að borga inn á hann áður en við pöntum. Það tekur svo viku til 10 daga.
Ég: Ok, Hvenær getið þið svo sett hann í fyrir mig?
Þeir: eftir 5 vikur.
Ég: …. Ok, bókaðu tíma fyrir mig þá.Ég hringdi svo viku síðar og spurði um hann.
Ég: er skynjarinn sem þið pöntuðuð fyrir mig kominn?
Þeir: Nei, hann er ekki kominn, en við vorum að fá sendingu og hann gæti verið þar…
Ég: Ég á tíma hjá ykkur eftir 4 vikur, er nokkur möguleiki á að þið getið skipt um hann þegar hann kemur?
Þeir: Nei3 dögum síðar hringi ég aftur.
Ég: er skynjarinn sem þið pöntuðuð fyrir mig kominn?
Þeir: Nei, hann er ekki kominn, en við vorum að fá sendingu og hann gæti verið þar…
Ég: Ég á tíma hjá ykkur eftir 4 vikur, er nokkur möguleiki á að þið getið skipt um hann fyrr, ég er að fara í ferð um helgina og vildi hafa bílinn í lagi þá?
Þeir: NeiÉg hringdi þá á Ljónsstaði (sem ég hefði átt að gera fyrr) og spurði um skynjarann, svarið:
Já við eigum hann til, renndu bara við hjá okkur og við skellum honum í fyrir þig um leið!Ég renndi við og þeir skiptu um, lásu úr tölvunni, hreinsuðu villu kódan og prufukeyrðu allt fyrir 20 þús, sama og skynjaraverðið hjá Brimborg.
Frábær þjónusta!Svo hringdi ég í Brimborg (teimur dögum síðar) og vildi afpanta skynjarann þar sem ég þurfti hann ekki lengur og afpanta tímann hjá þeim líka.
Ég: Ég á pantaðan tíma, hjá ykkur á verkstæðinu og þarf hann ekki lengur og ætla að afpanta hann.
Þeir: Allt í lagi ég strika þá út tímabókunina.
Ég: Þið voruð líka að panta fyrir mig pústþrýstiskynjara sem ég ætla að afpanta líka, það er búið að redda þessu.
Þeir: Það geturðu ekki, við pöntuðum hann fyrir þig, og þú verður að kaupa hann.
Ég: Ég hélt að hann færi þá bara á lagerinn hjá ykkur og ég tapaði í mesta lagi innborguninni fyrir umstangið.
Þeir: Nei, hann var pantaður sérstaklega fyrir þig, og þú verður að kaupa hann. Ég ætla að athuga hvort hann sé kominn.
(Smá bið)
Þetta var í 6 cyl bensínvélina var það ekki?Ég: Nei, 7.3 powerstroke.
Þeir: Ég ætla að skoða þetta betur.Síðan hef ég ekki heyrt í þeim.
Ég ætla að taka það fram aftur að þetta er í eina skiptið sem ég hef lent í svona IH ferli hjá Brimborg og vonandi fer ég ekki á svartan lista hjá þeim fyrir að segja frá því.
Þetta var aftur á móti nokkuð venjulegt ferli hjá IH meðan ég átti Nissan bíla. Vonandi hefur það batnað.En þjónustan á Ljónsstöðum var frábær.
15.06.2007 at 08:31 #592502Ég hélt að hann væri að kvarta yfir IH…
15.06.2007 at 08:22 #592474Þetta er ekkert nýtt, búið að vera til sölu t.d. hjá Aukaraf lengi. Margir af sportbílastrákunum (t.d. í Impresa turbo) eru með þetta í bílunum hjá sér.
25.05.2007 at 14:42 #591264Í tilefni dagsins: Hefurður prófað að loka gluggunum?
Nei, annars nokkrar uppástungur að tilraunum:
Breytist hljóðið með eða á móti vindi?
Breytist það ef þú gefur í eða sleppir gjöfinni?
Breytist það upp og niður brekkur?
Hvað með að stíga létt á bremsurnar, breytist það þá?
Hvað ef þú kúplar frá?
Breytist það í beygjum?
Breytist það eftir undirlagi, malbik, steypa, möl?Þarna eru komnar uppástungur að tilraunum sem þú getur skemmt þér við að gera um helgina:)
Endilega komið með fleiri hugmyndir til að dunda við um helgina:)
16.03.2007 at 14:04 #584682Nú er ég kannski að hætta mér út á sprengjusvæði og því betra að stíga varlega til jarðar. Ég tók eftir því hjá Tryggva að hann segir að þessi skýrsla sé ekki á verkefnalista RHA, því langar mig til að spyrja þá sem til þekkja hvort það geti verið að þetta sé einkaskýrsla? Það er, að einstaklingur hafi verið fengin til að semja skýrsluna upp á sitt einsdæmi og það vilji svo til að hann vinnur hjá RHA? Ekki að Norðurvegur hafi haft samband við RHA eftir opinberum leiðum og RHA hafi útdeilt verkenfinu til þessa einstaklings sem svo skrifar skýrsluna í nafni RHA? Það er stór munur á þessu tvennu, það fyrra gæti jaðrað við misnotkun á nafni RHA. Mér finnst einnig sárt að Ofsi sem yfirleitt er mjög málefnalegur og grandvar skuli missa þennan sleggjudóm inn í póstin, ekki viljum við sem heild í 4×4 vera dæmd eftir þeim vitleysingjum sem spóla upp skíðabrekkurnar í Bláfjöllum því finnst mér ekki rétt af okkur að dæma heila stofnun, sem jafnvel á ekki hlut að máli, eftir einni skýrslu.
15.03.2007 at 11:27 #583842Það hjálpar þér lítið að fara á litlum dekkjum í vigtun, nema þá til að lækka þungaskattinn. Vandamálið er að ef eitthvað kemur fyrir, slys til dæmis, og í ljós kemur að bíllinn er yfir leyfilegri heildarþyngd þá gætir þú verið í vondum málum. Jafnvel bara ef löggunni dettur í hug að stoppa þig og vigta gætu þeir neitað þér um að halda áfram fyrr en bíllin er komin undir leyfilega heildarþyngd.
Umferðarstofa má ekki breyta skráðri leyfilegri heildarþyngd nema með leyfi framleiðanda. Ef þú getur útvegað vottorð frá Nissan sjálfum eða gegnum IH með verksmiðjunúmeri bílsins þar sem fram kemur breytt/ný leyfileg heildarþyngd þá breyta þeir þessu fyrir þig án vandræða. Án vottorðs frá framleiðanda meiga þeir ekki breyta upprunalegum gögnum, það eru ekki leiðindi eða þrjóska, bara ólöglegt.
Ef týpuvottorðið sem IH skilaði inn var vitlaust verður að skila inn vottorði frá Nissan með leiðréttingu. Ef þarna er vitleysa á ferðinni þá ætti ekki að vera mikið mál að fá slíkt vottorð frá þeim og IH ætti að geta útvegað það þó svo þeir séu nú ekki þekktir fyrir liðleika, en batnandi mönnum er best að lifa.
-
AuthorReplies