Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.02.2006 at 19:45 #543508
Setti minn 1000kall inn núna rétt í þessu. Veit það af eigin raun hversu mikið tjón þetta er. Það sem mestu skiptir er að allir sluppu ómeiddir þó svo sálin hafi særst lítillega. Það grær með tímanum. Skemmdirnar eru mjög svipaðar því sem var hjá mér eins og sjá má í albúminu hjá mér. Stærsti munurinn er kannski sá að ég var með allt tryggt í topp en mér skilst að svo hafi ekki verið hjá Gísla. Gísli minn ef þú þarft einhverja aðstoð láttu bara vita. Þú veist hvar þú nærð í mig.
Kv
Siggi tæknó
20.02.2006 at 19:32 #543636Þessar myndir minna mig á minn bíl þegar ég velti fyrir rúmum 2 árum. Það eru nokkrar myndir af því í albúminu mínu
Siggi tæknó
30.01.2006 at 23:24 #540746Sæll Izan
Ég man ekki nákvæma dagsetningu en þetta er tekið af netinu og er síðan 2004 og heitir því skemmtilega nafni: Reglugerð um gerð og búnað ökutækja 822/2004.
Linkurinn er meðfylgjandi en ekki rétt virkur. Bara copy/paste. http://www.us.is/id/1074
Kv
Siggi tæknó
30.01.2006 at 21:58 #540564Sæll Snorri
Best að verða við áskoruninni og svara.
Eins og kemur fram í erindisbréfi nefndarinnar er hlutverk hennar meða annars eftirfarandi:
a)fylgjast með tækninýjungum varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða,
b)ná samvinnu við viðkomandi yfirvöld um gerð reglugerða fyrir fjórhjóladrifsbifreiðir
c)Ef félagsmenn eru með gallaða vöru sem fyrirtæki neita að bæta þá gæti hún skorist í leikinn en eingöngu með stuðningi stjórnar.
Þetta ásamt ýmsu fleiru er það sem nefndinni er ætlað að gera. Þetta er ekki tæmandi listi aðeins úrdráttur á því helsta.Hvaða nefnd ætlar að vera næst????
Kveðja
Siggi tæknó
30.01.2006 at 21:38 #540736Þetta er tekið beint uppúr þeirri góðu bók Reglugerð um gerð og búnað ökutækja sem Umferðarstofa gefur út í samvinnu og umboði Dómsmálaráðuneytis
Auka háljósker: Ljósker skulu tengd öðrum háljóskerum og kvikna skal á þeim samtímis áskildum
háljóskerum eða um sérstakan rofa. Þegar um er að ræða tvö pör aukaháljósa mega þau ekki loga samtímis.
Þegar skipt er af háljósum á lágljós skulu öll háljósin slokkna samtímis. Aukaháljós skulu staðsett framar en
ökumaður. Að öðru leyti gilda sömu ákvæði og um áskilin háljósker.(11) Ljóskastarar.
Litur: Skal vera hvítur eða gulur.
Dreifing: Ljós skal lýsa fram á við.
Tenging: Ljóskastarar skulu tengdir háljóskerum um eigin rofa og samtengdir gaumljósi í mælaborði.
Notkun: Ljóskerin má einungis nota:
– utan alfaravega
– í ófærð á vegum utan þéttbýlis þegar aðalljós koma að takmörkuðum notum vegna snjólags eða
skafrennings.
Ljóskerin skulu vera byrgð þegar þau eru ekki í notkun.21) Þokuljós.
Litur: Skal vera hvítur eða gulur.
Dreifing: Ljósið skal dreifast vel til hliðanna og hafa greinileg lárétt birtumörk.
Staðsetning: Ljósker skulu vera framan á ökutækinu. Hæð skal vera a.m.k. 250 mm en ekki meiri en hæð
lágljóskera. Fjarlægð frá ystu brún má ekki vera meiri en 400 mm.
Stilling og ljósstyrkur: Ljóskerin skal vera hægt að stilla nákvæmlega á auðveldan hátt. Ljós skal ekki lýsa
lengra fram á veginn en lágljós viðkomandi ökutækis. Mesta afl peru sem nota má í hvort ljósker er 70 W.
Tenging: Ljósker skulu tengd stöðuljóskerum um eigin rofa.07.203 Breytt bifreið.
(1) Hæð aðalljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1350 mm.
(2) Hæð bakkljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1650 mm.
(3) Breytt torfærubifreið má vera búin tveimur ljóskösturum sem mega vera tengdir stöðuljóskerum um
eigin rofa og samtengdir gaumljósi í mælaborði.Með kastarakveðju
Siggi tæknó
25.12.2005 at 23:24 #536984að setja bílnúmerið
OS 977
25.12.2005 at 23:19 #536980maður verði ekki að reyna að mæta
15.12.2005 at 09:11 #531142Eftir að hafa lesið þenan þráð í gegn nokkrum sinnum, og þá sérstaklega það sem kom eftir að bíllinn fannst, fór ég að spá og leitaði aðeins í gömlum þráðum og fann Val nokkurn Sigurðsson sem skrifar undir nafninu isjaki@hotmail.com. Fór að velta fyrir mér hvort gæti verið um sama mann að ræða. Gott mál að bíllin fannst, en verst hvað það tekur langan tíma í kerfinu og svo hvað útkoman verður lítil.
29.11.2005 at 14:51 #531338Hvernig væri að hafa miðann í sviðuðu formi og 05 miðinn var? Þ.E hann kom á stærra blaði og svo þurfti bara að ná honum úr sporinu sínu. Ekki ósvipað og miðar sem koma með modelum nema ekki vatnsleysanlegir. Einnig hafa þeir stundum komið með öðrum leikföngum.
24.11.2005 at 22:45 #532868Sæll Ási
Ég er einn þeirra sem keypti þessi dekk en hef því miður ekki prófað þau nema á malbikinu. Ég er búinn að keyra á þeim ca 1000km og er bara nokkuð ánægður það sem af er. Þau eru hljóðlát og vel kringlótt þannig að það er ekki hoppvandamál í þeim. Ég á hinsvegar eftir að láta skera í þau meira en ég lét gera í upphafi, þ.e eins og talað var um að þyrfti að gera, Ég lét bara mícroskera miðjuna.
15.11.2005 at 21:40 #532482Ég held að það sé ekki neinn afgerandi verðmunur á þessum tveim tegundu(Webasto, Eberspacher). Ég held að þetta sé aðallega hvora tegundina þú vilt setja í bílinn.Ég er að setja Eberspacher í Patrolinn minn og kaupi hana hjá Túrbó. Ég er hins vegar aðeins öðruvísi en flestir þar sem ég er með tvær fjarstýringar og klukku. Hún kemur væntanlega til með að kosta ca 120-130 þús í komin ef allt stenst. Ég tók B5 eftir að hafa spjallað við þá hjá Túrbó og þegar ég var búinn að tala við Bílanaust og þeir vildu selja mér B4 á 150-160 í komna. Ekki spurning um B5 frá Túrbó
15.11.2005 at 19:02 #532466Túrbó ehf Lynghálsi 12 hefur líka verið með þær.
Hringdu bara í þá og talaðu við Ísleif. Síminn er 5442004
11.11.2005 at 11:04 #531876Þegar ég ætlaði að kíkja á þetta þá fékk ég upp að þessu vali hafi verið lokað, og svo voru einhverjar villumeldingar á ensku, þannig að það virðist vera sem vefstjóri hafi hreinlega eytt þessum þræði.
10.11.2005 at 11:05 #531842Ég fékk svona kassa með þegar ég keypti núverandi bíl og virðist hann vera að nokkru leyti eins og stebbi lýsir sínumkassa. Þér er velkomið að hafa samband og fá að skoða. Ég get líka rennt á þig ef þú vilt. Ég hef lengi hugsað mér að smíða annann kassa sem væri þá með tvö jafnstór hólf undir kassana en ekki lítið hólf fyrir kolsýrukút sem ég á ekki og nota ekki. Kassan keypti ég að mig minnir í Rúmfatalagernum og hafur hann alveg verið til friðs það sem af er. Ég er bara með einn kassa eins og er en það stendir til bóta þegar búið er að smíða.
Með kassakveðju
Siggi tæknó
896-2924
06.11.2005 at 20:31 #530728Það skildi þó ekki vera nema maður reyndi að láta sjá sig líka
28.10.2005 at 22:41 #530230já segðu. En þú manst að hafa samband þegar Benni þarfnast okkar aftur
28.10.2005 at 21:42 #530226Þú getur hringt í mig ef á þarf að halda. Ég er nú búinn að koma Benna einu sinni til byggða áður og ætti að geta komið honum aftur til byggða ef hann kemur sér aftur í vandræði eins og forðum daga. Þú mannst eftir því Lúther er það ekki eða varstu kannski svona …………..
25.10.2005 at 11:22 #528766Bjarni!
Hvað með að renna þessi innlegg úr fíber/nylon eins og upphækkunarklossar fyrir boddý lift. Það er kannski of dýrt, en það ætti ekki að vera svo þungt. Veit ekki hvort það er til svona sver öxull úr nylon. Þá er kannski hægt að nota Reykjalundarrörin þessi svörtu. Mig minnir að framleiðandinn hafi hugsað þessi innlegg þannig að það átti að vera hægt að keyra á sprungnu en það getur vel verið að það sé rangt hjá mér.
14.10.2005 at 21:26 #529252til að kæta TOYOTA menn enn frekar, þá hef ég líka lent í hörmungum á mínum PATROL, en ekki á fjöllum sem betur fer.
14.10.2005 at 21:23 #529250spurt verður oft fátt um svör. Ég er búinn að velta þessari spurningu þinni lengi fyrir mér og ég hef alltaf komist að sömu niðurstöðu. NEI. Það er ekki til lækning
-
AuthorReplies