Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.04.2005 at 23:58 #520678
Hlutverk tækninefndar er margþætt og er meðal annars að:
Fylgjast með tækninýjungum varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða og miðla þeim upplýsingum til félagsmanna.Ná samvinnu við viðkomandi yfirvöld um gerð reglugerða fyrir fjórhjóladrifsbifreiðir. Kjósa skal fimm menn í hana.
Svo eitthvað sé nefntTekið úr erindisbréfi tækninefndar
kv
Siggi tæknó
06.04.2005 at 23:34 #520594mannst´eftir mér
Hvernig gastu breytt nafninu???
Endilega deildu því með okkur
Jú það væri skelfilegt að fá þá ekki aftur
06.04.2005 at 23:18 #520590Það er spurning hvort ekki sé hægt að leyfa mönnum að hafa þann möguleika að geta breytt notendanafni sínu eins og er víða á þeim spjallvefjum sem ég hef heimsótt. Þó er það ekki algilt og langt frá því að vera allsstaðar. Þegar ég skráði mig þá gerði ég það með því nafni sem ég notaði á gamla spjallinu en áttaði mig svo á því að ég þekkist ekki þannig heldur er ég þekktur undir öðru nafni. Vildi ég því breyta nafninu mínu þarf ég væntanlega að skrá mig upp á nýtt, en það er ekki víst að það gangi upp ef ég man rétt, þar sem það eiga að vera takmörk á því hvað menn geta verið með mörg nöfn.
kv
Siggi tæknó
06.04.2005 at 23:09 #520666Ekki veit ég frekar en svo margir hvað þessi fídus á að gera eða þýða en ég er búinn að gera nokkra að mínum vinum og reyna að gera aðra en það er þetta vandamál sem einhverjir hafa lent í að ég get bara fjarlægt nokkra sem vini mína en ég hef ekki valið þá enn sem vini mína, þannig að þetta er skrítið mál
kv
Siggi tæknó
22.03.2005 at 00:03 #195724Sælir félagar.
Mig langaði til að forvitnast hvort einhver hafi farið á Snæfellsjökul um liðna helgi og þá hvernig færið hafi verið. Erum að spá í að skreppa kannski um páskana fjölskyldan.
Með kveðjum
Siggi tæknó
19.07.2004 at 21:50 #504936Sæll Keli
Ég verð að leiðrétta þig með nafnið á ánni sem ekið er upp með. Hún heitir Urriðaá en ekki Grímsá. Vegurinn heitir hinsvegar Grímsstaðavegur og er eins og þú komst inná númer 535 í þjóðvegakerfinu. Dalurinn sem ekið er inn meðfram Langá heitir Grenjadalur eftir bænum sem er á hægri hönd er beygt er inn dalinn. Þaðan er ekið um Koteyrar og framhjá Innra-Koti en það eru gömul býli sem fóru í eyði fyrir mörgum árum síðan. Komið er að gangnamannaskála undir Sandfelli og ekið inn með Sandvatni. Þaðan er ekið undir Vatnshlíð og fyrir Vatnshlíðarhorn þvert yfir Kvígindisdal, á leið upp Langavatnsmúla. Þegar komið er yfir múlann er ekið um Hafradalseyrar og komið inn í Langavatnsdal. Þaðan er svo farið inn í Mjóadal áður en ekið er yfir sýslumerkin en þau eru inni í Mjóadal uþb miðjum. Því miður skortir mig staðhátarþekkingu eftir að komið er yfir í Dali en ég er nokkuð viss um að það eru einhverjir sem geta tekið við og leitt okkur niður í Dalasýslu.Með trúðakveðjum
Siggi Tæknó
13.06.2004 at 14:27 #503832Sæll Haffi
Ég átti og á Patrol og er búinn að láta taka upp kassann hjá mér. Það er ekki einfallt mál og ekki á hvers manns færi. Kassarnir í Patrol eru nefnilega þannig að öll splitti sem í honum eru eru þykktar háð, þ.e þau stilla slagið í legunum og þurfa því að vera af réttum þykktum. Varðandi efni og varahluti þá er sennilega best að fara í umboðið. Það var ódýrast þegar ég var að þessu, en einnig geturðu farið í Fálkann. Best er að segja hvað þig vantar, þ.e. allt fyrir upptekt, þá vita þeir hvað þig vantar. Verðið var á sínum tíma rétt um 15000 en gæti hafa hækkað eitthvað síðan.
Gangi þér sem allra best í þessu
Kveðja
Siggi tæknó
02.06.2004 at 19:49 #503562Jú því miður fyrir þig þá er það svo að skoðunarstöðvarnar hafa það á herðunum að eiga að rukka inn þungaskatt og bifreiðagjöld ef þau er ógreidd á eindaga og bíll er færður til skoðunar eftir það. Þetta er ein af þeim skyldum sem þeim eru lagðar á herðar.
22.05.2004 at 16:17 #50286821.05.2004 at 19:16 #502864Nýjar fréttir af Vatnajökulsförunum er að finna á trúðasíðunni. Slóðin er: http://www.trudur.alvaran.com/
mbk
Siggi tæknó
21.05.2004 at 12:14 #502881Sæll Óskar
Þú getur farið með bílinn á vigtina hjá Malbikunarstöðinni Höfða, hún er fyrir innan Ingvar Helgason eða á hafnarvigtina í Hafnarfirði af þú ert í bænum en annars áttu að geta farið á næstu hafnarvigt minnir mig. Þú getur líka fengið allar upplýsingar um vigtar sem Umferðastofa samþykkir hjá þeim í síma 580-2000
mbk
Siggi tæknó
20.05.2004 at 12:53 #194379Þá eru trúðarnir að leggja af stað í ferð á Vatnajökul.
Lúther er að bíða eftir Ford 350 á 46″ dekkjum sem ætlar að fara með. Ferða sagan verður svo nánari á trúðasíðunni en slóðin er: http://www.trudur.alvaran.com/Þar verður hægt að lesa allt um ferðina undir hnappnum fréttir. Meira síðar
mbk
Siggi tæknó
18.03.2004 at 14:55 #491889Sæll Haffi
Nei það þarf ekki sérstakan lykil á þetta, en það er hins vegar ekki verra. Það nægir að hafa úrrek og léttan hamar en ekki beita neinu afli í höggin, bara nota þyngd hamarsins.
Lásskinnan þarf svo að passa í götin til að þú getir lst aftur.
Það skiptir ekki máli vernig lokurnar eru þe. auto eða manual, leguróin eru alltaf eins. Rónni er læst með skinnu sem er skrúfuð með tveim skrúfum í róna.
Þú getur fengið nánari upplýsingar hjá mér í síma 896-2924
mbk
Siggi tæknó
18.03.2004 at 14:55 #499151Sæll Haffi
Nei það þarf ekki sérstakan lykil á þetta, en það er hins vegar ekki verra. Það nægir að hafa úrrek og léttan hamar en ekki beita neinu afli í höggin, bara nota þyngd hamarsins.
Lásskinnan þarf svo að passa í götin til að þú getir lst aftur.
Það skiptir ekki máli vernig lokurnar eru þe. auto eða manual, leguróin eru alltaf eins. Rónni er læst með skinnu sem er skrúfuð með tveim skrúfum í róna.
Þú getur fengið nánari upplýsingar hjá mér í síma 896-2924
mbk
Siggi tæknó
18.03.2004 at 14:27 #491864Sælir
Þetta er tekið beint af vef VegagerðarinnarÓfært: Snjóþyngsli það mikil að ekki telst fært fyrir almenn ökutæki. Þessi lýsing á einnig við þegar vegur er ófær af öðrum ástæðum eins og skriðuföllum, vatnsflóðum o.þ.h.
Allur akstur bannaður: Vegi eða vegkafla lokað fyrir allri umferð ökutækja m.a. til að verja hann skemmdum (einkennt með merkinu allur akstur bannaður B01.11)
Þar sem okkar ökutæki falla kannski ekki alveg undir skilgreininguna almenn ökutæki er þetta ekki ófært fyrir okkur.
Hins vegar er þetta sett á að hausti og tekið af að vori til að varna því að fólksbílar og óbreyttir jeppar séu að fara þarna um að óþörfu og þegar veður eru válynd.mbk
Siggi tæknó
18.03.2004 at 14:27 #499112Sælir
Þetta er tekið beint af vef VegagerðarinnarÓfært: Snjóþyngsli það mikil að ekki telst fært fyrir almenn ökutæki. Þessi lýsing á einnig við þegar vegur er ófær af öðrum ástæðum eins og skriðuföllum, vatnsflóðum o.þ.h.
Allur akstur bannaður: Vegi eða vegkafla lokað fyrir allri umferð ökutækja m.a. til að verja hann skemmdum (einkennt með merkinu allur akstur bannaður B01.11)
Þar sem okkar ökutæki falla kannski ekki alveg undir skilgreininguna almenn ökutæki er þetta ekki ófært fyrir okkur.
Hins vegar er þetta sett á að hausti og tekið af að vori til að varna því að fólksbílar og óbreyttir jeppar séu að fara þarna um að óþörfu og þegar veður eru válynd.mbk
Siggi tæknó
07.03.2004 at 21:50 #491000Það er að frétta af Rottunum að þær komu í bæinn um hálf sjö eftir góða helgi á fjöllum þrátt fyrir óhappið hjá Kjartani. Það var mikið um útúrdúra hjá þeim í góðu færi á leið í bæinn þrátt fyrir versnandi veður. Það mátti heyra á Gulla að hann vildi ólmur fara á móti nýliðunum í björgunarleiðangur. Af þeim er það að frétta að ekki er viðlit að koma fleiri bílum yfir að sinni, þar sem enn vex í ánni. Hafa menn fært sig frá ánni og eru að hreiðra um sig og leggjast til hvílu. Björgunarsveitarbíll er í viðbragðsstöðu ef menn vilja til byggða, en enginn hefur ljáð máls á því þar sem ákveðið hefur verið að yfirgefa ekki sökkvandi skip en sökkvar frekar með manni og mús.
Kveðja,
Siggi tæknó
07.03.2004 at 21:50 #497582Það er að frétta af Rottunum að þær komu í bæinn um hálf sjö eftir góða helgi á fjöllum þrátt fyrir óhappið hjá Kjartani. Það var mikið um útúrdúra hjá þeim í góðu færi á leið í bæinn þrátt fyrir versnandi veður. Það mátti heyra á Gulla að hann vildi ólmur fara á móti nýliðunum í björgunarleiðangur. Af þeim er það að frétta að ekki er viðlit að koma fleiri bílum yfir að sinni, þar sem enn vex í ánni. Hafa menn fært sig frá ánni og eru að hreiðra um sig og leggjast til hvílu. Björgunarsveitarbíll er í viðbragðsstöðu ef menn vilja til byggða, en enginn hefur ljáð máls á því þar sem ákveðið hefur verið að yfirgefa ekki sökkvandi skip en sökkvar frekar með manni og mús.
Kveðja,
Siggi tæknó
07.03.2004 at 20:45 #490990Sælt veri fólkið.
Var að frétta það af nýliðunum að þeir eru 25 km fyrir ofan Gullfoss og komast hvorki lönd né strönd sökum vatnavaxta. Eru þeir komnir niður fyrir Svínárnes og eru þar við læk ofan við Bláfeldará, sem er orðinn að stórfljóti. Fimm bílar komust yfir, þrír í fyrstu en tveir við illan leik. Hækkaði mjög hratt í og ekki var viðlit að reyna að koma fleiri bílum yfir að svo stöddu. Að sögn er Bláfeldaráin lítil og meinlaus.
Ekki er vitað hvort hægt verði að koma bílunum yfir í kvöld eða á morgun, nema með aðstoð. Tveir spilbílar eru með í för og eru þeir báðir fastir með hópnum. Þeir fimm sem komust yfir héldu til byggða að fengnu samþykki hinna í hópnum.
Kem kannski með meira síðar
Siggi tæknó
07.03.2004 at 20:45 #497572Sælt veri fólkið.
Var að frétta það af nýliðunum að þeir eru 25 km fyrir ofan Gullfoss og komast hvorki lönd né strönd sökum vatnavaxta. Eru þeir komnir niður fyrir Svínárnes og eru þar við læk ofan við Bláfeldará, sem er orðinn að stórfljóti. Fimm bílar komust yfir, þrír í fyrstu en tveir við illan leik. Hækkaði mjög hratt í og ekki var viðlit að reyna að koma fleiri bílum yfir að svo stöddu. Að sögn er Bláfeldaráin lítil og meinlaus.
Ekki er vitað hvort hægt verði að koma bílunum yfir í kvöld eða á morgun, nema með aðstoð. Tveir spilbílar eru með í för og eru þeir báðir fastir með hópnum. Þeir fimm sem komust yfir héldu til byggða að fengnu samþykki hinna í hópnum.
Kem kannski með meira síðar
Siggi tæknó
-
AuthorReplies